Morgunblaðið - 06.01.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.01.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ KERAMIK- OG LEIRLISTAFÓLK! Listasmiðjan Keramikhús, Skeifunni 3a, sími 588 2108 Tilbúnir hlutir á broslegu verði Fyrstir koma — fyrstir fá! Mánudaginn 7. janúar hefst verðhrun á glerjungum Útsala á jólakeramiki Í ÓPERUHÚSINU í Köln í Þýska- landi stendur nú yfir sýning á óp- erunni Valkyrjunni eftir Richard Wagner. Tveir íslenskir óperusöngv- arar taka þátt í sýningunni. Kristinn Sigmundsson bassi er þar í hlutverki Hundings, en Magnea Tómasdóttir í hlutverki Geirhildar, fyrstu val- kyrju. Valkyrjan er ein fjögurra ópera Niflungahringsins, en hinar eru Rínargullið, Sigurður Fáfnis- bani og Ragnarök. Niflungahringur- inn er byggður á þýska Niflunga- ljóðinu og íslenskum fornsögum og persónurnar þekktar úr norrænni goðafræði og sögnum. Niflungar reyna að ná til sín stolnum hring þeirra, Rínargullinu, en bölvun hef- ur verið lögð á hvern þann sem hringinn ber. Sögupersónur í Val- kyrjunni eru Hundingur og Signý kona hans, Sigmundur bróðir henn- ar, Óðinn, Frigg, valkyrjan Bryn- hildur og skörulegur flokkur, val- kyrjuflokkur með Geirhildi í fararbroddi. Uppfærslan í Kölnaróperunni er í höndum kanadíska leikstjórans Pat- ricks Carsens en hljómsveitarstjóri er Jeffrey Tate. Sviðsetning Carsens á óperunni í stríðshrjáðum nútíma hefur vakið mikla athygli, og blöð ytra hafa keppst við að lofa hana. Ruddalegur valdníðingur Marianne Zelger-Vogt gagnrýn- andi Neue Zürcher Zeitung lofar sérstaklega Kristin Sigmundsson í hlutverki Hundings, en í uppfærsl- unni er Hundingur eins konar stríðs- herra eða jafnvel hryðjuverkamað- ur. Hann situr í greni sínu eða tjaldbúðum innan um vopnabirgðir og drasl, íklæddur hermannagalla. Hún segir að Kristinn hafi verið afar sannfærandi og rödd hans og æði hafi dregið fram ruddalegan vald- níðing sem þó er getulaus gagnvart aðstæðum sínum. Í frábærri túlkun Kristins hafi fyrsti þáttur óperunnar strax verið einn af hápunktum henn- ar. Valkyrjurnar fá einnig afbragðs- dóma, en ólíkt þeim dæmigerðu, með hjálm og horn, eru valkyrjur Car- sens íklæddar léttum rósóttum sum- arkjólum. Gerhard Bauer gagnrýnandi Kölner Stadt-Anzeiger fer ekki síður lofsamlegum orðum um sýninguna og segir listræn gæði hennar mikil. Hann lofar alla söngvarana fyrir frá- bæran söng og valkyrjurnar með Magneu Tómasdóttur fremsta í flokki. Hann segir þær hafa verið hverja annarri betri, en lofar einnig í hástert alla þá sem að sýningunni stóðu. Tvö atriði þótti honum þó vert að nefna; að Alan Titus í hlutverki Óðins hefði mátt vera ögn hljóðari og yfirvegaðri og að rödd Kristins á dýpsta raddsviði hans hefði verið næstum of falleg fyrir Hunding. Magnea Tómasdóttir sagði í sam- tali við Morgunblaðið að sýningin væri mikið umtöluð og hefði alls staðar fengið mjög góða dóma, enda væri uppfærslan alveg frábær. Óp- erugestir hefðu tekið henni vel og þótt hún mjög sannfærandi. Mjög góður söngvarahópur „Þegar við valkyrjurnar komum inn, liggja fimmtíu dauðir menn í valnum á snævi þaktri jörð, og blóð út um allt. Valkyrjurnar eiga hins vegar að vera vanar svona aðstæð- um, og fyrir okkur er þetta ekkert mál. Það er ítrekað með því að hafa okkur bæði vopnlausar og í blóma- kjólum. Signý, kona Hundings, er hins vegar eins og hann, klædd eins og terroristi; og Óðinn er eins og vel klæddur valdsmaður í teinóttum vel pressuðum jakkafötum og Frigg í Dior dragt. Það besta við sýninguna er þó að þetta er rosalega góður söngvarahópur. Ég held að þetta verði ekkert betur gert á Metropolit- an.“ Magnea segist lítið hafa hitt Krist- in Sigmundsson, því hann sé alltaf „dauður“ þegar hún komi til skjal- anna. „Það er þó mjög heimilislegt og gott að vita af honum þarna.