Morgunblaðið - 06.01.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.01.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs- ingablað f́rá Múlakaffi. Blaðinu verð- ur dreift um allt land. Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs- ingablað f́rá Hreyfingu. Blaðinu verð- ur dreift um höfuðborgarsvæðið. LÖGREGLAN í Reykjavík bjargaði í fyrrinótt manni sem hafði kastað sér í sjóinn af Miðbakka Reykjavík- urhafnar. Að sögn lögreglu er maðurinn tal- inn hafa verið ölvaður en hann mun hafa skilið jakka sinn, úr og GSM- síma eftir á bryggjunni áður en hann stökk í sjóinn. Lögreglan náði hon- um stuttu síðar upp í lítinn björg- unarbát og flutti hann kaldan á slysadeild til aðhlynningar. Fimm ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur í höfuðborginni og 15 voru stöðvaðir fyrir hraðakstur. Að öðru leyti var næturvaktin fremur róleg. Kastaði sér í sjóinn við Miðbakka ÞRÍR ungir karlmenn veittust að Bandaríkjamanni, liðsmanni varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli, á átt- unda tímanum í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Keflavík var maðurinn einn á gangi í Keflavík þegar mennirnir réðust að honum og veittu honum áverka í andliti. Hann kom sér sjálf- ur inn á varnarliðssvæðið og hafði þar samband við lögreglu. Veittust að varnarliðs- manni ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta endurræsingu annarrar vélar Vatnsfellsvirkjunar fram í febrúar en vélin skemmdist í lok nóvember þegar bilun varð í stýrikerfi henn- ar. Hin vélin í virkjuninni var gangsett fyrir jól. Eldur kom upp í fyrri vélinni þegar hún var reynslukeyrð en bil- un í stýrikerfi olli því að bremsur voru á þegar hún var gangsett. Var gert ráð fyrir að þegar færi fram bráðabirgðaviðgerð en nú hafa sérfræðingar frá framleiðand- anum, sem er General Electric í Brasilíu, ákveðið að gera fullnað- arviðgerð á vélinni áður en hún verður gangsett á ný. Viðgerðinni á að vera lokið í febrúar. Vatnsbúskapur góður Að sögn Þorsteins Hilmarsson- ar, upplýsingafulltrúa Landsvirkj- unar, bera framleiðendur fulla ábyrgð á því tjóni sem varð á vél- inni við atvikið enda voru þeir ekki búnir að skila henni af sér end- anlega. Tjón vegna framleiðslutaps er óverulegt. Seinni vélin var gangsett fyrir jól eins og áætlað var og hagstæð tíð að undanförnu gerir það að verkum að vatnsbú- skapur er mjög góður um þessar mundir. Því er ekki útlit fyrir að fyrirtækið nái ekki að anna raf- magnsframleiðslu sem skyldi. Beðið verður eftir að fullnaðarviðgerð ljúki Endurræsing annarrar vélar Vatnsfellsvirkjunar frestast ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ SLÖKKVILIÐ var kallað að heimili í Njarðvíkum skömmu fyrir hádegi í gær en kviknað hafði í út frá tölvu- búnaði. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins en nokkrar reyk- skemmdir urðu í íbúðinni, sam- kvæmt upplýsingum lögreglu. Strætisvagn rann út af Álftanes- vegi við Garðahraun í mikilli hálku í gærmorgun. Ökumaður var einn í vagninum og sakaði hann ekki. Fljúgandi hálka var á götum á höfuð- borgarsvæðinu í gærmorgun, skv. upplýsingum lögreglu. Kviknaði í út frá tölvu- búnaði HREIN kaup á erlendum verðbréf- um á fyrstu ellefu mánuðum nýliðins árs voru aðeins um 5,4 milljarðar kr. en voru 41,3 milljarðar á sama tíma- bili á árinu 2000. Samkvæmt gögnum tölfræðisviðs Seðlabankans hafa viðskipti með er- lend verðbréf ekki verið