Morgunblaðið - 13.01.2002, Síða 2

Morgunblaðið - 13.01.2002, Síða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR síðasta Kötlugos varð árið 1918 hlóðst mikið af sandi framan á landið sunnan við þorpið í Vík í Mýrdal en þar áður hafði verið sáralítið undirlendi þar sem þorpið stendur. Síðustu 20 ár hefur sjórinn verið að éta sand og jarðveg fram- an af fjörunni vegna ríkjandi vest- an- og suðvestanátta. Guðgeir Guð- mundsson hefur fylgst með fjörunni áratugum saman og segir hann að á einu stórstraumsflóði í fyrravetur hafi hann mælt 5 metra landbrot suður af Víkurþorpi. Hann mælir alltaf fjöruna frá sama stað suður af hesthúsum sem eru rétt í jaðri þorpsins austan við og þegar hann mældi fjöruna í gær kom í ljós að á síðastliðnum mánuði höfðu étist í kring um 10 metrar framan af land- inu sem hann mældi síðast fyrir mánuði. Þá eru einungis orðnir 35 metrar í ljósleiðara símans. Sand- girðing, sem var sett upp fyrir fáum árum til að hefta sandfok yfir Vík- ina, er að hluta fallin niður í sjó og grjótgarður, sem var hlaðinn 1955 í sandinn til að hefta sandfok sunnan við þorpið, er lengi búinn að vera á kafi í sandi en núna sjást leifar af honum og stór hluti hans er farinn í sjóinn. Að sögn Sveins Pálssonar, verkfræðings Mýrdalshrepps, er ástandið ekki enn komið á það stig að ástæða sé til að fara að grjót- verja sjóvarnargarðinn sem reistur var fyrir nokkrum árum en fylgst væri með því hvernig mál þróuðust. Tíu metra landbrot í Víkurfjöru á mánuði Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sandgirðing sem sett var upp fyrir nokkrum árum til að hefta sandfok er að hluta til komin í sjó, en fjörukamburinn er nokkrir metrar á hæð. GÍSLI Guðjónsson réttarsálfræð- ingur fær að vitna í hinu svokallaða Orderud-máli í Noregi. Hjónin Per og Veronica Orderud voru ásamt systur Veronicu, Kirkemo Hauke- land, dæmd í 21 árs fangelsi vorið 1999 fyrir að hafa myrt foreldra og systur Pers. Málið er nú fyrir áfrýj- unarrétti. Gísli fær að tjá sig almennt um persónueinkenni sakborninga sem ljúga eða segja satt en honum verður ekki leyft að tjá sig sérstaklega um trúverðugleika í framburði Per og Veronicu. Verjendur annarra sakborninga í málinu höfðu mótmælt því að Gísli fengi að vitna í málinu. Johnny Veum, verjandi Kristin Kirkemo Haukeland, sem hefur barist gegn því að Gísli fái að vitna, segist vera ánægður með þessa niðurstöðu. „Svo lengi sem Gísli tjáir sig almennt og fer ekki að reyna að meta trúverð- ugleika framburðar hjónanna höfum við ekkert á móti því að hann vitni í málinu.“ Frode Sulland, verjandi Veronicu, segist vera ánægður með þessa nið- urstöðu og segist ekki sjá að þær takmarkanir sem settar eru á vitn- isburð hans geti skaðað málstað hjónanna. Gísli hefur framkvæmt ít- arlegar rannsóknir á Per og Veron- icu Orderud og er meginniðurstað- an, að sögn Krimavisen, að hjónin séu trúverðugir einstaklingar. Gísli Guð- jónsson fær að vitna LÖGREGLAN í Reykjavík handtók fjóra útlendinga á veit- ingahúsi í miðborg Reykjavík- ur í fyrrinótt, sem grunaðir eru um að hafa reynt að skipta 50 dollara seðlum fyrir íslenska peninga á föstudag. Að sögn lögreglu voru mennirnir með nokkuð af fölsuðum peningum á sér þegar þeir voru handtekn- ir. Yfirheyra átti mennina í gær. Mennirnir reyndu að skipta nokkrum 50 dollara seðlum í verslunum í miðborginni og sögðu vitni að mennirnir hefðu væntanlega verið frá Austur- Evrópu. