Morgunblaðið - 06.01.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR
42 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ég vil með nokkr-
um orðum og með
söknuð í huga minn-
ast frænda míns Guð-
mundar Þórarins
Pálssonar sem lést á
heimili sínu 22. des-
ember sl. Skyldleiki okkar var sá
að feður okkar voru bræður en
mæðurnar þremenningar. Fjöl-
skylda hans bjó í Reykjavík þar
sem Páll faðir hans starfaði lengst
af sem húsasmíðameistari. Mjög
duglegur og hæfur maður.
Guðmundur var einbirni. For-
eldrar mínir ásamt fjórum börnum
sínum bjuggu við lítil efni á erfiðri
jörð efst uppi í Borgarfjarðardöl-
um. Mér er í barnsminni hve mér
þótti þessi jafnaldri minn og
frændi snyrtur, prúður og upp-
dubbaður er hann ásamt foreldrum
sínum kom í heimsókn til okkar í
sveitinni. Mér þótti sem ég stæðist
engan veginn samjöfnuð við hann.
Allra síst í klæðaburði. Ég hafði
mestan áhuga á hrossa- og kúa-
smölun, einkum þó hrossa, einnig
ýmsum öðrum snúningum og
barnaleikjum. Það kom í ljós að
honum þótti nokkuð til um færni
mína í þessu stússi, einkum þó í
sambandi við hestana. Hann leitaði
leyfis að fá að fara á hestbak með
mér. Það fékkst eftir nokkra um-
fjöllun. Hann hafði aldrei áður á
hestbak komið og mér þótti sem
minn hagur vænkaðist er ég sá hve
verr hann stóð að vígi en ég og
fann einnig að honum þótti mikið
til um mína kunnáttu, sem þó var
ekki til að hæla sér af. Hverfum nú
frá þessum mannjöfnuði okkar
frændsystkina. Örfáum árum síð-
ar, er heilsuleysi föður míns og
erfiðleikar því tengdir steðjuðu að
fjölskyldunni, varð það að ráði að
ég færi vetrarlangt til dvalar hjá
Páli frænda mínum og konu hans
Theodóru til að létta undir með
móður minni sem nú stóð ein fyrir
búi ásamt ungum börnum.
Það var bæði tilhlökkun og kvíði
í brjósti tíu ára stúlku er hún
kvaddi systkini og móður og hélt
ásamt Páli frænda áleiðis til
Reykjavíkur. Er þangað kom, eftir
langan Hvalfjörð og bílveiki, tók
Dadda frænka mín, kona Páls, á
móti mér opnum örmum. Mér er
það enn í minni hve hlýjan frá
henni streymdi til mín. Nú tókust
á ný samskipti og kynni okkar
Guðmundar. Á þessu heimili, á
Kirkjuteigi 13, dvaldi ég vetrar-
langt í góðu yfirlæti. Guðmundur
átti ýmiskonar leikföng, litabækur,
liti og fleira sem ekki hafði mikið
borið mér fyrir augu í sveitinni.
Hann leyfði mér vinsamlega að
deila þessu öllu með sér. Áttum við
saman góðan og systkinalegan vet-
GUÐMUNDUR ÞÓR
PÁLSSON
✝ Guðmundur ÞórPálsson fæddist
7. júlí 1934 í Reykja-
vík. Hann lést 22.
desember síðastlið-
inn og fór útför hans
fram frá Fríkirkj-
unni í Reykjavík 3.
janúar.
ur við leiki og ýmis-
legt brall. Þarna á
heimilinu voru einnig,
til margra ára, tvær
systur Döddu, Sól-
veig, sem bjó þar í
húsinu, og Elín, sem
átti heimili skammt
frá. Báðar voru þær
þarna í fæði. Einnig
var kostgangari
þeirra hjóna í áratugi
kennari við Laugar-
nesskóla, Skeggi Ás-
bjarnarson. Hann var
þekktur sem úrvals-
kennari, einnig sá
hann á tímabili um barnatíma í
Ríkisútvarpinu. Þarna var oft glatt
á hjalla þegar allt þetta fólk var
samankomið á matmálstímum. Páll
frændi sat við annan borðsendann
og ég við hlið hans og við hinn sat
Dadda og Guðmundur við hlið
hennar. Við töluðum þá gjarnan
saman á merkjamáli yfir borðið.
