Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 59
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 59 Starfsnám fyrir leiðsögumenn - eitthvað fyrir þig? Fjölbreytt nám! Krefjandi og skemmtilegt starf! Innritun stendur til 14. desember. Ný önn í janúar 2002. Umsóknareyðublöð fást á vefsíðunni http://mk.ismennt.is, eða á skrifstofu Leiðsöguskólans. Nánari upplýsingar fást í síma 594 4025. Leiðsöguskóli Íslands, Menntaskólanum í Kópavogi, Digranesvegi 51, símar 594 4025/594 4000. VÍSINDAHEIÐUR er merkilegt hugtak. Það felur í sér að vís- indamaður skuli ávallt kappkosta að komast að réttum niðurstöðum í rannsóknum sínum. Samkvæmt þessu hug- taki ber vísindamanni einnig að sjá til þess, eftir mætti, að það sem eftir honum er haft á opinberum vettvangi sé í samræmi við nið- urstöður hans. Sú skylda er óaðskiljan- legur hluti af starfs- heiðri hans. Þetta er sérstaklega þýðingarmikið í við- kvæmum og flóknum deilumálum þar sem niðurstöður vísindamanna, og það sem eftir þeim er haft, geta verið skoðanamyndandi. Undir þessa skilgreiningu falla virkjana- mál, þar á meðal virkjunaráform í Þjórsárverum. Í grein sem ég skrifaði og birtist í Morgunblaðinu 6. desember tók ég m.a. til umfjöllunar frétt sem unnin var upp úr Norðlingaölduvef Lands- virkjunar og birtist í blaðinu 25. nóvember. Þar var haft eftir Árna Hjartarsyni, jarðfræðingi á Orku- stofnun, að fyrirhugað lón í Þjórs- árverum í 575 m hæð myndi draga úr uppblæstri við gamla farveg Þúfuverskvíslar. Þessu var slegið upp á baksíðu blaðsins. Ég hrakti þessa staðhæfingu og taldi að með henni væri þetta fyrirhugaða risalón í Þjórsárverum sýnt í jákvæðara ljósi en vísindalegar rannsóknir gæfu tilefni til. Lét ég svo ummælt að því miður væri ekki annað að sjá en húsbóndahollusta Árna bæri vísinda- mennsku hans ofurliði. 11. desember birtu Árni Hjartarson og Árni Þórður Jónsson, vefstjóri heimasíðu Landsvirkjunar um Norðlingaölduveitu, sína greinina hvor í Morgunblaðinu þar sem þeir segja að of- annefnd staðhæfing hafi verið villa á vefn- um. Ráðast þeir að mér fyrir að vega að vísindaheiðri þess fyrr- nefnda. Segir Árni Hjartarson m.a. um mig að ég hafi gleymt „þeirri gullnu reglu að líta á frumheimildir“, ég hefði getað „skoðað Norðlingaölduvefinn betur“ og lesið greinargerðir sínar „milli- liðalaust“. Og má nú spyrja: Á ekki að reikna með því að ummæli vís- indamanns sem vitnað er til á Norð- lingaölduvef Landsvirkjunar og birt eru sem uppsláttarfrétt í dagblaði séu rétt eftir höfð meðan þau hafa ekki verið opinberlega leiðrétt? Átti blaðamaðurinn sem samdi fréttina líka að fylgja „þeirri gullnu reglu að líta á frumheimildir“, skoða Norð- lingaölduvef „betur“ og lesa grein- argerðir Árna Hjartarsonar „milli- liðalaust“? Áttu lesendur Morgunblaðsins sem lásu fréttina líka að gera það? Auðvitað eiga allir menn leiðrétt- ingu orða sinna og mistaka og skulu Árnarnir báðir njóta þess hér. En þá er það vísindaheiðurinn. Árna Hjartarsyni er annt um hann. Ég skil það vel. Árna Þórði Jónssyni er líka annt um heiður nafna síns. Ég skil það líka vel. En fyrst jarð- fræðingnum og vefstjóranum er báðum svona annt um þennan vís- indaheiður hvers vegna leiðréttu þeir þá ekki þessi röngu ummæli um jákvæð áhrif lónsins á uppblástur? Þeir höfðu heila ellefu daga til þess, frá 25. nóvember þegar umrædd frétt birtist og þar til mín grein birt- ist 6. desember. Árni Þórður segir að „nú“ þegar við blasi „hvernig leikritaskáldið grípur þessa villu á lofti til að reyna að koma höggi á jarðfræðinginn“ sé sér „bæði ljúft og skylt“ að leiðrétta þessa villu. Hvers vegna var honum það ekki „ljúft og skylt“ fyrr? Hversu langt nær tilfinning Árnanna fyrir vís- indaheiðri Árna Hjartarsonar? Nær hún ekki lengra en svo að það skal standa sem rangt er meðan það er ekki hrakið? Hverju þjónar það? Heiðri vísindanna? Vísindaheiður- inn góði Birgir Sigurðsson Norðlingaalda Hversu langt nær til- finning Árnanna, spyr Birgir Sigurðsson, fyrir vísindaheiðri Árna Hjartarsonar? Höfundur er rithöfundur. MORTÉL Eins og notað er í sjónvarpsþættinum kokkur án klæða Verð frá kr. 4.500 Klapparstíg 44 sími: 562 3614
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.