Morgunblaðið - 06.01.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.01.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Eiríkur Björns-son fæddist í Tjarnarkoti í A- Landeyjum 18. nóv- ember 1923. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri laugardaginn 22. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Björn Eiríks- son bóndi og kenn- ari, f. 27. mars 1893 á Efri-Þverá í Vest- urhópi, d. 14. apríl 1959, og Auðbjörg Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 4. júní 1891 frá Hvítanesi í V-Land- eyjum, d. 14. mars 1976. Þau bjuggu í Tjarnarkoti 1923–1933, á Horni í Skorradal 1933–1940, Dvergsstöðum í Eyjafirði 1940– 1942, fluttu síðan í Arnarfell í Eyjafirði. Eiríkur og Klara kona hans tóku við búi af þeim árið 1944 og bjuggu þar til 1984 er þau fluttu til Akureyrar. Bræður Ei- ríks eru: Guðmundur Kristinn dóttur og á hann þrjú börn. 5) Ófeigur, smiður í Kópavogi, f. 2. desember 1958, og á hann þrjár dætur. 6) Leifur, framkvæmda- stjóri á Akureyri, f. 9. apríl 1964, kvæntur Heiðu G. Vigfúsdóttur og eiga þau þrjú börn. Eiríkur lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar og var bóndi í Arnarfelli í 40 ár. Hann sat í hreppsnefnd í 20 ár og þar af oddviti hreppsnefndar Saurbæjarhrepps tvö kjörtímabil. Hann var einn af stofnendum Ræktunarsambands Saurbæjar- og Hrafnagilshrepps, sat í stjórn þess félags um langt árabil. Hann gegndi um árabil formennsku og gjaldkerastörfum í því félagi. Ei- ríkur var í skólanefnd hreppsins og byggingarnefnd Hrafnagils- skóla, sat í gróðurverndarnefnd, jarðarnefnd og sýslunefnd, enn- fremur var hann markaskoðunar- maður og réttarstjóri. Þá var hann þrjá vetur barnakennari við skóla sveitar sinnar. Auk þess sem hér hefur verið talið gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og sýslu sem ekki verða tíunduð hér. Útför Eiríks fer fram frá Ak- ureyrarkirkju á morgun, mánu- daginn 7. janúar, og hefst athöfn- in klukkan 13.30. eldri, f. 1925, d. 1928, Guðmundur Kristinn, f. 15. júní 1929, og Gunnlaugur Grétar, f. 16. desember 1932. Eiríkur kvæntist 30. ágúst 1946 Klöru Jónsdóttur frá Arnar- stöðum í Eyjafirði, f. 30. september 1924. Foreldrar hennar voru Jón Vigfússon bóndi þar og Helga Sigfúsdóttir kona hans. Börn Eiríks og Klöru eru: 1) Heið- björt, starfsmaður öldrunarþjónustu á Akureyri, f. 18. október 1945, gift Geir Guð- mundssyni og eiga þau þrjú börn. 2) Björn, bókaútgefandi í Reykja- vík, f. 2. apríl 1948, og á hann tvær dætur og einn fósturson. 3) Jón, starfsmaður sambýlis fatl- aðra á Akureyri, f. 1. júlí 1949, kvæntur Unni Harðardóttur og á hann tvö börn. 4) Örnólfur, bóndi í Hólakoti í Eyjafjarðarsveit, f. 7. ágúst 1953, kvæntur Rögnu Úlfs- Elsku Eiríkur minn. Ég ætla að byrja á því að þakka þér fyrir þau 19 ár sem ég hef verið svo heppin að þekkja þig. Ég man eins og það hefði gerst í gær, þegar ég kom fyrst til þín og Klöru í Arnarfell með Leifi syni ykkar, hjartað mitt tók nokkur aukaslög en það jafnaði sig um leið og ég kynntist ykkur og eftir það hefur mér fundist að ég væri eitt af börnunum ykkar. Margs er að minnast úr öllum ferðalögunum með þér, þú vissir svo mikið að ég kom fróðari úr þessum ferðum, hvort sem það var um há- lendið eða um æskuslóðir þínar. Við áttum margar stundir saman við skriftir, ég skrifaði og þú samdir, ekki veit ég hvoru okkar