Morgunblaðið - 06.01.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.01.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er erfitt að sjá hvort hægt sé að troða fleirum inn í hosilóið henn- ar Jónínu Jörgens, umsjónarmanns félagsstarfs Hrafnistu í Laugarási, því um fimmtán manns hafa komið sér fyrir í sætum meðfram veggjum, úti í horni, frammi við dyr og undir súð. Enginn telur þó þrengslin eftir sér því nú skal rifja upp gamla tíma, manneskjur og atvik með sérrístaup og konfekt sér til fulltingis. Minningarhópurinn, sem svo er kallaður, hittist reglulega á föstu- dögum til að spjalla saman og að þessu sinni hefst fundurinn með því að skálað er fyrir nýja árinu. Það eru enda áramót og þrettándinn sem athygli fundargesta beinist að að þessu sinni. „Við fórum niður á höfn á gamlárskvöld og þar var skotið upp flugeldum sem var virki- lega spennandi,“ segir kona að nafni Anna eftir að Jónína spyr hvernig áramótin fóru fram í þá daga. Önn- ur kona, Sabína, tekur undir en báð- ar áttu þær heima í Vesturbænum í Reykjavík á þessum tíma. Það er greinilegt að það hefur verið hátíð- leg stemmning á höfninni þegar þetta var og þær segja margt fólk hafa komið á höfnina af þessu tilefni „sérstaklega ef það var gott veður“. Fleiri kannast við að nýju ári hafi verið fagnað með púðri. „Það voru púðurkellingar og kínverjar en þeir voru óskemmtilegir,“ segir einn við- staddra og er feginn að búið er að banna þá. „Þeir voru bara stór- hættulegir.“ Þetta verður til þess að flugeldaskot dagsins í dag ber á góma og fundargestir eru sammála um að þau séu „óráðsía á hæsta stigi“. Eftir nokkrar umræður kemst hópurinn þó að þeirri nið- urstöðu að flugeldarnir séu ekki al- slæmir því með sölu þeirra séu björgunarsveitirnar styrktar og þær séu nauðsynlegar. Einhver bæt- ir þó kíminn við að reyndar sé ólík- legt að þeir, sem taki þátt í umræð- unum, fari að týnast á fjöllum úr þessu. Helv… víxlarnir! Brennur og álfadans er þó það sem flestir í minningarhópnum tengja við áramótin forðum daga. Þeir sem eru úr sveit segja lítið hafa verið gert þar í tilefni áramótanna, nema að ein man eftir því að í henn- ar sveit hafi verið álfadans. „Það var í Hnífsdal og þar bjó fólk sig sem kóng og drottningu og álfa og sungu mikið.“ Aðrir muna eftir slíku á þrettándanum þar sem púk- ar komu einnig við sögu og þá var vissara að láta ljós loga í öllum her- bergjum. „Það er eitt gamlárskvöld sem ég man sérstaklega eftir,“ segir kona að nafni Sæunn. „Þá fórum við stelpurnar niður í bæ, ætli ég hafi ekki verið svona um 15 ára, og þá brann húsið hans Gests Þorsteins- sonar á horninu á Skólavörðustíg og Frakkastíg. Loginn var svo mikill að maður gekk neðan úr miðbæ og rakleitt að húsinu sem brann síðan til kaldra kola.“ Í ljós kemur að fleiri muna eftir þessu atviki. Í Vestmannaeyjum voru brennur og einhverju smávegis var skotið upp samkvæmt konu einni sem þar bjó. „Eitt sinn kviknaði í Útvegs- bankanum í Eyjum á aðfangadag. Þetta var einhverntíman upp úr 1920 og þá sagði einn: Þetta er gott því nú brenna allir helvítis víxl- arnir!