Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 51 vel eftir því þegar við komum með Tóta heim eftir skóla og lékum okkur að legóinu hans og fórum svo í hjól- reiðatúra eða veiðiferðir. Einhverju sinni keyrði faðir hans með okkur á Þingvöll og þar veiddum við í vatninu og spjölluðum saman. Eftir veiðiferð- ina fórum við aftur heim til Tóta þar sem faðir hans matreiddi fiskinn. Einnig gistum við saman í hvalstöð- inni í Hvalfirði eina helgi hjá ömmu og afa annars okkar sem börn. Á unglingsárum blómstraði vinátt- an í spilakvöldum og skemmtunum unga fólksins. Hinar og þessar um- ræður og vangaveltur um lífið og til- veruna og fleira reikuðu meðal okkar og hafði Þórólfur alltaf mikið að segja enda þekktum við hann ávallt sem spekúlant mikinn frá fyrstu kynnum. Þessar stundir eru ógleymanlegar sem og ótal fleiri sem við áttum sam- an. Það er sárt að kveðja svo góðan vin sem þig Þórólfur. Þú varst sannur vinur og sönnum vinum gleymir mað- ur aldrei. Síðustu árin sáum við minna af þér en við vildum því þú fluttist til Danmerkur. Heimsóknir þínar til Íslands voru alltaf skemmti- legar og höfðum við um margt að spjalla. Þegar við hittum þig síðast, ekki fyrir löngu, grunaði okkur ekki að við ættum ekki eftir að sjá þig aft- ur á þessari jörð. Minningin um þig og þær stundir sem við áttum saman mun lifa og erum við þér ævinlega þakklátir fyrir að hafa átt þig sem traustan vin. Blessuð sé minning þín og Guð geymi þig vel. Jóhann Svavar Þorgeirsson og Bergsteinn Þór Jónsson. Elsku Þórólfur, ég á bágt með að trúa því að ég sé að skrifa minning- argrein um þig. Við eigum oft erfitt með að trúa því þegar dauðinn kveð- ur dyra, sérstaklega þegar við erum ung og horfum fram á veginn. Ég held að orð Halldórs Laxness í Heimsljósi lýsi vel því sem ég er að reyna að koma frá mér: ,,Dauðinn er eitt af því fáa sem maður trúir ekki, kannski það eina“. Ég hitti þig í síðasta sumarfríi þínu á Íslandi, í heita pottinum í Árbæj- arlauginni, og við vorum að spjalla um námið okkar og hvað tæki við, í raun er svo stutt síðan þetta var. Þeg- ar ég var búin að átta mig á því að þetta væri raunverulegt fór ég að rifja upp minningar sem ég á um þig. Það sem kemur fyrst upp í hugann eru útilegurnar sem við fórum í með foreldrum okkar. Þú hafðir gaman af náttúrunni og varst strax duglegur veiðimaður. Sá áhugi hélt áfram að þróast og þú og pabbi þinn höfðuð gaman af því að fara saman í stang- veiði. Hver veit nema útilegurnar og veran í náttúrunni í gamla daga hafi átt sinn þátt í að móta þá leið sem þú valdir þér seinna í lífinu, þ.e. að fara til Danmerkur í garðyrkjunám. Þau voru ófá skiptin sem við fórum með foreldrum okkar í heimsókn hvort til annars. Við drógum okkur yfirleitt afsíðis frá fullorðna fólkinu og fórum inn í herbergi að leika. Við skemmtum okkur konunglega, yfir- leitt vorum við að spila og spjalla saman og stundum man ég eftir því að við fengum óstöðvandi hlátur- sköst. Þá var einfaldlega allt fyndið og við ætluðum aldrei að geta hætt að hlæja. Okkur varð vel til vina og þeg- ar ég hugsa til baka um þig er minn- ingin um það skýr hversu góð tengsl þú myndaðir við fólk. Minningin um náin tengsl milli þín, Völu og pabba þíns er ljóslifandi fyrir mér. Einnig er minningin um það hversu stóran þátt þú áttir í lífi ömmu þinnar sterk. Þeg- ar pabbi þinn og Rósý fóru að vera saman náðuð þið Rósý góðu sam- bandi og eftirvænting Alexöndru og Davíðs var alltaf mikil þegar von var á þér til landsins. Þau hafa öll misst mikið, en