Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 57
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 57 Við erum komin í jólaskap... ...og bjóðum upp á ilmandi kaffi og piparkökur. Verið velkomin í jólastemmninguna. NÝLEGA var und- irritaður samningur um styrk ríkisins til byggingar nýs bað- húss og nýrrar íbúðar- álmu við Heilsustofn- un Náttúrulækn- ingafélags Íslands í Hveragerði um 65 milljónir kr. á 3 árum. Samningurinn er fagn- aðarefni öllum þeim sem til stofnunarinnar þekkja. Ég tel sann- arlega að í þessu til- viki hafi skattpening- um okkar verið vel varið. Þeir eru notaðir til þess að hjálpa stofnuninni til að bæta aðstöðu sína verulega og efla það starf sem bein- ist að því að bæta heilsu einstak- linga og leiða þá á braut sjálfs- hjálpar. Þetta er mikilvægt í þjóðfélagi sem metur gott heilsufar einstaklinga. Heilsan er dýrmæt Mikilvægi góðrar heilsu er e.t.v. ekki ofarlega í huga þeirra sem búa við góða heilsu. Máltækið segir: „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“ Þegar heilsan gefur sig af einhverjum ástæðum gera margir sér ljóst að gæta verður betur að heilsunni. Líkamsrækt er liður í því. Hún er öllum nauðsyn- leg. Hver og einn þarf að sinna henni af kostgæfni. Allir geta fund- ið þar eitthvað við sitt hæfi, göngur, sund, leikfimi, liðkunar- og styrkt- aræfingar o.s.frv. Hvíld og slökun skipta líka máli. Með hæfilegri lík- amsrækt er hægt að bæta líðan frá degi til dags. Í heilsubankann þarf að leggja inn – stöðug úttekt endar á að innistæðuna þrýtur. Svo bregðast krosstré ... Á sl. ári þurfti sú sem þetta skrif- ar á því að halda að fara í meðferð á Heilsustofnuninni í Hveragerði. Eftir áratuga kennslu í líkamsrækt kom að því að sinna sjálfum sér, þ.e. láta aðra með- höndla sig. Það er ekki nóg að halda öðrum við efnið. Reynsla mín af þeirri starfsemi sem þar fer fram var mjög góð. Stofnunin hefur einstaklega góðu starfsliði á að skipa. Dvalargestum er boðið er upp á markvissa daglega þjálfun undir stjórn fagmanna. Hug- að er að ótal þáttum sem bæta og styrkja líkama og sál. Jafn- framt er lögð áhersla á að efla þekkingu á lík- amsvitund og að skynja og skilja sinn eigin líkama. Að læra að slaka á og njóta hvíldar er einnig mik- ilvægt til að mæta streituvaldandi álagi í vinnu og athöfnum. Í stofn- uninni er góður tækjasalur sem bú- inn er öllum nauðsynlegum tækj- um. Hann stendur dvalargestum opinn alla virka daga og um helgar. Þar er hægt að æfa með eða án leiðsagnar. Einnig er fjölnotasalur til staðar. Hann er notaður til leik- fimiiðkana alls konar, t.d. bakæf- inga, æfinga fyrir háls og herðar og slökunaræfinga. Í sundlauginni er stundað sund og vatnsleikfimi. Um- hverfi stofnunarinnar er fagurt og því tilvalið til daglegra gönguferða. Venjulegast er skipt í hópa eftir getu og þeim stýrt af íþróttakenn- urum og sjúkraþjálfurum. Ónefnd eru hin kunnu leirböð og önnur heilsuböð sem boðið er upp á ásamt öðru sem of langt yrði upp að telja. Uppistaðan í fæði eru grænmetis- réttir ásamt fjölbreyttum heilsu- drykkjum. Eftir dvöl á stofnuninni er mik- ilvægt að halda sér við efnið. Þess vegna er öllum hjálpað til að vernda eigin heilsu. Kæruleysi og leti mega ekki ná yfirhöndinni og varast ber að falla í sama „gamla“ farið eftir útskrift. Merkilegt starf Heilsustofnun NLFÍ í Hvera- gerði tók formlega til starfa árið 1955. Upphaflega hét hún Heilsu- hæli NLFÍ. Frumkvæðið að und- irbúningi og uppbyggingu átti Jón- as Kristjánsson læknir sem var einn af brautryðjendum náttúru- lækningastefnunnar hér á landi. Stofnunin hefur æ síðan sinnt mik- ilvægu hlutverki sem almenn og sérhæfð endurhæfingarstofnun sem jafnframt hefur boðið upp hvíldar- og hressingardvöl. Allir sem þurfa að efla heilsu sína eiga þangað erindi. Með bættri aðstöðu og nýrri íbúðarálmu mun stofnunin geta tekið á móti fleirum en nú og boðið upp á aukna starfsemi. Er það vel. Að lokum óska ég Heilsustofnun NLFÍ velfarnaðar í því góða starfi sem þar er unnið. Ómissandi heilsulind Lovísa Einarsdóttir Heilsustofnun Allir sem þurfa að efla heilsu sína, segir Lovísa Einarsdóttir, eiga þangað erindi. Höfundur er íþróttakennari, sam- skiptafulltrúi Hrafnistu í Hafnarfirði og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Styrkir og verndar NAGLASTYRKIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.