Morgunblaðið - 06.01.2002, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
STREKKINGSVINDUR hefur lam-
ið rigningu framan í Reykvíkinga
undanfarið í óvenjulegum hlýind-
um í ársbyrjun. Þótt vart sé hundi
út sigandi þarf mannfólkið að sinna
sínum erindum þó að vindar blási
og regnið falli í stríðum straumum.
Þá er gott að hafa góðar skjólflíkur
til að sveipa um sig þegar strunsað
er milli húsa, þrátt fyrir að það
gildi væntanlega enn sem fyrr að
enginn sé verri þótt hann vökni.
Flestir eru þó sammála um að væt-
an getur verið ónotaleg inn við
beinið og því best að búa sig vel.
Morgunblaðið/Kristinn
Rigning
í Reykjavík
FORVARNADEILD lögreglunnar í
Reykjavík hefur í fyrsta skipti gripið
til þeirrar ráðstöfunar, að senda bréf
til íbúa í Seljahverfi í Breiðholti vegna
innbrotaöldu í bíla þar sem kynntar
eru ýmsar leiðir til að verjast innbrot-
um. Bílainnbrot í hverfinu hafa verið
áberandi tíð á liðnu hausti, en tilkynnt
var um 68 innbrot á þriggja mánaða
tímabili, frá september til desember.
Verulegt tjón getur hlotist af einu
bílainnbroti, þótt ekki sé nema vegna
rúðubrota. Segir lögreglan að algengt
verð einnar hliðarrúðu í bíl sé 30 til 50
þúsund krónur að ótöldu því tjóni sem
verður við sjálfan þjófnaðinn. Þá
bendir lögreglan á að tjón sem bíla-
eigendur verða fyrir í innbrotum fáist
að jafnaði ekki bætt af trygginga-
félögum.
Að sögn Stefáns Alfreðssonar,
hverfislögreglumanns í Breiðholti,
hefur í 44 tilvikum af 68 verið brotist
inn í bíla þar sem þeir standa í lok-
uðum bílageymslum. Oft beita þjóf-
arnir þeirri aðferð að brjótast inn um
glugga eða hliðardyr til að komast inn
í geymslurnar, en nota sjaldnast að-
albílskúrsdyr. Í haust var gengið svo
hart fram í innbrotunum að brotist
var inn í 17 bíla í einu og sama tilvik-
inu.
„Íbúar í hverfinu hafa rætt saman
vegna þessarar innbrotahrinu og
sumstaðar eru í bígerð ýmsar úrbæt-
ur auk þess sem málin sæta rannsókn
lögreglunnar,“ segir Stefán.
Hann hvetur eigendur bíla-
geymslna til að huga vel að manna-
ferðum þar og rekist fólk á ókunnuga
sé rétt að spyrja hver sé á ferð og
hvaða erindi viðkomandi eigi þangað.
Þá er gott að huga vel að dyra- og
gluggaumbúnaði og útilýsingu og
huga að lyklakerfi geymslnanna enda
hefur komið í ljós að þjófar hafa kom-
ist inn í þær með gömlum lyklum.
Benda má á forvarnavef lögregl-
unnar þar sem farið er yfir helstu
varnir gegn bílainnbrotum. Slóðin er
www.lr.is.
Varað við
bílainnbrot-
um í Selja-
hverfi
MINNINGARSTUND um hjónin
og ungan son þeirra sem létust í
eldsvoðanum á Þingeyri aðfara-
nótt föstudags var haldin í Þing-
eyrarkirkju í gær klukkan 17.
Guðrún Edda Gunnarsdóttir,
sóknarprestur á Þingeyri, stjórn-
aði athöfninni. Í samtali við Morg-
unblaðið sagði hún að íbúar á
Þingeyri og í nærsveitum væru
sem lamaðir af sorg.
Lögreglan á Ísafirði fékk að-
stoð tveggja sérfræðinga frá rík-
islögreglustjóra auk sérfræðings
frá Löggildingarstofu við að rann-
saka hvað orsakaði eldsvoðann.
Vettvangsrannsókn fór fram í
gærkvöld og stóð fram yfir mið-
nætti í fyrrinótt. Rannsóknin var
á lokastigi í gær en niðurstaða lá
ekki fyrir þegar Morgunblaðið fór
í prentun.
Minningarstund í
Þingeyrarkirkju
MEÐ bættum árangri af krabba-
meinsmeðferð barna sem fengið hafa
hvítblæði hafa ýmsar síðkomnar og
langvinnar aukaverkanir orðið æ
ljósari. Koma þær m.a. fram á vexti
barnanna, innkirtlastarfsemi og and-
legum þroska. Samkvæmt niður-
stöðum rannsóknar sex lækna sem
greint er frá í grein í Læknablaðinu
hefur hvítblæðismeðferð í æsku
merkjanleg áhrif á hæð og þyngd
sjúklinganna en áhrifin á innkirtla-
starfsemi og árangur í skóla eru þó
greinilegust.
