Morgunblaðið - 06.01.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.01.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 41                   ! " #$!!%                                                                    ! "  #    !"#$%&#'' $$ #$  ( ) '*  ( +*% )  #$%&#'' ) $ &&%%,$ $( $! #$%%,$  -$!. $&#'' , !( $( $                                     !   ""#  $  "# " %   &"# '"     ()* " +""# " * "    % % "# ,-"     .++ #!"   "# %   *   # (()                                                       !!" # "$%& $ ""' $&   !!"  & "$%&   (& )  !!"   "$ !!" *+&&','*&%& -  " "$%& $&+ " .'&$  !!" /$&)'/'""%&   &  . $ !!" *) & '0%!!% 1"& 0%!!%  2 "&'""%& "!&'*& !!" 3 " /'""%&  " " 4 "+ $ %$'2"&2 "&                                                          !" # $%  % & !     %  # $%  % '$        !"  #    $  #  !"  $$!$ %   $ &    '($ $$!!"  $ $' $$!!"  )*" $ '$ &" ( $$!!"  $$!$ % (  $$!$ $$! $ +, '$!"  %  $$! -$ ! ."+!"  .",$$! ',   !!$ hug beggja óskiptan sem og lífið í sveitinni, félagsmál bændanna og af- koma þeirra, allt var þetta þeim samgróið viðfangsefni. Eiríkur var mikill félagsmála- garpur og smám saman hlóðust á hann margvísleg trúnaðarstörf fyrir sveit og sýslu. Þessum þætti í starfs- ferli hans er ég ekki nógu kunnugur til að fjalla um. Hitt vissi ég að hann var ákaflega ötull í öllum þessum störfum, hygginn og stefnufastur, og taldi ekki eftir sér ómælda fyrirhöfn ef hún gat orðið til þess að greiða götu annarra, einkum þó þeirra sem við erfiðleika og vanda áttu að etja. Átti hann og jafnan mikið annríki og þar á ofan var búið stórt og mikil at- hafnasemi við búreksturinn. Börnin urðu sex – fimm synir og ein dóttir og urðu öll og eru hið ágætasta fólk og dugmikið Má því nærri geta að annríki var oft mikið hjá þeim hjón- um báðum og gestkomur margar. Kom sér því vel hversu þau voru samhent við að leysa úr hverjum vanda sem að höndum bar. Ég ætla að leyfa mér að vitna í for- mála að bernsku- og æskuminning- um Eiríks sem birtust í safninu Aldnir hafa orðið sem Erlingur Dav- íðsson, fyrrum ritstjóri á Akureyri, ritaði sem áður er til vitnað í þessari grein. „Eiríkur Björnsson sem flutti með fjölskyldu sinni norður í Eyjafjörð, hóf búskap að Arnarfelli, eignalaus maður með öllu, en varð gildur fram- kvæmdabóndi og forustumaður sveitar sinnar um langt árabil, auk þess virtur og einkar vinsæll og var til marvíslegra trúnaðarstarfa kall- aður á sviði félagsmálanna. Auk þess að vera oddviti sveitarstjórnar tvö kjörtímabil, var hann gjaldkeri og formaður mjólkurflutninganefndar sveitar sinnar og Ræktunarsam- bands Saurbæjar- og Hrafnagils- hrepps, í stjórn búnaðarfélagsins, sóknarnefnd og skólanefnd og í byggingarnefnd Hrafnagilsskóla sem fjórir hreppar stóðu að. Í gróð- urverndarnefnd sýslunnar, jarða- nefnd og sýslunefnd sat Eiríkur um árabil. Réttarstjóri og markaskoð- unarmaður, markavörður Eyjafjarð- arsýslu og sá nú síðast um útgáfu markaskrár sem unnin er á annan veg en áður tíðkaðist. Þá var hann þrjá vetur barnakennari við skóla sveitarinnar í Sólgarði. Ekki vantaði manninn viðfangsefni og því kunni hann vel. Hitt er þó meira um vert, bæði fyrir sjálfan hann og aðra, hve vasklega hann hefur víðast að verki staðið á hinum ýmsu sviðum félags- mála og búskapar. En í félagsmálum hefur hann löngum haft mannúðar- stefnu að leiðarljósi, öllu öðru frem- ur. Forsjónin hefur gefið honum það hugarþel að hann gleðst innilega yfir því að greiða götu annarra, einkum þeirra er mestrar aðstoðar þurfa.