Morgunblaðið - 06.01.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.01.2002, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ 5. janúar 1992: „Eftir margra áratuga baráttu er svo komið, að innflutningur á olíu er frjáls. Olíufélögin og aðrir, sem kunna að vilja hefja innflutning á olíu, geta ákveðið, hvaðan þeir kaupa þessa vöru með sama hætti og innflytjendur geta ákveðið hvaðan þeir kaupa ýmsar aðrar vörur. Við höf- um alltof lengi bundið þessi viðskipti við Sovétríkin, sem eru ekki lengur til og löngu tímabært að gefa þennan innflutning frjálsan og efna til samkeppni á milli olíufé- laganna og hugsanlega ann- arra um þennan innflutning. En þrátt fyrir frelsi til innflutnings á olíu hefur verðlagning innanlands ekki verið gefin frjáls með öllu, þótt frelsi sé í verðlagningu á einstökum tegundum. Nú bregður svo við, að and- staða við verðlagsfrelsi á þessu sviði kemur úr óvæntri átt. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur lát- ið semja frumvarp um þessi málefni, sem felur í sér, að felld er niður jöfnun flutn- ingskostnaðar olíu á landi en hins vegar er slíkri jöfn- un haldið á flutningum á sjó. Í bréfi, sem þingflokkur sjálfstæðismanna hefur sent ráðuneytisstjóra við- skiptaráðuneytis vegna þessa frumvarps, segir m.a.: „Skiptar skoðanir eru um frumvarpið og telur þing- flokkurinn rétt að fram fari viðræður á vegum stjórn- arflokkanna með það í huga að auka frjálsræði í verð- lagningu og verðsamkeppni milli olíufélaganna en þó þannig, að hvert félag tryggi sambærilegum við- skiptamönnum sömu kjör alls staðar á landinu.““ . . . . . . . . . . 3. janúar 1982: „Fá byggð- arlög voru jafn mikið til um- ræðu vegna atvinnuörð- ugleika á árinu 1981 og Raufarhöfn. Fjallaði rík- isstjórnin um vandann á löngum fundum, skipaðar voru ráðherranefndir, gerð- ar tillögur til banka og sjóða og gefnar hástemmdar yf- irlýsingar af ráðherrum um það, hvað þeir hefðu mikið á sig lagt atvinnulífinu á Raufarhöfn til bjargar. Mál- gögn ríkisstjórnarinnar tóku undir með stjórn- arherrunum og töldu, að ástæðulaust væri að hafa hinar minnstu áhyggjur af framtíð atvinnulífsins á Raufarhöfn – ríkisstjórnin hefði tekið málið föstum tökum. Í þessu ljósi er fróð- legt að lesa ummæli Helga Ólafssonar, fréttaritara Morgunblaðsins á Rauf- arhöfn, hér í blaðinu á gamlársdag, þegar hann var spurður um minnisstæðustu atburði ársins 1981. Helgi Ólafsson sagði að atvinnu- mál á Raufarhöfn og annars staðar stæðu efst í huga sín- um og bætti við: „Ef grannt er skoðað, stafa atvinnuerf- iðleikar hér og í sjáv- arþorpum af rangri og vit- lausri stefnu ríkisstjórnarinnar. Ef fram heldur sem horfir sjáum við fram á algert efnahagslegt hrun þjóðarinnar.“ Taldi Helgi Ólafsson sanngjarnt, að í áramótaræðu sinni flytti forsætisráðherra þann fagnaðarboðskap, að þjóð- inni gæfist tækifæri til að velja nýja ríkisstjórn fyrr en á árinu 1983, þegar kjör- tímabilinu lýkur.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. N æstu tvö ár verða við- burðarík í stjórnmálum. Í vor fara fram sveitar- stjórnarkosningar og að rúmu ári liðnu alþingis- kosningar. Úrslit sveit- arstjórnakosninganna gefa væntanlega nokkra vísbendingu um stöðu flokkanna í kosningunum til Alþingis, þótt margt geti gerzt á því ári, sem er á milli þessara tveggja kosninga. Í kosningunum í vor beinist athyglin fyrst og fremst að Reykjavík eins og jafnan áður og að nokkru leyti að höfuðborgarsvæðinu öllu. Reykjavíkurlistinn hefur nú stjórnað höfuð- borginni í tvö kjörtímabil og það yrði óneit- anlega töluvert áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn ef vinstri mönnum tækist að halda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur þriðja kjörtímabilið í röð. Þó ber að hafa í huga að á löngu