Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 56
UMRÆÐAN
56 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Dagat
al S
pa
ris
jóð
sins 2002 er komið.
Í SUMUM tilvikum eru aðstæður
fólks þannig að það þarfnast augljós-
lega aðstoðar samfélagsins það sem
eftir er ævinnar. Á Íslandi þykir sjálf-
sagt að tryggja afkomu þeirra sem
búa við þannig aðstæður. Það að
hverfa af vinnumarkaði getur hins
vegar haft mjög neikvæð áhrif á líf
fólks og lífsgæði. Auk þess er kostn-
aður samfélagsins vegna hvers ein-
staklings sem er öryrki mikill, þótt
öryrkjum þyki bæturnar ekki háar.
Tryggingastærðfræð-
ingar lífeyrissjóðanna
og Tryggingastofnunar
ríkisins, Bjarni Þórðar-
son og Sólveig A. Svav-
arsdóttir, reiknuðu
beinan kostnað þessara
aðila vegna lífeyris-
greiðslna, sjá töflu.
Reiknaðar eru sam-
anlagðar lífeyris-
greiðslur fyrir einstak-
linga sem verða
öryrkjar á aldrinum 25-
55 ára og eiga rétt á
greiðslum bæði frá líf-
eyrissjóði og Trygg-
ingastofnun. Auk þess
eru reiknaðar lífeyris-
greiðslur fyrir karl og
konu sem verða öryrkjar 20 ára göm-
ul og hafa ekki greitt í lífeyrissjóð og
eiga því aðeins rétt á lífeyri frá
Tryggingastofnun. Munur á milli
kynja skýrist af mismunandi dánar-
tíðni íslenskra karla og kvenna. Hér
er einungis um beinan kostnað vegna
lífeyrisgreiðslna að ræða. Ef einnig er
tekinn með í reikninginn óbeinn
kostnaður, svo sem tapaðar skatt-
tekjur og kostnaður Tryggingastofn-
unar í sjúkratryggingum vegna meiri
niðurgreiðslu læknisþjónustu, lyfja
og þjálfunar hjá örorkulífeyrisþegum
en öðrum, verða upphæðirnar mun
hærri. Þegar mannlegi þátturinn er
líka tekinn með er augljóst að starfs-
endurhæfing margborgar sig.
Reynslan sýnir að þegar fólk hefur
verið óvinnufært lengur en nokkra
mánuði getur verið mun erfiðara að
stuðla að því að það hefji störf að nýju
heldur en ef gripið er fyrr til aðgerða.
Jafnvel þótt sjúkdómseinkenni sem
ollu óvinnufærni hafi
dvínað er hætta á að
fólk glati sjálfstrausti,
sjálfsbjargarviðleitni
og fótfestu á vinnu-
markaði. Það er afar
brýnt að geta gripið
fljótt inn í þennan víta-
hring, þannig að við-
komandi verði ekki að
óþörfu öryrki fyrir lífs-
tíð. Ungir öryrkjar hafa
reynst hlutfallslega
fleiri á Íslandi en hinum
Norðurlöndunum. Höf-
uðástæða þessa er að
hér á landi hafa verið
minni endurhæfingar-
möguleikar fyrir
óvinnufært fólk. Til að
bregðast við þessu hratt Trygginga-
stofnun ríkisins af stað endurhæf-
ingarátaki fyrir tveimur árum.
Endurhæfingarátak
Sett voru á stofn matsteymi til að
meta endurhæfingarmöguleika fólks
sem verið hefur óvinnufært nokkra
mánuði og þykir að óbreyttu ekki lík-
legt til að snúa aftur til vinnu, eitt í
Reykjavík og annað á Akureyri. Í
hvoru teymi fyrir sig starfar endur-
hæfingarlæknir, félagsráðgjafi og
sjúkraþjálfari og að auki sálfræðing-
ur í teyminu í Reyjavík en iðjuþjálfi í
teyminu á Akureyri. Gerðir voru
þjónustusamningar um starfsendur-
hæfingu (atvinnulega endurhæfingu)
við Starfsþjálfun fatlaðra (Hringsjá)
og Reykjalund og Tryggingastofnun
hefur tekið þátt í tilraunaverkefni
með Svæðisskrifstofu um málefni
fatlaðra í Reykjavík og Vinnumála-
stofnun um svokallaða „atvinnu með
stuðningi“. Nýlega gerði Trygginga-
stofnun síðan þjónustusamning við
Janus endurhæfingu um starfsendur-
hæfingu, en að því verkefni hafa áður
komið heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytið og lífeyrissjóðir.
