Morgunblaðið - 13.12.2001, Page 57

Morgunblaðið - 13.12.2001, Page 57
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 57 Við erum komin í jólaskap... ...og bjóðum upp á ilmandi kaffi og piparkökur. Verið velkomin í jólastemmninguna. NÝLEGA var und- irritaður samningur um styrk ríkisins til byggingar nýs bað- húss og nýrrar íbúðar- álmu við Heilsustofn- un Náttúrulækn- ingafélags Íslands í Hveragerði um 65 milljónir kr. á 3 árum. Samningurinn er fagn- aðarefni öllum þeim sem til stofnunarinnar þekkja. Ég tel sann- arlega að í þessu til- viki hafi skattpening- um okkar verið vel varið. Þeir eru notaðir til þess að hjálpa stofnuninni til að bæta aðstöðu sína verulega og efla það starf sem bein- ist að því að bæta heilsu einstak- linga og leiða þá á braut sjálfs- hjálpar. Þetta er mikilvægt í þjóðfélagi sem metur gott heilsufar einstaklinga. Heilsan er dýrmæt Mikilvægi góðrar heilsu er e.t.v. ekki ofarlega í huga þeirra sem búa við góða heilsu. Máltækið segir: „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“ Þegar heilsan gefur sig af einhverjum ástæðum gera margir sér ljóst að gæta verður betur að heilsunni. Líkamsrækt er liður í því. Hún er öllum nauðsyn- leg. Hver og einn þarf að sinna henni af kostgæfni. Allir geta fund- ið þar eitthvað við sitt hæfi, göngur, sund, leikfimi, liðkunar- og styrkt- aræfingar o.s.frv. Hvíld og slökun skipta líka máli. Með hæfilegri lík- amsrækt er hægt að bæta líðan frá degi til dags. Í heilsubankann þarf að leggja inn – stöðug úttekt endar á að innistæðuna þrýtur. Svo bregðast krosstré ... Á sl. ári þurfti sú sem þetta skrif- ar á því að halda að fara í meðferð á Heilsustofnuninni í Hveragerði. Eftir áratuga kennslu í líkamsrækt kom að því að sinna sjálfum sér, þ.e. láta aðra með- höndla sig. Það er ekki nóg að halda öðrum við efnið. Reynsla mín af þeirri starfsemi sem þar fer fram var mjög góð. Stofnunin hefur einstaklega góðu starfsliði á að skipa. Dvalargestum er boðið er upp á markvissa daglega þjálfun undir stjórn fagmanna. Hug- að er að ótal þáttum sem bæta og styrkja líkama og sál. Jafn- framt er lögð áhersla á að efla þekkingu á lík- amsvitund og að skynja og skilja sinn eigin líkama. Að læra að slaka á og njóta hvíldar er einnig mik- ilvægt til að mæta streituvaldandi álagi í vinnu og athöfnum. Í stofn- uninni er góður tækjasalur sem bú- inn er öllum nauðsynlegum tækj- um. Hann stendur dvalargestum opinn alla virka daga og um helgar. Þar er hægt að æfa með eða án leiðsagnar. Einnig er fjölnotasalur til staðar. Hann er notaður til leik- fimiiðkana alls konar, t.d. bakæf- inga, æfinga fyrir háls og herðar og slökunaræfinga. Í sundlauginni er stundað sund og vatnsleikfimi. Um- hverfi stofnunarinnar er fagurt og því tilvalið til daglegra gönguferða. Venjulegast er skipt í hópa eftir getu og þeim stýrt af íþróttakenn- urum og sjúkraþjálfurum. Ónefnd eru hin kunnu leirböð og önnur heilsuböð sem boðið er upp á ásamt öðru sem of langt yrði upp að telja. Uppistaðan í fæði eru grænmetis- réttir ásamt fjölbreyttum heilsu- drykkjum. Eftir dvöl á stofnuninni er mik- ilvægt að halda sér við efnið. Þess vegna er öllum hjálpað til að vernda eigin heilsu. Kæruleysi og leti mega ekki ná yfirhöndinni og varast ber að falla í sama „gamla“ farið eftir útskrift. Merkilegt starf Heilsustofnun NLFÍ í Hvera- gerði tók formlega til starfa árið 1955. Upphaflega hét hún Heilsu- hæli NLFÍ. Frumkvæðið að und- irbúningi og uppbyggingu átti Jón- as Kristjánsson læknir sem var einn af brautryðjendum náttúru- lækningastefnunnar hér á landi. Stofnunin hefur æ síðan sinnt mik- ilvægu hlutverki sem almenn og sérhæfð endurhæfingarstofnun sem jafnframt hefur boðið upp hvíldar- og hressingardvöl. Allir sem þurfa að efla heilsu sína eiga þangað erindi. Með bættri aðstöðu og nýrri íbúðarálmu mun stofnunin geta tekið á móti fleirum en nú og boðið upp á aukna starfsemi. Er það vel. Að lokum óska ég Heilsustofnun NLFÍ velfarnaðar í því góða starfi sem þar er unnið. Ómissandi heilsulind Lovísa Einarsdóttir Heilsustofnun Allir sem þurfa að efla heilsu sína, segir Lovísa Einarsdóttir, eiga þangað erindi. Höfundur er íþróttakennari, sam- skiptafulltrúi Hrafnistu í Hafnarfirði og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Styrkir og verndar NAGLASTYRKIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.