Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 53
ráðinu. Aðildarríkin ná yfirleitt samkomulagi áður en að því kemur og er rík hefð fyrir því að ræða hlutina í þaula og ná víðtækri sátt um einstök mál – jafnvel þó að gildur meirihluti sé fyrir hendi. Að vísu urðu atkvæðagreiðslur al- gengari í ráðherraráðinu um miðj- an 9. áratuginn og eru einkum tvær ástæður fyrir því. Með ein- ingarlögunum 1986 fjölgaði sviðum þar sem hægt er að afgreiða mál með vegnum meirihluta. Jafnframt komu mörg mál inn á borð ráðsins í tengslum við innri markaðinn þar sem aðallega var kosið um áherslur og útfærslur en ekki markmið. Þrátt fyrir allt er, eins og kemur fram í bók Helen Wallace, einungis gengið formlega til atkvæða- greiðslu í ráðinu í um 25% tilvika (The Council of Ministers, 1997). Aftur á móti er ljóst að atkvæða- greiðslum á eftir að fjölga með stækkun sambandsins. Staða smáríkja Til að fá skynsamlega niðurstöðu um hugsanleg áhrif Íslands innan ESB þarf einkum að skoða tvennt: Hvernig sambandið virkar í raun og hvernig smáríkjum vegnar inn- an sambandsins og hvernig þau beita sér. Staðreyndin er sú að smáríkjum vegnar mjög vel innan sambands- ins og þeim gengur vel að ná mark- miðum sínum. Flest aðildarríkin eru svokölluð smáríki og öll ríkin sem ganga munu í sambandið á næstu árum eru smáríki að Pól- landi undanskildu. Evrópusam- bandið er því ekki síst vettvangur smáríkja til að ráða ráðum sínum við stærri og öflugri ríki álfunnar á jafnréttisgrundvelli. Það eru engin fordæmi fyrir því að grundvallar- hagsmunum einstakra ríkja sé fórnað á altari ESB. Þvert á móti. Sambandið byggist ekki á alræði meirihlutans – slíkt myndi einfald- lega aldrei ganga upp. Íslendingar geta því óhræddir gengið til liðs við ESB sem hefur það m.a. að markmiði að standa vörð um lýð- ræði, mannréttindi og frelsi ein- staklingsins. Með aðild yrðum við fullir þátttakendur í öllum vinnu- hópum, nefndum og stofnunum sambandsins og hefðum, ólíkt því sem nú er, virk áhrif á þá löggjöf sem gildir í landinu. Aðild er því vænlegur kostur fyrir Íslendinga. Höfundur er stjórnmálafræðingur og formaður Evrópusamtakanna. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 53 flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Geisladiskahulstur aðeins 500 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.