fannst þetta skemmtilegra mér eða þér. Ég vildi að ég gæti ort um þig vísu en það kann ég ekki. Í staðinn læt ég fylgja vísu sem þú ortir til mín og Hafdísar tvíburasystur minnar í til- efni af þrítugsafmæli okkar: Gleðinnar njótið, svo lengi þið lifið. Í lífsgæðum fylgist þið að. Nú þrítugan hamarinn hafið þið klifið, til hamingju, stelpur, með það. Eiríkur minn þú munt alltaf eiga pláss í hjarta mínu og mun ég minn- ast þín sem duglegs, greinds og skemmtilegs manns. Elsku Klara mín, ég votta þér og fjölskyldu þinni mína dýpstu samúð. Þín tengdadóttir Heiða. Okkur langar til að minnast afa okkar í örfáum orðum. Afi Eiríkur var bóndi stóran hluta sinnar starfs- ævi og jafnhliða því sat hann í hreppsnefnd og gegndi starfi odd- vita í nokkur ár. Þegar við systkinin vorum lítil þá var lesið fyrir okkur í bókunum um Árna í Hraunkoti og varð það uppspretta að misskilningi hjá okkur um afa því þar er sagt frá Olla ofvita, sem flest gat smíðað, var ævinlega hress og kom öllum í gott skap. Það eina sem var honum til vansa var að göngulagið og hlaup- astíllinn var með eindæmum asna- legur, hann slengdist áfram og fæt- urnir bókstaflega flæktust fyrir honum. Við höfðum einhvern tímann misheyrt eða misskilið ofvita nafn- bótina og héldum að oddviti og ofviti væru það sama, því lýsingin passaði nú að mestu leyti við afa fyrir utan þetta með fótaburðinn. Afa var mjög skemmt þegar hann frétti af þessum ruglingi hjá okkur og vildi gjarnan halda ofvitanafnbótinni en við vorum nú ekki á því eftir að hann var búinn að skýra muninn út fyrir okkur. Afi var markavörður í Eyjafjarð- arsýslu í mörg ár og til hans leituðu bændur ef þá vantaði að fá mark eða úr mörkum lesið. Þetta þótti okkur mikill heiður fyrir hans hönd. Hjá honum fóru ófáar stundinar í að eyða sammerkingum milli sýslna og finna út hvaða sýsla átti aldursrétt á markinu. Víst hefur þetta grúsk átt hug hans allan þar sem hann sat við iðju sína fyrst á sýsluskrifstofunni og síðar á Amtsbókasafninu. Í það minnsta gleymdust ljósin oft á Löd- unni og var hún því gjarnan straum- laus. Því var gripið til þess ráðs að hafa startkapla sem staðalbúnað í bifreið- um annarra fjölskyldumeðlima svo bjarga mætti þeim gamla um straum. Afi var lipur við að koma saman vísum við hin ýmsu tækifæri og eru til margar góðar vísur sem hann hef- ur sett saman fyrir okkur, þá gjarna í gestabók eða inni í kort frá þeim ömmu. Afi var einstaklega næmur á dýr og má segja að hann hafi verið nokkurs konar dýralæknir í sveit- inni, í það minnsta þegar sauðburður stóð yfir. Þar sem afi hafði stundað barnakennslu á fyrri árum var hann sá sem okkur krökkunum þótti best að leita til ef heimalærdómurinn reyndist okkur erfiður. Ekki einung- is skildi afi ensku, hann var líka full- fær í dönsku, og hver gerði betur á þessum árum? Enginn að okkar mati. Afi var strangur maður en þó reyndi hann að vera sanngjarn, hann var fylginn sér og það stóð sem hann hafði sagt. Afi var raungóður og tal- naglöggur maður og sá hann um bókhaldið fyrir marga sveitunga sína. Til afa var gjarnan leitað með mörg erfið mál til úrlausnar því hann átti svo gott með að koma orðum að svo engan særði og flestir fóru sáttir frá honum. Okkur er það mjög minn- isstætt hve afi hugsaði vel um Boggu gömlu á Skáldstöðum jafnvel eftir að hún var komin á elliheimilið enda kallaði hún