Morgunblaðið - 06.01.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.01.2002, Blaðsíða 23
og Debussy gerði á sínum tíma. Ég sagði við vinkonu mína, sem átti myndina, að þessum manni yrði ég að kynnast. Hún bauðst til að fylgja mér á fund hans og gerði það. Upp frá því heimsótti ég Karl Kvaran oft og átti með honum dýr- mætar stundir.“ Skemmtilegt að æfa sig Eftir að Hafliði útskrifaðist úr Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1962 hélt hann til Rómar að nema hjá hinum fræga sellóleikara En- rico Mainardi. „Mainardi var fjörugur, jákvæð- ur, sérvitur, glæsilegur á velli, vel klæddur, síbrosandi, og dáður af konum. Hann var mikill vinur Furtwänglers og margra frægra tónlistarmanna, m.a. lék hann í tríói með Edwin Fischer og Kulen- kampff. Hann kannaðist líka við Jón Leifs, sem hann sagðist hafa hitt í Stokkhólmi. Mainardi fékkst einnig við að semja, og sýndi sam- tímatónlist mikinn áhuga. Það sem ég lærði af honum var að hafa ánægju af verklegu hliðinni á hljóðfæraleik, að njóta þess að vinna á tæknilegum vandamálum, og finnast það hin mesta skemmt- un að finna góðar fingrasetningar og bogastrok.“ Hafliði lét sér nægja einn vetur í Róm, enda var tónlistarlíf borg- arinnar frekar dauflegt. Ekki var heldur hátt til lofts í pólitískum umræðum, eins og eftirfarandi frá- sögn ber með sér. „Á þessum tíma voru allir ítalsk- ir menntamenn gallharðir komm- únistar. Það kom ekkert annað til greina. Ef maður leyfði sér að and- mæla þessum kenningum trúði fólk varla sínum eigin eyrum. Ég leigði íbúð ásamt Kanadamanni sem var tónskáld. Hann var eldheitur kommúnisti og las Karl Marx á hverjum degi. Hann átti sjaldan pening og sló mig oft um lán. Ég keypti m.a. öll húsgögnin sem voru í íbúðinni og sagði honum þegar ég sneri heim til Íslands að nú yrði hann að selja húsgögnin og senda mér peningana. Ég heyrði ekkert frá honum árum saman, en svo rakst ég á hann af tilviljun á tón- leikum í London, gekk á hann og spurði hvernig væri með skuldina. Hann varð dálítið vandræðalegur, en viðurkenndi svo að lokum að hann hefði gefið kommúnista- flokknum í Róm húsgögnin. Ég gat ekki annað en hlegið og boðið hon- um upp á drykk.“ Eftir Rómardvölina kom Hafliði heim á ný og tók sæti í Sinfón- íuhljómsveit Íslands. „Hljómsveitin var ekki sérlega góð á þessum árum, samt gat ég ekki annað en dáðst að mörgum sem störfuðu í hljómsveitinni, og voru í mörgum tilfellum sjálf- menntaðir, og unnu önnur störf til að geta leyft sér þann munað að leika fyrir lítið kaup í sinfóníu- hljómsveit. Án fórna þessara manna og annarra hefði hljóm- sveitin aldrei orðið það sem hún er í dag. En því miður vantar stöp- ulinn, eða öllu heldur hljómbotn- inn, það er ekkert hús til sem gef- ur hljómsveitinni tækifæri til að blómstra. Meira en fimmtíu árum frá stofnun hennar leikur hljóm- sveitin enn í kvikmyndahúsi. Þetta er hrein smán. Fínlegt lag af menningu Í þessu sambandi dettur mér í hug samfélag, sem á nóg af pen- ingum til að byggja stórhýsi fyrir tónleikahald, en veit ekki hvernig á að nýta þá. Ég var eitt sinn á ferðalagi með Menuhinhljómsveit- inni. Við lékum við opnun á nýju og karakterlausu fjölnota húsi, eins og nóg er til af í Ameríku. Hús þetta var í Palm Springs í Coloradoeyði- mörkinni í Vestur-Bandaríkjunum, þar sem margar kvikmyndastjörn- ur bjuggu, eins og t.d. Ronald Reagan, Frank Sinatra og Bob Hope. Aldrei hefur mér verið