Morgunblaðið - 06.01.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.01.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 30/12 – 5/1 ERLENT INNLENT  FYRSTI Íslendingurinn sem fæddist á árinu 2002 kom í heiminn í Dan- mörku en það var stúlka. Fyrsta barnið sem fædd- ist hérlendis var einnig stúlka en hún kom í heiminn á Landspítala- háskólasjúkrahúsi laust fyrir klukkan 11 á nýárs- morgun.  VEÐURSPÁRGÖGN frá samevrópsku reikni- miðstöðinni í Reading í Bretlandi hættu að berast Veðurstofu Íslands um áramótin. Þó að Veð- urstofunni berist spágögn víðar að segir veð- urstofustjóri þetta baga- legt þar sem að jafnaði hafi bestu spárnar komið frá Reading.  ÍSLENSKUR karl- maður mátti dúsa á fjórða tíma í fangaklefa á flugvellinum í Wash- ington í Bandaríkjunum á miðvikudagskvöld eftir að hafa sagt að hann væri „alla vega ekki með sprengjur í skónum“.  Dómsmálaráðuneytið hefur samþykkt að fram- selja 25 ára gamlan Letta til þarlendra yfirvalda. Maðurinn er grunaður um aðild að þremur morðum í heimalandi sínu áður en hann fluttist til Dalvíkur og hóf þar störf á síðasta ári.  ÓLAFUR F. Magn- ússon borgarfulltrúi, sem sagði sig úr Sjálfstæð- isflokknum skömmu fyrir jól, segist alvarlega vera að íhuga sérframboð fyr- ir borgarstjórnarkosning- arnar í maí næstkomandi. Þrír fórust í eldsvoða UNG HJÓN og eins og hálfs árs gam- all sonur þeirra fórust í eldsvoða á Þingeyri aðfaranótt föstudags. Mann- inum hafði tekist að koma eldri syni þeirra hjóna út úr brennandi húsinu áður en hann fór aftur inn til að freista þess að bjarga konu sinni og yngra barninu. Foreldrar mannsins og systir, sem bjuggu á efri hæð hússins, komust öll ómeidd út úr húsinu. Virðist sem eldsprenging hafi orðið eftir að maðurinn sneri aftur inn í hús- ið en tiltölulega lítill eldur hafi verið í húsinu áður. Reykkafarar fundu fólkið á gólfi svefnherbergisins og voru þau úrskurðuð látin skömmu síðar. Sonur þeirra sem bjargaðist er á fjórða ári og var hann fluttur á Fjórðungssjúkra- húsið á Ísafirði vegna gruns um reyk- eitrun. Útflutningur meiri en spáð var VÖRUSKIPTI við útlönd voru hag- stæð um 1,9 milljarða í nóvember síð- astliðnum, samkvæmt frétt frá Hag- stofu Íslands. Samdráttur varð í innflutningi til landsins en útflutningur í mánuðinum varð meiri en gert hafði verið ráð fyrir í efnahagsspám. Að sögn Bolla Þórs Bollasonar, skrifstofu- stjóra efnahagsskrifstofu fjármála- ráðuneytisins, kann þetta að verða til þess að vöruskiptahallinn verði minni en gert var ráð fyrir í forsendum fjár- laga. Skemmdarvargar um áramót UM 150 rúður í eigu Reykjavíkurborg- ar voru brotnar um og eftir áramótin. Flestar rúðurnar voru í grunnskólum en einnig voru rúður brotnar í leikskól- um og einstaka stofnun. Er tjónið met- ið á um 3–4 milljónir króna. Þá voru rúður brotnar í fimm grunnskólum og leikskóla í Kópavogi um áramótin. Evran vel af stað ENGIN meiriháttar vandkvæði fylgdu upptöku evrunnar, sameigin- legs gjaldmiðils tólf Evrópusambands- ríkja, um áramótin en á miðvikudag- inn reyndi í fyrsta skipti verulega á, enda sneri fólk þá aftur til vinnu og verslanir og bankar voru opnaðir á ný eftir áramót. Umbreytingin gekk al- mennt vel þó að í mörgum verslunum tæki