afa ævinlega oddvitann sinn. Ófá skiptin stóð afi þegjandi upp frá eldhúsborðinu og var kominn hálfa leiðina niður í kjallara þegar við tókum eftir því, þá var stokkið á stað á eftir honum og oftast fór mað- ur á rassinum niður kjallaratröpp- urnar því ekki mátti maður missa hann eitthvað út á undan sér. Elsku afi, við þökkum þér góðar stundir í gegnum tíðina. Þú gafst okkur ótal minningar sem lifa áfram með okkur og fyrir það erum við þakklát. Við vitum að samskiptum okkar er ekki lokið, það er einungis komið hlé og við munum hittast aft- ur. Guð fylgi þér, elsku afi, um nýjar heimaslóðir. Elsku amma Klara, Gulli og aðrir í fjölskyldunni. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur með þessum orðum sem fengin voru að láni úr Hávamálum: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama, en orðstír deyr aldregi hveim er góðan sér getur. Þín barnabörn Guðmundur, Klara og Auðbjörg Geirsbörn. Elsku Eiríkur afi. Með þessum knappa texta á prenti langar mig að minnast þín. Reyndar áttu mun meira og veglegra skilið en fátæk- legar línur á blaði. Ég er þakklátur fyrir okkar síðustu kveðjustund sem var sérstök, líkt og þú vissir að við myndum ekki hittast aftur, a.m.k. ekki í þessu lífi. Það var sorg og þjáning í augunum þínum en þraut- seigjan sem einkenndi þig var enn til staðar. Einhver gæti sagt að þú hefð- ir verið þrár, a.m.k. var ekki þinn stíll að gefast upp. Þú vissir að senn myndi þjáningin bera þig ofurliði og þá væri uppgjöf óhjákvæmileg. Þú talaðir um að enginn sigraði dauðann en ég reikna með því að af stríðni hafir þú ákveðið að standa aðeins uppi í hárinu á honum. Það eru margar minningar sem sækja á mig í þessum sögðum orð- um. Ég sagði þér örugglega aldrei hvað þú skiptir mig miklu máli, hvað ráð þín reyndust mér vel og hvað samveran við þig litaði oft tilveruna. Þinn lífsins reynslubrunnur sem þú fleyttir svo ósjaldan ofan af fyrir mig og sú virðing sem þú barst alltaf fyr- ir umhverfi þínu og viðfangsefnum á hverjum tíma eru mér sérstaklega minnisstæð. Skipti þar engu hvort þú varst að sinna fótbrotinni rollu eða hálfbækluðum fóstursyni af hundakyni (Spora), vinna við marka- skrána, rukka fyrir frændur þína í Hlíð, vinna að Eyfirskum kvæðum og stökum, setja sjálfur saman stöku eða tækifæriskvæði, lesa í sundur fé o.s.frv. Allt var þetta gert af ein- stakri vandvirkni og alúð. Hjá þér voru allir jafnir, bæði menn og dýr. Meira að segja mátti greina af göngulaginu þínu ákveðna auðmýkt og virðingu fyrir móður jörð. Já, afi minn, allt er þetta satt og ekkert ofhlaðið á þig hóli. Þú varst góður maður í víðasta skilningi þess orðs og þótt þú sért farinn mun ég geyma minninguna um þig. Væri ég jafn hagmæltur og þú hefði ég lokið þessari grein með vísukorni. Minnist ég þá þess þegar ég, ungskáldið, sýndi þér hróðugur nokkur ljóð eftir mig. Þú last þau vandlega yfir en sagðir eitthvað á þessa leið: „Dæma- laust klastur og leirburður er þetta.