Morgunblaðið - 06.01.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.01.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ AÐ MÁ með réttu halda því fram að fátt sé nýtt undir sólinni, en sem betur fer er það þó svo að hlutir, fyrirbrigði og hrær- ingar sem koma upp á yfirborðið á nýjan leik gera það yf- irleitt í nýju og afhjúpandi sam- hengi. Í samtímalistum er stöðugt látið reyna á ystu mörk tjáning- arinnar; nýrra leiða er leitað til að vekja umhverfið upp af drunga fyr- irfram ákveðinna hugmynda sem hættar eru að vekja með áhorf- endum tilfinningu fyrir ferskleika og nýjum áhrifum. Af þessum sökum er ákveðin sjálfsrýni mikilvægur þáttur í listsköpun, þar sem hún auð- veldar lista- mönnum að skil- greina hlutverk sitt og markmið (ef þau eru til staðar) sem og stöðu þeirra í listheiminum sjálfum. Meðal þeirra hræringa sem komið hafa upp á undanförnum árum er viðleitni listamanna til að útmá sitt eigið einstaklingseðli – eða kannski öllu heldur persónuleg einkenni sín sem listamanna – í list sinni og sam- skiptum við umheiminn. Þessi við- leitni getur þjónað markmiðum af margvíslegum toga og birst í ýmsum myndum. Stundum kjósa listamenn t.d. að vera hluti af stærri heild eða hópi þar sem listsköpunin er stund- uð í samvinnu, eða þá að þeir búa sér til ákveðnar persónur til að skýla sér á bak við, við sum verkefni. Saga eins þeirra listhópa semhvað mestrar athygli hefurnotið um langa hríð lýsir velþeim aðstæðum og þeirri hugmyndafræði sem liggur að baki slíkri sköpun, en þessi hópur, sem kallar sig „Guerilla Girls“, kom fyrst fram á sjónarsviðið um miðjan ní- unda áratuginn í kjölfar þess að Samtímalistasafnið í New York (MOMA) opnaði alþjóðlega yfirlits- sýningu á málverkum og högg- myndum sem átti að sýna merkustu verk samtímalistamanna í hinum al- þjóðlega listheimi. Af 169 listamönn- um voru einungis 13 konur og allir listamennirnir voru hvítir, ýmist frá Evrópu eða Bandaríkjunum. Þessi einsleitni á sýningunni olli tölu- verðumusla með hefðbundnum mót- mælum fyrir framan listasafnið, en heimurinn daufheyrðist samt sem áður að mestu við óánægjurödd- unum. Nokkrar listakonur (sem eng- inn veit enn nokkur deili á) tóku sig því saman um að finna áhrifaríkari leiðir til að ná athygli listheimsins og hins almenna borgara sömuleiðis. Þar sem slíkt andóf ógnaði aug- ljóslega persónulegri stöðu þessara kvenna sem listamanna, tóku þær ákvörðun um að verja sig með nafn- leynd. Þær koma ætíð fram með gór- illugrímur sem býður upp á athygl- isverða tvíræðni (górilla/guerilla, sem þýðir skæruliði, þótt þær stundi einungis skæruhernað í listrænum skilningi) auk þess sem gór- illuandlitið er í skemmtilegri and- stöðu við kvenlíkama þeirra og oft á tíðum ögrandi kvenlegan klæðnað. Stelpu-heitið (Girls) vísar beint til þess ráðandi afls sem iðulega talar niður til kvenna með því að kalla þær „stelpur“ (eins og þær séu enn börn), „elskur“ eða eitthvað þaðan af verra. Með því að kalla sig sjálfar stelpur, taldi hópurinn sig geta beitt eins- konar viðsnúningi þessarar karla- hefðar til þess að endurheimta orðið á þann máta að neikvæð merking þess hyrfi. „Guerilla Girls“ hafa kallað sig „samvisku listheimsins“ og notað ýmsar aðferðir til þess að koma skilaboðum sínum á framfæri svo sem veggspjöld, strætóauglýsingar, opnur í tímaritum og áróð- ursherferðir af ýmsu tagi, sem allar fela í sér mikla kímnigáfu, því þeim var í mun að hrista af sér það leið- inlega orðspor að