Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þórólfur Bald-ursson fæddist í Reykjavík 27. febr- úar 1974. Hann varð bráðkvaddur á Kildhehus stúdenta- garðinum í Hróars- keldu 26. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans eru hjónin Baldur Andr- ésson, arkitekt, f. 17.7. 1949, og Anna Margrét Jónsdóttir, tanntæknir, f. 3. nóvember 1952. For- eldrar Þórólfs skildu. Síðari eiginkona Baldurs er Rosenda Guerrero hagfræð- ingur sem tók þátt í uppeldi Þór- ólfs frá 1988. Síðari eiginmaður Önnu Margrétar er Guðmundur J. Hallvarðsson, tónlistarkenn- ari. Alsystir Þórólfs er Vala Bald- ursdóttir, hóteleigandi í Kaup- mannahöfn, f. 1972, hún á börnin Magnús Aron og Melkorku Söru. Önnur uppeldissystkini Þórólfs eru Alexandra og Davíð Baldurs- börn. Að auki átti hann systkinin Lilju Dögg, Hallvarð Jón og Elfu Rún Guðmundarbörn. Þórólfur bjó 6 fyrstu æviárin í Árósum ásamt fjölskyldu sinni og fluttist haustið 1980 með henni að Bugðulæk 14, Reykja- vík, sem frá þeim tíma var heim- ili hans. Þórólfur gekk í Laug- arnesskóla, Lauga- lækjarskóla og stundaði nám í MS og Ármúlaskóla. Ennfremur stundaði hann um tíma tölv- unarnám í Iðnskól- anum. Þórólfur stundaði fjölbreytt sumarstörf, einkum tengd garðyrkju en var að auki starfs- maður Orkuveitu Reykjavíkur um tíma. Sjómennsku stundaði hann um stutt skeið og lauk prófi til minni skipstjórnarrétt- inda. Í ársbyrjun 1997 fór Þórólfur til Hróarskeldu til náms í garð- yrkju með áherslu á lífræna ræktun og umhverfismálefni. Hann hélt þó mikilli tryggð við átthagana og kom til Íslands eigi sjaldnar en tvisvar á ári og oftar ef færi gafst. Auk mikils áhuga á fræðum náttúrunnar og um- hverfis þá var hann áhugamaður um tónlist og bókmenntir. Þór- ólfur varð víðförull frá barnæsku og nýtti flest tækifæri sem gáfust til ferðalaga um Evrópulönd. Tvisvar hlaut hann í Hróars- keldu styrk til námsdvalar í Se- villa og Barcelona. Útför Þórólfs fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Á fyrstu bernskuárum okkar Þór- ólfs lögðu foreldrar okkar land undir fót til Árósa, sem urðu æskustöðvar okkar í sex ár. Heimilið var alíslenskt en skiljanlega mengað af dönskum áhrifum umhverfisins. Þetta voru ljúf ár fyrir okkur systkinin. Félagar okk- ar voru dönsk börn en einnig fjöldi ís- lenskra barna annarra námsmanna, sem gjarnan voru einnig nágrannar okkar. Árvissar voru líka Íslands- ferðir okkar til Önnu frænku í Breið- holtinu, heimsóknir til Þórunnar Elfu, Jóns afa og annarra ættingja og vinahópsins heima. Við vorum á þessum árum svo stál- heppin að eiga Margréti ömmu bú- setta í Árósum, ekki mjög langt frá heimilinu. Konan sú er ekki venjuleg að hjartahlýju og barngæsku, alltaf tilbúin til stuðnings og uppörvunar og af því naut fjölskyldan sannarlega góðs á þessum árum. Ég tók mér auðvitað rétt stóru systur gagnvart Þórólfi bróður mín- um í daglegum bernskuleikjum því tæplega tvö ár skildu okkur að. Aldr- ei kom þó til árekstra milli okkar, enda bróðir minn fæddur ljúflingur. Hann pældi sem barn í ólíklegustu hlutum í umhverfi sínu af yfirvegaðri skynsemi og bræddi hjörtu með góð- legu viðmóti. Leið okkar lá heimleiðis árið 1980 til heimilis að Bugðulæk á Laugar- nesi. Við kvöddum Danmörku sjálf- sagt með söknuði, en nýja umhverfið bætti okkur fljótlega upp þann missi. Við tók vist í Laugarnesskóla og áður en varði áttum við hlut í nýjum leik- svæðum með glás af Laugarnes- krökkum. Með auknum þroska okkar í nýju umhverfi var eðlilegt að bilið