Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 37
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 37
Opið frá kl. 10.00 til 18.00
Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík.
ÚTSALA – ÚTSALA
40-60% afsláttur
Mikið úrval
Dæmi um verð Áður Nú
Kaðlapeysa 3.600 1.900
Peysa m/tíglamunstri 4.700 2.800
Síð jakkapeysa 3.900 1.900
Leðurjakki 8.900 4.900
Úlpa m/loðkraga 5.800 2.900
Satínskyrta 3.100 1.600
Síð túnika m/kraga 3.900 1.900
Flíssett 5.900 2.900
Pils 3.400 1.700
Dömubuxur 4.300 2.400
Herrapeysa 5.800 2.900
Herrablazerjakki 6.500 3.900
Herrabuxur 4.900 2.900
og margt margt fleira.
JAAP Schröder ætti að vera Ís-
lendingum vel kunnur og er
skemmst að minnast ágætrar
geislaplötu hans og Helgu Ingólfs-
dóttur með Fiðlusónötum J.S.
Bachs sem kom út í fyrra. Í desem-
ber 1998 og febrúar 1999 hljóðritaði
Kammersveit Reykjavíkur Brand-
enborgarkonserta Bachs undir
stjórn Schröders og hefur sú útgáfa
nú litið dagsins ljós.
Það er hreint makalaust hversu
slitsterk þessi verk eru. Ég minnist
þess þegar ég, 12 ára að aldri,
keypti 2 plötur með Brandenborg-
arkonsertunum í Hljóðfærahúsinu,
því mér fannst þetta þá flottasta
músík sem ég þekkti. Síðan eru liðin
nærri 40 (!) ár.
Enn eru þeir meðal uppáhalds-
verka minna og gömlu plöturnar á ég
enn. Fleiri útgáfur, flestar „nútíma-
legri, hafa seinna bæst við safnið.
Síðasta viðbótin er þessi nýja út-
gáfa og stenst hún vel samanburð
við þær sem fyrir eru. Jaap Schröd-
er, konsertmeistari Kammersveitar
Reykjavíkur í þessari nýju útgáfu,
er einn af merkustu núlifandi túlk-
endum barokktónlistar í heiminum.
Hann var auk þess
einn frumkvöðlanna
að „upprunastefn-
unni“ í tónlistarflutn-
ingi á verkum barokk-
meistaranna og er
enn einn þeirra sem
mark er tekið á í
þessu tilliti. Megin-
kostur þessarar hljóð-
ritunar er tvímæla-
laust leiðandi hönd
Schröders. Honum
hefur tekist að
tryggja sérlega fersk-
an og ryþmískt lifandi
tónlistarflutning með
fjörlegu tempói, og í
heildina séð geislar
túlkun Kammersveitarinnar af inn-
blásinni stjórn hans. Hlustið t.d. á
þriðja hluta lokakafla (nr. 4) í fyrsta
konsertinum þar sem þessir eigin-
leikar koma skýrt fram. Einleikara-
hópurinn er fjölmennastur í þessum
konsert, alls sjö hljóðfæraleikarar.
Tréblásarakvartettinn Daði Kol-
beinsson, Eydís Franzdóttir og Pet-
er Tompkins óbóleikarar og Rúnar
H. Vilbergsson fagottleikari mynda
í þessum konsert einkar samstæða
heild sem unun er á að hlýða. En
hornin tvö leika hér líka stórt
hlutverk og er þáttur þeirra
Josephs Ognibene og Þorkels Jó-
elssonar allur hinn glæsilegasti.