Þær systur Sólveig og Elín fóru
ekki dult með dálæti sitt á syst-
ursyni sínum. Stundum hefi ég
hugleitt það síðar á ævinni að ekki
mátti það meira vera svo það gæti
talist honum hollt. Um vorið kom
móðir mín til Reykjavíkur og þá
kvaddi ég allt þetta góða fólk og
hélt með henni heim í sveitina aft-
ur. Síðan göngum við frændsystk-
inin sitt hvorn æviveginn.
Hann tók stúdentspróf frá
Verslunarskólanum. Að því loknu
fer hann til Svíþjóðar til háskóla-
náms og útskrifast þar arkitekt.
Heim kominn frá námi stofnaði
hann teiknistofu ásamt öðrum og
þar liggur hans ævistarf. Á þess-
um árum kvæntist hann glæsilegri
og góðri konu, Ragnhildi Vil-
hjálmsdóttur. Þau eignuðust fjögur
efnileg börn sem öll eru vel
menntaðir og metnir þjóðfélags-
þegnar. Þau Ragnhildur slitu sam-
vistir fyrir fáeinum árum. Þar sem
leið mín lá austur á Fljótsdals-
hérað til búsetu um áratugi varð
minna um samfundi og sambandið
því slitróttara en við hefðum ósk-
að. Frændsemisböndin voru þó
sterk, það finn ég best að honum
gengnum. Ég vil votta honum látn-
um virðingu mína og þökk og eft-
irlifandi fjölskyldu hans samúð.
Far þú í friði frændi.
Guðrún Gunnarsdóttir.
Við fráfall Guðmundar Þórs
Pálssonar leitar á hugann sú
spurning, að hve miklu leyti hver
og einn ræður sínum örlögum
sjálfur og hvern þátt eiga utanað-
komandi öfl – óháð vilja og hæfi-
leikum einstaklingsins – í æviferl-
inum.
Við vorum bræðrasynir að
skyldleika og bárum báðir nafn
sama föðurbróður okkar sem fórst
á ungum aldri, árum fyrr en við
fæddumst. Tvo vetur af skóla-
göngu minni í Reykjavík átti ég
samastað á heimili foreldra hans
og kynntist honum þá sem dreng,
rétt innan við fermingu. „Frændur
eru frændum verstir,“ segir máls-
hátturinn og kom það að nokkru
leyti fram á okkur, við áttum ekki
alltaf skap saman. Það kom jafnvel
fram í raunverulegum áflogum þar
sem hann hafði næstum í fullu tré
við mig þótt ég væri fjórum árum
eldri.
Faðir hans var vel metinn húsa-
smíðameistari sem stóð m. a. fyrir
byggingu landsþekktra húsa svo
sem Borgartúns 6, Rúgbrauðs-
gerðarinnar, og húss skáldsins,
Gljúfrasteins hjá Laxnesi. Það fór
því að líkum að einkasonur hans
veldi sér arkitektúr að námsefni
eftir stúdentspróf frá Verslunar-
skólanum.
Nýútskrifaður arkitekt þurfti
tæplega að kvíða verkefnaleysi á
árunum kringum 1960, þá hófust
uppgangstímar og viðreisnarstjórn
var yfir landinu. Framtíðin virtist
því blasa björt við frænda mínum,
hann var kvæntur glæsilegri konu,
byggði sér stórt og vandað ein-
býlishús og setti á stofn arkitekta-
stofu sem fékk næg verkefni.
Hann lagði sérstaka stund á hönn-
un skólabygginga sem margar risu
á þessum árum vítt og breitt um
landið.
Hverjum þeim sem þá til þekkti
hefði virst það harla ótrúlegt að
allt þetta, sem hér var talið, væri
honum úr greipum gengið meðan
hann var enn á miðjum aldri og
hefði átt að eiga þó nokkur ár eftir
af starfsferli sínum. „Einn er sér-
hver of sefa,“ er forn málsháttur.