ljós- ara, hve tómlegt líf manna getur orðið, þegar takmarkið er eigin vellíðan, eigið útlit, staða manns gagnvart öðrum, eigin fjármála- staða og líkamlegt atgervi. Kon- urnar sem gengu inn í þennan sal voru flestar eins og minniháttar drottningar, með einskonar dem- antskrans í hárinu, eða þar sem slíku var hægt að koma fyrir. Allir kepptust við að vera síðastir, til að vekja á sér sem mesta athygli, þannig að tónleikarnir hófust hálf- tíma of seint. Menn drusluðust inn í einhverju áhugaleysi, og voru enn að horfa í kringum sig þegar Men- uhin gekk inn á sviðið. Sjaldan hef ég séð samkundu sem leiddist jafn mikið. Við urðum vitni að andlegri eyðimörk í eyðimörkinni. Eftir tón- leikana var boðið upp á kalt borð í formi píramíta, og var aðeins kroppað í þessa matarstrýtu, síðan öllu eflaust fleygt. Það gæti hæg- lega farið svona fyrir okkur Íslend- ingum, ef við erum ekki vakandi fyrir þeirri staðreynd, að sífellt þarf að hvetja manninn til dáða í sambandi við andleg verðmæti, sem mölur og ryð granda ekki. Það er auðvelt að blása burtu þessu fín- lega lagi af menningu sem við höf- um. Það er ekki nándar nærri eins djúpt og við höldum. Það dugar ekki að berja sér sífellt á brjóst og segja: „landið er fagurt og frítt“. Við höfum ekki skapað það, hins- vegar getum við haldið uppi menn- ingu landinu til sóma.“ Haustið 1964 hélt Hafliði aftur út í heim. Næstu árin stundaði hann nám í Royal Academy of Mu- sic í London og fékk stærstu verð- laun sem þar eru veitt sellóleik- urum árið 1966. Hann varð fljótt eftirsóttur hljóðfæraleikari í Lond- on. „Tónlistarlífið var ótrúlega blóm- legt í London á þessum árum, og hefur sennilega aldrei verið jafn líflegt og fjölbreytt og þá. Þar ægði saman öllum tegundum tónlistar, frá verstu tegund af poppsukki, upp í gaddavírskennda nútímatón- list. Stóru „spámennirnir“, eins og Stockhausen og Boulez, réðu lög- um og lofum, og herskari af eft- irhermum flæktu málin. Mildari „spámenn“, eins og Berio, Mad- erna, Nono og Lutoslawsky, lægðu aðeins öldurnar. Oft virtist eins og allt væri að fara á kaf. Mér dettur í hug flutningur þriggja hljómsveita á Gruppen eftir Stockhausen í Royal Festival Hall. Sú reynsla kramdi tónskáldið í mér eins og flugu. Ég var oft í upptökum með Ensku kammersveitinni á þessum árum, í Abbey Road-hljóðverinu, m.a. tók ég þátt í upptökum Dan- iels Barenboims á öllum píanókons- ertum Mozarts. Bítlarnir voru oft að taka upp á sama tíma annars staðar í hljóðverinu. Okkur svoköll- uðum klassískum tónlistarmönnum er oft núið því um nasir, að við séum góðir með okkur, það er talað um elítisma. En samt var það nú þannig, að margir meðlimir hljóm- sveitarinnar komu gangandi frá næstu lestarstöð eftir langt ferða- lag og báru sjálfir hljóðfæri sín í hljóðverið, og ég var einn af þeim, enda hef ég aldrei átt bíl. Oft fór Rolls-Royce framúr mér með einkabílstjóra, og inni í bílnum sat einn eða fleiri af bítlunum, hafnir yfir allt, eða svo héldu þeir. Snobb- ið og elítisminn var heldur betur þeirra megin. Vera mín í Ensku kammersveitinni var án efa merki- legasta hljómsveitartímabil sem ég átti, meðan ég var viðriðinn hljóm- sveitarleik. Þetta tímabil byrjaði óvænt með hringingu frá hljóm- sveitinni, þar sem ég var spurður hvort ég kærði mig um að koma í ferðalag til Þýskalands, og yrði Marta Argerich sólisti í þeirri ferð. Þar með hófst nokkuð reglulegt samstarf í ein sex