lengdist milli okkar Þórólfs í skóla og frí- stundum. Aðskildir vinahópar komu til sögunnar, en auðvitað var heimilið miðstöð okkar þar sem við deildum góðum stundum. Svo vildi til að Mar- grét amma tengdist okkur á ný góð- um böndum tveimur árum eftir Ís- landskomuna. Vinátta hennar og Þórólfs var sérstaklega sterk og hélst ávallt. Milli okkar Þórólfs lágu alltaf traust bönd, þótt stundum væru áhugamálin ólík og sum skrefa okkar, sem við tókum á leið til fullorðinsár- anna. Sjálf heillaðist ég á ný af Dan- mörku og settist að í Kaupmannahöfn um tvítugt. Sú ákvörðun Þórólfs að taka upp garðyrkjunám í Hróarskeldu stytti fjarlægðina milli okkar en best var að sjá hann blómstra við nám í fræðum sem áttu hug hans allan. Kurteislegt skjallið um matargerð mína, elskuleg framkoma við bönin og örvandi hrós um heimili okkar og fyrirætlanir voru smáar en ekta perlur í langri festi já- kvæðrar framkomu bróður míns sem ávallt munu sindra í huga mér. Hann var gleðigjafi og mjög laginn við að skjóta óvænt upp kollinum þegar gleðigjafa var þörf. Í hógværð sinni og gæsku var Þórólfur stundum dul- ur og alltof kröfulítill á hendur öðr- um. Stundum olli það mér áhyggjum en þá reyndi svolítið á eigið hug- myndaflug mitt til að launa honum gæskuna. „Ekspert“ snillingurinn var viður- nefnið, sem tárvotur sex ára sonur minn valdi kærum frænda sínum við andlátsfregnina. Honum voru efst í huga minningarnar um blómafræð- inginn, sem síðasta sumar leiddi hann um garðinn okkar og kunni nöfn á öll- um plöntunum, ættum þeirra og upp- runa. Saman veltu þeir steinum og garðhellum, svo við blasti fjölskrúð- ugt samfélag skordýra, sem frænd- inn nefndi og skýrði fyrir drengnum hvernig þau þjónuðu náttúrunni. Í þessu sem í mörgu öðru hlaðast upp góðar minningar. Þórólfur bróðir minn hafði sterkan persónuleika umvafinn hlýju. Á stuttri ævi kom hann víða við í námi og starfi. Hann gekk ekki alltaf bein- ustu brautina, en lagði ýmsar hliðar- lykkjur í námi og reynsluöflun og pældi þá í mönnum og málefnum með frumlegum hætti. Alltaf var stutt í gamansamar og djúphugsaðar at- hugasemdir. Með ólýsanlegum söknuði kveð ég kæran bróður. Vala. Lífið er stundum undarlegt. Við þjótum áfram í ólgu hversdagsleik- ans. Höfum áhyggjur af ytri umgjörð þessa lífs og lítum á gimsteinana okk- ar sem sjálfsagðan hlut. Þannig var það hjá mér, þegar ég sat á mánu- dagskvöldi og horfði á seinni fréttir sjónvarps, með hugann fullan af ógerðum hlutum, jólaannir framund- an, vinna næsta dag. En þá hringir dyrabjallan. Fyrir utan stendur prestur, sem er kominn í þeim erindum að segja mér, að son- ur minn sé látinn, gimsteinninn minn. Hann sem ætlaði að koma heim um jólin og jafnvel alkominn. Hafði spurt hvort það væri kominn snjór og var farinn að hlakka til. Og þegar fyrstu jólaljósin komu í gluggana og jóla- snjórinn lét ekki á sér standa, fann ég líka fyrir gleði og eftirvæntingu. En nú varð allt breytt. Annríkið var horf- ið og hafði engan tilgang lengur. Spurningar þutu um huga minn. Spurningar, en engin svör. Minningar úr lífi hans koma upp í hugann. Minningar um ljúfan, al- vörugefinn dreng, sem var næmur á umhverfi sitt. Hann hafði áhuga á undrum veraldar og vildi öllum vel. Líklega hefði hann betur átt heima á plánetu, sem var lengra á veg komin, því metnaðargirnd og hraði þessa heims hentaði honum ekki. En lífið er erfitt og Búdda lofaði okkur „Nirvana“ og Jesús himnaríki. Og kannski komumst við öll þangað að lokum, en áður en það verður eig- um