“ Ég efaðist aldrei um dómgreind þína og hef því látið aðra um það að yrkja. Elsku amma Klara. Þú ert einstök manneskja og fáar konur þekki ég sem staðið hafa jafn þétt við hlið maka síns og þú. Megi Guð hinn al- máttugi vaka yfir þér og vernda. Heiðar Ingi Svansson. Eiríkur Björnsson, jafnan kennd- ur við Arnafell, var eftirminnilegur og góður frændi og hafði til að bera margþætta eðliskosti. Hann var röskur maður og drífandi til verka, jafnvígur til búverka og bókar og í engu var hann veifiskati. Á þeim ár- um er leiðir mínar og hans lágu helst saman hafði hann lokið þriggja vetra skólagöngu við Gagnfræðaskólann á Akureyri með fjallgóðum vitnis- burði, en var ekki fyrirhugað lengra nám, enda löngun hans, að ég hygg, fremur bundin við framkvæmdir og búskap en skólagöngu, enda var því mjög hampað á uppvaxtarárum hans að bókvitið yrði ekki í askana látið. Vel man ég okkar fyrsta fund. Ég hafði komið með rútunni til Akureyr- ar daginn áður að áliðnu kvöldi í haustmyrkri, ásamt félaga mínum, og erindi beggja var að setjast á skólabekk. Ég hafði aldrei áður til staðarins komið, en átti mér vísan stað hjá örlátu frændfólki mínu í Þingvallastrætinu og þangað var ek- ið í leigubíl frá stöðinni. Um morg- uninn var ég snemma á fótum og vildi ólmur skoða mig um í þessum rómaða bæ. Og sem ég hafði ranglað nokkur skref niður götuna skimandi til allra átta yfir byggð og fjörð og til Vaðlaheiðar og andað að mér fegurð þessa sólríka haustmorguns þá sé ég ganga á móti mér upp strætið hnar- reistan ungan mann með einbeitni í svip, og þegar hann er kominn til móts við mig víkur hann sér að mér og segir: Ætli ég kannist nú ekki við þig! Þú hefur verið hjá frændfólkinu í nótt. Komdu blessaður og sæll og velkomin hingað til Akureyrar. Ég sé þú þekkir mig ekki – en ég er hann Eiríkur, frændi þinn Björnsson, við erum bræðrasynir, það veistu! Glöggskyggni Eiríks var ávallt söm við sig; hann þekkti mig þótt ég minnist þess ekki að við hefðum áður talað saman né heldur sést. Og þarna kviknaði sú vinátta og frændsemis- tilfinning sem hélst alla tíð milli mín og hans þótt við, ævina út, byggjum sitt í hvorum landshluta. Það kom sér vel fyrir mig, unglinginn, að eiga hann að frænda, hann var jafnan glaður, einbeittur og ákveðinn og fljótur að leysa úr hverjum þeim vanda sem rak á fjörur ungs drengs á táningsskeiði. Hann þekkti um- hverfi sitt, hafði bundist kunningja- og vináttuböndum við skólabræður sína úr Gagnfræðaskólanum og við eyfirska sveitamenn, enda voru sum- ir hvort tveggja, en Björn faðir hans var þá fluttur fram í Eyjafjörð, bjó á á Dvergsstöðum, en keypti jörðina Arnarfell skömmu síðar og bjó þar í nokkur ár Þetta haust og vetur hinn næsta stundaði Eiríkur byggingarvinnu; til þeirra starfa var hann strax eftir- sóttur, enda reyndi þá á smiðsauga, útsjónarsemi og líkamlegt atgervi, en Eiríkur var grannholda, léttur á fæti, sterkur og snöggur í átökum. Mig minnir Eiríkur hafi á þessum tíma starfað eitthvað hjá þeim öð- lingsmanni, Stefáni Reykjalín, sem þá var orðinn mikilvirkur í bygg- ingastarfsemi á Akureyri; átti ég síð- ar eftir að njóta þess á mínum skóla- árum nyrðra. Ég held að aldrei hafi annað komið til greina í huga Eiríks en að verða bóndi. Æskuheimili hans var að Krosshjáleigu í Austur-Landeyjum. Móðir hans var ættuð úr þeirri sveit og faðir hans hafði verið ráðinn þangað til að kenna börnum. Þarna lágu leiðir foreldra hans saman. Þessu æskuheimili sínu lýsir hann af hispursleysi og alúð í bókaflokknum Aldnir hafa orðið, 18. bók, Bóka útg. Skjaldborg 1989. Varla hefur þó lífið þarna og umhverfið örvað ungan dreng til búskaparstarfa, en þegar samanburðinn vantar beinist hugur- inn síður til annarra átta. Þarna var votlendi svo mikið að nánast var