“ Sögumaður uppsker hlátur. Hins vegar fylgir sögu að húsið brann ekki að fullu. „Þannig að það var hægt að bjarga víxlunum,“ bæt- ir konan kímin við. Heyrði aldrei kýrnar tala Stöðugt fleiri bætast í hópinn. „Ef við verðum þrettán þá ætla ég út,“ segir eldri frú en greinilega er ekki mikil alvara á bak við þau orð því hún fer hvergi þrátt fyrir að talan komist vel yfir það enda ekki létt að slíta sig frá hópnum þegar umræð- urnar eru komnar almennilega í gang. Og nú er rætt um þá töfra sem fylgja áttu nýársnóttinni. „Kýrnar gátu talað á nýársnótt en ég heyrði þær nú aldrei tala þegar ég var í sveitinni,“ segir einhver og glottir. „Láguð þið ekkert á hleri?“ spyr Jónína að bragði en enginn kannast við að hafa staðið í því. Hins vegar eru viðstaddir vissir um að einhver hafi virkilega trúað þessu upp á kýrnar. „Svo mátti fólk ekki vera á kross- götum því þá kom eitthvað fyrir það,“ segir kona að nafni Signý. Önnur kona tekur við frásögninni. „Það mátti ekki tala þegar menn sátu á krossgötunum því þá urðu þeir annað hvort brjálaðir eða eitt- hvað kom fyrir þá. Sagan segir af manni sem gat ekki þagað þegar honum var boðið flot heldur sagði: sjaldan hef ég flotinu neitað.“ Hræddi kvenfólkið Áfram er haldið þótt regnið bylji á þakgluggum en það skiptir ekki máli því ylurinn af minningunum er góður. Karlarnir í hópnum láta tób- akshorn ganga sín á milli og margir gæða sér á konfekti. Þetta er nota- leg stund. „Ég man sérstaklega eftir einum þrettánda,“ segir Signý. „Það var alltaf farið í leiki á tyllidögum og sérstaklega á þrettándanum. En um það leyti sem kvöldmaturinn var borðaður kom brjálaður kall inn á heimilið. Ég man eftir því hvað við krakkarnir urðum sárir því við hugsuðum sem svo að nú yði ekkert gert – enginn dans, engir leikir og ekki neitt því kallinn var svo vitlaus. Hann hafði verið að flækjast um og var svona ruglaður. En svo tóku piltarnir sig til og fóru með hann austur fyrir á, því þar var hann sveitfastur. Það var ekki byrjað fyrr en seint að skemmta sér en það var gert.“ „Þetta hefur ekki verið hann Ást- arbrandur?“ spyr ein konan. Sú reynist ekki hafa verið raunin en í ljós kemur að margir kannast við þann kauða, bæði þeir sem bjuggu í Reykjavík og úti á landi. „Hann var voðalega gjarn á að hræða kvenfólk, klikkaður og gekk við prik. Einu sinni kom hann til Akureyrar og hljóp á eftir kvenfólkinu. Svo kom hann allt í einu aftan að þeim og rak prikið undir pilsið þeirra og rak upp voðalegt öskur.“ Hélt í við Esjuna Mjög margir í hópnum muna eftir Ástarbrandi og karlinn atarna virð- ist hafa verið ansi frár á fæti. „Hann hljóp frá Hólmavík í Reykjarfjörð og hann hélt í við Esjuna því hann kom um leið og hún að bryggju, hann var svo fljótur að hlaupa. Hann var sagður þindarlaus!“ Fleiri sögur af furðufuglum úr fortíðinni eru rifjaðar upp sem virð- ast hafa verið margir og flestir með viðurnöfn af einhverjum toga. Það er greinilegt að margir þeirra áttu bágt og höfðu hvergi höfði sínu að halla. „Sumir sváfu í tunnunum niðri á höfn í Reykjavík og í hita- veiturörunum,“ segir ein konan og það er á henni að skilja að fátæktin hafi ekki verið betri að eiga við í þá daga en nú. Minningarhópurinn á Hrafnistu rifjar upp áramót og þrettándann fyrr á tímum Talandi kýr og þagnar- bindindi á krossgötum Morgunblaðið/Sverrir Í upphafi spjallsins var skálað fyrir nýja árinu í sérríi sem yljaði viðstöddum þrátt fyrir slagviðrið úti fyrir. STJÓRN Verkalýðsfélags Borgar- ness gagnrýnir Norðlenska mat- borðið ehf. fyrir uppsagnir allra starfsmanna fyrirtækisins í Borgar- nesi, samtals um 37 manns, fyrir ára- mót. Segir í fréttatilkynningu frá stjórninni að aðkoma Norðlenska sé með endemum. „Þetta fyrirtæki ... tók yfir rekstur stórgripasláturhúss og kjötvinnslu fyrir hálfu ári og gerði þá bindandi þriggja ára leigusamning við Goða (Kjötumboðið) eftir úttekt á húsnæði og tekjum. Því er ekki óeðlilegt að spurt sé hvað hafi breyst á þessu u.