Morgunblaðið - 06.01.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.01.2002, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Frönskunámskeið hefjast 14. janúar Innritun frá 2. janúar Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeið fyrir börn og eldri borgara. Taltímar og einkatímar. Kennum í fyrirtækjum. Kennsluefni birt á myndböndum. Hringbraut 121 - JL-húsið, 107 Reykjavík, fax 562 3820 Veffang: http://af.ismennt.is Netfang: af@ismennt.is Upplýsingar í síma 552 3870 og 562 3820 frá kl. 13.30–19.00 Leynist blaðburðarpoki heima hjá þér? Á S K R I F T A R D E I L D Sími 569 1122/800 6122  Bréfasími 569 1115  Netfang askrift@mbl.is Þeir blaðberar, fyrrverandi og núverandi, sem eru með blaðburðarpoka en þurfa ekki á þeim að halda við blaðburð, vinsamlegast komi þeim til áskriftardeildar Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Móttakan er opin virka daga milli klukkan 9 og 17. Ef þið hafið ekki tök á að skila þeim, hafið þá samband við áskriftardeild í síma 569 1122 og við sækjum þá. FYRIR nokkrum árum birt-ist í Sjónvarpinu viðtal viðMatthías Johannessen rit-stjóra og skáld um Hall-dór Laxness. Matthías sagði þar m.a.: „Það hefur stundum komið upp á að við höfum ekki gert nógu mikið upp við Halldór Lax- ness. Þetta er rangt. Það þarf ekki að gera neitt upp við Halldór Lax- ness. Hann gerði það sjálfur. Hann skrifaði stórmerka bók sem heitir Skáldatími og allir þekkja. Þó að megi gagnrýna ýmsa hluti og velta hlutum fyrir sér í þessari bók er hann harla miskunnarlaus við sjálf- an sig.“ Svona talar aðeins vitur maður og sanngjarn. Og aldrei verður Matthías Johannessen bendlaður við kommúnisma Stalíns og hans stuðningsmenn þótt hann láti skáld okkar beggja njóta sann- mælis. En það sama verður ekki sagt um ýmsa aðra háskólamennt- aða menn sem hafa ræktað með sér haturs- og óvildarhug til Halldórs, og reyndar gert það að ævistarfi að standa fyrir narti í hann fyrir skoð- anir sem hann hefur viðurkennt að voru rangar. Þetta er þeim mun merkilegra sem stofnun sú sem sumir þessara manna starfa við, Háskóli Íslands, fann hvöt hjá sér að gera Halldór að heiðursdoktor fyrir framlag hans til íslenskrar menningar. Ég er hér m.a. að tala um menn sem báðir eru prófessorar við þennan skóla, þá Arnór Hanni- balsson og Hannes Hólmstein Giss- urarson. Fyrir tveim árum kom út bók eft- ir Arnór sem nefndist Moskvulínan. Í þessari bók var slík svertugjöf á Halldór Laxness að jafnvel harðir skoðanabræður Arnórs töldu bókina viðfangsefni geðlækna og sálfræð- inga fremur en efnivið í pólitískt barefli. Eng- inn sómakær maður vildi vita af þessari bók, nema hvað dr. Benja- mín Eiríksson reyndi að vekja athygli á henni með lítilli klausu í Mbl. og dó skömmu seinna. Þessi fyrsta at- laga að Halldóri Lax- ness mistókst. En nú er komið í ljós að nartinu skal haldið áfram. Upp er dubbaður til riddara öldurhúsaskáld, Hall- grímur Helgason, sem taldi nauðsynlegt að veita Halldóri smá svertugjöf í skáldsöguformi. Skáldsagan var lát- in heita Höfundur Íslands. Bækur Hallgríms hafa hingað til ekki verið mikið lesnar. Helst af ungu fólki sem hefur gaman af að lesa um ofsafengið kynlíf, dópneyslu og brennivínsdrykkju. Honum hefur verið hampað af fastakjöftum í öld- urhúsasnakki sem finnst þeir vera svo fyndnir og gáfaðir að þeir geta varla lokið nokkurri setningu fyrir smiltri. Mikill aðdáandi er Egill nokkur Helgason, vörslumaður Silf- urs Egils á Skjá 1, sem umsvifalaust gerði þetta unga skáld að snillingi þegar hann komst á snoðir um það að verið var að narta í Halldór Lax- ness. Í fyrsta skipti í bókmenntasögu Ís- lands kunngjörði rit- höfundur að hann hefði ákveðna per- sónu, Halldór Lax- ness, að fyrirmynd í skáldsögu sinni. Við fréttamenn útvarps og sjónvarps sagði hann að vísu að í þessari bók sinni væri hann að upphefja