Innstu hugarfylgsni okkar eru víst
ókunnn jafnvel þeim sem okkur
eru nákomnastir. Þar leynist án
efa oft sú orsök sem vísar einum á
farsælan æviveg en öðrum á braut
ógæfunnar. Sú tilgáta hefur komið
fram að dulið þunglyndi hafi búið
með frænda mínum og beint hon-
um inn á þá braut sem hann gekk
síðustu æviárin. Þá var honum
e.t.v. ekki að öllu leyti gott vega-
nesti að vera einbirni velmegandi
foreldra sem allt vildu honum gott
gera og greiða veg hans sem best.
Enn verður þess að geta að í hann
læsti klóm sínum sá demón sem
engan gerir sér mannamun, áfeng-
issýkin, er braut niður heilsu hans
svo að nokkur síðustu ár var hann
sviptur orku og löngun til starfa.
Fyrir honum lá þá að eyða dögum
sínum oftast sem einbúi í íbúð sem
aðrir völdu handa honum og vera
þar háður umönnun og eftirliti
sinna nánustu.
Þrátt fyrir það sem áður segir
um samkomulag okkar þá ræktum
við frændsemi á fullorðinsárum.
Ég var þá búsettur fjarri höfuð-
borginni en leit gjarnan við hjá
honum ef ég átti leið þangað. Fyrr
á árum gat ég oft ekki fundið af
orðum hans og viðmóti að hann
gleddist sérstaklega af komu
minni. Það breyttist hin síðustu ár
eftir að hann var orðinn einbúi og
þrotinn að heilsu. Þá hafði hann á
stundum frumkvæði að því að
hringja í mig hingað norður til Ak-
ureyrar. Einnig fann ég að honum
þótti ekki verra að ég héldi á hans
fund ef ég var staddur í höfuð-
borginni. Ein og sama hugsunin
kemur oft að manni þegar einhver
nákominn eða kunnugur hverfur af
þessum heimi: „Ég hefði getað
rækt samband, kunningsskap eða
vináttu við hann betur en ég
gerði.“ Þannig er mér farið eftir
fregnina um andlát frænda míns.
Úr því verður ekki bætt svo sem
komið er. Um leið og nánustu að-
standendum er vottuð samúð og
hluttekning fylgir honum frá minni
hendi ósk um tilveru bjartari, betri
og gæfuríkari en sú sem hann átti
hérna megin grafar.
Guðmundur Gunnarsson.
Leiðir okkar Guðmundar Þórs
Pálssonar arkitekts lágu fyrst
saman í kringum 1965. Þá setti
hann á fót eigin arkitektastofu á
Óðinsgötu 7 í sama húsi og við á
Teiknistofunni Óðinstorgi störfum
í. Áður hafði hann starfað hjá
Húsameistara ríkisins, en það var
að loknu námi, og síðan vann hann
skamma hríð hjá menntamálaráðu-
neytinu m.a. að gerð staðla fyrir
skólabyggingar.
Mikill samgangur og samvinna
var milli okkar og bar aldrei
skugga á. Guðmundur var mikil-
hæfur arkitekt sem hafði næmt
auga fyrir byggingarlist. Vand-
virkni og vinnusemi var honum í
blóð borin og féll honum einkar vel
mótun steyptra mannvirkja. Sam-
starf okkar var mikið og sáum við
um verkfræðihlutann við marga
skóla og íþróttamannvirki sem
hann hannaði. Þannig voru mörg
stór mannvirki hönnuð og boðin út
undir góðri stjórn Guðmundar
Þórs. Hann vandaði alla sína vinnu
og skilgreindi nákvæmlega allt í
útboðsgögnum enda fátítt í hans
verkum að vandkvæði kæmu upp á
framkvæmdatímanum.
Guðmundur var hæglátur og
meinfyndinn og margar skemmti-
legar sögur sagði hann okkur og
ekki sakaði ef þær voru eilítið tví-
ræðar. Þannig var ávallt auðvelt að
slá á létta strengi þegar unnið var
að hinum ýmsu verkefnum.
Það var mjög einkennandi fyrir
Guðmund hversu umtalsgóður
hann var og minnist ég þess ekki
að hafa heyrt hann tala illa um
nokkurn mann öll þau ár sem við
störfuðum saman.