ég vona að góðar minningar um þig hjálpi þeim í sorginni. Elsku Baldur, Rósý, Vala og börn, Alexandra, Davíð, Margrét og aðrir ættingjar og vinir. Ykkur sendi ég mínar dýpstu samúðarkeðjur. Hugur minn er hjá ykkur. Brynja Ólafsdóttir. Í dag kveðjum við ungan mann sem hefur yfirgefið þessa veröld langt fyrir aldur fram. Okkur vinkon- ur Völu, systur Þórólfs, langar að minnast hans með nokkrum orðum. Við erum öll úr sama hverfi og tvær okkar gott betur en þær bjuggu í sama húsi og þau systkini á þeirra uppvaxtarárum og mikill samgangur á milli íbúða á þeim tímum. Seinna meir bjuggu tvær okkar í Kaup- mannahöfn á sama tíma og þau systk- ini og lágu þá leiðir saman á ný. Tóti var góður drengur, hann var einn af þeim sem ekki var hægt annað en að þykja vænt um, hann var róleg- ur en félagslyndur því í hvert skipti sem Vala systir hans bauð í teiti var hann alltaf mættur og hann naut þess að vera með og taka þátt þó svo að það færi ekki mikið fyrir honum. Tóti var stálminnugur og mikill speking- ur, ef eitthvað vakti áhuga hans gat hann sökkt sér ofan í það þangað til hann vissi allt um hlutinn. Hann hafði gaman af því að grúska í heimsmeta- bók Guinness og vissi ótrúlegustu hluti þaðan. Var hann einnig þeim hæfileikum gæddur að geta teiknað fallegar teikningar. Honum var ým- islegt til lista lagt og hann valdi sínar eigin leiðir í þessu lífi. En einn er veg- ur allra inn í lífið og söm er leiðin út og eins og H.C. Andersen segir „Líf hvers manns er ævintýri sem fingur Guðs skrifa“ þá er ég, er þetta rita, þeirrar trúar að örlög okkar séu fyr- irfram ráðin, en ekki af neinum öðr- um en okkur sjálfum, áður en við leggjum af stað í þetta ferðalag til hótel jarðar. Sál okkar hefur aftur og aftur gengið í gegnum svo margar ólíkar reynslur á svo mörgum ólíkum tilverustigum og við komum enn og aftur hingað til að öðlast það sem sál okkar þarfnast í það skiptið, til að þroskast, dafna og verða sterkari. Ég trúi því einnig að sálir þeirra sem syrgja nú á þessum erfiðu tímamót- um hafi verið með sál Tóta, löngu fyr- ir fæðingu ykkar, í allri ákvarðana- töku um það hvernig tímanum væri best varið með þennan mikla þroska ykkar innri manns í huga fyrir vænt- anlegt ferðalag til jarðar, þessi reynsla og afskaplegi missir hafi ein- göngu verið ætlaður til að þroska ykkur fyrir þetta líf og þau sem eftir eiga að koma. Þegar staðið er frammi fyrir svona óraunverulegum orðnum hlut held ég að þessi trú geti hjálpað örlítið með að komast yfir erfiðasta hjallann og gott er að hafa í huga að jörðin á enga sorg, sem himinninn getur ekki læknað. Elsku Tóti, þín verður sárt saknað, þú hafðir alltaf svo góða nærveru og bros þitt bjarta munum við varðveita í minningunni um góðan dreng. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Baldur, Rose, Vala, Alex- andra, Davíð, Margrét, Anna Mar- grét, Guðmundur, Lilja Dögg, Hall- varður, og Elfa Rún, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og megi Guð vera með ykkur og öllum sem syrgja í þessari miklu sorg. Ingibjörg Reynisdóttir Hrafnhildur Halldórsdóttir Sólveig Halldórsdóttir. Það er erfitt að sjá á eftir ungum manni yfir móðuna miklu. Tóti var alltaf góður við okkur frændur sína og þótti augljóslega mjög vænt um okkur. Sú væntumþykja var gagn- kvæm og Tóti mun ávallt eiga sér stað í hjarta okkar þótt hann sé dá- inn. Það var alltaf gaman að fá Tóta í heimsókn sem og að heimsækja hann í Bugðulækinn þegar við vorum yngri. Hann var alltaf tilbúinn að spjalla eða fíflast