ár. Af öllu því sem ég reyndi á þessu tímabili ber hæst sú tilfinning, að vera hafinn upp á leikplan þar sem allt gerist nær fyrirhafnarlaust, flogið er ofar fjallstindum og skýjum. Sex vikna heimsferðalag með Barenboim, Zukerman og Jacqueline du Pré, sem byrjaði í Bombay og endaði í Carnegie Hall, er líka ógleyman- legt, en það sem kemur núorðið oftast í hugann er gyðingakonan og sellóleikarinn Anita Lasker (af- komandi hins fræga skákmanns), sem oft sat við hlið mér í hljóm- sveitinni. Á vinstri framhandlegg hennar var letrað númerið 89388, sem vitnaði ótvírætt um dvöl henn- ar í hinum alræmdu fangabúðum nasista í Auschwitz. Það bjargaði lífi hennar að hún gat leikið á selló. Einn SS-foringinn, sem ekki var al- blindur af hatri og hafði kynnst klassískri tónlist á unga aldri, stofnaði litla hljómsveit, sem leyft var að lifa. Það var líka í London sem ég kynntist Ragnheiði Árna- dóttur píanóleikara frá Akureyri. Við giftumst 1975 og eigum þrjá syni, Almar, Andra og Sölva. Án hennar ómetanlega stuðnings og nægjusemi við kröpp kjör hefði ég aldrei náð fótfestu sem tónskáld.“ Þeim hjónum leist ekki á að ala upp börn í London og hugðu á heimferð árið 1977, þegar Hafliða var boðin staða fyrsta sellóleikara við Skosku kammersveitina. „Það má segja að það sé í leið- inni heim, að fara frá Englandi til Skotlands, svo við afréðum að flytja til Edinborgar. Ég ákvað strax að vera í fimm ár, því mér fannst ekki rétt að ráða mig til styttri tíma. Þetta var mjög skemmtilegt tímabil að því leyti að Skoska kammersveitin var ný. Hún var ekki mjög góð þegar ég kom hingað, en henni fór mikið fram á örskömmum tíma. Hér var allt að vinna og engu að tapa. Við spil- uðum t.d. á óperuhátíðinni í Aix en Provence þrjú sumur, vorum aðal- hljómsveitin þar. Við héldum tón- leika og fórum í heimsferðalög og tókum upp plötur. Á örfáum árum var hljómsveitin komin í hóp þeirra bestu í heiminum. Skoskir stjórn- málamenn sáu allt í einu að það væri þess virði að styðja hljóm- sveitina og Queen’s Hall-tónleika- salurinn varð til. Við spiluðum líka í Usher Hall hér í Edinborg og í Glasgow og svo fórum við í ferða- lög um allt Skotland og spiluðum t.d. í Suðureyjum og Orkneyjum. Ég kynntist góðu fólki á þessum árum og hitti enn fólk hér og þar í Skotlandi sem man vel eftir mér sem sellóleikara í hljómsveitinni. Það er mjög gleðilegt. Tónsmíðaferillinn hefst fyrir alvöru Hljómsveitin hefur síðan pantað hjá mér verk, bæði Poemi og Hermu. Svo hef ég líka stjórnað hljómsveitinni nokkuð oft. Ég lét mér reyndar detta í hug þegar ég hætti að spila, að ég gæti blandað saman hljómsveitarstjórn og því að semja tónlist, en áttaði mig fljót- lega á því að ég hafði engan áhuga á hljómsveitarstjórn nema um eig- in tónverk væri að ræða. Ég var líka búinn að fá nóg af ferðalögum og veitti ekkert af tímanum. Ég um hunda?“ Besta gagnrýnin er sú, þegar gagnrýnandinn finnur veiku hlekkina, og maður veit að hann er að segja sannleikann, af slíku er hægt að læra. Það er sáralítið að læra af hóli, en ég tel að gagnrýn- andi eigi alltaf að taka jákvæða af- stöðu til þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref á listabrautinni. Harðasta gagnrýnin á mína tónlist kemur frá mér sjálfum, það sem ég les í blöðum er ávallt milt miðað við það. Vandfýsni í háum gæða- flokki er það sem listskapendur þurfa á að halda, og almenningur líka. Gagnrýnandi má ekki sogast niður á eitthvert markaðshyggjupl- an, eins og mér virðist vera að ger- ast á bókmenntasviðinu heima á Ís- landi.