femínistar geti ekki haft húmor fyrir sjálfum sér og umhverfinu og pólitísk orðræða sé yfir húmor hafin. Frægt veggspjald sem þær gerðu er gott dæmi um þá kvenpólitísku afhjúpun sem þær beita, en það sýnir málverk af nak- inni konu, sem hallar sér aftur á legubekk með górillugrímu yfir and- litinu. Textinn á veggspjaldinu segir: „Þurfa konur að vera naktar til þess að komast inn á Borgarlistasafnið? Aðeins fimm prósent listamannanna sem eiga verk í nútímadeild safnsins eru konur, en 85 prósent nekt- armyndanna eru af konum.“ Allt frá upphafi hafa „Guer-illa Girls“ fengið ákaflegasterk viðbrögð við verkumsínum, en á þeim tíma sem þær komu fram, uppatímabilinu, var eins og allir vildu umfram allt verða frægir og fáir þorðu að hætta á að vera álitnir gamaldags nöldurseggir, eins og umbótasinnum áttunda ára- tugarins var gjarnan legið á hálsi fyrir að vera. Konur lýstu nær und- antekningarlaust ánægju sinni yfir framtakinu en flestir aðrir voru hneykslaðir, reiðir eða í besta falli fullir efasemda. Núorðið njóta „Gu- erilla Girls“ þó víðtæks stuðnings fólks af báðum kynjum og öllum kynþáttum í listheiminum og sá orð- rómur er þrálátur að ýmsar frægar bandarískar listakonur eigi þar hlut að máli og hafi þannig tekist að lifa tvöföldu listalífi um langt skeið. Sú tvöfeldni sem felst í ímynd-armótun listafls er ekkibyggist á sambandi viðlistamanninn sem ein- stakling og persónu er ákaflega at- hyglisvert fyrirbrigði, sem margir virðast hafa áhuga á að kanna í list- um samtímans. Gildir þá einu hvort myndaður er hópur, nafnleynd beitt eða búin til ímynduð persóna. Hér á landi eigum við ágæt dæmi frá síðustu árum um vel heppnaða listhópa, því bæði Gus Gus og Gjörn- ingaklúbburinn hafa vakið mikla at- hygli hér heima og erlendis. Gus Gus var í rauninni hálfgerður fjöl- listahópur þar sem ólíkir listamenn af ýmsum sviðum sameinuðu krafta sína í sjónrænni og hljómrænni upp- lifun er markaði nokkur tímamót. Þar voru m.a. að verki kvikmynda- gerðarmenn, plötusnúðar, söngvarar og hljóðfæraleikarar, sem komu að sköpuninni með ýmsum hætti en voru t.d. ekki endilega allir í sviðs- ljósinu í einu. Allir áttu þó sinn þátt í miðlun þeirrar athyglisverðu heildar sem Gus Gus stóð fyrir og vakti svo sterk viðbrögð með áhorfendum. Gjörningaklúbburinn er hópur kvenna sem sinna listsköpun sinni í sameiningu þannig að ekki verður greint hver á hvaða þátt í henni. Þær hafa undirstrikað listrænan sam- runa sinn í þessu starfi með því að sérhanna útlit klúbbsins. Þannig eru þær t.d. alltaf eins klæddar – eða mjög keimlíkar – á opnunum og vel heppnuð ímyndarhönnun þeirra í blöðum og tímaritum hefur vakið at- hygli. Ljóst er að hópstarf af þessu tagi gefur listamönnum færi á að víkka út tjáningarmáta sinn, því í hópstarf- inu er hægt að kanna nýjar leiðir til sköpunar sem eru óháðar ein- staklingshugtakinu, en jafnframt geta listamennirnir haldið áfram að sinna sinni persónulegu list sam- kvæmt allt öðrum og aðskildum for- sendum. Önnur hlið á sambærilegri þróun birtist í því þegar listamenn búa til ákveðinn persónuleika í listsköpun sinni sem þjónar áþekku hlutverki og hópeflið gagnvart áhorfandanum. Þessi tilbúni karakter verður þá einskonar milliliður á milli lista- mannsins og áhorfandans og getur á sama hátt og hópur, víkkað út mögu- leika listamannsins til sköpunar, eða veitt honum nauðsynlegt svigrúm til að framkvæma skapandi hluti án þess að það ferli sé mótað af eða end- urspegli hans