við langt ferðalag fyrir höndum. Líf eftir líf þar sem við tökumst á við nýjar aðstæður, lærum og þroskumst og einhvers staðar á þessari þrórun- arbraut eigum við Þórólfur eftir að hittast og verða samferða. En áður en sú stund kemur lifir minningin um góðan dreng. Fjallahringurinn hann er dreginn hringinn í kringum mig og utan hans þar er ekki neitt því innan hans þar hef ég þig. (Megas: „Orfeus og Evridís“.) Megi guð vera með þér, barnið mitt. Mamma. Eins og skær sólargeisli kom Þór- ólfur Baldursson inn í líf mitt árið 1988. Ég taldi sjálfa mig vera farfugl á Íslandi þetta árið og ætlun mín var að halda heimleiðis til Kólumbíu að lok- inni ársdvöl hér. Kynni mín af Baldri, föður Þórólfs, breyttust fljótlega í heita, óhagganlega ást milli okkar og áður en varði var ég hluti af fjölskyld- unni að Bugðulæk 14. Frá fyrstu kynnum okkar Þórólfs opnaði hann vinarfaðm sinn gagnvart mér. Nú að fengnum óbærilegum fréttum af láti míns ástkæra vinar er mér huggun að vita að aldrei brá skugga á vináttu okkar og gagn- kvæmt traust. Með hvarfi Þórólfs er sannarlega brott tekinn hluti af hjarta mínu. Harmurinn hefur sest að heimili okkar að Bugðulæk þar sem börnin Alexandra og Davíð gráta þann stóra bróður, sem ávallt var þeim sannur vinur og félagi. Harmi Baldurs verður ekki með orðum lýst, né heldur sorg systur hans, Völu sem ásamt föður sínum fylgdi bróður sín- um í hans hinstu för frá Danmörku til Íslands. Ég var nokkuð hikandi í mínum fyrstu skrefum þegar ég tók mér hlutverk sem eiginkona og húsmóðir á Bugðulæk. En strax hreifst ég af því glaðværa hispursleysi sem þar ríkti, frjálsræðinu sem þó ávallt var tengt skynsamlegri reglufestu. Ekki síst varð það hlutskipti Þórólfs að sannfæra mig um það hversu velkom- in ég var í þetta umhverfi. Hann var þá eins og hvert annað 14 ára ung- menni á fullum skriði fram til aukins þroska, með fangið fullt af draumum. Ég reyndi sannarlega strax gjafmildi hans á vináttu og stuðning við mig og börnin okkar, Alexöndru og Davíð. Strax á unglingsárunum bjó Þórólfur yfir þroska og nærgætni í umgengni við aðra, svo af bar. Hann var heil- steypt ljúfmenni. Undir niðri bærð- ust viðkvæmir hjartastrengir Þór- ólfs, sem þeir vissu, sem honum kynntust best. Þessir hjartastrengir voru einmitt aðal hans og leiddu hann til stöðugrar samkenndar með öðrum án kröfu um sérstakt endurgjald. Sú gleði var tregablandin þegar við kvöddum Þórólf á leið hans til náms og búsetu erlendis árið 1997. Hugg- unin fólst í að þá taldi hann sig finna leið til sjálfstæðis og nauðsynlegra átaka í lífi sínu. Danmörk heillaði. Þórólfur var um margt óvenjuleg- ur og frumlegur í hugsun. Þau ein- kenni hans torvelduðu honum stund- um að fella sig við vanahugsun og einfaldar ódýrar lausnir á þeim við- fangsefnum, sem við blöstu. Þess vegna einmitt var mikils af honum að vænta. Í áratug naut ég daglegra sam- skipta við Þórólf á heimili okkar og mikilla samskipta við hann eftir að hann fluttist utan. Nú veit ég hvað frá mér hefur verið tekið og frá börnum okkar Baldurs, sem misst hafa kæran stóra bróður. Mikill er harmur Margrétar ömmu í Þingholtunum sem ávallt átti Þórólf að einkavini. Ekkert er frá öðrum tekið þótt fram komi að hlý og styrk hönd Margrétar hafi ávallt verið Þór- ólfi til reiðu og að til hennar hafi hann alltaf leitað ráða með sín brýnustu málefni. Önnu Margréti, móður Þór- ólfs, votta ég samúð með sonarmiss- inn og allri fjölskyldu hennar. Öll grátum við góðan dreng. Rosenda. Það er ekki