Er mjög mikilvægt að mati höf-
unda rannsóknarinnar að þekkja
langtímaáhrif hvítblæðis og hvít-
blæðismeðferðar.
Rannsóknin var gerð á 20 börnum
sem greinst höfðu með hvítblæði á
Íslandi á árunum 1981 til 1990.
Rannsakaðar voru aukaverkanir
meðferðar og safnað var upplýsing-
um um hæð, þyngd, árangur í skóla,
blóðhag, starfsemi innkirtla og
fleira.
„Þrátt fyrir umtalsverða lækkun á
sumum mótefnaflokkum er sjúkling-
unum ekki hættara við sýkingum.
Erfitt reyndist að meta áhrif á lungu
og heyrn. Þessar niðurstöður eru
sambærilegar við erlendar rann-
sóknir og sýna að nauðsynlegt er að
fylgja börnum sem læknast hafa af
hvítblæði markvisst eftir í langan
tíma,“ segja sérfræðingarnir í nið-
urstöðum sínum.
Margir þurfa sérkennslu
Þar kemur einnig fram að óvenju-
margir sjúklinganna þurfa á sér-
kennslu að halda og segir í greininni
að mjög mikilvægt sé að skólayfir-
völdum sé gerð grein fyrir þessu,
„því þau börn sem hafa lifað af
krabbamein eru fleiri í almenna
skólakerfinu en heyrnarskert, sjón-
skert eða mjög fötluð börn […]. Erf-
itt er að draga afgerandi ályktanir af
niðurstöðum okkar hvað þetta atriði
varðar. Einstaklingarnir eru fáir og
auk þess á misjöfnum aldri. Niður-
stöður okkar renna þó stoðum undir
það álit að meðferðin hafi nokkur
áhrif á námsárangur,“ segir m.a. í
niðurstöðum sérfræðinganna.
Fram kemur að fyrir 30 árum var
hvítblæði í flestum tilvikum ban-
vænn sjúkdómur í börnum en síðan
þá hefur árangur meðferðar batnað
til muna og nú ná 65–70% bata.
Á Norðurlöndunum greinast á
hverju ári rúmlega 6.000 börn 15 ára
og yngri með krabbamein. Af þeim
eru 32% með hvítblæði og 27% með
heilaæxli. Nýgengi krabbameina í
börnum á Norðurlöndunum er því
14,6 af hverjum 100.000 börnum, að
því er fram kemur í greininni. Á Ís-
landi greinast að meðaltali átta börn
með krabbamein ár hvert, þar af
þrjú með hvítblæði.
Höfundar eru sérfræðingarnir
Valur Helgi Kristinsson, Jón R.
Kristinsson, Guðmundur Kr. Jón-
mundsson, Ólafur Gísli Jónsson,
Árni V. Þórsson og Ásgeir Haralds-
son en þeir starfa við læknadeild Há-
skóla Íslands, Barnaspítala Hrings-
ins, Landspítala við Hringbraut og á
barnadeild LSH í Fossvogi.
Rannsaka aukaverkanir hvítblæðismeðferðar hjá börnum
Áhrif á námsárangur
og andlegan þroska
HIÐ þekkta bandaríska tímarit The
National Geographic hefur blásið af
úttekt um Kárahnjúkavirkjun og
áhrif hennar á umhverfið sem birtast
átti í aprílhefti tímaritsins. Ákvörðun
var tekin um það sl. fimmtudag að
hætta við birtingu hennar á þeim for-
sendum að úrskurður Sivjar Frið-
leifsdóttur umhverfisráðherra um að
leyfa virkjunina að uppfylltum skil-
yrðum geri úttektina ótímabæra.
„Greinin er algjörlega tilbúin með
myndum, kortum og texta en hún
mun því miður ekki birtast. Afstaða
ritstjórnar tímaritsins er sú að úr-
skurður ráðherra setji málið allt í
loft upp og staðan sé of flókin nú um
stundir og of margir óvissuþættir til
þess að borgi sig að birta viðamikla
úttekt á Kárahnjúkavirkjun,“ sagði
John Swan, blaðamaðurinn sem
skrifaði greinina. Hann átti hér við-
töl við forráðamenn Landsvirkjunar
og Reyðaráls, en einnig umhverfis-
verndarfólk, enda segir hann rit-
stjóra tímaritsins hafa lagt áherslu á
að fá hlutlausa úttekt á stöðu mála og
þeim framkvæmdum sem væru fyr-
irhugaðar.
„Í þessum bransa getur þetta allt-
af komið fyrir og ég skil vel sjón-
armið stjórnenda blaðsins. Mikil
óvissa er um verkefnið á Íslandi og
því er ekki að undra þótt Bandaríkja-
mönnum þyki það flókið. Ráð-
herrann hefur sett flókin skilyrði
fyrir framkvæmdinni, það er enn
óvissa með þátttöku Norsk Hydro og
fleira er enn ófrágengið,“ sagði hann.
Kárahnjúkaúttekt blásin af