með okkur í ein- hverjum leikjum og var oft mikið fjör í okkur þegar við þeyttumst um íbúð- ina í boltaleik eða hverskonar sprelli. Þegar Tóti flutti til Danmerkur hitt- um við hann eðlilega mun sjaldnar en hann kom samt heim af og til með ferskar sögur frá útlandinu. Síðustu ár höfum við farið til Kaupmanna- hafnar á sumrin og þá hafði Tóti mik- ið gaman af að rölta með okkur um borgina til að sýna okkur allt það merkasta sem borgin hafði að bjóða- .Við erum mjög þakklátir að hafa fengið að kynnast Tóta og geymum með okkur minningu um góðan dreng og þær stundir sem við áttum saman. Þínir frændur og vinir, Þorgrímur og Þorsteinn. Góður vinur okkar, Tóti, er fallinn frá. Þessi tíðindi hafa slegið okkur þungt. Leiðir okkar Tóta lágu fyrst saman í Laugarnesskóla þar sem við urðum bekkjarfélagar allt frá 6 ára bekk og þar til að við lukum þaðan námi 12 ára gamlir. Á þessum árum kynnt- umst við báðir Tóta mjög vel og með okkur tókst vinátta sem átti eftir að endast. Strax eftir barnaskóla má segja að leiðir okkar vinanna hafi leg- ið í ólíkar áttir og samband okkar ekki eins mikið og verið hafði í barna- skóla, en þrátt fyrir það gættum við þess að halda sambandi hver við ann- an. Menntaskólaárin gengu síðan í garð. Við fórum allir í Menntaskólann við Sund en Tóti hélt síðar í Mennta- skólann við Ármúla og eftir það dofn- aði samband okkar enn meir og sam- verustundir okkar urðu færri en verið hafði. Þegar fram liðu stundir fór Tóti til Danmerkur til náms. Eftir það hittumst við eingöngu þegar hann kom heim til Íslands en þá átt- um við góðar stundir saman og rædd- um um það sem á daga okkar hafði drifið. Það sem kemur fyrst upp í hugann þegar við hugsum um Tóta er hvað hann var góðhjartaður og góður drengur. Hann var fróður um marga hluti og lumaði oft á fróðleikskornum sem hann bætti inn í umræðurnar hverju sinni. Tóti var handlaginn og með góða sköpunargáfu. Okkur eru minnisstæðar myndskreytingar í sögubókum bekkjarins sem léku í höndunum á honum. Velvilji skein í gegnum allt það sem hann tók sér fyrir hendur og einkenndi samskipti hans við aðra. Tóti lífgaði upp á til- veruna. Það var enginn honum líkur. Við munum minnast Tóta með þessum hætti og þökkum fyrir þær stundir sem við höfum átt með hon- um. Hugur okkar er hjá ástvinum hans. Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Vinir Tóta, Bjarni Grétarsson og Matthías Sveinbjörnsson. Þegar mér sígur svefn á brá síðastur alls í heimi, möttulinn þinn mjúka þá, móðir, breiddu mig ofan á, svo sofi ég vært og ekkert illt mig dreymi. (Einar Ólafur Sveinsson.) Það líður að desember. Jólafrí að nálgast og von á heimkomu frænda míns Þórólfs til foreldra sinna og fjöl- skyldna þeirra, frá Hróarskeldu í Danmörku þar sem hann var við nám. Af því varð ekki. Dánarfregnin barst yfir hafið og gerði skammdegis- myrkrið einhvern veginn bæði dýpra og dimmara. Allt hjúpast hryggð á þessum undarlega og viðkvæma tíma sem jólaaðventan er. Og dag eftir dag kyngir niður snjó. Og allt verður hvítt og kristaltært. Hér urðu þáttaskil. Vanalega eru vonir manna og draumar fastbundnir lífinu. En það rætast ekki allar vonir. Það er hin mikla þversögn tilverunn- ar þar sem lífið og dauðinn renna saman og verða eitt. Ef til vill stafa vonbrigði manna af einfeldni þeirra. Einnig það er hluti þess lífs og þess dauða sem við búum við. Ef til vill eru draumar manna svo fyrirferðarmiklir að þeir gleyma eða þeim vinnst ekki tóm til að skoða í kringum sig. Ef til vill skortir menn