Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 32
ERLENT 32 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is GULL ER GJÖFIN ZACARIAS Moussaoui var strangtrúaður múslími, og einu sinn áreitti hann vin sinn vegna síddarinnar á buxum hans. Íslömsk lög, sagði Moussaoui, krefjast þess að buxur karl- manna nái ekki niður fyrir ökkla. Moussaoui er 33 ára, franskur ríkisborgari af marokkóskum uppruna. Þegar hann kom til Bandaríkjanna til að læra flug sagði hann ættingjum sínum að hann væri einfaldlega flugáhugamaður. Moussaoui var ákærður í Bandaríkjunum í fyrradag, sakaður um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverkin þar í landi 11. september sl., í samráði við Osama bin Laden. Ákæran er í sex liðum og liggur dauðarefsing við fjórum þeirra. Hann var handtekinn 14. ágúst vegna ábend- inga frá flugskólanum, þar sem hann var í námi, en þar þótti mönnum undarlegt, að Mo- ussaoui vildi einungis læra að fljúga beint, en hvorki flugtak né lendingu. Talið hefur verið, að Moussaoui sé hinn svo- nefndi 20. flugræningi, og hafi átt að vera um borð í þotunni sem hrapaði til jarðar í Penn- sylvaníu, en í henni voru fjórir flugræningjar. Fimm ræningjar voru í hinum vélunum þrem sem rænt var 11. september. Moussaoui fæddist í frönskum smábæ, en hélt til London í byrjun tíunda áratugarins þar sem hann nam alþjóðaviðskipti við South Bank-háskólann, og lauk þaðan meistaraprófi. Á meðan hann dvaldi í Englandi varð hann strangtrúaður. Kunningjar hans segja að hann hafi stundum verið ótrúlega smámunasamur varðandi trúna. Khalid Abdulqaadir, fyrrverandi ruðnings- hetja í bandarískum framhaldsskóla, kynntist Moussaoui í mosku í Oklahóma fyrr á þessu ári. Hann sagði að Moussaoui hefði gagnrýnt ruðningsleikinn (bandarískan fótbolta), og sagt hann stangast á við íslamska trú „vegna ofbeldisins.“ Moussaoui gagnrýndi líka bux- urnar hans Abdulqaadirs. Leið Moussaouis til strangrar, íslamskrar trúar hófst er hann tók að venja komur sínar í moskur bókstafstrúaðra í London. Breytingin á hátterni hans olli fjölskyldu hans áhyggjum. Abd Saman, bróðir Moussaouis, hefur for- dæmt öfgar bróður síns í viðtölum við franska fjölmiðla. „Hann lenti ofan í einskonar kreddu- fari,“ sagði Saman nýlega. „Hann hélt því alltaf fram að hann væri aldrei metinn að verðleik- um, og hann sagðist vera fórnarlamb kyn- þáttahaturs. Það er kjörlendi fyrir hugsjónir sem byggja á hatri og höfnun.“ Þá er sagt að Moussaoui hafi hreytt ónotum í móður sína er hann heimsótti hana síðast, vegna þess að hún var ekki með blæju. „Hann sagði að ég væri trúleysingi,“ sagði hún í blaða- viðtali. „Það var þá sem ég áttaði mig á því að ég hafði glatað syni mínum.“ Í bréfi er hann skrifaði úr fangelsinu fyrir skömmu baðst Moussaoui afsökunar á þeim þjáningum sem hann hefði valdið henni, en fullyrti að hann hefði hvergi komið nálægt hryðjuverkunum 11. september. Um miðjan tíunda áratuginn vakti Moussa- oui athygli frönsku hryðjuverkalögreglunnar, sem hóf eftirlit með honum. Síðar fór Moussa- oui til Afganistans, að því er fram kemur í ákærunum er birtar voru í fyrradag. Þar er sagt að 1998 hafi hann verið í þjálfun í búðum er hafi starfað í tengslum við al-QAeda samtök Osama bin Ladens. Í febrúar í fyrra kom hann til Bandaríkjanna með 35 þúsund dollara í reiðufé, að sögn yf- irvalda, og fór til bæjarins Norman í Okla- homa, þar sem Airman-flugskólinn er staðsett- ur. Þar er líka Háskólinn í Oklahoma. Tveir flugræningjanna, þ. á m. meintur forsprakki þeirra, Mohamed Atta, höfðu heimsótt þennan sama flugskóla ári áður. Moussaoui keypti einnig myndbönd til æfinga á Boeing-þotum, líkt og nokkrir aðrir flugræningjanna höfðu gert. Og líkt og Atta spurðist hann fyrir um möguleika á að stofna uppskeruúðunarfyrir- tæki og hvernig farið væri að því að úða rækt- arland úr lofti. Það sem tengir hann þó líklega hvað