Morgunblaðið - 06.01.2002, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
GREIN sem birtist í Morgunblaðinu
8. nóvember sl. undir fyrirsögninni
„Enginn er svo lyginn“ vakti að von-
um athygli mína. Eftir að hafa lesið
umsamda grein nokkrum sinnum
komst ég að þeirri stórkostlegu nið-
urstöðu að hér á Íslandi hefðum við
mann sem án efa trúir því sem hann
segir.
Með fáum orðum virðist hann geta
leyst vandamál í Mið-Austurlöndum,
þar á ég við hið svokallaða Palestínu-
vandamál. Frá 15. maí 1948, sam-
kvæmt samþykkt Sameinuðu þjóð-
anna 1947, var ríki Ísraels stofnað á
landsvæði sem um aldir hefur verið
kallað Palestína. Þeir arabar og gyð-
ingar sem þar bjuggu voru skiljan-
lega kallaðir Palestínuarabar og Pal-
estínugyðingar. SÞ samþykktu að
skipta landinu milli gyðinga og araba.
Þrátt fyrir tregðu samþykktu gyðing-
ar þessa ákvörðun en arabar höfnuðu
henni. Þann dag sem hið nýja ríki sá
dagsins ljós réðust nágrannaþjóðir
araba á hið nýfædda ríki með það fyr-
ir augum að útrýma því. Þrátt fyrir
mikinn herafla og grimmd árásar-
þjóðanna tókst Ísrael að vinna það
stríð og stækkaði um leið landamæri
sín.
Það hafa verið gerðar margar árás-
ir frá arabískum nágrannaþjóðum á
þetta litla land í Ísrael (1⁄5 hluti stærð-
ar Íslands) en án þess að sigra það.
Höfundur að áðurnefndri grein segir
að Palestínumenn geri engar aðrar
kröfur en að farið sé eftir alþjóðalög-
um. Sé það gert þá sé friðurinn
tryggður! Ætli þetta muni nú vera
rétt? Síðan svokallaður friðarsamn-
ingur var gerður í Osló 1993 hefur
enginn raunverulegur friðarvilji verið
fyrir hendi meðal svokallaðra Palest-
ínumanna. Hvert hryðjuverkið hefur
rekið annað allar götur síðan. Það
væri hægt að rifja mörg þeirra upp.
Sjálfsmorðsárásir á saklausa vegfar-
endur í almenningsvögnum, börn á
leið í skóla, unglingar drepnir á
skemmtistöðum, saklaust fólk, fjöl-
skyldur, eldri og yngri sitjandi á veit-
ingastað sem sprengdur var í loft upp
fyrir skömmu í Jerúsalem og svo
mætti lengi telja.
Eru þá Ísraelar saklausir? Nei þeir
hafa einnig haft öfgamenn sem framið
hafa ódæði en þeir öfgamenn hafa
verið fordæmdir af ríkinu og þurft að
taka út dóm fyrir verknað sinn.
Þrýstingur hefur verið á Ísrael að
taka á móti palestínskum flóttamönn-
um sem flúðu 1948 hið nýja land (en
að hvatningu sinna eigin manna) m.a.
til nágrannalanda, Líbanons, Sýr-
lands og Jórdaníu. Einnig eru búðir í
Betlehem og á Gasasvæðinu. Þeim
var lofað að koma aftur eftir að arab-
ar hefðu sigrað og hrakið gyðingana í
sjóinn. Þetta fór eins og við vitum á
annan veg. Þeir eru enn í flótta-
mannabúðum.
Ég hef vegna starfs míns sem leið-
sögumaður getað heimsótt margar
þessara búða og alltaf orðið mjög
hryggur vegna þess vanbúnaðar sem
Palestínumenn sæta þar. En við verð-
um að horfast í augu við það að sá
mikli hópur svokallaðra flóttamanna
er ekki þeir sem flúðu 1948, þetta eru
þriðja og fjórða kynslóð þeirra. Þessir
hafa flestir aldrei komið til Ísraels en
þeim er haldið sem föngum af sínum
eigin „bræðrum“ og oft notaðir sem
sýningargripir fyrir ferðamenn og
sem áróður um grimmd Ísr-
aelsmanna. Þegar þeir flúðu er sagt
að þeir hafi verið milli 6 og 700.000, í
dag eru þeir taldir milli 3 og 4 millj-
ónir. Ætli áðurnefndur greinarhöf-
undur trúi því í raun að ef þessi fjöldi
kæmi og settist að í Ísrael væri friður
tryggður? Gyðingar í Ísrael eru um
4,8 milljónir! Nei og aftur nei. Friður
verður ekki tryggður þó svo Ísrael
skili aftur hernumdum svæðum á hin-
um svokallaða vesturbakka né þótt
leyfi fáist fyrir landflótta Palestínu-
menn til að snúa „heim“ aftur. Það er
aðeins gagnger hugarfarsbreyting
sem getur leyst þetta vandamál, með-
al araba og gyðinga.
Sem kristinn Ísraelsvinur vil ég
minna á orð þess friðarhöfðingja sem
fæddist í Betlehem.
Hann sagði: Frið læt ég yður eftir,
minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yð-
ur eins og heimurinn gefur. Hjarta
yðar skelfist ekki né hræðist. Hann
sagði einnig: Trúið á Guð og trúið á
mig.
Ef það er gert er friðurinn tryggð-
ur.
Shalom (friður).
ÓLAFUR JÓHANNSSON,
formaður félagsins ZÍON,
vina Ísraels.
Hver er
sannleikurinn?
Frá Ólafi Jóhannssyni:
MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um
sjúklingaskatta á nýliðnu ári. Ég er
einn þeirra sem hafa þurft að leita
lækninga á árinu, er að glíma við ex-
em. Í 25 daga hefi ég verið á húð-
lækningadeildinni á Vífilsstöðum,
farið í ljós og böð, þar og á göngu-
deildinni í Þverholti 18. Á Vífilsstöð-
um hefi ég fengið dýr lyf og áburð á
húðina og ég hefi fengið þar fæði í 25
daga.
Ekki hefi ég verið látinn greiða
eina einustu krónu fyrir allt þetta.
Mér finnst sanngjarnt að ég greiði
eitthvert gjald, a.m.k. upp í fæðis-
kostnað. Ég er ekki fyllilega sáttur
við að tekið sé úr sameiginlegum
sjóði þjóðarinnar til að greiða matinn
ofan í mig á meðan ég þigg óskertan
ellilífeyri og tekjutryggingu frá
Tryggingastofnun ríkisins.
Að lokum langar mig að biðja
Morgunblaðið fyrir þakkarorð til
þess ágæta fólks sem vinnur á áð-
urgreindum stöðum. Á húðlækninga-
deildinni á Vífilsstöðum vinnur svo
frábært fólk, að strax á fyrsta degi
þar fannst mér ég vera í faðmi sam-
hentrar og glaðværrar fjölskyldu, og
vera einn af meðlimum hennar.
Bestu þakkir og gleðilegt nýtt ár.
KRISTJÁN GUÐMUNDSSON,
Kópavogsbraut 1a, Kópavogi.
Sjúklingaskattar
Frá Kristjáni Guðmundssyni: