Morgunblaðið - 13.12.2001, Side 33

Morgunblaðið - 13.12.2001, Side 33
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 33 ÖKUMAÐUR gámaflutninga- bíls hefur verið handtekinn í Belgíu en hann er grunaður um að vera viðriðinn flutning á ólöglegum innflytjendum, sem köfnuðu í gámi á Írlandi. Flutti maðurinn gáminn frá Köln til Zeebrugge í Belgíu. Í honum voru 13 ólöglegir innflytjendur, flestir tyrkneskir, og voru átta þeirra kafnaðir, þar af fjögur börn, þegar gámurinn var opn- aður í Wexford á Írlandi sl. laugardag. Voru hinir nær dauða en lífi. Í júní í fyrra fund- ust 58 kínverskir innflytjendur látnir í hollensku vörubíl í Dov- er á Englandi. Dæmdur fyrir barnsmorð ROY Whiting, rúmlega fertug- ur Breti, var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa rænt átta ára gamalli stúlku og myrt hana í júlí á síðasta ári. Vakti hvarf hennar mikla at- hygli í Bretlandi og herti á kröf- um um, að barnaníðingar yrðu ekki teknir neinum vettlinga- tökum. Meðal annars birti eitt síðdegisblaðanna nöfn og heim- ilisföng manna, sem sagðir voru hættulegir börnum. Þegar dóm- urinn hafði verið kveðinn upp var réttinum skýrt frá því, að Whiting hefði rænt og misnotað níu ára gamla stúlku 1995. Sakharov-verð- launin afhent ÍSRAELSK kona, Palest- ínumaður og angólskur prestur hlutu í gær Sakhar- ov-verðlaun- in, mannrétt- indaverðlaun Evrópu- þingsins. Þau Nurit Peled-Elh- anana, kennari við Hebreska háskólann, og palestínski rit- höfundurinn Izzat Ghassawi fengu verðlaunin fyrir „óþrjót- andi“ starf í þágu friðar í Mið- Austurlöndum og angólski erki- biskupinn Zacarias Kamuenho fyrir að reyna að koma á friði í sínu stríðshrjáða landi. Palest- ínsk leyniskytta varð 13 ára gamalli dóttur Peled-Elhanana að bana fyrir þremur árum en í stað þess að fyllast hefndar- þorsta hefur hún síðan barist fyrir sáttum milli Ísraela og Palestínumanna. Áhugi á flug- vélum, ekki njósnum GRÍSKIR dómarar hafa fellt niður njósnaákæru á 14 breska og hollenska áhugamenn um flugvélar og verður þeim sleppt gegn tryggingu. Hefur ákær- unni verið breytt í „ólöglega upplýsingaöflun“ en mennirnir, sem eiga sér það áhugamál að taka myndir af flugvélum, voru staðnir að því að mynda grískar herflugvélar. Voru þeir hand- teknir 8. nóvember sl. Verður réttað yfir þeim síðar vegna þess en í millitíðinni mega þeir fara úr landi, það er að segja ef þeir geta greitt trygginguna, sem er næstum 1,4 millj. ísl. kr. á mann. STUTT Handtek- inn vegna dauða inn- flytjenda Peled- Elhanana SILVIO Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, lét í fyrradag undan þrýstingi annarra ríkja í Evrópu- sambandinu og féllst á, að handtökutilskipun í einu ríkjanna gilti í þeim öllum. Áður hafði hann hafnað því, að handtökutilskipunin tæki til fjár- málaglæpa. Berlusconi tilkynnti þetta eftir fund með Guy Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu, sem kvaðst vera mjög ánægður með sinnaskipti Berlusconis. Sameiginlega handtökutilskipunin varðar 32 af- brot, þar á meðal hryðjuverk og fjármálamisferli, en Berlusconi á einmitt yfir höfði sér ákæru fyrir það síðarnefnda á Spáni. Afstaða Berlusconis olli mikilli reiði í öðrum ríkjum ESB en þótt hann hafi nú breytt henni, þá gaf hann í skyn, að langan tíma gæti tekið að breyta ítölsku stjórnarskránni og ekki víst, að því yrði lokið 2004 þegar samræmda handtökutilskip- unin á að koma til framkvæmda. Verhofstadt lagði hins vegar áherslu á, að á leiðtogafundi ESB í Brussel um helgina yrði Ítölum gert ljóst, að þeir ættu engan annan kost en fylgja öðrum ríkjum í sambandinu. Stjórnarandstaðan á Ítalíu hefur gagnrýnt Berlusconi harðlega fyrir framgöngu sína í málinu og segir, að hann óttist það mest að verða sjálfur framseldur til annars Evrópuríkis vegna fjármála- glæpa. Berlusconi gefur eftir og fellst á samræmda handtökutilskipun Sakaður um að óttast framsal Róm. AFP. Reuters Berlusconi hugleiðir málin á ítalska þinginu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.