“ Þetta ritar maður sem þekkti af eigin raun starfsferil Eiríks í félags- og sveitarstjórnarmálum. Því má svo ekki gleyma að Eiríkur fylgdist allt- af vel með hræringum þjóðlífsins, enda var hann pólitískur maður, eins og ljóst má vera af framansögðu, þótt ekki stundaði hann svo heitið gæti flokkspólitík, og hann var mað- ur litterær, las og íhugaði það sem skáld og rithöfundar höfðu fram að færa og sjálfur var hann hagmæltur og mun það best hafa í ljós komið þegar tók að hægjast um í störfum hans. Að endingu vil ég þakka hinum látna frænda mínum vináttu og frændsemi sem aldrei bar skugga á og um leið og ég votta eiginkonu hans og fjölskyldu samúð vil ég óska þeim öllum farsældar í bráð og lengd. Þykir mér við hæfi að enda þetta skrif með því að birta eftir Ei- rík eftirfarandi vísu sem gæti að yf- irskrift heitið Vorið í dalnum. Nú andar vor með yl frá mjúkum barmi, við opinn glugga heyri ég söngvaklið. Af ást og gleði daggir drjúpa af hvarmi, úr dvala rís mín sál á hærra svið. Það er einkum síðasta ljóðlínan sem hér á vel við nú þegar sál hins látna hefur risið upp úr slitnum og ónýtum líkamanum. Og skulum við nú sameinast um, aðstandendur hans, að biðja henni velfarnaðar og blessunar á hinum hærri og æðri en óræðu sviðum handan hins jarð- neska lífs. Snorri Jónsson. Siggeir Pálsson, bóndi á Baugsstöðum, var mildari en úfið Atl- antshafið á suður- ströndinni þótt hann væri fæddur og uppalinn nánast á fjörukambinum líkt og forfeður hans frá þessu forna býli. Hann var jafn- lyndur maður, ólíkur hafinu sem get- ur ygglt sig á svo stórbrotinn hátt að ógjörningur er að lýsa. Útsýnið úr húsi Siggeirs og konu hans Unu Georgsdóttur er einstakt. Sjórinn aldrei eins og úfið Þjórsárhraunið teygir sig útí strandlengjuna undan grasmiklum og frjósömum jarðvegi. Sem útsjónarsamur, laginn, kím- inn og gamansamur íslenskur bóndi skildi hann vel tónverk náttúrunnar við sjávarsíðuna. Á sama hátt skilja þeir einir vel verk Páls Ísólfssonar „Brennið þið vitar“, sem séð hafa brimið í villtum ham kringum Baugsstaðavitann. Trúlega skilja menn enn betur Vínarvalsa hafi þeir heimsótt Vín. Hans geð var líkara lognkyrru smábusli öldunnar og það næsta sem við nágrannar kynntumst hörku hans var er hann innti menn nánar eftir skýringum á hlutunum. Þá kall- aði hann nokkuð hörkulega, ha! Síð- an er hlutunum var lýst færðist kím- ið brosið yfir andlitið og höfðinu var hallað lítillega til hliðanna. Hinum ólíklegustu hlutum var mætt með skemmtilegri kímnigáfu og háði sem engan meiddi. Snyrtimennskan á Baugsstöðum hjá Siggeiri og bróður hans Sigurði er fágæt og ekki einungis heim að líta heldur einnig innandyra. Þrátt fyrir tíða saltstorma af hafi sér vart SIGGEIR PÁLSSON ✝ Siggeir Pálssonfæddist á Baugs- stöðum í Stokkseyr- arhreppi 6. júlí 1925. Hann lést af slysför- um