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn hjá lögregl- unni í Reykjavík, sagði að seðl- arnir væru mjög vel gerðir og erfitt væri að átta sig á að um falsaða seðla væri að ræða. Hörður sagði að í 4–5 búðum hefðu mennirnir keypt vörur fyrir mjög lágar upphæðir og fengið greitt til baka í íslensk- um krónum. Handteknir með falsaða dollaraseðla einn tólfta af nettólaunum til Lána- sjóðsins. Endurgreiðslutíminn sé einnig orðinn óeðlilega stuttur, oft tíu til fimmtán ár eftir að námi lýk- ur en það sé sá tími sem aðrar skuldbindingar fólks, s.s. vegna húsnæðis, séu oft mjög miklar. Gísli segir að hlutfall endur- greiðslu af námslánum sem tekin voru eftir 1992 sé 4,75% af heild- arlaunum auk þess sem lánin beri vexti en áður var þetta hlutfall 3,75% og lánin vaxtalaus. „Við höf- um verið að ræða fjóra möguleika. Í fyrsta lagi að gera endurgreiðsl- urnar að einhverju eða öllu leyti frádráttarbærar frá skattstofni. Í öðru lagi að auka sveigjanleika í BANDALAG háskólamanna og Samtök íslenskra námsmanna er- lendis (SÍNE) buðu fulltrúum allra samtaka námsmanna auk fulltrúa frá tuttugu samtökum háskóla- menntaðs launafólks til sérstaks fundar þar sem rætt var um mögu- legt samstarf um að kanna hvaða möguleikar eru fyrir hendi til þess að ívilna þeim sem endurgreiða námslán. Þung greiðslubyrði Gísli Tryggvason, framkvæmda- stjóri BHM, segir ljóst að náms- menn sem tekið hafi nýrri lán búi við þunga greiðslubyrði og ekki sé óalgengt að menn séu að greiða endurgreiðslu lánanna, í þriðja lagi að lækka endurgreiðsluhlutfallið og í fjórða lagi að miða endurgreiðslu- hlutfallið við nettólaun í staða heildarlauna. Yngri kynslóðirnar, þ.e. námsmenn sem tóku lán eftir 1982 og sérstaklega þeir sem tóku lán eftir 1992, búa við miklu þyngri greiðslubyrði en kynslóðin á und- an. Og á sama tíma eru menn að greiða niður húsnæðislán og koma upp börnum. Við ræddum það laus- lega á þessum fundi að það virðist vera að mjög margir séu að end- urgreiða námslán á mjög skömm- um tíma og raunar miklu skemmri tíma en löggjafinn gerði ráð fyrir þegar lögin voru sett 1992. Launa- þróunin hefur verið þannig að margir eru að endurgreiða lánin á tíu til tólf árum sem er erfiðasti tíminn.“ Gísli segir að mæting á fundinn hafi verið góð og haldinn verði ann- ar fundur um málið 14. febrúar. Næsta skref verði að bjóða félög- unum að tilnefna menn í sérstakan stýrihóp og á fundinum í febrúar muni væntanlega skýrast hverjir séu tilbúnir til þess að taka þátt í þessu verkefni. „Við ætlum að framkvæma sérstaka rannsókn á högum þeirra sem eru að endur- greiða námslán þannig að við get- um farið að móta tillögur og rök- styðja þær fyrir stjórnvöldum.“ BHM vill breytingar á endurgreiðslu námslána ORRI Vigfússon, formaður Laxa- verndarsjóðsins (NASF), er nýkom- inn frá viðræðum við yfirmenn Lax- veiðiráðs Írlands, írska þingmenn og forystumenn samtaka netamanna á Írlandi. Að sögn Orra gengu viðræð- urnar vel og hefur írski sjávarútvegs- ráðherrann Frank Fahey formlega tilkynnt að verndarkvótar verði sett- ir á nú þegar. Í fyrstu umferð verða settir svokallaðir svæðiskvótar og landinu skipt í 17 svæði. Hver neta- leyfishafi hefur leyfi til að veiða ákveðinn fjölda laxa og fær þar til gerð merki sem hann setur í sína laxa. Kvótinn verður ekki framselj- anlegur en hægt verður að semja um að hann verði leigður í þágu laxa- verndar. „Írsk stjórnvöld hafa nú í fyrsta skipti, segir Orri, „viðurkennt að ástandið er orðið óþolandi og að grípa verður til róttækra aðgerða. Írska ríkisstjórnin hefur ekki samþykkt fullnustukaup á kvótunum en árlegar kvótaleigur verða heimilaðar. Sér- fræðingar NASF vinna nú að skipu- lagstillögum fyrir einstaka svæði og er reiknað með að þeirri vinnu verði lokið á næstu vikum. Síðustu ár hefur árleg laxveiði á Írlandi numið um 350.000 löxum en óstjórn og skipu- lagsleysi hefur einkennt veiðarnar.