bara skrýtið heldur líka mjög sorglegt að eiga ekki lengur stóran bróður, sem var bæði skemmtilegur félagi og góður vinur okkar. Tóti var sá sem losaði pabba við tölvuhræðsluna. Hann var sá sem kenndi okkur að sækja nýjustu tölvu- leikina og tónlistina á Netið, en hann var líka besti ferðafélaginn okkar á Íslandi og í útlöndum. Tóti var líka sá sem alltaf spurði um okkur þegar hann hringdi frá Danmörku. Það var alltaf hátíð þegar Tóti kom heim í sumarfrí og bjó hjá okkur og á hverj- um jólum var hann eins og góður jóla- sveinn í langri heimsókn hjá okkur á Bugðulæk. Við munum svo vel veiði- ferðirnar með þér í leynivatnið okkar og keppnina um það hver veiddi fyrsta urriðann og hver veiddi stærsta fiskinn þann daginn. Þetta var oft alvörukeppni, en sá vann oft- ast sem fékk að nota undrastöngina þína þann dag. Aldrei gleymum við æðislegum Tívolídeginum í sumar þegar við heimsóttum þig og Völu í Danmörku. Við hugsum núna margt um þig og allt er það bjart og skemmtilegt. Út af öllum góðu minningunum vitum við að stóri bróðir okkar verður alltaf hjá okkur á vissan hátt, þótt hann hafi nú farið í langt ferðalag þar sem garðarnir eru flottir og falleg blóm blómstra við allar göturnar. Kannski syndir þar líka silungur í tjörn. Þá vitum við að Tóti brosir og hugsar áfram fallegar hugsanir til okkar. Alexandra og Davíð. Hvenær kemur Tóti bróðir? Fer hann ekki bráðum að koma? Þessar spurningar heyrðust oft frá okkur systkinunum í Karfavoginum þegar von var á Tóta til landsins. Gleðin yfir því að hitta okkur leyndi sér ekki og þá var spjallað, horft á spólur, kíkt í tölvuna. Alltaf var hann tilbúinn að ræða okkar hugðarefni og veita okk- ur óskipta athygli, se0m var okkur mikils virði, en við hefðum gjarnan viljað vita meira um hann, því Tóti var alltaf dulur um eigin hagi og sagði okkur lítið af sjálfum sér. Elsku Tóti. Við systkinin erum þakklát fyrir þau kynni sem við höfð- um af þér þótt þau væru alls ekki nógu mikil. Þú sýndir okkur öllum alltaf mikinn áhuga, hvað við værum að gera í það og það skiptið, varst allt- af ljúfur í okkar garð. Við minnumst þess frá heimsóknum okkar til Dan- merkur hversu ljúft það var að ganga með þér um götur Kaupmannahafnar sem þú þekktir svo vel og við nutum þess að vera á framandi slóð í fylgd stóra bróður þar sem við fundum fyr- ir hlýju og ástúð í okkar garð. Tóti minn. Nú hafa samskipti okk- ar tekið óvænta stefnu, sem engan ór- aði fyrir. Við kveðjum þig með sökn- uði og þökkum þér samfylgdina og vonum að þú hafir fundið drauma- staðinn þar sem þér á eftir að líða vel. Lilja, Hallvarður og Elfa. Árið 1980 hóf ég að kenna bekk með sex ára börnum í Laugarnes- skólanum. Þar hafði hver og einn sín sterku sérkenni sem enn blómstruðu enda voru þau of ung til að vera farin að dylja sinn innri mann svo að nokkru næmi. Þórólfur var spekingurinn í bekkn- um. Hann var einn af þessum skemmtilegu börnum sem hafði áhuga á að fræðast – kannski ekki endilega um það sem stóð í skólabók- unum enda var það svo barnalegt – heldur um allt milli himins og jarðar. Og hann taldi ekki eftir sér að miðla hinum af þekkingu sinni. Mér er enn í fersku minni þegar ég sagði bekkn- um sköpunarsöguna úr Biblíunni. Þá hoppaði Þórólfur upp á stólinn sinn og sagði: Nei, nei, nei, þetta var ekki svona! Það var sko svoleiðis að ... Og svo kom löng vísindaleg skýring á því hvernig jörðin varð til. Hann hafði nefnilega fylgst með sjónvarpsþátt- um sem fjölluðu um þetta efni og eftir viðbrögðum