lengri tíma en ella að afgreiða fólk með skiptimynt. Gengi evrunnar gagnvart bandaríkjadalnum hækkaði jafnframt um tvö prósent, og var kom- ið yfir 90 sent seinnipartinn á fimmtu- dag. Ein evra jafngildir rúmlega 91 ísl. kr. Biðraðir mynduðust sums staðar í bönkum og pósthúsum og margir verslunareigendur reyndust ekki hafa nægilega mikið magn af evrumynt við höndina. Ótti manna um að þolinmæði fólks myndi þrjóta, vegna þess að öll afgreiðsla gengi hægar, reyndist hins vegar hafa verið óþarfur og fólk sýndi hvarvetna stillingu. Á hinn bóginn var nokkuð um bankarán enda vitað mál að mikið magn evra yrði í geymslu í bönkum evrulandanna tólf. Leitaði lögregla í Þýskalandi fjögurra manna, sem komist höfðu undan með tugi þús- unda evra í borginni Habkirchen í Suðvestur-Þýskalandi, og bankarán voru einnig framin á Írlandi og í Grikklandi. Fimmti forsetinn EDUARDO Duhalde, vinstrisinnaður þingmaður, var kjörinn fimmti forseti Argentínu á tólf dögum í atkvæða- greiðslu á argentínska þinginu á ný- ársdag. Duhalde hét því að afnema tengingu argentínska pesóans við bandaríkjadal. Þúsundir manna komu saman á götum Buenos Aires eftir kjörið og kröfðust þess að efnt yrði til almennra kosninga þegar í stað. Duhalde er fimmti forseti Argentínu á tæpum hálfum mánuði.  YFIRVÖLD í Banda- ríkjunum munu fara fram á að fyrrverandi leiðtogi talibanastjórnarinnar í Afganistan, múllann Mo- hammad Omar, verði framseldur til Bandaríkj- anna gefi hann sig fram við andstæðinga talibana í Afganistan. Bandaríska varnarmálaráðuneytið (Pentagon) greindi frá þessu á miðvikudaginn. „Við væntum þess að hann verði á okkar valdi,“ sagði Victoria Clarke, fulltrúi Pentagon, við fréttamenn.  NEFND öldunga- deildarþingmanna í Bandaríkjunum mun leggja fram stefnu á hendur stjórnendum og endurskoðendum fyr- irtækisins Enron og krefj- ast þess að þeir láti nefnd- inni í té öll skjöl sem varða rannsókn hennar á skyndilegu gjaldþroti fyrirtækisins. Þingmað- urinn Joseph Lieberman tilkynnti fyrirhugaða rannsókn á miðvikudaginn og útilokaði ekki að tengsl Enron við George W. Bush forseta yrðu rann- sökuð.  MEGRUNARPILLUR eru ekki lengur í tísku og fólk vill nú frekar snæða kvöldverð með fjölskyldu sinni og njóta lífsins en rembast við að ná kjör- þyngd ef marka má bandarískar skoðanakann- anir. Niðurstöðurnar benda til þess að hryðju- verkin 11. september hafi breytt gildismati Banda- ríkjamanna. HRÆÐSLA hefur brotist út meðal íbúa New York á ýmsan hátt und- anfarna fjóra mánuði, meðal annars í mjög sýnilegri þjóðerniskennd, að sögn Margrétar Theodóru Hjalte- sted víóluleikara sem búið hefur í New York í 13 ár. Hún segir að þótt fólk sé að rétta úr kútnum sé það innst inni varnarlaust. „Fólk heldur sig helst heima og fer ekkert,“ segir hún og áréttar að fólk hafi misst öryggið og trúna á framtíðina. Því hafi verið áberandi að fólk hafi tekið veigamiklar ákvarðanir varðandi líf sitt að und- anförnu, ekki frestað því til morg- uns sem hægt væri að gera í dag eins og að ganga í hjónaband, skilja, gera erfðaskrá og svo framvegis. Sjálfboðaliði í athvarfi Margrét Hjaltested hefur unnið sem sjálfboðaliði í athvarfi fyrir heimilislausa á vegum samtaka heimilislausra í samvinnu við