Morgunblaðið - 13.01.2002, Síða 10

Morgunblaðið - 13.01.2002, Síða 10
ERLENT 10 SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ JÚ, ÞETTA snýst um íslam, sagði rithöf-undurinn Salman Rushdie í lesendabréfitil The New York Times í byrjun nóvem-ber í fyrra, og hafnaði þar þeim fullyrð- ingum vestrænna leiðtoga að herförin, sem Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hófu í kjölfar hryðjuverkanna 11. september, væri ekki herför gegn íslam, heldur barátta gegn hryðjuverkastarfsemi. Rushdie nefndi að það hefði auðvitað verið vel meint hjá George W. Bush Bandaríkjafor- seta, og öðrum vestrænum leiðtogum, þegar þeir ítrekuðu að Vesturlönd – undir afgerandi forystu Bandaríkjanna – væru ekki að fara í stríð við hinn íslamska heim. Bara hryðjuverka- menn, sem svo vildi til að væru múslímar. En, sagði Rushdie, það er ekki hægt að horfa framhjá því, að hryðjuverkin 11. september voru unnin í nafni íslams, og forsendur við- bragða fólks við atburðunum voru oft af trúar- legum toga – nánar tiltekið íslömskum. Það sem er til ráða, sagði Rushdie, er að ísl- ömsk trú verði endurvakin á einstaklingsfor- sendum og tekin úr samhengi við pólitík. Þetta verði öll samfélög múslíma að horfast í augu við til þess að geta stigið skrefið inn í nútímann, ella muni frelsi þeirra aldrei verða meira en draum- ur. Í byrjun þessa árs skrifaði svo upplýsinga- málaráðherra Sameinuðu arabísku furstadæm- anna áramótahugleiðingu þar sem hann sagði að aukið frelsi í arabísk-íslamska heiminum væri forsenda þess, að unninn yrði bugur á hryðjuverkastarfsemi sem rekja mætti til trú- arofstækis. Grundvallarforsenda þess að þetta væri hægt væri að menntakerfið í ríkjum músl- íma væri endurbætt. Takist okkur að skapa umhverfi þar semfrelsi er ekki takmarkað [og] auðlindireru betur nýttar...myndu skapast betri aðstæður til að takast á við öfgahyggju, sem ekki verður útrýmt einungis með átökum,“ skrifaði ráðherrann, Sheik Abdullah bin Zayed, í sádi-arabíska blaðið Asharq al-Awsat. Ráðherrann var að svara spurningum um mat sitt á árinu 2002, og sagði ennfremur, að ekki væri hægt að útrýma á skömmum tíma þeim hefndarhug sem hefði verið rótin að hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. septem- ber, er hefðu „skaðað araba og múslíma engu að síður en Bandaríkjamenn.“ Þá sagði Sheik Abdullah: „Að mínu mati mun ekki verða dregið úr trúarofstæki sem elur af sér hryðjuverk nema hlutskipti araba og músl- íma verði endurskoðað. Það er tómt mál að tala um að vinna bug á öfgahyggju nema mennta- kerfið verði endurbætt og stjórnmálastaða og efnahagsvandi okkar íhugaður. Öfgahyggja á rætur að rekja til allra þessara þátta, og minnk- un hennar ræðst af getu okkar til að skapa öðruvísi andrúmsloft í stjórnmálunum er eykur frelsi, lífsgæði og bætir kennsluaðferðir.“ Einn af þeim fjölmörgu sem svaraði bréfi Rushdies í The New York Times var Nakeeb Siddique, og hélt hann því fram að tilraunir til nútímavæðingar hins íslamska heims hefðu staðið í margar aldir, en að þeim stæði úrvals- hópur múslíma sem hefði ekki tekist að koma boðskap sínum til þeirra sem hefðu minni menntun. En nútímavæðing – og það aukna frelsi semRushdie telur að muni fylgja henni – erkannski ekki alveg einfalt mál. Zia Sard- ar, breskur múslími sem skrifar um vísindi, seg- ir að áskorunin – „risaverkefnið“, eins og hann kallar það – sé sú, að taka þátt í nútímanum án þess að fórna íslömskum gildum. „Ég held að það sem samfélög múslíma þurfi nú að gera sé að skapa sinn eigin nútíma. Hvers vegna ætti að skilgreina nútímann einungis út frá einu, vestrænu sjónarmiði?