Í huga okkar geymum við minn-
inguna um góðan dreng sem kom
mörgu góðu í verk á sínu allt of
stutta lífshlaupi.
Við samstarfsfólk Guðmundar á
Teiknistofunni Óðinstorgi vottum
Ragnhildi og börnum þeirra okkar
innilegustu samúð.
Blessuð sé minning Guðmundar
Þórs Pálssonar.
Vífill Oddsson.
Ég sat á biðstofu fræðslustjór-
ans í Reykjavík og beið eftir að
ganga til fundar við starfsmenn
Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur og
arkitekta á teiknistofunni Ark-
hönn. Inn ganginn stormuðu seint
og um síðir tveir menn og gustaði
af. Sá sem fyrr kom var fremur
hár maður vexti og þéttur, klædd-
ur í gallabuxur sem haldið var uppi
af rauðum axlaböndum, bláa
skyrtu, svartan leðurjakka og
tréklossa. Í munni var hálfreyktur
vindill og stóð reykstrókurinn aft-
ur. Þetta var Guðmundur Þór
Pálsson arkitekt. Á eftir kom þá-
verandi samstarfsmaður hans, Jón
Ólafsson innanhússarkitekt, róleg-
ur í fasi og yfirvegaður að vanda.
Þetta var vorið 1976 og hittumst
við Guðmundur þarna í fyrsta
skipti. Til umræðu var samstarf
um hönnunarverkefni. Þetta var
stór fundur þar sem báðir sögðu
fátt, ég nýgræðingur og óöruggur
en Guðmundur fámáll að eðlisfari
og stíl. Fundurinn varð langur og
margt skeggrætt en undir lok
fundarins sneri Guðmudur sér að
mér og spurði „Vilt þú vinna með
okkur?“ Þessi spurning kom mér í
opna skjöldu, hafði ekki reiknað
með að nýgræðingurinn ætti nokk-
urt val. Ég svaraði að bragði „Já.“
Guðmundur kinkaði kolli, fundin-
um var lokið og hafið var farsælt
samstarf sem stóð vel á annan ára-
tug.
Guðmundur var hamhleypa til
vinnu og vann mikið. Hann vildi
hafa hlutina á ákveðinn hátt og
lagði mikið upp úr að orð stæðu.
Hann var af kynslóð arkitekta sem
litu fyrst og fremst á sig sem lista-
menn en Guðmundur hafði einnig
góðan skilning á praktískum þátt-
um byggingarframkvæmda enda
lærður smiður. Hann var útsjón-
arsamur arkitekt, lagði mikla
áherslu á notagildi húsa og bera
skólar sem Guðmundur hannaði
þess glögg merki. Nefna má Fjöl-
brautaskólann í Breiðholti, Fjöl-
brautaskólann við Ármúla, Selja-
skóla, Foldaskóla, Selásskóla,
Grandaskóla og Hjallaskóla sem
dæmi um þetta auk margra ann-
arra bygginga. Stíll Guðmundar
var sérstakur og auðþekkjanlegur
þar sem beinar línur og hreinir
fletir gegndu miklu hlutverki.
Raunar var það svo að börn mín
ung gerðu sér það að leik í öku-
ferðum um borgina að giska á
hvaða byggingar væru hannaðar af
Guðmundi enda farin að þekkja
stílinn því þau fylgdu mér oft á eft-
irlitsferðum mínum í byggingar
sem við höfðum unnið að hönnun á
saman.
Guðmundur var fagurkeri, hann
málaði og teiknaði á sínum yngri
árum og naut alls þess sem glatt
getur skynfæri mannsins. Minn-
isstæður er t.d. eftirmiðdagur þar
sem við sátum á teiknistofunni
hans og hann las upp fyrir mig vís-
ur sem skrifaðar voru aftan á göm-
ul ávísanahefti, vísur sem hann
hafði heyrt og hnoð sem hann
sjálfur hafði gert. Með hverri vísu
fylgdi saga. Við hlógum mikið,
Guðmundur bak við reykskýið hall-
andi undir flatt til þess að geta les-
ið gegnum reykinn, kímandi niður í
bringu sér. Guðmundur var þenn-
an eftirmiðdag að vinna í bókhaldi.