kirkju í New York frá kvöldi til morguns einu sinni í mánuði í á fjórða ár, en markmið þessara samtaka er að að- stoða fólk við að verða sjálfbjarga. Svona samtök eru víðs vegar í Bandaríkjunum og víðs vegar í New York en Margrét Hjaltested segir að fyrir nokkrum árum hafi tvær milljónir manna verið heim- ilislausar í Bandaríkjunum og þeim hafi fjölgað, því kerfið bjóði ekki upp á félagslega aðstoð og hafi fólk ekki heldur fjölskyldur til að fara til bíði þess ekkert nema gatan. Íbúar Bandaríkjanna séu mjög meðvitaðir um góðgerðarstarfsemi og láti fé af hendi rakna til þeirra en hreinlega sé ekki nægur mannskapur til að sinna þeim sem þurfi á aðstoð að halda. Kerfið sé sprungið. „Það má ekkert út af bera og þegar svona gerist, eins og árásin í haust, bætast stöðugt fleiri í þennan hóp og börn fæðast inn í hann. Þetta er þjóð inn- an þjóðarinnar.“ Athvarfið, þar sem Margrét Hjaltested vinnur, er hugsað fyrir átta gesti og segir hún að þeir séu betur settir en margir aðrir í álíka athvörfum. Þeir séu í ákveðnu milli- bilsástandi, til dæmis í meðferð vegna eiturlyfjaneyslu, og séu því yfirleitt ekki þar til lengri tíma. Hins vegar hafi fjöldi gesta tvöfald- ast í vikunni eftir árásina og þannig hafi ástandið verið úti um alla borg. Til viðbótar við svonefnda fasta- gesti hafi bæst við aðrir sem hafi ekki átt í nein hús að venda, því ekki hafi verið hægt að fara áfram í kirkjukjallara í grennd við Twin Towers. Versta ástand í 70 ár Hún segir að ástandið í borginni hafi ekki verið verra síðan í krepp- unni á þriðja áratug nýliðinnar ald- ar eða í um 70 ár, en vegna árás- arinnar á Bandaríkin 11. september sl. og lægðar í efnahagsmálum hafi aldrei verið eins margir heim- ilislausir. „Ástandið hefur mikil áhrif á starfið í athvörfunum, því aldrei hafa verið eins margir svang- ir, kaldir og heimilislausir í New York,“ segir hún og bætir við að hún hafi valið sér þetta áhugamál, að sinna öðrum, vegna trúarinnar á betri heim. „Sumir fara í golf og sumir hjálpa öðrum,“ segir hún. Í þessu sambandi bendir hún á að margir efnaminni í láglaunastörfum hafi misst vinnuna og þar sem hús- næði sé mjög dýrt í New York sé fólk fyrst og fremst að reyna að halda því sem það hafi. „Ein milljón New York-búa fær matargjafir á einhvern hátt, hvort sem um er að ræða í svonefndum súpueldhúsum eða athvörfum og biðraðirnar í þessum súpueldhúsum hafa ekki verið eins langar í 70 ár.“ Að sögn Margrétar Hjaltested varð mikil breyting á New York við árásina og hún leyni sér ekki fjórum mánuðum síðar því þó atvinnuhjólin séu farin að snúast á ný kraumi mikil hræðsla undir niðri hjá íbúun- um. Vegna árásarinnar á New York hafi um 100.000 manns misst vinn- una í borginni og síðan hafi tala at- vinnulausra aukist mikið. Auk- inheldur fari öll framlög til góðgerðarstarfsemi í sjóði sem tengjast árásinni og uppbyggingu vegna hennar. Þá hafi nýi borg- arstjórinn tilkynnt 20% niðurskurð á framlagi borgarinnar til ýmissa mála vegna árásarinnar. Þótt fjórir mánuðir séu frá árás- inni segir Margrét Hjaltested að stöðugt sé verið að minna á 11. sept- ember. Víða séu uppi myndir af fólki sem ættingjar auglýsi eftir og allir hafi þekkt einhvern sem hafi látist í árásinni eða eigi