Morgunblaðið - 06.01.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.01.2002, Blaðsíða 1
MORGUNBLAÐIÐ 6. JANÚAR 2002 4. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Síðustu fílarnir Síðustu fílarnir sem verða fluttir frá Taílandi voru gefnir Margréti Þórhildi Danadrottningu fyrir skemmstu. Jóhann Sigfússon kvikmyndagerðarmaður fylgdist með fílunum í sínu náttúrulega umhverfi og flutningnum til Danmerkur. Guðjón Guðmundsson rekur hér söguna sem sýnd verður í formi heimildarmyndar, Dronningens elefanter, í danska sjónvarpinu í endaðan janúar./12 ferðalögHestaferðir að vetri til bílarCorolla Verso börnTalandi kýr bíóSigurganga Diller Sælkerar á sunnudegi Ástardrykkur og vetrarelixír Hús eiga að vera tímalaus, að mati Péturs Ármannssonar arkitekts. Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 6. janúar 2002 B Eitrað peð á Hannes tveir 16 Myntbandalag er engin töfralausn 12 Hjálp til sjálfshjálpar 10 LEIÐTOGAR Indlands og Pakist- ans komu hvor öðrum á óvart í gær, annar með handabandi og hinn með fálæti. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, kom Atal Bihari Vajpayee, forsætisráðherra Ind- lands, á óvart með því að rétta fram hönd sína eftir að hafa haldið ræðu þar sem hann bauð vináttu og viðræður. „Ég rétti Vajpayee forsætisráð- herra höndina, sem raunverulegan og einlægan vináttuvott,“ sagði Musharraf. „Við skulum sameinast í ferð til friðar, eindrægni og fram- fara í Suður-Asíu.“ Með daufu brosi reis Vajpayee á fætur og tók í útrétta hönd Musharrafs. Aðrir leiðtogar á fundi ráða- manna í ríkjum í Suður-Asíu, sem haldinn er í Katmandú í Nepal, virtust varpa öndinni léttar og fundarmenn klöppuðu, í þeirri von að indverski og pakistanski leiðtog- inn myndu hefja viðræður um leiðir til að draga úr þeirri spennu sem ríkt hefur á landamærum ríkjanna undanfarið. Þetta var í fyrsta sinn sem Musharraf og Vajpayee tókust í hendur síðan fundurinn hófst á föstudagsmorgun. Vajpayee brást síðan við ræðu Musharrafs og var harðorður. Hann krafðist þess að Pakistanar hættu að skjóta skjólshúsi yfir ísl- amska öfgamenn, sem gefið hefur verið að sök að hafa ráðist inn á indverska þingið 13. desember sl. Sá atburður er rótin að aukinni spennu í samskiptum ríkjanna und- anfarið. Vajpayee sagðist ennfremur glaður yfir að Musharraf hefði boð- ið fram sáttarhönd. „Þið eruð vitni að því, að ég hef tekið í hönd hans. Nú verður Musharraf forseti að fylgja handtakinu eftir með því að leyfa ekki að í Pakistan starfi hryðjuverkamenn er gera tilefnis- lausar árásir í Indlandi.“ Vajpayee virti Musharraf ekki viðlits Að lokinni ræðu sinni hunsaði Vajpayee Musharraf og gekk hægt fram hjá honum án þess að líta í átt til hans. Musharraf hafði heils- að forseta Maldíveyja, Abdul Gayoom, og beið síðan uppi á sviði á meðan Vajpayee heilsaði upp á Chandrika Kumaratunga, forseta Srí Lanka. En Vajpayee virti Musharraf ekki viðlits, og fór af sviðinu. Musharraf yfirgaf sviðið um leið og Vajpayee var farinn. Herir landanna tveggja, sem bæði eru kjarnorkuveldi, hafa verið í við- bragðsstöðu á landamærunum síð- an íslömsku öfgamennirnir gerðu árásina á indverska þingið. Segja indversk stjórnvöld að með árás- inni hafi verið „farið yfir nýjan þröskuld“ í hryðjuverkastarfsemi, og Vajpayee hefur gefið í skyn að sér hafi þótt sem árásin beindist að sér. Indverjar saka Pakistana um að veita íslömsku öfgamönnunum þjálfun og vopn en pakistanska stjórnin neitar því. Segja Pakist- anar að öfgamennirnir berjist fyrir frelsi og að stjórnin geti ekki heft ferðir