“ Magnea segist mjög ánægð með að hafa fengið að syngja „einn lítinn“ Wagner til að undirbúa sig fyrir hlutverk Sentu í uppfærslu Listahá- tíðar á Hollendingnum fljúgandi í vor. Hjörtur Torfason fyrrverandi hæstaréttardómari lagði lykkju á leið sína heim frá Ítalíu til að geta verið viðstaddur frumsýningu Val- kyrjunnar í Köln 16. desember. „Ég kom til Kölnar rétt áður en frumsýn- ingin hófst, og var ekkert áttaður á því hvernig uppfærsla þetta væri. Kristinn Sigmundsson var þó búinn að segja mér að hún væri mjög nú- tímaleg. Ég hafði mjög gaman af þessu og fannst uppfærslan ákaflega sannfærandi. Þetta gerist í nútíman- um – gæti þess vegna verið Bosnía þótt ég viti það ekki. Fyrsti þáttur- inn gerist hvort eð er á ófriðarsvæði í óperunni, og kannski var það ekki erfitt að laga það til, en mér fannst þeim takast vel til með það. Heimili Hundings var eins og skæruliðabæli með pallettum og vopnakössum út um allt – mjög skemmtilegt og sann- færandi. Upphaf annars þáttar var heldur ekki sviðsett uppí klettum einhvers staðar eins og venjan er, heldur á stofugólfinu heima hjá Óðni í Valhöll. Það tók mig svolítinn tíma að átta mig á þessu. En þar voru her- menn og verðir hlaupandi um, þann- ig að maður sá að þetta var valds- mannsbústaður. Það var líka frábær hugmynd að hafa allt þar inni í tvö- faldri stærð, sófa og annað. Maður fann heldur ekki þennan hefðbundna uppreisnaranda Brynhildar – venju- lega stormar hún inn á sviðið með hjálm, skjöld og sverð, ríðandi á Grana, en þarna lá hún bara uppí sófa að lesa tímarit. Það var líka gaman að sjá valkyrjurnar berfætt- ar í sumarkjólum í snjónum – mér brá þó nokkuð við það, eins og við innkomu Brynhildar. Þetta verkaði þó allt vel á mig, þóttt mitt viðhorf til ópera Wagners hafi alltaf mótast af fornsögunum okkar. Maður ætti kannski þess vegna að vera á móti þessu, en þetta var bara alveg frá- bært. Það var líka stórkostlegt að sjá tvo Íslendinga á sviðinu. Ég hef nú svolítið setið um Kristin áður, en það var enn magnaðra að hafa Magneu þarna líka. Valkyrjurnar voru ákaf- lega samstilltar og fínar og hver annarri betri. Þetta voru allt mjög góðir söngvarar, tenorinn sem söng Sigmund, Christopher Ventris, var sérstaklega góður og passaði ná- kvæmlega í hlutverkið og Óðinn, sunginn af Alan Titus, var sömuleið- is fínn. Sú sem söng Frigg, Doris Soffel, var alveg frábær. Hún hefur geysilega fína rödd og er góð söng- kona. Maður fann það svo strax í lok- in að óperunni var vel tekið. Það var reyndar einn maður uppi á svölum sem púaði, en salurinn hló að honum og klappaði enn meira en áður.“ Magnea og Kristinn eru ekki einu íslensku söngvararnir sem verma svið Kölnaróperunnar í vetur. Gunn- ar Guðbjörnsson syngur í Don Giov- anni eftir Mozart, Kolbeinn Ketils- son tenor syngur í þremur óperum og Tómas Tómasson bassi í fimm óp- erum. Næstu sýningar á Valkyrj- unni í Köln verða 8. og 12. janúar, en ekki er búið að tilkynna dagsetning- ar á sýningum eftir það. Kristinn Sigmundsson og Magnea Tómasdóttir syngja í Valkyrjunni í óperunni í Köln Í búðum hryðjuverkamanna Kristinn Sigmundsson í hlutverki Hundings á miðri mynd. Með honum eru Sigmundur og Signý kona hans. Ljósmynd/Klaus Lefebvre Valkyrjurnar. Magnea Tómasdóttir er fjórða frá vinstri. LEIKFÉLAG Reykjavíkur brá á leik fyrir sýningu á Beðið eftir God- ot á föstudagskvöldið. Þá afhenti Árni Tryggvason Godot-bikarinn í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn og sagði Sigrún Valbergsdóttir, kynn- ingarstjóri Borgarleikhússins, að þeim hefði dottið þetta í hug þar sem Beðið eftir Godot hefur aldrei verið sýnt oftar en 10 sinnum í þeim fjórum uppfærslum sem verið hafa á leikritinu hér á Íslandi. „Sýningar LR árið 1960 voru sjö, hjá Leikfélagi Akureyrar 1980 voru þær samtals 9 (á Akureyri og á Listahátíð í Reykjavík), Stúdenta- leikhúsið sýndi 10 sinnum 1990 og Leikfélag Selfoss var með 9 sýn- ingar 1994/95. Hér á Nýja sviði Borgarleikhúss- ins er búið að sýna 11 sinnum og okkur þótti rétt að fagna þessum tímamótum við upphaf 12. sýning- arinnar með því að Árni Tryggva- son, sem lék annan flakkarann á móti Brynjólfi Jóhannessyni í sýn- ingu LR 1960 og síðan aftur á Ak- ureyri 20 árum síðar, afhenti leik- endum sýningarinnar Godot-bikarinn.“ Að sögn Sigrúnar á Godot- bikarinn að verða farandbikar og gengur þá væntanlega til þeirrar sýningar á verkinu sem nær að brjóta tíu sýninga múrinn næst. Godot-bikarinn afhentur í fyrsta sinn við athöfn Morgunblaðið/Sverrir Björn Ingi Hilmarsson, Halldór Gylfason, Hilmir Snær Guðnason, Bene- dikt Erlingsson og Arnmundur Ernst Björnsson taka við Godot-bik- arnum af Árna Tryggvasyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.