um sárt að binda í kjölfar hennar eftir að hafa misst ástvini eða kunningja. Aldrei fleiri heimilislausir í New York en nú Morgunblaðið/Ásdís Margrét Theodóra Hjaltested, víóluleikari í New York. AÐSÓKN í Kringluna í jólavik- unni, þ.e. næstsíðustu viku árs- ins, var betri en á sama tíma árið áður, svo munaði um 6%. Að sögn Arnar Kjartanssonar, framkvæmdastjóra Kringlunn- ar, ríkir gríðarleg ánægja með- al kaupmanna í Kringlunni með jólaverslunina, enda sé auking á aðsókn þrátt fyrir stóraukna samkeppni á árinu með tilkomu Smáralindar. Samkvæmt mælingum Kringlunnar á aðsókn sóttu ríf- lega 200.000 manns verslunar- miðstöðina í jólavikunni árið 2000. Í nýliðinni jólaverslun sóttu hins vegar um 215 þús- und manns Kringluna og segir Örn þetta sérstaklega athygl- isvert í ljósi þess að árið 2000 hafi verið algjört metár í sögu Kringlunnar. „Fyrirfram höfðu menn áhyggjur af áhrifum aukinnar samkeppni á haustverslunina og þess vegna koma þessar niðurstöður okkur ánægjulega á óvart. Sérstaklega kemur jólaverslunin vel út,“ segir Örn. Aðsókn í Kringluna 6% fleiri gestir í jólavikunni en í fyrra GUNNAR B. Guð- mundsson, fyrrverandi hafnarstjóri í Reykja- vík, er látinn, 76 ára að aldri. Gunnar fæddist í Breiðavík í Rauða- sandshreppi 18. júlí 1925, sonur hjónanna Guðmundar B. Ólafs- sonar, búfræðings og bónda, og Maríu Torfa- dóttur húsfreyju. Gunnar varð stúdent frá MA árið 1945, lauk fyrrihlutaprófi í verk- fræði frá Háskóla Ís- lands 1948 og prófi í byggingarverkfræði frá Danmarks Tekniske Højskole 1952. Hann stund- aði framhaldsnám í strandverkfræði við Tækniháskólann í Delft í Hollandi á árunum 1963–1964 og lauk prófi þaðan í sjávarfalla- og strandverk- fræði. Gunnar sótti einnig námskeið í stjórnun og rekstri hafna við TH í Delft og ACTIM í París. Gunnar var verkfræðingur hjá Vita- og hafnamálastjóra í Reykjavík 1952–1954 og hjá bæjarverkfræð- ingnum í Reykjavík 1954–1960. Hann rak eigin verkfræðistofu í Reykjavík ásamt Stefáni Ólafssyni 1960–1964. Gunnar var hafnarstjóri í Reykjavík árin 1965–1989. Gunnar fór sem ráðu- nautur um fiskihafnir á vegum FAO, Matvæla- og þróunar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, til Máritaníu árið 1972 og til Kúveit árið 1985. Gunnar sat í stjórn Verkfræðingafélags Ís- lands og gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörf- um fyrir félagið. Þá var hann aðalhvatamaður að stofnun Hafnasam- bands sveitarfélaga og formaður frá stofnun 1969 til 1988. Hann sat í samstarfsnefnd um hafnamál, síðar hafna- ráði, 1975–1988 og gegndi ýmsum nefndastörfum á vegum Alþjóða- hafnasambandsins. Gunnar var félagi í Rótarýklúbbi Reykjavíkur frá 1965 og forseti þar 1980–1981. Hann var í félagi borgar- starfsmanna á Norðurlöndum og í stjórn Landsmálafélagsins Varðar ár- in 1966–1970. Hann hlaut ýmsar við- urkenningar fyrir störf sín: Riddara- kross Hinnar íslensku fálkaorðu og finnsku Ljónsorðunnar, stórriddara- kross dönsku Dannebrogsorðunnar og norsku St. Olavsorðuna. Þá var honum einnig veitt heiðursmerki finnska Hafnasambandsins úr gulli. Gunnar kvæntist 1950 Guðrúnu J. Þorsteinsdóttur og áttu þau sex börn. Andlát GUNNAR B. GUÐMUNDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.