Morgunblaðið - 13.12.2001, Page 53

Morgunblaðið - 13.12.2001, Page 53
ráðinu. Aðildarríkin ná yfirleitt samkomulagi áður en að því kemur og er rík hefð fyrir því að ræða hlutina í þaula og ná víðtækri sátt um einstök mál – jafnvel þó að gildur meirihluti sé fyrir hendi. Að vísu urðu atkvæðagreiðslur al- gengari í ráðherraráðinu um miðj- an 9. áratuginn og eru einkum tvær ástæður fyrir því. Með ein- ingarlögunum 1986 fjölgaði sviðum þar sem hægt er að afgreiða mál með vegnum meirihluta. Jafnframt komu mörg mál inn á borð ráðsins í tengslum við innri markaðinn þar sem aðallega var kosið um áherslur og útfærslur en ekki markmið. Þrátt fyrir allt er, eins og kemur fram í bók Helen Wallace, einungis gengið formlega til atkvæða- greiðslu í ráðinu í um 25% tilvika (The Council of Ministers, 1997). Aftur á móti er ljóst að atkvæða- greiðslum á eftir að fjölga með stækkun sambandsins. Staða smáríkja Til að fá skynsamlega niðurstöðu um hugsanleg áhrif Íslands innan ESB þarf einkum að skoða tvennt: Hvernig sambandið virkar í raun og hvernig smáríkjum vegnar inn- an sambandsins og hvernig þau beita sér. Staðreyndin er sú að smáríkjum vegnar mjög vel innan sambands- ins og þeim gengur vel að ná mark- miðum sínum. Flest aðildarríkin eru svokölluð smáríki og öll ríkin sem ganga munu í sambandið á næstu árum eru smáríki að Pól- landi undanskildu. Evrópusam- bandið er því ekki síst vettvangur smáríkja til að ráða ráðum sínum við stærri og öflugri ríki álfunnar á jafnréttisgrundvelli. Það eru engin fordæmi fyrir því að grundvallar- hagsmunum einstakra ríkja sé fórnað á altari ESB. Þvert á móti. Sambandið byggist ekki á alræði meirihlutans – slíkt myndi einfald- lega aldrei ganga upp. Íslendingar geta því óhræddir gengið til liðs við ESB sem hefur það m.a. að markmiði að standa vörð um lýð- ræði, mannréttindi og frelsi ein- staklingsins. Með aðild yrðum við fullir þátttakendur í öllum vinnu- hópum, nefndum og stofnunum sambandsins og hefðum, ólíkt því sem nú er, virk áhrif á þá löggjöf sem gildir í landinu. Aðild er því vænlegur kostur fyrir Íslendinga. Höfundur er stjórnmálafræðingur og formaður Evrópusamtakanna. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 53 flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Geisladiskahulstur aðeins 500 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.