þeirra í Kasmírhéraði, sem Indverjar og Pakistanar hafa tvisv- ar háð styrjöld vegna. Vajpayee fagnar sáttaboði Musharrafs Katmandú í Nepal. AP. AP Forseti Pakistans, Pervez Musharraf, til vinstri, steig úr pontu og gekk til forsætisráðherra Indlands, Atals Biharis Vajpayees, og rétti honum hönd sína á fundi leiðtoga ríkja Suður-Asíu í Katmandú í gær. HVERGI er meira spik í Banda- ríkjunum en í Houston í Texas. Heilsutímaritið Men’s Health hefur veitt borginni þann vafa- sama heiður að vera „feitasta borg í Bandaríkjunum“. Við val- ið var stuðst við upplýsingar um loft- og vatnsmengun, sjónvarps- áhorf, offitu, fjölda almennings- garða og opinna svæða, loftslag og næringargildi fæðu. Síðar í mánuðinum ætla borg- aryfirvöld í Houston að hefja heilsuátak og fylgja þar frum- kvæði yfirvalda í borginni Phil- adelphia, sem hófu slíkt átak eftir að tímaritið veitti borginni þennan vafasama heiður árið 1999. Árangurinn lét ekki á sér standa og í fyrra var Phila- delphia í þriðja sæti á lista Men’s Health og nú í ár í fjórða sæti. Chicago er í öðru sæti núna og Detroit í þriðja. Heilsusamlegasta borg Bandaríkjanna, samkvæmt könnun tímaritsins, er Colorado Springs, Denver er í öðru sæti og svo koma San Diego, Seattle og San Francisco. Feitasta borgin Houston. AP. KREPPA vofir yfir í japönsku fjár- málalífi og stjórnvöld munu neyðast til að koma bönkunum til bjargar með einni billjón (milljón milljónum) dollara. Kemur þetta fram í áliti bandarískrar rannsóknastofnunar. „Japanir virðast fljóta sofandi að feigðarósi,“ segir John H. Makin í grein, sem birtist í mánaðarritinu Economic Outlook, en hann starfar hjá stofnun, sem fæst við að greina efnahagsmál og stefnu stjórnvalda víða um heim. „Neikvæð eign japanska banka- kerfisins er eitthvað um ein billjón dollara og þegar það hrynur mun ríkisstjórnin eða seðlabanki landsins neyðast til að leggja fram það fé til að tryggja innstæðurnar,“ segir Makin. Við það myndu gífurlegar skuldir ríkisins aukast um 15% og þetta aukna peningamagn myndi síðan leiða til þess, að gengi gjald- miðilsins og ríkisskuldabréfa hryndi. Segir Makin, að verðhjöðnunin og skuldakreppan í Japan séu alvarleg ógnun við efnahagslífið í heiminum. Líkt við dautt hross Í skýrslunni eru japönsk stjórn- völd harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki náð tökum á verðhjöðnuninni, sem hafi gert mörgum ókleift að borga af skuldum sínum, og aðgerð- um seðlabankans er líkt við mann, sem reynir að berja áfram dautt hross. „Dauða hrossið er japanska bankakerfið, sem er í raun komið í greiðsluþrot og getur ekki lengur tekið lán hjá seðlabankanum til að lána aftur til atvinnulífsins í land- inu.“ Varað við banka- hruni í Japan Tókýó. AFP. LEIÐTOGI talibanahreyfingarinn- ar, múllann Mohammad Omar, virð- ist hafa komist undan á flótta frá fylgsni sínu í borginni Baghran í Helmand-héraði í Afganistan, að sögn afganskra leyniþjónustu- manna. Breska ríkisútvarpið, BBC, sagði í gærmorgun að Omar hefði flúið á mótorhjóli við fimmta mann. Aftur á móti hefðu allir aðrir fylgis- menn talibana sem höfðust við í Baghran og nágrenni gefist upp. „Hópurinn sem við sendum til Helmand-héraðs til viðræðna við tal- ibana greindi frá því að Omar hefði flúið frá Baghran og væri farinn úr héraðinu,“ sagði leyniþjónustu- fulltrúi við fréttastofuna AFP. Afg- önsk yfirvöld höfðu gefið í skyn að einungis væri tímaspursmál hvenær samið yrði um uppgjöf Omars. Omar sagð- ur flúinn á mótorhjóli Kabúl. AFP. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.