Hinn knappi en snjalli þriðji kons-
ert er alltaf sérstakur prófsteinn á
gæði þegar Brandenborgarkonsert-
arnir eru fluttir. Konsertinn er sá
stysti í safninu – er aðeins í tveimur
köflum – og er sannkölluð strengja-
veisla. Bach hefur ekki skrifað nein-
ar einleiksraddir fyrir þennan kons-
ert og það er því
hljómsveitin öll sem er í
brennidepli. Hún virð-
ist njóta þess ekki síður
en við hlustendur. Hér
einkennist fyrri kaflinn
af snerpu og lifandi
danstakti og „perpetu-
um mobile“ seinni kafl-
ans er bráðskemmti-
legt. Í konsert nr. 2
mæðir mikið á tromp-
etleikaranum Ásgeiri
H. Steingrímssyni.
Fyrir honum eru
tæknilegir erfiðleikar
harla léttvægir og hann
spilar hlutverk sitt með
miklum glæsibrag og
sama má segja um hina
einleikarana þá Bernharð Wilkin-
son, Daða Kolbeinsson og Rut Ing-
ólfsdóttur. Í fimmta konsertinum er
semballinn í aðalhlutverki og frægt
sóló sembalsins er glæsilega spilað
af Helgu Ingólfsdóttur sem sannar
hér enn yfirburði sína á þetta hljóð-
færi. Samspilið við hina einleik-
arana, þau Bernharð Wilkinson
flautuleikara og Hildigunni Hall-
dórsdóttur fiðluleikara, einkennist
líka af öryggi og leikgleði eins og
glöggt má heyra í fallegu „samtali“
einleikaranna í miðkaflanum og
ekki síður í sprellfjörugum loka-
kaflanum. Í sjötta konsertinum
gætir óþarfa varkárni, því miður.
Þetta er mikið meistarastykki sem
aðeins er skrifað fyrir lægri streng-
ina, og er eina verkið í settinu sem
mér finnst ekki komast alveg á flug.
Fjórði konsertinn er fyrir þrjá
einleikara, tvær flautur og fiðlu sem
þykir eiga sérlega erfiðar ein-
leiksstrófur. Rut Ingólfsdóttir leik-
ur af öryggi og flautudúóið Martial
Nardeau og Guðrún S. Birgisdóttur
eru framúrskarandi í samleik sín-
um.
Diskunum fylgir sérlega áhuga-
verð og ítarleg grein Reynis Axels-
sonar um tilurð verkanna og upp-
byggingu þeirra og á hann sérstakt
hrós skilið fyrir. Hins vegar má í
umslagi diskanna sjá sérkennilega
mynd af Kammersveit Reykjavík-
ur. Þar sjást m.a. túbuleikari, bás-
únuleikari og slagverksleikari, allt
ágætir hljóðfæraleikarar sem hefðu
ábyggilega gjarnan viljað vera með
en eðli málsins samkvæmt koma
hvergi við sögu. Og allt annar
stjórnandi. Hefði ekki verið ástæða
til að splæsa nýrri hópmynd á flytj-
endur eða að öðrum kosti að sleppa
þessu?
Maður getur ekki annað en fyllst
stolti yfir því að unnt sé að gefa út
svona góðar hljóðritanir á meist-
araverkum barokksins á litla Ís-
landi og það að mestum hluta með
íslenskum tónlistarmönnum. Og
ekki síður að flutningurinn skuli
þola samanburð við túlkun þekktra
erlendra hljóðfærahópa í geysi-
harðri samkeppni. Heimsókn Jaaps
Schröders, hins víðfræga barokk-
sérfræðings, hefur hér borið ríku-
legan ávöxt.
Kammersveitin fær heimsókn
TÓNLIST
Geislaplötur
Johann Sebastian Bach: Brandenborg-
arkonsertar nr. 1–6 BWV 1046 – 1051.
Einleikarar: Joseph Ognibene og Þor-
kell Jóelsson (horn), Daði Kolbeinsson,
Eydís Franzdóttir og Peter Tompkins
(óbó), Rúnar H. Vilbergsson (fagott),
Ásgeir H. Steingrímsson (trompett),
Bernharður Wilkinson, Martial Nardeau
og Guðrún S. Birgisdóttir (flautur),
Helga Ingólfsdóttir (semball), Þórunn
Ósk Marínósdóttir og Guðrún Hrund
Harðardóttir (víólur), Hildigunnur Hall-
dórsdóttir og Rut Ingólfsdóttir (fiðlur).
Hljómsveit: Kammersveit Reykjavíkur.
Konsertmeistari: Jaap Schröder. Upp-
taka: Páll Sveinn Guðmundsson og Vig-
fús Ingvarsson. Heildarlengd: 1’36’52
(2 diskar). Útgáfa: Smekkleysa SMC 3.
BRANDENBORGARKONSERTARNIR
Jaap Schröder
Valdemar Pálsson
Börn og menning er komið út, 2. tbl.
16. árgangs. Blaðið er að hluta til
helgað menningarlífi unglinga í dag.
Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræð-
ingur skrifar grein sem nefnist: Lokast
inni í lyftu: unglingar, vandræðaung-
lingar og önnur ungmenni. Unglinga-
bókafylleríið góða nefnist grein Sig-
þrúðar Gunnarsdóttur. Þar veltir hún
því upp hvers virði unglingabækur séu
lesanda sem stendur á þeim tíma-
mótum að „hlutverk hans í heiminum
umturnast á örfáum árum.“ Þórdís
Claessen myndlistarmaður skrifar
grein um fyrirbærið Graffití. Í tveimur
greinum er litið til fortíðar og framtíðar
barnabóka: Dagný Kristjánsdóttir
skrifar greinina: Blóðug fortíð ... Um
uppeldisstefnu og ævintýri en Val-
gerður Benediktsdóttir nefnir grein
sína: Úlfurinn í skóginum. Inga Ósk
Ásgeirsdóttir skrifar ritdóm um Gyllta
áttavitann eftir Philip Pullman.
Útgefandi er Félagið Börn og bækur
– Íslandsdeild IBBY. Ritstjóri er Guð-
laug Richter en með henni sitja Oddný
Jónsdóttir og Brynja Baldursdóttir.
Tímarit
Nýtt tölublað tmm er komið út. Þar
kemur fram í grein hagfræðinganna
Magnúsar Árna Magnússonar og
Jóns Þórs Sturlusonar að 242 millj-
arða vantar uppá endanleg reiknings-
skil Danmerkur og Íslands.
„Það var almennt sjónarmið Íslend-
inga á tímum sjálfstæðisbaráttunnar,
að fjárframlag Dana til Íslendinga
væri hvorki ölmusa né þróun-
araðstoð, heldur innborgun á skuld.
Þennan skilning má meðal annars
lesa úr þingsályktunum Alþingis og
þetta var grundvöllur reikningskröfu
sem Jón Sigurðsson gerði á hendur
Dönum árið 1862. Sjónarmið Jóns
hefur á engan hátt fallið úr gildi þó að
Íslendingar hafi verið sjálfstæðir í
fimmtíu og sjö ár og því rökrétt að
álykta sem svo að Danir hafi með tak-
mörkuðu fjárframlagi sínu frá 1871–
1918 aðeins innt af hendi hlutdeild-
argreiðslu af stærri skuld.
Þegar hallinn á greiðslum Dana er
uppreiknaður miðað við 4% árlega
vexti kemur í ljós að á núvirði er skuld
Dana við Íslendinga orðin sem nemur
242 milljörðum. Þessi tala er mjög
nærri heildarupphæð skulda ís-
lenska ríkisins og því er það einfald-
asta fyrirkomulagið á endanlegu upp-
gjöri þjóðanna tveggja að danska
ríkið takið við öllum skuldum íslenska
ríkisins frá og með deginum í dag.“
Í tmm er einnig að finna: Nýjar
rannsóknir Illuga Jökulssonar á
Guttakvæði þar sem hann kallast á
við skrif Þórarins Eldjárns. Spurningin
er: Hver var Grettir Sig.?
Grein indversku skáldkonunnar Ar-
undhati Roy um hefndarhug Banda-
ríkjamanna og nýja tegund stríðs.
Nýja smásögu eftir Örn Bárð Jóns-
son, prestinn sem vakið hefur athygli
á æðstu stöðum fyrir skrif sín. Nú eru
útfararstjórar orðnir söguhetjur.
Drungaleg ljóð eftir huldumann-
eskjuna Stellu Blómkvist.
Jólagrein Guðmundar Steingríms-
sonar. – Er erótík í jólalögunum? og
hvaða rugl er þetta með héraskinnið
og Klappland? Úttekt á andófs-
aðgerðum gegn alþjóðavæðingu og
nýkapítalisma. Ljóð eftir Elías Mar,
smásögu eftir Gímaldin og grein um
sálmaskáldin Matthías Jochumsson
og Valdimar Briem.
Tímarit
Skipbrotið er eftir Harald Skjöns-
berg. Þórunn Halla Guðlaugsdóttir
íslenskaði.
Þessi bók ger-
ist í Noregi í
heimsstyrjöldinni
fyrri. Hún lýsir af
raunsæi líðan og
samskiptum ung-
linga á ófrið-
artímum. Skip
hverfa og börn
verða föðurlaus en hverjum er um
að kenna? Er njósnari í litla þorpinu
sem kemur fréttum áleiðis til
þýskra kafbáta?
Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er
79 bls., prentuð í Lettlandi. Verð:
1.980 kr.
Unglingar