hvergi þurran blett að fá, en þó bjuggu foreldrar hans þarna um 10 ára skeið, en höfðu lítið annað upp úr krafsinu en vosbúð og erfiði, og sagði Björn síðar, svo ég heyrði, að sér fyndist eins og þessi 10 ár ævi sinnar hefðu nánast algerlega farið í glat- kistuna. Þetta var að sjálfsögðu fyrir tíma skurðgrafanna í íslenskum sveitum. Svo kom að því að fjölskyldunni tókst að fá jarðnæði í Borgarfirði, að Horni í Skorradal, landmikilli jörð en erfiðri til búskapar. Þarna bjó hún í sjö ár og komst í sæmilegar álnir, en árið 1942 tóku hún sig upp á ný með allt sitt hafurtask og fluttist norður yfir heiðar, allt inn í miðju Eyjafjarðarsveitar, að Dvergsstöð- um, eins og áður er fram komið, nokkru ofar en sjálft höfuðbólið Grund; ekki urðu þó árin mörg þarna, áfram var sótt til betri landa og meira bjargræðis að Arnarfelli í Saurbæjarhr. og gengu þessi við- skipti fjölskyldunni mjög í haginn. Næsti bær við Arnarfell er Arnar- staðir. Þar á bænum var ung og fönguleg heimasæta Klara Jónsdótt- ir, Vigfússonar bónda þar og Helgu Sigfúsdóttur húsfreyju. Þarna lágu leiðir tveggja ungmenna saman og mér finnst eins og þarna hafi sprott- ið upp ást við fyrstu sýn sem aldrei hljóp snurða á í margra áratuga hjónabandi. Þegar svona var komið stóð Björn upp af jörðinni, keypti Hlíðarenda í Kræklingahlíð og hóf þar búskap með aðstoð yngri sona sinna tveggja, en fól Eiríki og Klöru búskapinn að Arnarfelli. Þetta var góð og snjöll lausn hjá hinum hyggna bónda, enda voru ungu hjónin sam- hent og ákveðin og búskapurinn átti EIRÍKUR BJÖRNSSON Kær föðursystir okkar, Jóhanna Sigur- laug Jónsdóttir, er látin eftir langvarandi erfið veik- indi. Henni þótti alltaf vænt um heimahaga sína og bjó alla tíð á Bálkastöðum. Jóhanna var glæsileg kona, glöð og kát og alla tíð ánægð með sitt hlutskipti og alltaf gaman að heim- sækja hana. Þegar við vorum börn áttum við oft sérlegt erindi til hennar þegar kökuilm lagði um hlaðið, því hún var mikil húsmóðir í sér, var afbragðsgóður kokkur og allt svo snyrtilegt og fallegt hjá henni. Það var gaman að hlusta á hana segja frá ferðum sínum bæði heima og erlendis, hvað hún hafði JÓHANNA SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR ✝ Jóhanna Sigur-laug Jónsdóttir fæddist á Bálkastöð- um í Staðarhreppi í V-Hún. 28. apríl 1922. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 28. desember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Staðarkirkju í Hrútafirði 5. janúar. séð margt, en var jafnframt ánægðari með Hrútafjörðinn sinn því hann var allt- af bestur. Jóhanna var góður bílstjóri og var oft á ferðinni. Hún var félagsvera og hafði gaman af að hitta vini og vanda- menn, og verður okk- ur þá hugsað til þeirra vega sem hún þurfti að keyra, þeir voru ekki eins auð- veldir yfirferðar og nú er, en ekki lét hún það aftra för sinni á meðan heilsan leyfði. Jóhanna og Gunnar voru einstök hjón og alltaf var pláss hjá þeim, því Lóa amma bjó alla tíð hjá þeim og líka Hildur og Sigurjón meðan þeirra heilsa leyfði. Svo voru ógleymanlegir bíltúrarnir sem Gunnar bauð okkur í. Okkur er efst í huga þakklæti fyrir allar stundirnar sem við átt- um saman og sendum Óla Jóni, Arnari, Eyjólfi og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur. Bryndís, Ólafía Jóna, Jón og Magnús Eiríksbörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.