þetta mesta skáld Íslands en ekki að niðurlægja. Svona penpíutal þoldi Hannes Hólmsteinn Giss- urarson ekki, því hann er ekki með merarhjarta og vill ekki hafa neina hálfvelgju í orðum þegar komm- arnir eru teknir til bæna. Hann skrifaði myndskreytta heilsíðugrein í þetta blað og kvað upp úr með það að hér væri ekkert hrós um Nób- elsskáldið á ferðinni heldur svertu- gjöf sem hann ætti fyllilega skilið, því hann hefði verið lygari og þagað yfir níðingsverki í 35 ár. Og Hall- grímur Helgason lét þau boð út ganga að sér líkaði vel allt það sem Hannes Hólmsteinn segði um bók hans. Sjálfur hef ég ekki lesið bók Hallgríms. En ef það er satt, sem Hannes Hólmsteinn segir, að Hall- grímur dragi eiginkonu Laxness og dætur inn á sögusviðið til að herða á varmennsku sögupersónunnar Ein- ars J. Grímssonar, í líki Halldórs Laxness, þá er mér öllum lokið. Það er von að verslunarstýra Bókabúðar Eymundssonar geisli af gleði þegar hún var að lýsa snilldartöktum þessa unga skálds í sjónvarpinu. Hannes Hólmsteinn byrjar snemma í grein sinni á eins konar afsökun fyrir því að Hallgrímur Helgason skuli nota Halldór Lax- ness sem fyrirmynd í bók sinni og segir að þetta hafi Nóbelsskáldið líka gert í sínum bókum. Þetta er auðvitað algert bull. Þarna er Hann- es að viðra spekúlasjónir lesenda Halldórs á ýmsum persónum bóka hans sem skáldið gaf alltaf lítið fyrir og viðurkenndi aldrei, nema uppi- stöðuna í lýsingu Ljósvíkingsins. Persónurnar í skáldsögum Laxness eru tvímælalaust samansettar af ýmsum karakterum sem voru sam- ferðamenn hans á lífsleiðinni. Hvernig Halldór lýsir sögu- persónum eins og Ólafi kóngi digra, Þorgeiri Hávarssyni og Þormóði Kolbrúnarskáldi getur orðið þrætu- epli nema Hannesi Hólmsteini hafi tekist að afla lýsinga á þeim að handan. Hannes Hólmsteinn kemur inn á Veru Hertzsch-málið. En kona þessi var barnsmóðir dr. Benjamíns Ei- ríkssonar. Ég hef löngum haldið því fram að ef stætt hefði verið á því að gera þetta mál að umtalsefni 1938, hefði dr. Benjamín átt að gera það sjálfur. Hann dvaldi í næstum tvö ár við nám í Sovét sem kommúnisti og vissi hvernig ástandið var en þagði yfir því að langmestu leyti allt þar til Hannes Hólmsteinn skrifaði ágæta ævisögu hans 1996. Af völd- um dr. Benjamíns var þetta Veru Hertzsch-mál miklu raunalegra en efni stóðu til. Halldór Laxness mun hafa farið tvisvar til Sovétríkjanna sem ferðamaður í stuttan tíma og skrifaði um þau Potemkin-tjöld sem hann sá og þær upplýsingar sem aðrir héldu að honum. Skondnast af öllu fannst mér álfa- sögulýsing Hannesar Hólmsteins á innvolsi róttækra rithöfunda og menntamanna sem gerðust sósíal- istar og kommúnistar á tuttugustu öld. Og hann hneykslast á því hvað þeir gerðu lítið úr 18. aldar hags- pekingnum Adam Smith. En kenn- ingar þessa manns um það hvernig einstaklingar og þjóðir skyldu auðg- ast, ollu kreppunni miklu á 3ja ára- tugnum þar sem atvinnulíf var lagt í rúst í hinum vestræna heimi. Í Bandaríkjunum einum töldust 13 millj. atvinnuleysingja sem drógu fram lífið með því að tína mat úr ruslatunnum þeirra betur settu eða þágu súpudisk af Hjálpræð- ishernum. Kreppa þessi náði um all- an heim, að Íslandi meðtöldu, og margt gamalt fólk hér á landi man vel hörmungarnar og niðurlæg- inguna sem þessu ástandi fylgdi. Þeir sem komu best út úr þessum „brilljant“ kenningum Adams Smith voru þeir Norðurlandabúar sem til- einkuðu sér marxískar kenningar Eduards Bernstein og höfðu taum- hald á lærisveinum Adams Smith. Hitler gaf þeim aftur á móti lausan tauminn til vopnaframleiðslu og við Til varnar skáldi mínu Eiríkur Eiríksson Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson ritaði grein, Um Höfund Íslands, sem birtist í Morgunblaðinu 16. desember sl. Eiríkur Eiríksson brást til varnar skáldi sínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.