Við urðum fljótt vinir og á milli
okkar myndaðist trúnaðartraust
sem náði ekki aðeins til vinnunnar
heldur einnig til annarra þátta
mannlegra samskipta. Oft fór lang-
ur tími í að leysa lífsgátuna og í
umræður um dægurmál þar sem
sitt sýndist hvorum. Alltaf gat ég
leitað ráða um stórt og smátt og er
ég ævinlega þakklátur Guðmundi
fyrir að hafa oft leitt mig inn á
réttar brautir þegar þörf var á í
hita leiksins, þá gjarnan með hnit-
miðuðum stuttum spurningum eða
setningum sem enduðu á „það verð
ég hreint að segja“. Þegar svo brá
við vissi ég að best væri að fara
eftir því sem sagt var. Guðmundur
var trygglyndur maður sem hægt
var að treysta.
Ég kynntist fjölskyldu Guð-
mundar. Hann sagði sögur af
„stelpurófunni“ og strákunum og
fylgdist ég því óbeint með helstu
afrekum þeirra. Guðmundur var
stoltur af fjölskyldu sinni og taldi
það sína mestu gæfu í lífinu að
hafa auðnast að eignast svo heil-
brigða og góða fjölskyldu sem raun
ber vitni. Síðustu samtöl okkar
fjölluðu um stöðu hans í lífinu,
börnin og barnabörnin en fyrst og
fremst um konuna í lífi hans sem
sýndi honum ótrúlega ást og
trygglyndi til síðasta dags þrátt
fyrir að þau hefðu skilið.
Guðmundur var hjartagóður
maður sem ekkert aumt mátti sjá.
Aldrei heyrði ég hann hallmæla
nokkrum manni eða sá hann leggja
illt til. Stutt var í húmorinn undir
alvörugefnu og þöglu yfirbragði.
Hann var vinur sem stóð með vin-
um sínum í gegnum súrt og sætt.
Það reyndi ég.
Ég kveð nú vin og samferða-
mann með virðingu og þökk. Við
hjónin sendum ástvinum Guð-
mundar okkar innilegustu samúð-
arkveðjur. Megi guðs blessun
fylgja þeim sem stóðu honum
næst.
Ágúst Þór Jónsson.
Þegar Guðmundur Þór er fallinn
frá hrannast minningarnar upp.
Minningar um góðan vin, sem allt-
af var tilbúinn að veita liðsinni ef
þess var þörf, sem ekkert mátti
aumt sjá og lét sér sífellt annt um
hag vina sinna og sinna nánustu.
Þannig vil ég muna hann, þótt
seinustu árin hafi verið honum erf-
ið og vágestur mikill náð tökum á
honum, uns slys á heimili hans
batt enda á ævi hans.
Guðmundur var gæddur listræn-
um hæfileikum og góðum gáfum,
sem snemma komu í ljós og nýtt-
ust honum vel í starfi hans. Sem
unglingur spilaði hann á orgel og
margar fallegar myndir hef ég séð
sem hann málaði á þeim árum. Á
sumrum vann hann við húsbygg-
ingar hjá föður sínum, sem var tré-
smíðameistari, svo það lá beint við
hvaða fag hann lærði, enda tók
hann þá ákvörðun snemma. Ég
man þegar ég tók fyrst eftir Guð-
mundi. Það var í fjórða bekk í
Verzlunarskóla Íslands. Bekkjar-
systir okkar var að fá aðsvif við
töfluna, en enginn tók eftir því eða
bara horfði, en allt í einu kom
hlaupandi ljóshærður ungur mað-
ur, sem sat á aftasta bekk, og
bjargaði málum. Þannig var Guð-
mundur, fljótur að hugsa og fljótur
að bregðast við til hjálpar. Haustið
eftir stúdentspróf hélt hann til
Gautaborgar þar sem hann stund-
aði nám í arkitektúr við Chalmers-
!"
"! "##$
% &#$
" "!'
&#$ ()#
' &' *!" +$#$
,!" &' -.'
&#$
/ &#$ " '
..,'...,0