samfelldu valdaskeiði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík byggðist meirihluti flokksins oft á sundrungu vinstri manna, sem buðu yfirleitt fram í þremur hópum og stundum fjórum. Það eru því breyttar aðstæður, þegar kosn- ingabandalag vinstri flokkanna gengur samein- að til kosninga aftur og aftur. Ekki fer á milli mála, að styrkleiki Reykjavík- urlistans byggist á pólitískri stöðu borgarstjór- ans, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Þegar hún er undanskilin er borgarstjórnarhópur Reykjavíkurlistans veikur. Borgarstjóra hefur tekizt að hafa þannig taumhald á borgarstjórn- arflokki sínum, að þessi veikleiki Reykjavíkur- listans hefur ekki orðið mjög áberandi út á við. Þó blasir hann við öllum þeim, sem fylgjast eitt- hvað að ráði með málum borgarstjórnarinnar. Gera má ráð fyrir, að með aðild vinstrigrænna að Reykjavíkurlistanum verði það enn flóknara verkefni en áður að halda innbyrðis deilum og sundrungu í þessum hópi innan luktra dyra. Vinstrigrænir munu gera tilkall til mikilla áhrifa í krafti stöðu flokks þeirra í skoðana- könnunum. Því fer fjarri, að í þeirra hópi sé sterk samstaða um að ganga til kosninga í Reykjavík undir merkjum R-listans. Þetta kom skýrt fram á landsfundi vinstrigrænna sl. haust. Innan Samfylkingarinnar eru miklar umræð- ur um framtíð flokksins og ástæður fyrir slöku gengi hans í skoðanakönnunum. Þar eru sterk öfl, sem gera sér vonir um að efnt verði til nýs landsfundar í febrúar á árinu 2003 og þar verði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kjörinn formaður Samfylkingarinnar og fari í framboð til þings á vegum flokksins annað vor. Í kosningabarátt- unni næstu mánuði mun borgarstjóri þurfa að fást við endurteknar staðhæfingar um að hún muni víkja af vettvangi borgarstjórnar að ári liðnu. Borgarstjóri mun í þeim umræðum halda því fram, að hún hafi engin önnur áform uppi en þau að sitja út nýtt kjörtímabil fái hún til þess fylgi. Þegar hér er komið sögu munu þær yf- irlýsingar hennar ekki þykja sannfærandi. Það er aftur á móti styrkur fyrir Reykjavík- urlistann hversu eindreginn stuðningur fram- sóknarmanna virðist vera við þetta samstarf. Fyrir nokkrum árum var veruleg hreyfing fyrir því innan Framsóknarflokksins að flokkurinn byði fram á eigin vegum í Reykjavík til þess að staða hans í höfuðborginni lægi ljós fyrir. Þess- ar raddir hafa þagnað og helgast það vafalaust af þeirri sterku stöðu, sem borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins, Alfreð Þorsteinsson, hefur skapað sér innan borgarstjórnarinnar. Málefnastaða Reykjavíkurlistans er veikari en virðist við fyrstu sýn. Þegar listinn kom fram á sínum tíma fyrir átta árum var það helzta bar- áttumál hans að leysa þau vandamál, sem tengj- ast dagvistun barna og voru gefnar miklar yf- irlýsingar í þeim efnum. Ekki þarf lengi að tala við unga foreldra með ung börn, þar sem báðir foreldrar vinna úti, til þess að komast að raun um, að þetta ætlunarverk Reykjavíkurlistans hefur gersamlega mistekizt og reyndar ljóst að Reykjavíkurlistinn hefur af þeim sökum misst þá tiltrú, sem forystumenn hans nutu á sínum tíma í þessum þjóðfélagshópum. Það er eitt af því, sem erfiðast er að skilja við stjórnarand- stöðu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur hversu lítil áherzla hefur verið lögð á þetta mál. Það er misskilningur, að dagmæður leysi þann vandi, sem við blasir á þessu sviði. For- eldrar eru tregir til að setja börn sín til dag- mæðra og það er skiljanlegt, þegar borin er saman sú gjörólíka aðstaða að sinna barna- gæzlu í heimahúsi eða starfi, sem líkist æ meira skólastarfi í leikskólum. Afkoma fjölskyldna nú á tímum byggist á tveimur fyrirvinnum. Þess vegna er það ekkert gamanmál fyrir foreldra að það ófremdar- ástand