Árangur
Árangurinn hefur verið mjög góð-
ur. Af þeim 109 einstaklingum sem
metnir voru af matsteymi á árinu
2000 eru 44 (41%) ekki á neinum bót-
um hjá Tryggingastofnun nú. Þá fá 20
(18%) greiddan endurhæfingarlífeyri,
þar sem endurhæfingu þeirra er ekki
lokið. Aðeins 32 (29%) fá nú örorkulíf-
eyri og 12 (11%) örorkustyrk. Án
starfsendurhæfingar hefði mátt búast
við að flestir þessara 109 hefðu verið
metnir til örorku. Fyrir nokkrum vik-
um unnu Helga Rúna Péturs verk-
efnastjóri og Friðrik H. Jónsson for-
stöðumaður á Félagsvísindastofnun
Háskóla Íslands könnun fyrir Trygg-
ingastofnun. Reynt var að ná til
þeirra 109 sem metnir höfðu verið af
matsteymi á árinu 2000. Viðtölin voru
tekin í síma. Svör fengust frá 83. Af
þeim höfðu 38 (46%) unnið launaða
vinnu eftir að starfsendurhæfingu
lauk og 18 (22%) voru í námi. Auk
þess hefur náðst annar árangur en að
skila fólki aftur til vinnu eða í nám. Af
svarendum töldu 52% sjálfsbjargar-
viðleitni sína hafa aukist og 47%
sjálfstraust sitt hafa aukist.
Leiðin áfram
Þótt reynslan af þessu endurhæf-
ingarátaki hafi verið góð, þarf samt að
gera enn betur. Bjóða þarf upp á fleiri
og fjölbreyttari möguleika til starfs-
endurhæfingar og endurmenntunar.
Auk þess þarf að endurskoða skipu-
lag starfsendurhæfingar, því í dag
heyrir hún undir þrjú ráðuneyti og
fjölmargar stofnanir og félög og þess-
ir aðilar hafa lítið samstarf. Margir
leggja þessu þarfa málefni þannig lið,
en starfskraftarnir eru dreifðir og
ósamhæfðir. Þann 13. nóvember sl.
var haldið málþing um starfsendur-
hæfingu. Að málþinginu stóðu Al-
þýðusamband Íslands, Landssamtök
lífeyrissjóða, Samstarfsráð um end-
urhæfingu, Samtök atvinnulífsins,
Tryggingastofnun ríkisins og Vinnu-
málastofnun. Hátt á þriðja hundrað
manns sótti málþingið. Það hve marg-
ir sóttu málþingið og hve breið fylk-
ing stóð að baki þess sýnir svo ekki
verður um villst að stuðningur við
starfsendurhæfingu er mikill og að
áhugi á umbótum er víðtækur.
Starfsendurhæfing
borgar sig
Sigurður
Thorlacius
Endurhæfing
Bjóða þarf, segir
Sigurður Thorlacius,
upp á fleiri og fjöl-
breyttari möguleika til
starfsendurhæfingar.
Höfundur er tryggingayfirlæknir.
Lífeyrisgreiðslur vegna örorku (milljónir króna)
Karlar Konur
20 ára 25 ára 35 ára 45 ára 55 ára 20 ára 25 ára 35 ára 45 ára 55 ára
Lífeyrissjóðir 0,0 29,8 29,0 26,6 22,5 0,0 30,7 30,2 28,2 24,5
Tryggingastofnun 16,0 5,6 4,8 4,2 3,5 15,4 5,8 5,0 4,5 3,8
Samtals 16,0 35,4 33,8 30,8 26,0 15,4 36,5 35,2 32,7 28,3
NÚ ER mér nóg
boðið, Árni Mathiesen.