“ hafði frétta- skýrandi breska ríkisútvarpsins, BBC, eftir Sardar. „Við verðum að læra að meta nútíma- heiminn, nota nútímatækni, reisa vísinda- og lærdómsmiðstöðvar, gagnrýna nútímann og huga að því hvernig samfélög múslíma geta orð- ið nútímaleg, en umbreyta um leið nútímanum innanfrá.“ En viðbrögð múslíma við vestrænum nútíma eru með ýmsum hætti, og margir eru ekki nærri eins reiðubúnir til að ræða málin og Sardar. Sumir – eins og til dæmis Osama bin Laden – hafna vestrænni nútímahyggju skilyrðislaust, og þessi höfnun kemur oft fram í sterkri andúð á Bandaríkjunum. Enda hafa Bandaríkjamenn oft spurt undanfarið: Af hverju hata þeir okkur? En sannleikurinn er sá, skrifaði fréttaskýr-andi The Los Angeles Times frá Pakist-an, að „þeir“ (múslímar) hata Banda- ríkjamenn alls ekki. Þvert á móti dást „þeir“ að, og jafnvel öfundast út í, þær gersemar sem Bandaríkjamenn njóta í frjálsu samfélagi en „þeir“ hafa ekki í ríkjum sem mörg eru léns- veldi þar sem beitt er kúgun. Þeim þykir mikið til koma valfrelsisins, tækifæranna, laga og réttar. En þeim er virkilega uppsigað við stefnu Bandaríkjanna, sem þeir telja byggða á hroka, eiginhagsmunasemi, árásargirni og vilja til að skaða múslími í Mið-Austurlöndum, og nú einn- ig í Afganistan. „Ég er 100% viss um að Banda- ríkjamenn vilja útrýma íslam,“ hefur Los Ang- eles Times eftir Sattar Chisti, kaupmanni í Quetta í Pakistan. Chisti er einskonar talibani. Hjarta hans brennur af ástríðu á íslam, og í huga hans kraumar reiði út af óréttlæti Vesturlanda. Osama bin Laden? Gáfaður maður, sanntrúað- ur. World Trade Center? Það vita allir að bin Laden kom þar hvergi nærri. Það voru gyðing- arnir. Þrátt fyrir þetta býður Chisti bandarísk- an gest velkominn. „Má ekki bjóða þér annan tebolla?“ segir hann. Í hinum íslamska heimi eru milljónir radda sem mæla eins og Chisti, allt frá moskunum í Kaíró til kaffihúsanna í Quetta. Alls staðar má heyra ófögur orð í garð Vesturlanda, grun- semdir eða hatur sem á rætur að rekja til nýrra og gamalla sára sem stríðið í Afganistan hefur opnað á ný. Það er næstum því ógerningur að spyrjanokkurn mann, hvort heldur er hófsamaneða bókstafstrúaðan, hvað honum finnist um Bandaríkin án þess að fá að heyra orðin „Ísrael“ og „Palestína“. Það er mál manna að eindreginn stuðningur Bandaríkjamanna við Ísraela á herteknu svæðunum sé táknrænn fyr- ir allt það sem er að. Það er málefnið sem sam- einar hugi múslíma og svíður sárar en nokkuð annað, hvort heldur er efnahagsþvinganirnar gegn Írak, vera bandarískra hermanna í hinu helga landi Sádi-Arabíu eða loftárásir á afgönsk þorp fyrir misgáning. „Öfgahyggja og glæpastarfsemi hefur breiðst út um allan þennan heimshluta vegna aðgerða Bandaríkjamanna, sérstaklega í Pal- estínu,“ sagði Agha Murtuza Pooya, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Herfræðirannsóknar- stofnunarinnar í Íslamabad, höfuðborg Pakistans. „Palestínumönnum er kennt um of- beldið, en aldrei Ísraelum sem drepa múslíma til þess að vernda nokkur þúsund landnema sem búa á landi sem þeir eiga ekki. Ef þú skilur þessa stefnu, þá vinsamlega skýrðu hana út fyr- ir mér, vegna þess að ég skil hana ekki.