ríki í dagvistarmálum, að það sé ekki jafnsjálfsagt mál, að barn geti komizt í leikskóla eins og að það geti hafið nám í grunnskóla. Þetta á ekki bara við um Reykjavík heldur um alltof mörg sveitarfélög. Það er tímabært að kveða upp úr með það, að foreldrar eigi rétt á að ganga að öruggu plássi á leikskóla fyrir börn og leysa þennan vanda í eitt skipti fyrir öll. Sú var tíðin, að það var talið óhugsandi að allar götur í Reykjavík yrðu malbikaðar. Ungur borgar- stjóri í Reykjavík, Geir Hallgrímsson, leysti þann vanda á örfáum árum. Sú var tíðin að það voru talin forréttindi í Reykjavík að búa við hitaveitu. Sami borgarstjóri leiddi hitaveitu í öll hús í höfuðborginni á nokkrum árum. Reykjavíkurlistanum hefur mistekizt á átta árum að leysa dagvistarvandann. Reykvískir kjósendur hljóta að gera kröfu til þess að þeir sem bjóða fram til borgarstjórnar leggi fram trúverðuga og sannfærandi áætlun um lausn dagvistarvandans í höfuðborginni á næstu fjórum árum. Það verða ekki bara ungir foreldrar, sem munu veita því athygli, hvernig fjallað verður um þennan málaflokk heldur líka afar og ömmur, því að þessi vandi snertir þann þjóðfélagshóp svo sannarlega líka. Óvissa í Sjálf- stæðisflokki Mesti veikleiki sjálf- stæðismanna í borg- arstjórn Reykjavíkur í aðdraganda borgar- stjórnarkosninganna er sú óvissa, sem ríkir um forystu listans. Það er misskilningur að fyrr á tíð hafi alltaf ríkt eining um nýja forystumenn Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavík- ur. Þegar Gunnar Thoroddsen tók við ráðherra- embætti í Viðreisnarstjórninni 1959 gekk hann þannig frá málum til bráðabirgða, að settir voru tveir borgarstjórar, Geir Hallgrímsson og Auð- ur Auðuns. Það er ljóst að eitt af markmiðum Gunnars með því hefur verið að eiga auðveldari endurkomu í stól borgarstjóra, ef stjórnarsam- starfið gengi ekki nógu vel. Geir Hallgrímsson féllst á þetta fyrirkomulag með því skilyrði að það stæði einungis í eitt ár. Þegar Birgir Ísl. Gunnarsson tók við embætti borgarstjóra af Geir Hallgrímssyni voru sterk öfl innan borgarstjórnarflokksins, sem töldu, að Ólafur B. Thors hefði átt að taka við því hlut- verki. Ástæðulaust er að rekja sögu seinni ára í þessum efnum. Hún er öllum kunn en þetta er rifjað upp til þess að minna á, að það er ekki bara á seinni árum, sem álitamál hafa komið upp innan Sjálfstæðisflokksins um forystu í borgarstjórn. Það er hins vegar kominn tími til að sjálf- stæðismenn höggvi á þennan hnút. Stjórn full- trúaráðs sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur enn ekki gert upp hug sinn um það hvort efnt verði til almenns, opins prófkjörs, svokallaðs leiðtogaprófkjörs eða hvort stillt verði upp lista innan flokksins án prófkjörs. Það er ekki hægt að draga þessa ákvörðun öllu lengur. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn, er að því leyti í veikri stöðu, að hún hefur ekki verið útnefnd í þetta hlutverk í almennu prófkjöri heldur var hún kjörin til þessa verkefnis af borgarstjórnar- flokknum eftir síðustu kosningar. Þá hafði Árni Sigfússon, fyrrverandi borgarstjóri, ákveðið að draga sig í hlé eftir að hafa mistekizt tvisvar sinnum að leiða Sjálfstæðisflokkinn til sigurs í borgarstjórnarkosningum. Ef ákvörðun verður tekin um einhvers konar prófkjör á vegum Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík er auðvitað ljóst, að það skiptir máli fyrir núverandi oddvita, hvers konar kosningu hún fengi í prófkjöri. Ef niðurstaða prófkjörs yrði sú, að mjög skiptar skoðanir væru um hver skipa ætti efsta sæti framboðslista Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík er ljóst að vígstaða flokksins í borgarstjórnarkosningum yrði veik- ari en ella. Þó má segja, að ekki væri sama hver í hlut ætti. Þar sem Inga Jóna