helst við hina flugræningjana er að hann fékk senda 15 þúsund dollara, skömmu fyrir 11. septem- ber, frá Þýskalandi, og sendandinn var fyrr- verandi samleigjandi Attas. Sá er nú horfinn og er eftirlýstur af yfirvöldum. Moussaoui blandaði geði við stúdentana í há- skólanum, og margir töldu hann nemanda þar. Í moskunni í bænum var hann aufúsugestur, og var tekið eftir því hversu trúrækinn hann var. „Það mæta ekki margir til morgunbæn- anna, en hann kom reglulega,“ sagði Ibrahim Anderson, sem var við guðsþjónustu ásamt Moussaoui. Afdráttarlausar skoðanir hans urðu til að hann lenti upp á kant við suma með- limi moskunnar. „Hann hafði harkalegt skap,“ sagði Anderson. „Hann vildi ekki láta segja sér fyrir verkum.“ Svo fór, að Moussaoui hætti náminu í Norm- an, og fór úr bænum í ágúst sl. Vinur hans ók honum til Minneapolis þar sem hann hóf nám við annan flugskóla og greiddi í reiðufé. Und- arlegur áhugi hans á að læra á Boeing-þotur varð til þess að hringt var í yfirvöld, sem hand- tóku hann fyrir brot á innflytjendalögum, fá- einum vikum áður en hryðjuverkin voru fram- in. Hinn svonefndi „20. flugræningi“ ákærður og sakaður um aðild að árásunum í september Zacarias Moussaoui Strangtrúaður og smámunasamur Washington. The Los Angeles Times, AP. FLEST bendir til þess að sprengj- urnar sem varpað var á borgina Kandahar í suðurhluta Afganistans hafi hæft skotmörkin og ekki valdið miklu mannfalli meðal óbreyttra borgara eins og talibanar héldu fram. „Við tókum ekki á móti mörgu særðu fólki hérna,“ sagði læknir á stærsta sjúkrahúsi Kandahar. „Við fréttum að nokkrir óbreyttir borgar- ar hefðu fallið en ég veit raunar ekki hversu margir.“ Tugir særðra borgara voru fluttir á sjúkrahús í Quetta og fleiri borgum í Pakistan. Talið er að 26 hafi látið lífið í sprengjuárás bandarískra flugvéla á þorpið Daman, nálægt Kandahar, og mannfall varð einnig meðal óbreyttra borgara í árásum á skotfærageymslu í Kila Jedid og stöðvar talibanahers- ins nálægt flugvelli borgarinnar. Frá þessu var skýrt í fjölmiðlum fyrir fall talibanastjórnarinnar en fullyrðingar hennar um mikið mannfall meðal íbúa Kandahar virðast ekki réttar. Þrjú hús í íbúðahverfi í Kandahar voru jöfnuð við jörðu í loftárásunum en borgarbúar sögðu að arabískir fé- lagar í al-Qaeda hefðu búið í þeim. Þau hefðu verið mannlaus því arab- arnir hefðu farið út úr borginni dag- inn fyrir árásirnar. Loftárásirnar á Kandahar Lítið mannfall með- al óbreyttra borgara Kandahar. The Washington Post. boð um að Hicks væri við góða heilsu, en vildi ekki segja hvar hann væri í haldi. Ástralska sjónvarpsstöðin Chann- el Seven sagði að fyrir þrem árum hefði maður að nafni David Hicks boðið stöðinni að kaupa frásögn af bardögum sínum sem málaliði í Suð- ur-Afríku eða Afganistan. Maður í Adelaide, sem sagðist þekkja Hicks, taldi að hann berðist sem málaliði, fremur en fyrir málstað er hann tryði á. „Ég held að hann hafi frekar verið að þessu vegna peninganna og spenningsins,“ sagði Adelaide-mað- urinn, sem aðeins var nafngreindur sem Nick. Hicks hefði tekið þátt í bardögum með Frelsisher Kosovo gegn Serbum í Kosovo. Eftir það hefði hann farið í nóvember 1999 til Pakistans, þar sem hann hefði tekið þátt í æfingum með hersveit er barð- ist í Kasmír-héraði gegn Indverjum, sagði Williams. Í fyrra hefði Hicks síðan haldið til Afganistans. TUTTUGU og sex ára Ástrali, er lærði skæruhernað hjá al-Qaeda- samtökum Osama bin Ladens, var handtekinn þar sem hann barðist með hersveitum talibana í Afganist- an, að því er áströlsk stjórnvöld greindu frá í gær. Maðurinn er sagður vera David Hicks, frá Adelaide, og náðist af her- sveitum Norðurbandalagsins fyrir tveim eða þrem dögum. Daryl Will- iams, dómsmálaráðherra Ástralíu, sagði að yfirvöld hefðu fengið skila- „Ástralskur talibani“ tekinn höndum Sydney. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.