minni allt frá árinu 1996, að því er fram kemur í frétt á vefsíðu Landssamtaka lífeyris- sjóða. Til samanburðar voru hrein kaup á erlendum verðbréfum 25,7 milljarðar á fyrstu 11 mánuðum árs- ins 1999, 18,1 milljarður á sama tíma- bili 1998, 14 milljarðar 1997 og 2,2 milljarðar árið 1996. Verðbréfaviðskiptin neikvæð fjórum sinnum í fyrra Sala erlendra verðbréfa umfram kaup nam 219 milljónum kr. í nóvem- ber sl. Voru mánaðarleg viðskipti með erlend verðbréf neikvæð alls fjórum sinnum í fyrra en til samanburðar voru viðskipti með erlend verðbréf á öllu tímabilinu frá nóvember 1996 til nóvember 2000 einungis neikvæð einu sinni, í nóvembermánuði 1996. Viðskipti með erlend verðbréf ekki minni frá 1996 ÞAÐ getur verið gott að tylla sér niður á kaffihúsi og fá sér eitthvað gott í gogginn og heitt að drekka, ekki síst þegar úti er blautt og hrá- slagalegt. Á meðan má virða fyrir sér mannlífið úti fyrir, eins og þessi hópur gerði í miðbænum á föstudag. Morgunblaðið/Ásdís Mannlíf í mið- bænum SKÁKSAMBAND Íslands vinn- ur nú að því að fá afrifur af skák- skriftarblöðunun sem þeir Bobby Fischer og Boris Spassky skráðu leiki sína á þegar þeir háðu „ein- vígi aldarinnar“ í Reykjavík fyrir 30 árum. Samkvæmt skákreglum er keppendum gert að skrifa alla leiki í skákinni niður á þar til gerð skákskriftarblöð. Skákskriftarblöðin í einvígi aldarinnar voru í tvíriti og héldu þeir Fischer og Spassky eftir frumritunum. Lothar Schmid, sem var aðaldómari í einvíginu, hélt eftir afrifunum og fór síðar með þau úr landi til þess að af- henda Alþjóðaskáksambandinu (FIDE). Í ljós hefur komið að Schmid hefur afrifurnar enn í sinni vörslu en hann er sjálfur stórmeistari í skák og þekktur safnari. Skáksamband Íslands minnist á þessu ári einvígis aldarinnar á margvíslegan hátt. Af því tilefni var nýlega óskað eftir því við Schmid að hann léti afrifurnar af hendi við Skáksambandið til að hægt væri að hafa þær á sýningu sem opnuð verður í Ráðhúsi Reykjavíkur á þriðjudag um leið og einvígi stórmeistaranna Hannesar Hlífars Stefánssonar og Nigels Shorts hefst. Á sýning- unni verða alls kyns munir og skjöl sem tengjast einvíginu en það hlaut mikla athygli jafnt hér á landi sem erlendis. Afrifurnar taldar merkilegar minjar Afrifurnar af skákskriftarblöð- unum eru eins og gefur að skilja merkilegar minjar um hið sögu- lega einvígi. Friðrik Ólafsson, stórmeistari og fyrrum forseti FIDE, telur eðlilegt að þau séu í vörslu Skáksambandsins eða eftir atvikum hjá FIDE. Einvígi aldarinnar sé merkilegur kafli í skáksögu Íslands og afrifurnar mikilvægar minjar um atburðinn. Þegar hann er spurður um hvort nýtt handritamál sé e.t.v. í upp- siglingu segir Friðrik að vissu- lega sé það mikilvægt fyrir Skáksambandið að fá blöðin í sínar hendur. Nýtt handritamál í uppsiglingu? „Auðvitað vonast ég til þess að þetta mál leysist á farsælan hátt. Skáksamband Íslands mun leggja áherslu á að fá blöðin í sínar hendur og því má á vissan hátt líta á þetta sem nýtt hand- ritamál,“ sagði hann. „Þetta er mál sem verður að leiða til lykta. Þótt það hafi atvikast þannig að blöðin hafi verið í vörslu Schmids allan þennan tíma þá breytir það engu um það að eignarrétturinn er hjá Skáksambandi Íslands.“ Skáksamband Íslands undirbýr sýningu í tilefni 30 ára afmælis „einvígis aldarinnar“ Vill fá afrifur af skákskriftarblöðum  Eitrað peð/16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.