Þórðardóttir hef- ur leitt borgarstjórnarflokkinn meginhluta kjörtímabilsins mundi prófkjör að einhverju leyti verða kosning um það hvernig stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík meta störf hennar. Hún yrði raunverulega að gera kröfu til mun betri útkomu úr prófkjöri en aðrir þeir, sem hugsanlega kynnu að sækjast eftir fyrsta sæti á lista sjálfstæðismanna í höfuð- borginni. Innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru býsna sterkar raddir um, að ekki eigi að efna til prófkjörs heldur stilla upp sterkasta lista, sem völ væri á innan flokksins. Sjónarmið þeirra, sem halda slíkum skoðunum fram, er að það sé einfaldlega óviðunandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að tapa kosningum til borgarstjórnar þriðja kjörtímabilið í röð. Þess vegna eigi að leggja HARMLEIKUR REYKJALUNDUR Í fyrradag var tekið í notkun nýttþjálfunarhús á Reykjalundi, semtalið er ein stærsta og fullkomn- asta endurhæfingarstöð á Norður- löndum. Hús þetta hefur verið byggt á einu og hálfu ári og hafa margir lagt hönd á plóginn. Happdrætti SÍBS hefur lagt sitt af mörkum, verulegir peningar söfnuðust á árinu 1998 og ýmsir aðilar og einstaklingar hafa gefið fé til framkvæmdanna. Í ávarpi, sem Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, flutti af þessu tilefni sagði hann m.a.: „Sú glæsilega aðstaða, sem hér hefur verið byggð upp með miklum stór- hug, er í einu orði sagt bylting miðað við þá aðstöðu, sem einu sinni þótti prýðileg en var barn síns tíma. Þess- ari byltingu má líkja við þær breyt- ingar, sem við höfum svo oft orðið vitni að á sjúklingum frá því að þeir koma hingað til endurhæfingar og þar til þeir halda út í lífið á nýjan leik.“ Í máli Björns Ástmundssonar, for- stjóra Reykjalundar, kom fram, að á síðasta ári voru um 1.400 einstakling- ar innritaðir á Reykjalund og rúm- lega 1.000 á göngudeild. Fyrir aldar- fjórðungi dvöldu á Reykjalundi um 650 sjúklingar í 156 sjúkrarúmum en tveimur áratugum seinna hafði sú tala tvöfaldast þrátt fyrir sama rúma- fjölda og nánast sama starfsmanna- hald. Reykjalundur á sér merkilega sögu en þessi staður lifir ekki á fornri frægð. Það er ekkert ofmælt, sem fram kom í ávarpi heilbrigðisráð- herra. Endurhæfing á Reykjalundi skilar ótrúlegum árangri fyrir þá, sem þangað leita. Þar fer fram starf- semi, sem við Íslendingar getum ver- ið stoltir af. Á næstu árum þarf að leggja stór- vaxandi áherzlu á tvennt í heilbrigð- isþjónustu, annars vegar forvarnir og hins vegar endurhæfingu. Við Íslend- ingar stöndum okkur áreiðanlega vel í endurhæfingu í samanburði við aðr- ar þjóðir. Endurhæfing skiptir gífur- legu máli. Hún stuðlar að því að fólk geti á ný tekið fullan þátt í þjóðlífinu. Við eigum eftir mikið óunnið starf á vettvangi forvarna en athyglin bein- ist nú í vaxandi mæli að því sviði. Þar er sennilega tímabært að endur- skipuleggja og beina í nýjan fraveg þeirri starfsemi sem fyrir er og bæta við hana. Það er ástæða til að óska forráða- mönnum Reykjalundar, starfsfólki og þeim sem þangað leita til ham- ingju með merkilegan áfanga í starfi sögufrægrar stofnunar. Slysið á Þingeyri er átakanlegra enorð fá lýst. Þar fórust ung hjón og kornungt barn þeirra í eldsvoða eftir að faðirinn hafði með hetjuskap bjargað eldri syni þeirra og gert til- raun til að bjarga konu sinni og yngra barni. Engin orð fá lýst þessum harmleik. Engin orð fá lýst tilfinningum fólks á Íslandi við atburði sem þessa. Þá geta tæpast aðrir skilið en þeir, sem þeim kynnast af eigin raun á einn eða ann- an veg. Þessi atburður mun marka byggðarlagið um langa framtíð. Til aðstandenda þeirra sem fórust streyma hlýjar kveðjur. Það á ekki sízt við um litla drenginn, sem eftir lifir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.