miðvikudaginn 12. desember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Gaul- verjabæjarkirkju 22. desember. ryðblett á neinu tæki eða þaki og má hirðu- semi þeirra einstök teljast. Það er erfitt að aldursgreina Nallana, satt best að segja. Búið var vel rekið og allir þættir þess. Sjósókn, fjárbúskapur, mjólkur- framleiðsla og garð- rækt. Í takt við breytta tíma lagðist útræðið af. Er kvótakerfið byrjaði í landbúnaðinum hættu Geiri og Sigurður fljót- lega með féð og ein- beittu sér að mjólkur- framleiðslu. Hafa síðan flestir bændur hér í Flóanum farið sömu leið í búskaparháttum. Kýrnar á Baugsstöðum skiluðu góðum afurð- um og hey voru yfirleitt góð, jafnvel þótt þau væru ill á öðrum bæjum eft- ir erfið rosasumur. Lykillinn að því var votheysverkun heys að stærst- um hluta. Sú verkun er nákvæmn- isvinna og þar naut sín alúð ásamt útsjónarsemi þeirra bræðra við að hirða í tvo reisulega turna. Kirkjan og kirkjugarður okkar hér í Gaulverjabæ hefur um langan aldur notið þessarar sömu snyrti- mennsku og samviskusemi Geira á Baugsstöðum. Með bros á vör komu þeir bræður oft dólandi á Land Ro- ver lognkyrr sumarkvöld. Annað- hvort til að slá kirkjugarðinn, slétta leiði, lagfæra legsteina, mála sálu- hliðið eða dytta að kirkjunni. Einnig var Siggeir hringjari til síðasta dags og tók við því af Jóni á Eystri- Hellum. Funda- og félagslíf er hér í mörgu tengt bæjunum í Stokkseyr- arhreppnum. Geiri var einstaklega félagslyndur og sótti hingað flestar samkomur og fundi. Margir minnast ógleymanlegra uppákoma á þorra- blótum og víðar þar sem hann var hrókur alls fagnaðar þótt aldrei snerti hann áfengi eða tóbak. Einstakur nágranni er genginn á sviplegan hátt. Ég sendi Unu, af- komendum og Sigurði, samrýndum bróður hans, samúðarkveðjur. Valdimar Guðjónsson. Fallinn er frá í hárri elli einn af þessum traustu og Biblíuföstu þjónum drottins á Akureyri, Skag- firðingurinn Guðvin Gunnlaugsson. Hann starfaði lengst af sem kennari, en tók auk þess þátt í kristilegu starfi Sjónarhæðarsafnaðarins á Ak- ureyri, sem Arthur Gook og síðar Sæmundur Jóhannesson stýrðu. GUÐVIN GUNNLAUGSSON ✝ Guðvin Gunn-laugsson fæddist á Háleggsstöðum í Hofshreppi í Skaga- firði 24. janúar 1912. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Hlíð á Akureyri 21. desember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Akur- eyrarkirkju 3. jan- úar. Guðvin tók meðal ann- ars þátt í prédikunar- starfi og einnig sunnu- dagaskólastarfi safnaðarins. Hann var síðustu 30 árin þátttak- andi í starfi Gideon- félagsins á Akureyri, þar sem hann vann gott og óeigingjarnt starf við útbreiðslu Biblíunn- ar á Íslandi. Eftirlif- andi eiginkona hans, Irene Gook, er einnig þátttakandi í því starfi. Gideonfélagar á Akur- eyri þakka Guðvini samfylgdina og samstarfið og honum er einnig þökkuð sú fyrirmynd sem þessi lágvaxni og hægláti en stað- fasti Gideonfélagi skilur eftir. Við vottum aðstandendum hans samúð. Gideonfélagar á Akureyri. MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppi- stöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling tak- markast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.