Ætlar þú vísvitandi að
vinna skemmdarverk
gegn sjávarbyggðum
landsbyggðar? Vinnu-
brögð þín og ráðuneyt-
is þíns undanfarna
mánuði misbjóða mér
algerlega. Fyrir það
fyrsta, hvort á að vera
ofan á, kvótasetning á
öllum fisktegundum
eða áfram hið byggða-
væna þorskaflahá-
markskerfi á veiðum
smábáta? Óvissan um
hvað verður ofan á er
verri en allt annað. Bara til fróðleiks,
Árni, ef þú skyldir ekki vera búinn að
líta á dagatalið nýlega, þá er kominn
20. nóvember 2001. Til upprifjunar
þá sagðirðu í vor á fundi í íþróttahús-
inu á Ísafirði, að mjög fljótlega
kæmu til aðgerðir til að milda um-
rædda kvótasetningu smábáta. Hvar
eru efndirnar, Árni
góður?
Ég minni á tillögu
Arnar Pálssonar, fram-
kvæmdastjóra Land-
sambands smábátaeig-
enda, sl. sumar um að
fresta gildistöku núver-
andi laga til 1. janúar
2002 meðan málið fengi
eðlilega afgreiðslu á Al-
þingi. Ekki varðstu við
þeirri bón sem var
sjálfsögð og tel ég að
með því háttalagi hafir
þú sem sjávarútvegs-
ráðherra skapað þér
mikla ábyrgð. Staðan
er nefnilega sú í dag að
smábátamenn eru að komast í þrot
og margir af kollegum mínum komn-
ir í vonda stöðu hvað varðar ýsu-
kvóta, þar sem ýsukvóti liggur ekki á
lausu. Segja má með nokkurri vissu
að krókaflotinn hér fyrir vestan hafi
verið keyrður á 40% afköstum síðan
1. september sl., með einhverjum
undantekningum þó. Ég minni á um-
fjöllun Ríkissjónvarpsins hinn 20.
nóvember, um stórkostlega röskun á
útgerðarmunstri hinna dugmiklu
Grímseyinga. Þar er staðan nefilega
sú að allt í kringum eyjuna er svo
mikil ýsa að til mestu vandræða
horfir fyrir Grímseyinga sem nú eru
komnir í kvótakerfi án ýsuheimilda.
Spurning, Árni: Hvers eiga Gríms-
eyingar að gjalda ? Ekki er hægt að
segja að þetta sé Vestfjarðaspólan,
er það? Ég vill bara benda þér á, sem
lærðum dýralækni, að náttúran fer
sínar eigin leiðir. Hún spyr ekki um
kvótakerfi eða eitthvert annað kerfi.
Svo ýsugengd við Grímsey mun
koma aftur og aftur. Og í framhaldi
að þessu vona ég að þú endurskoðir
afstöðu þína varðandi hið byggða-
væna þorskaflahámarkskerfi smá-
báta. Þar er ennfremur ekkert brott-
kast og því um mjög vistvænt kerfi
að ræða. Að ætla að berja smábáta-
sjómenn inn í hið illræmda kvóta-
kerfi af fullum þunga og með tilheyr-
andi sukki og svínaríi er
ábyrgðarleysi af þinni hálfu og rík-
isstjórnarinnar.
Syndir ýsan?
Kristján Andri
Guðjónsson
Höfundur er skipstjóri.
Sjávarútvegsmál
Að ætla að berja smá-
bátasjómenn inn í hið
illræmda kvótakerfi af
fullum þunga, segir
Kristján Andri Guð-
jónsson er ábyrgð-
arleysi af þinni hálfu og
ríkisstjórnarinnar.
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Vita-A-Kombi
Meðgöngufatnaður
fyrir mömmu
og allt fyrir litla krílið.
Þumalína, Pósthússtr. 13, sími 551 2136