“ „Fall talibananna hefur engin áhrif á hreyf- ingu okkar,“ sagði Maulana Jalic Jan, múlla í Peshawar í Pakistan. „Íslamska hreyfingin nær nú til allra heimshluta. En ef Bandaríkjamenn breyta stefnu sinni munum við bjóða Banda- ríkjunum vináttu. Þá verða engin vandamál.“ Líklega er þetta ofureinföldun. Að kennaBandaríkjunum um óréttlæti í heiminumverður alltaf hentugt fyrir fólk sem vill beina athyglinni frá samstöðuskortinum og fé- lagslegum ágöllum hins íslamska heims. Það er heimur þar sem konungar og hershöfðingjar hafa ekki veitt almenningi neina möguleika á að fá útrás fyrir gremju sína; þar sem fólk fast í gildru miðaldahugsunarháttar er rekja má aft- ur til tíma Múhameðs spámanns botnar ekki í kröfum um nútímavæðingu. Margir trúarfræðingar telja þessa galla út- skýra að nokkru leyti það aðdráttarafl sem bók- stafstrú og boðskapur bin Ladens hafa. Bin Laden setur ekki reiðilestra. Hann talar af yf- irvegun og ábyrgð líkt og kennari. Hann býður réttindalausum almúganum eitthvað til að trúa á og taka þátt í, fremur en horfa bara á – vernd- un íslams. Í moskunum getur fólkið leitað skjóls undan brestum samfélagsins; fátækt, ólæsi, kúgun og atvinnuleysi. „Það eru bara þeir sem eru heittrúaðir sem ég myndi segja að væri uppsigað við Bandarík- in,“ sagði Dervish Durrani, háskólaprófessor í Quetta. „Auðvitað trúir því enginn að Bandarík- in komi fram af sanngirni í Palestínu, en það er ekki þar með sagt að við séum flest á móti Bandaríkjunum. Ég held að Bandaríkjamenn hafi farið í stríð í Afganistan til þess að útrýma hryðjuverkamönnum, ekki til að drepa músl- íma.“ Stjórnmálaskýrendur segja að flestir araba- leiðtogar styðji herförina gegn hryðjuverka- starfsemi, að minnsta kosti að hluta til, vegna þess að íslömsk bókstafstrú er ógn við þeirra eigin lénsveldi. Á undanförnum árum hafa öfga- sinnar reynt að steypa af stóli ríkisstjórnum í Egyptalandi, Sádi-Arabíu og Alsír á þeim for- sendum að þær hafi boðið veraldarhyggju. Róttæklingar réðu Anwar Sadat Egypta-landsforseta af dögum 1981, en hannhafði samið um frið við Ísraela. Skömmu fyrir dauða sinn hafði Sadat sagt: „Þetta [bók- stafstrú] er ekki trúarbrögð. Þetta er svívirða. Þetta eru lygar, glæpsamleg beiting valds trú- arinnar til að afvegaleiða fólk.“ En fáir íslamskir leiðtogar – Pervez Mushar- raf, forseti Pakistans er þar undantekning – hafa haft hugrekki til að fordæma þann vöxt ísl- amskrar öfgahyggju er leiddi til hryðjuverk- anna 11. september. Þeir óttast að slík fordæm- ing myndi reita þeirra eigin múlla til reiði og verða olía á ástríðueldinn er breiðist út frá moskunum, þar sem krafist er pólitískra breyt- inga. Nútímavandi múslíma Reuters Palestínumaður gengur framhjá húsum sem hafa verið lögð í rúst í bænum Khan Younis á Gazasvæðinu, þar sem fáu hefur verið hlíft í langvinnum átök Ísraela og Palestínumanna. Á óvild margra múslíma í garð Bandaríkjanna rætur að rekja til íslamskrar trúar, eða er fremur um að kenna menntunarskorti og samfélagsbrestum? Sumir múslímar vilja „nútímavæða“ ísl- am, en efast þó um, að hin vestræna skilgreining á nútímanum sé sú eina sem gildir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.