“ Að frumkvæði NASF hafa nú öll samtök netaveiðimanna, áreigenda og stangaveiðimanna samþykkt að ganga að samningaborði um framtíð- arskipan laxveiðimála á Írlandi. Fyr- irhugað er að NASF haldi fyrsta sáttafund með aðilum í Athlone á Ír- landi 24. febrúar nk. Aðspurður segir Orri að þessar verndunaraðgerðir muni ekki kosta NASF fé að svo stöddu. „Öll samtök stangaveiðimanna standa raunar með okkur í þessu og eru tilbúin til þess að greiða tíu til tuttugu pund á mann á ári í gegnum kaup á fiskikort- um. En þessi áfangi er mikilvægur því Írar eru síðasta þjóðin sem ekki hafði tekið ákvörðun um að hætta rekneta- veiðum, allar aðrar þjóðir í heiminum hafa ákveðið að gera það. Hins vegar eru enn stundaðar lítilsháttar strand- veiðar bæði við Skotland og inni í fjörðunum í Noregi en veiðarnar hafa hvergi verið eins miklar og við Ír- land. Við höfum spurt Íra hvers vegna við ættum að láta þeirra lax í friði á fæðusvæðunum á Norðurslóð ef þeir veiddu hann síðan sjálfir í net áður en hann fengi að komast á hrygningarstöðvarnar. Laxinn sem hrygnir í ám í Frakklandi, Spáni og Þýskalandi fer meðfram ströndum Írlands þannig að Írar hafa verið að veiða þann lax líka,“ sagði Orri. Írar semja um að takmarka nú þegar laxveiðar í sjó MÁL Kolbrúnar Sævarsdóttur lögfræðings, sem stefndi utan- ríkisráðherra fyrir héraðsdóm vegna ólögmætrar mismunun- ar við ráðningu í embætti sýslu- mannsins á Keflavíkurflugvelli, hefur verið dómtekið í Héraðs- dómi Reykjavíkur og er dóms að vænta innan nokkurra vikna. Umsækjendur um starf sýslumanns voru sjö, sex karlar og ein kona. Komst kærunefnd jafnréttismála að þeirri niður- stöðu að utanríkisráðherra hefði brotið jafnréttislög þegar hann skipaði í embætti sýslu- manns. Stefnandi krefst þess að við- urkennt verði með dómi að skipun í embætti sýslumanns hafi brotið gegn jafnréttislög- um og krefst jafnframt tæplega 7,5 milljóna króna í skaðabætur vegna tjóns sem hún varð fyrir með því að hún fékk ekki stöð- una. Krefst skaðabóta vegna mis- mununar LANDLÆKNIR hefur séð ástæðu til að vara á heimasíðu sinni við aug- lýsingum um meðferð við alvarleg- um heilbrigðisvandamálum frá fólki sem ekki hefur heilbrigðismenntun. Segir hann að þótt ólíklegt sé að fólk taki slíkar auglýsingar alvarlega sé ástæða til að vara við þeim. Sigurður Guðmundsson landlækn- ir sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði talið ástæðu til að vara við auglýsingum um meðferð við næturmigu barna. Hann hefði áður skrifað manni sem boðið hefði slíka meðferð en ekki látið segjast. Hefði embættinu borist vitneskja um að meðferð mannsins gæti jafnvel reynst skaðleg. Einnig varar land- læknir við auglýsingabæklingum um duft sem dreift hefur verið í hús í vesturborginni ásamt sýnishornum þar sem duftið er sagt geta læknað alnæmissýkingu, blóðkrabbamein og fleira. Segir Sigurður ekkert liggja fyrir um virkni þessa dufts eða skammtastærðir og því sé verið að bjóða lækningu á fölskum forsend- um. Landlæknir minnir á að læknar einir hafi leyfi til greiningar og með- ferðar sjúkdóma, annað séu skottu- lækningar. Hann segist hins vegar ekki amast við ýmsum aðferðum hjá- lækninga meðan fólki sé ekki haldið frá hefðbundnum lækningum, ekki sé haft fé af því eða villt um fyrir því. Varað við skottulækn- ingum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.