“ Hvað hefur þú samið mörg verk þegar allt er talið? „Ég hef líklega samið meira en 80 verk. Sumt af þessu er týnt, mörgu hef ég fleygt, annað hef ég dregið til baka. Nú hef ég það ráð að ég gef þeim verkum ópusnúmer, sem ég hef unnið hvað mest í og tel að séu frambærileg, til að skilja þau frá öllum hinum verkunum, sem eru kannski tilraunir, tækifær- isverk, og í rauninni ekki frágengin tónverk. Hvað þetta varðar er ég kominn upp í ópus 30.“ Hvenær byrjaðirðu að skrifa. Manstu hvenær þú settir fyrsta stykkið þitt á blað? „Já, ég var byrjaður á þessu sem strákur á Akureyri. Ég man eftir því þegar ég var líklega átta eða níu ára að amma mín sendi mig út í búð og á leiðinni var ég að hugsa um hvernig menn færu að því að semja löng tónverk, hvort það yrði ekki að vera „kjölur og grind“ eins og í bátum. Ég var sem sagt farinn að velta því fyrir mér strax þá hvernig unnið væri í stórum form- um. Það vefst reyndar enn fyrir mér. Nokkrum árum síðar, þegar ég var byrjaður í tónlistarskólan- um á Akureyri, skrifaði ég svo fyrstu tónsmíðarnar, lítil stykki fyrir orgel, því að það var til harm- óníum heima.“ Áttu eitthvað af þessum tónsmíð- um? „Nei. Ég hef alltaf verið dugleg- ur að fleygja. T.d. fleygi ég öllum skissum, vegna þess að mér finnst vera allt of mikill áhugi á slíkri undirbúningsvinnu. Ekki svo að ég reikni með að einhver fari að gramsa í því sem ég er að gera. Brahms var vitur þegar hann fleygði skissum og uppköstum. Eftir standa fullsamin tónverk og við einbeitum okkur að þeim. Leitað að fjársjóðum Ég samdi verk fyrir selló og hljómsveit á meðan ég var í Aka- demíunni í London og sýndi Einari Vigfússyni. Hann sagði að þetta yrðum við að flytja heima, en ég reif það í tætlur og það var aldrei flutt, sem betur fer.“ Ertu viss um það nú, að þetta hafi verið gagnslaus tónsmíð? „Já, þetta var bara fikt. Þannig byrja nú sumir, þeir eru mjög lengi að ná árangri. Fyrir mig hefur þetta alltaf verið eins og að grafa í hörðum jarðvegi, í leit að földum fjársjóðum.“ En hefurðu einhvern tíma verið alveg við það að gefast upp og hug- leitt hvort þú ættir yfirleitt að standa í þessu? „Það líður nú varla sú vika að ég fái ekki kast og þeim fækkar ekki. Þegar maður eldist þynnist ekki bara á manni hin ytri húð, heldur líka sú innri. Skrámur gróa seinna. En það er ekki meiningin að fara að leggja upp laupana, það er mik- ið að gera, ég held áfram ótrauð- ur.“ Þú sagðist hafa verið á heimleið alveg frá því að þú fluttir frá Lond- on, hvenær leggurðu í síðasta áfangann? „Ég segi alltaf að ég hafi aldrei farið að heiman. Rætur mínar eru alveg ótrúlega sterkar. Mér finnst Ísland algjörlega vera mitt heimaland og ég er hissa á að ég skuli ekki búa þar. En ég á eftir að flytja heim. Ég yrði eyðilagður maður ef það tækist ekki. Ég leyfi mér þann munað að elska Ísland meira en önnur lönd.“ hætti í hljómsveitinni í desember 1982 og hafði enga bókun af neinu tagi, nema hvað búið var að panta eitt verk hjá mér og það var reynd- ar Poemi. Þannig að ég gekk inn í vinnuherbergi mitt snemma í jan- úar árið 1983 og byrjaði feril minn sem tónskáld fyrir alvöru. Þá fyrst fékk ég næði til að vinna að tón- smíðum á hverjum degi, áður hafði ég alltaf samið á hlaupum.