raunverulega per- sónuleika. Þessar tilraunir til að skilja á milli sjálfs listamannsins og listar hans eiga að miklu leyti rætur sínar að rekja til hugmyndafræði sem lítur gagnrýnum augum á þá dýrkun á listamanninum sem flestir þekkja úr hefðinni, líta má á þessar tilhneigingar sem tilraun til að velta listamanninum af þeim stalli sem hann er oft settur á –án þess jafnvel að sækjast eftir því. Margir hafa túlkað þá ólíku per- sónuleika sem tónlistarmaðurinn Eminem sýnir í tónlist sinni á þenn- an máta. Hann skýlir sér á bak við ólíka, skáldaða persónuleika, sem veita honum svigrúm til að segja ým- islegt án þess að nauðsynlegt sé að túlka það sem beina endurspeglun á viðhorfum hans sjálfs. Íslenski myndlistarmaðurinn Eg- ill Sæbjörnsson er gott dæmi um listamann sem hefur komið sér upp skálduðum persónuleika í listrænum tilgangi. Egill vinnur bæði á sviði myndlistar og tónlistar, en sem tón- listamaður kemur hann iðulega fram í einskonar gervi, jafnvel með hár- kollu sem orðið hefur að einskonar tákni „popparans“ Egils (minnir á klippingu David Cassidy ef einhver man enn eftir honum). Stundum hef- ur sést til Egils á förnum vegi með hárkolluna, svo það hlutverk sem hann leikur með hana er þá um leið orðið þáttur í hans daglega lífi. Skör- unin á milli ólíkra þátta í skapandi starfi hans er því mjög mikil og vel til þess fallin að afmá skilin á milli hans eigin persónuleika sem lista- manns og þeirra hlutverka sem hann leikur í opinberu lífi í list sinni. Félagslegar tilraunir afþessum toga eru í sjálfusér ekki nýjar í listum, Joseph Beuys var t.d. öfl- ugur talsmaður þess að færa list- sköpunina nær öllum almenningi, helst þannig að allir væru þátttak- endur í skapandi ferli. Hann trúði því að ef hægt væri að leysa skap- andi kraft allra einstaklinga úr læð- ingi, myndi það vinna gegn hvers konar kúgun og skila sér í betra samfélagi. Í því ljósi eru tilraunir á borð við þær sem hér hafa verið reif- aðar afar athyglisverðar. Hópar á borð við „Guerilla Girls“ þjóna þeim tilgangi að færa listina út úr „há- menningarlegu“ umhverfi hinna út- völdu út á sjálf torgin, í takti við þá hugsun að gatan sé allra eign. Í því felst tilraun til aukins jafnræðis, enda torgið undirstaða lýðræð- islegrar hugsunar þar sem allir hafa tækifæri til að segja hug sinn. Ein- kennisbúningarnir og grímurnar tryggja einingu hópsins út á við auk þess að vinna gegn þeirri einangrun sem listamaður býr við þegar hann sem einstaklingur er hafinn upp úr mannfjöldanum og settur á stall. Til- búnir persónuleikar þjóna áþekkum tilgangi gagnvart áhorfandanum; hvetja hann til umhugsunar um af- stöðu sína til listarinnar og þess sem hún stendur fyrir. Það segir sig sjálft að ekki er öll list sköpuð til þess að hafa félagslega þýðingu, en að lokum er þó öll list sem lifir af þáttur í félagslegu og menningarlegu umhverfi alls al- mennings. Gagnrýnin umræða lista- manna um hlutverk sitt og listferlið sjálft í okkar samtíma er því þess virði að veita henni eftirtekt, ekki síst með tilliti til þess að hún er áhugaverð rannsókn á mætti list- rænnar sköpunar í samspili við mót- andi áhrif okkar hinna, sem erum þó einungis áhorfendur. Tvöfalt líf listamannsins AF LISTUM Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur fbi@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Gjörningaklúbburinn Morgunblaðið/Einar Falur Gus Gus Morgunblaðið/Golli Egill Sæbjörnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.