þ.b. 6 mánaða tímabili …,“ segir m.a. í fréttatilkynningunni. Kemur fram að sama dag og upp- sagnarbréfin voru afhent var boðað til fundar heimamanna sem hugsan- lega þyrftu að koma að málinu og var hann haldinn síðastliðinn miðviku- dag. „Þar kom fram mikil og góð samstaða og þriggja manna hópi var falið að skoða alla hugsanlega mögu- leika á að hér í Borgarbyggð yrði áfram rekið sláturhús og kjötvinnsla sem byggð er á áratuga reynslu fólks á þessu svæði.“ Í ályktun stjórnarinnar frá fundi hennar á fimmtudag er þessum skjótu og jákvæðu viðbrögðum fagn- að auk þess sem „lítt grundaðar upp- sagnir“ alls starfsfólks Norðlenska í Borgarnesi eru harmaðar. „Vandinn meiri en okkur grunaði“ Jón Helgi Björnsson, fram- kvæmdastjóri Norðlenska, segir ljóst að þegar fyrirtækið tók við vinnslu Goða í Borgarnesi hafi verið verulegur rekstrarvandi þar. „Vand- inn var kannski meiri en okkur grun- aði. Við höfum legið yfir rekstrinum og reynt að greina hvað þyrfti að gera til að koma honum í viðunandi horf og ein af þeim niðurstöðum var að þessi starfsemi í Borgarnesi hent- aði okkur ekki.“ Hann segir þetta ekki hafa legið fyrir þegar leigusamningurinn var gerður. „Menn gera ekki þriggja ára leigusamninga ef þeir eru búnir að taka ákvörðun um eitthvað annað. Við vissum í sjálfu sér að reksturinn var erfiður á öllum þessum einingum en það var langt frá því að fyrir lægi að þessi ákvörðun yrði tekin.“ Jón Helgi segir Norðlenska þó ekki hafa hafnað því að framselja leigusamninginn til einhverra sem vildu taka reksturinn yfir. Uppsagnir Norð- lenska í Borgar- nesi gagnrýndar RAUÐA kortið er nafn á nýju 90 daga afsláttarkorti í vagna Strætó bs., sem tekið verður í notkun á mánudag. Nýja kortið er ekki skráð á nafn og geta margir einstaklingar því nýtt sér það. Það voru Ásdís Halla Bragadótt- ir, bæjarstjóri Garðabæjar, og Sig- urður Geirdal, bæjarstjóri Kópa- vogs, sem veittu fyrstu kortunum móttöku á skiptistöðinni í Mjódd í gær og var það Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó bs., sem afhenti þeim kortin. Verð rauða kortsins er 9.900 krónur en á mánudag hækkar verð græna og gula kortsins um 100 krónur. Þá taka gildi breytingar á leiðakerfi Strætó sem hafa áhrif á vagna númer 10, 11, 112, 8, 14, 16 og 17 og loks leið 13 sem eftir breytinguna fær númerið 18. Hægt er að kynna sér þessar breytingar nánar á heimasíðunni www.bus.is fljótlega eftir helgi eða hringja í upplýsingasíma Strætó sem er 551 2700. Morgunblaðið/Golli Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs (t.v.), og Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar, virða fyrir sér nýju kortin sín. Á milli þeirra stendur Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó bs. Nýtt 90 daga afsláttarkort í strætó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.