“ Óhætt er að segja að raunveru- legur tónsmíðaferill Hafliða hafi byrjað glæsilega. Fyrir fiðlukons- ertinn Poemi fékk hann þrenn verðlaun, m.a. hin eftirsóttu Tón- listarverðlaun Norðurlandaráðs ár- ið 1986. Tónsmíðar hans hafa víða vakið athygli og heimsfrægir hljóð- færaleikarar hafa leikið þær. Um þessar mundir hljómar tónlist Haf- liða víða og skal íslenskum áhuga- mönnum bent á tónleika með Kammersveit Reykjavíkur sunnu- daginn 13. janúar í Listasafni Ís- lands, þar sem þrír af konsertum Hafliða verða fluttir, og endur- flutning á hinni meistaralegu Pass- íu í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa. Nýverið hlaut Hafliði styrk úr hinum nýstofnaða og virta breska NESTA-sjóði, sem færði mönnum enn á ný heim sanninn um hversu vel metinn hann er á Bretlandseyjum. Styrkur þessi er veittur til stórverkefna sem þykja nýstárleg og fær Hafliði hann til að semja óperu sem byggð er á smá- sögunni Svarta munkinum eftir Tjekhov. En hvers vegna skyldi hann hafa veigrað sér svo lengi við að gerast tónskáld í fullu starfi? „Tónskáldskapur var alltaf í bak- grunninum, en ég forðaðist lengi vel að horfast í augu við tónskáldið í sjálfum mér, ef ég má orða það þannig. Ég vissi að sú braut yrði þyrnum stráð, fjárskortur, mikill einmanaleiki, og útkoman kannski svo slæm að betra hefði verið að byrja aldrei. Ég þekki marga tón- smiði sem hafa vonglaðir lagt á brattann og hreinlega villst. En ég gerði mér grein fyrir því að í mér var djúp alvara með að semja tón- list. Laglínur og hljómar Því er ekki að neita að sú kröfu- harða og yfirþyrmandi tónlist sem ég heyrði í London, t.d. eftir Stockhausen og Boulez, dró úr mér. Mér fannst ég vera lítið peð miðað við þessa menn og að það þýddi lítið að takast á við tón- smíðar af alvöru. Sumt af þessari tónlist hreif mig, en margt stóð í mér. Ég velti mikið fyrir mér hver framtíð tónlistar yrði. Ég fiktaði aðeins við raðtæknina og fann að hún átti vel við vissan hluta af per- sónuleika mínum, það er að segja þessi skipulagning, þessar ströngu reglur. En ég vissi að ég gæti aldr- ei haldið mig við þessa tækni til lengdar, ég yrði að geta látið eðl- isávísunina koma til sögunnar. Ég komst fljótlega að raun um að ég er mjög hændur að grundvallarein- ingum tónlistar, það er að segja laglínum og hljómum. Enn þann dag í dag er það þetta sem eyrað sækist mest eftir. Það getur verið á mjög einfaldan hátt og líka á mjög flókinn hátt. En tónlistin verður að syngja. Tónlist mín er tiltölulega aðgengileg og auðskilj- anleg. Ég geri ekki mikið af því að kryfja verkin eða tala um þau. Ég lýk þeim og svo byrja ég á því næsta. Mér finnst best þegar hlut- irnir fá að vaxa á eðlilegum hraða. Það er ekki gott að stunda „keis- araskurði“ og taka tónverk of snemma. Ég hef verið ásakaður um að breyta mínum verkum. Það er ekki alls kostar rétt, ég er venjulega með heildarútkomuna í höfðinu, en það er auðvelt að missa sjónar á smáatriðum, „dotta aðeins við stýr- ið“. Stundum eru tónverk flutt áð- ur en búið er að ganga frá lausum endum, áður en þau eru fullgerð, vegna ákveðins flutningsdags.“ Lítið að læra af hóli Hvaða áhrif hafa neikvæð við- brögð á þig og þína tónlist? „Leikritahöfundurinn John Os- borne var eitt sinn spurður um hvað honum fyndist um gagnrýn- endur, en þeir voru oft harðorðir í hans garð. „Þetta er eins og að spyrja ljósastaur: hvað finnst þér Ljósmynd/Andri Hafliðason Höfundur er útvarpsmaður. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.