bekkjarfélaganna líklega verið sá eini sem gerði það. Þórólfur var viskubrunnur en um leið afar ljúfur í skapi og vildi halda frið við allt og alla. Börnin í þessum bekk og samskiptin innan hópsins gáfu mér hugmynd að bókum mínum um Fjallakrílin. Þar stendur Þórólfur að baki Huga, þess krílis sem hugsar mest, lengst og dýpst af öllum, skoðar stjörnurnar, skýin og norðurljósin, hlustar á vindinn og fuglana og reynir að skynja og skilja. Hann er eina kríl- ið sem getur lesið og skilið forn rit og þegar verulega stór vandamál koma upp er leitað til hans. Staða Huga inn- an krílasamfélagsins endurspeglaði tilfinningu mína fyrir vægi Þórólfs í bekknum. Fjallakrílin eru enn lítil en nem- endur mínir í Laugarnesskólanum uxu úr grasi og þegar þeir voru tólf ára kvaddi ég þá og hef síðan aðeins fylgst með þeim úr fjarska. Ég veit þó að hópar úr bekknum hafa haldið vel saman og að nú er skarð fyrir skildi. Ég kveð Þórólf með söknuði og þakka honum fyrir allt það sem hann gaf mér. Aðstandendum hans votta ég mína dýpstu samúð. Iðunn Steinsdóttir. Hingað í fjallasali Austurias á Spáni hefur borist hræðileg harma- fregn frá Íslandi. Eins og í gær hafi verið, þótt nokk- uð sé um liðið, kom góður gestur til okkar frá fjarlæga landinu norður við ystu brún. Hann kom með fríðu föru- neyti föður síns Baldurs, Rósendu og systkinanna Davíðs og Alexöndru, en saman höfðu þau ferðast víða um Spán. Heiður minn fólst í að verða gest- gjafi þessarar góðu fjölskyldu um mánaðartíma. Slík ánægja fylgdi þessum góðu gestum að það mun seint gleymast mér né fjöldanum öll- um af íbúum fjallaþorpsins Sotron- dio, sem nutu kynna og samvista þessa fólks. Þau voru staðarviðburð- ur. Með okkur Þórólfi tókust afar góð kynni á þessum tíma. Víst var auðséð að hann kunni vel að meta hrikalegt fjallalandslagið, sem við ferðuðumst um hér í nágrenninu. Hann sýndi dýralífinu, plöntum og umhverfinu óþrjótandi áhuga en ekki síður því samfélagi kolanámumanna sem hér er. Öll gerðum við okkur grein fyrir greind hans og opnum huga. Ég veit fyrir víst að blik sást í auga nokkurra þorpsstúlkna þegar þessi herðabreiði og hnarreisti norðanmað- ur gekk um göturnar okkar, brosti góðlega og prúðmannlega og bar með sér ævintýraljóma fjarlægra stranda. Þá vissi ég einnig fyrir víst að nor- rænn höfðingi var á ferð þegar hann blandaði geði við sígaunasöngvara götunnar, sem í þakkarskyni fluttu sín fegurstu ljóð fyrir gestinn góða. Það var mér sérstakt gleðiefni að njóta nokkru síðar gestrisni þessarar góðu fjölskyldu á Íslandi. Enn á ný hitti ég Þórólf þá nýkominn frá Dan- mörku. Aftur hitti ég fyrir traustan vin, sem ekkert vildi spara til að gera mér dvölina góða og sýna mér bestu hliðar landsins. Harmur minn og okkar hér í Sot- rondio er ólýsanlegur nú. Við höfum alltaf gert ráð fyrir að „Tóti“ birtist okkur hér á ný og þá heldur fyrr en síðar. Frá okkur berast innilegustu samúðarkveðjur til ástvina hans og vina á Íslandi. Adios amigo! Israél Méndez. Okkur félagana langar að minnast mjög góðs vinar okkar. Þórólfur, eða Tóti, eins og hann var kallaður á stór- an þátt í æskuminningum okkar. Við vorum allir þrír saman í bekk í barna- skóla og bjuggum nálægt hver öðr- um. Þórólfur undi sér vel í góðra vina hópi og hélt eitt af fyrstu bekkjarpar- týunum sem áttu eftir að verða fleiri. Alltaf þegar maður kom heim til Tóta var vel tekið á móti okkur og var fjöl- skyldan hans okkur kær. Við munum ÞÓRÓLFUR BALDURSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.