einfalda, einlæga lífsgleði í lífsbaráttunni sérhvern dag. Ungt og ófullburða líf er horfið úr augsýn. Þórólfur frændi minn var hæglátur, óframfærinn og ljúfur í við- móti, næmur og dálítið brothættur. Hann hugleiddi margt án þess að láta það allt uppskátt við aðra. Það er sú mynd sem eftir stendur af þessum unga manni sem ég þekkti minna en skyldi. Fegurð og friður fylgi honum á eilífðarveginum. Ég sendi foreldr- um hans og systkinum innilegar sam- úðarkveðjur. Berglind Gunnarsdóttir. Elsku pabbi. Mig langar að minnast þín í nokkrum orðum. Þegar ég kom í heiminn voruð þið mamma komin á fimmtugsaldurinn og voruð því á kafi í uppeldi ungbarna og ung- linga. Það var því nóg að gera á heimilinu. Þið fenguð svo sannarlega að hafa fyrir mér, þó sérstaklega mamma sem sá um daglegt amstur á heimilinu meðan þú varst að vinna og var því alltaf þreytt. En þótt mamma hafi séð um dag- legt uppeldi okkar systkina þá varst þú aldrei langt undan þegar hún þurfti á þér að halda við að leiðbeina okkur eða skamma. Ég man þegar þú sóttir mig bálvondur upp í Ljónagryfju þar sem bílhræ voru urðuð. Þetta var svo sannar- lega ekki leiksvæði fimm ára barna, en hvernig gat maður skilið það? Eða þegar við Dudda og Jökull máluðum Kató að innan og þið Bjössi, Guðmundur, Erla o.fl. urðuð að þrífa hann og leikföngin svo ekki hlytist tjón af. Þennan dag minnist ég ekki að hafa séð neitt af ykkur brosa, meira fór fyrir skömmunum. Hins vegar löngu síðar minntistu oft þessa atburðar með bros á vör. Þetta var frumraun mín í málning- unni og lét ég þar við sitja. Jólin voru þér ánægjulegur tími og jólaundirbúningurinn einnig hvort sem þú varst að búa til jóla- skreytingar, skreyta jólatréð eða að hjálpa okkur krökkunum á Holtinu að skvetta olíu á áramótabrennu. Það kom fyrir að þú tókst að þér að verða brennustjóri. Á þennan hátt tókstu þátt í því sem við krakkarnir vorum að gera auk þess að kynnast líka vinum mínum utan heimilisins. Það var mér mikils virði. Á unglingsárunum mínum deild- um við stundum, reyndar oft. Þú varst ekki mjög sáttur við það hvernig helgunum mínum var eytt. Marga laugardags- eða sunnudags- morgna ræddirðu við mig um áfengi og það böl sem því fylgir. Það hafði farið illa með gamla fé- laga þína. Eitt sinn á þrettándanum fyrir mörgum árum var hringt heim um miðnætti og þú beðinn um að koma niður á lögreglustöð að sækja drenginn þinn. Þú sagðir fátt þegar þú sóttir mig, reyndar ekki neitt. Hvað gastu sagt? Þetta kvöld hafði unglingum verið bannað að fara niður í bæ vegna óláta sem tíðk- uðust á þrettándanum. Hvað var þá meira spennandi en að fara einmitt niður í miðbæ Hafnarfjarðar. Reyndar líktist lögreglustöðin í Hafnarfirði meira æskulýðsmiðstöð en lögreglustöð þetta kvöld, svo margir krakkar voru þarna. Peningar voru hlutur sem þú barst mikla virðingu fyrir og fórst vel með, enda kannski ekki skrítið. Um tvítugt kemur þú frá Hrísey í bæinn félítill. Með dugnaði og elju- semi eignaðist þú svo þak yfir höf- uðið. Eins og hvert annað barn var maður alltaf að suða um hitt og þetta. Eitt af þínum svörum er mér ofarlega í huga en það er svohljóð- andi: „Ef ég vinn fyrsta vinninginn í happdrættinu þá skulum við athuga málið.“ En fyrsta vinninginn í þínu lífi hafðirðu fyrir löngu unnið, en það var mamma. Hún var þér stoð og stytta í gegnum súrt og sætt. Alltaf var hún með matinn til þegar þú þurftir á að halda, alltaf voru fötin hrein fyrir þig, alltaf var hún búin að útbúa bakkelsi þegar þú komst í kaffi. Alltaf var hún til stað- ÍSLEIFUR E. ÁRNASON ✝ Ísleifur EyfjörðÁrnason málara- meistari fæddist í Hrísey 13. ágúst 1928. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 27. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnar- fjarðarkirkju 7. des- ember. ar fyrir þig. Vinnu- félagi minn til skamms tíma sagði mér frá því að ein jól fyrir mörg- um árum, þegar þið unnuð saman hjá fyr- irtæki úti í bæ, hefði ekki verið til peningur til að borga mann- skapnum. Þú áttir ein- hvern aukapening sem þú lánaðir honum svo hann gæti haldið fjöl- skyldu sinni gleðileg jól. Aldrei minntistu sjálfur á þetta, en jánkaðir því þó þegar ég minntist á þetta við þig. Þannig varstu, ekkert fyrir það að hæla sjálfum þér. Þér þótti afar vænt um fjölskyld- una þína, og ekki síður tengda- og barnabörnin. Vegna heilsu þinnar nú undir lokin fórstu ekkert á flakk að óþörfu. Þegar yngri dóttir okkar Lilju kom í heiminn þann 13. nóv- ember síðastliðinn, þá fórst þú í skoðun inn á Landspítala. Eftir skoðun komuð þið mamma og Ester inn á fæðingardeild og lituð af- kvæmið augum í fyrsta sinn. Hvern hefði grunað að þetta yrði einnig í hinsta sinn sem þú litir hana, Birtu Sif og Lilju augum. Elsku pabbi, ég þakka þér fyrir þau ár sem við áttum saman, bæði í blíðu og stríðu. Minningu þinni mun ég halda á loft um ókomna tíð. Ég skal reyna að veita mömmu allan þann styrk sem hún þarfnast í sorg- inni. Kristmann Már. Okkur langar í fáum orðum að minnast frænda okkar Ísleifs Árna- sonar. Ísleifur er bróðir Ellu ömmu og hefur í gegnum tíðina verið vor- boðinn okkar í Hrísey. Sumarið var ekki komið fyrr en krían lét sjá sig og Ísleifur og Jóhanna voru komin í Akur. Einhvern veginn er gangur lífsins svo sjálfsagður. Eftir vetur kemur vor og krían lætur sjá sig í Hrísey sem fyrr. Hins vegar er nú svo komið að Ísleifur okkar er horf- inn á braut en það minnir okkur á veruleika lífsins og hversu erfitt getur verið að sætta sig við hann. Það var alltaf gaman að fylgjast með því þegar Ísleifur kom til Hrís- eyjar og settist upp í gamla gráa traktorinn með hana Jóhönnu sína aftan á. Þegar maður horfði til þeirra fór ekki á milli mála hversu ástríkt hjónaband þeirra var. Leið- in lá beina leið út í Akur. Næstu dagar fóru síðan í að dytta að ætt- aróðalinu en þar var ættarhöfðing- inn enginn annar en Ísleifur. Við fáum aldrei fullþakkað það óeigin- gjarna starf sem hann vann við að endurbyggja og viðhalda gamla ættaróðalinu Akri þar sem langafi og amma bjuggu. Allt handbragð ber þess merki að þar fór sannur hagleiksmaður sem hafði miklar hugsjónir. Það er ljóst að Akur mun hér eftir ætíð kalla fram sterkar minningar um hann Ísleif. Ísleifur og Jóhanna hafa alltaf verið höfðingjar heim að sækja. Ís- leifur var ætíð hrókur alls fagnaðar og þreyttist seint á að slá á létta strengi. Hann var afar lífsglaður maður og allir höfðu gaman af að vera í návist hans. Minnisstætt er hvað Ísleifur var hjartahlýr maður og lét sér annt um annað fólk. Við eigum eftir að sakna þess þegar við komum í Akur að heimsækja Jóhönnu að Ísleifur okkar er ekki lengur þar. Hann á hins vegar alltaf eftir að skipa stór- an sess í hjörtum okkar enda var hann einstakur maður. Elsku Jóhanna, við vitum að missir þinn er mikill þar sem góður lífsförunautur er horfinn á braut. Ester, Addi, Biggi og Kristmann, þið hafið misst einstakan föður og við biðjum algóðan Guð að vaka yfir ykkur og veita ykkur styrk í sorg- inni. Ingimar, Kristinn, Elín, Ómar og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.