Morgunblaðið - 13.01.2002, Síða 21

Morgunblaðið - 13.01.2002, Síða 21
staflega migu utan í hann, jafnvel átti hann til að bíta þær af sér. Það er ekki fyrr en sú útvalda hættir að hleypa honum að sér að hann tekur til við þá næstu.“ Jökulhesturinn Fyrir um fjórum árum var Páll að ganga með Drangajökli. Þá sá hann þúst í jökulsprungu og gáði betur að. „Það var ekkert um að villast að þetta var hestur með klifbera og timbur á, annar klakkurinn brotinn. Af því að skoða klyfberann áttaði ég mig á að hann var ævaforn,“ segir Páll. Hann merkti staðinn með vörðum og stik- um. Páll segir að vel varðveitt hræið, sem að öllum líkindum hafði drepist fyrir ævalöngu, hafi minnt sig á þegar Krúsjov bauð Nixon í mammútakjöts- veisluna um árið. Sumarið eftir fór Páll á vettvang með myndavél en fann engan hest. Hann sá vörðurnar, en stikurnar voru horfnar og sprungan fallin saman. En það dugar ekki að deyja ráðalaus. „Ég fékk Þorvald Björnsson hjá Náttúrufræðistofnun í lið með mér. Við náðum í hrosshaus, húð og lappir á Hólmavík. Settum þetta svo í jökul- sprungu og tróðum húðina út með snjó. Svo lét ég menn labba á timb- urdrögum eftir jöklinum ofan við sprunguna til að minna á þetta forna slys. Þetta er eitt af nokkrum svið- settum atriðum í sögunni og tengist ferð með „Svaðilfara“ um Jökulfirði, Strandir og Drangajökul.“ Samvinna við Svía Ísaldarhesturinn er klukkustundar löng kvikmynd, ætluð til sýningar í sjónvarpi. Hún er framleidd í sam- vinnu fyrirtækis Páls, Kvik hf., og sænska framleiðslu- og dreifingarfyr- irtækisins Scandinature. Myndin er þegar komin í alþjóðlega dreifingu. Þegar Páll var að kynna selamynd- ina Sofa urtubörn á útskerjum hitti hann Svíann Bo Landin, eiganda Scandinature. „Hann spurði hvort hann mætti ekki framleiða með mér hestamyndina. Landin er stórkall í framleiðslu- og dreifingu náttúrulífs- mynda og heimsmarkaðurinn liggur opinn fyrir honum.“ Páll sló til og vildi Landin að myndin yrði klippt í Sví- þjóð. „Hann er það fundvís á það sem grípur augað og það verður greinilega til að kveikja í mörgum sem hafa séð hundruð hestamynda,“ segir Páll. „Þetta er saga uppruna dýrs sem býr við ákveðnar kringumstæður. Það á ábyggilega sinn þátt í hvað myndin nær langt að íslenski hesturinn býr við þennan mikla snjó og kulda ís- lenska vetursins.“ Hörð keppni Ísaldarhesturinn vann til verðlauna á Wildlife Europe kvikmyndahátíð- inni, sem haldin var í Svíþjóð í byrjun desember sl. Hátíðin er helguð evr- ópskum náttúrulífsmyndum, að und- anskildum flokki náttúrulífsmynda fyrir börn sem er alþjóðlegur. Páll á sæti í dómnefnd hátíðarinnar. „Fé- lagar mínir hafa hent gaman að því að auðvelt sé að vinna til verðlauna þar sem maður situr í dómnefndinni ásamt Þjóðverja, Breta, Bandaríkja- manni, Svía og Eistlendingi. En ég varð auðvitað að víkja sæti þegar fjallað var um mína mynd,“ segir Páll. Hann hefur áður unnið þarna til verð- launa fyrir náttúrulífsmyndir sínar, Litli bróðir í norðri og Nábúar, æður og maður. Að sögn Páls bárust hátíðinni að þessu sinni 181 kvikmynd til skoðun- ar. Úr þeim bunka voru valdar 34 náttúrulífsmyndir sem kepptu til úr- slita. Veittar eru viðurkenningar í átta flokkum og sá flokkur sem Ísald- arhesturinn vann heitir Maður og náttúra (Man and the Natural World). Í þessum flokki keppa mynd- ir sem sýna tengsl mannsins við nátt- úruna. Það er skammt stórra högga á milli hjá Páli og þeim í Kvik hf. Í byrjun desember sl. var frumsýnd kvik- myndin Lífríki í landi Reykjavíkur, sem Kvik hf. framleiddi fyrir Reykja- víkurborg. Myndina er hvort heldur hægt að sýna í heild eða í fjórum stundarfjórðungs löngum þáttum. Hún er ætluð til kennslu í skólum borgarinnar og eins til að kynna ýms- ar náttúruperlur innan borgarmarka. Þættirnir fjalla um Eyjarnar og Sundin, Elliðaár og Elliðavatn, Heið- mörk og gróðurreiti í borgarlandinu, Tjörnina og Vatnsmýrina. Páll segir að innan borgarmarka leynist margar perlur og furður nátt- úrunnar. „Það er til dæmis sérkenni- legt að furðufuglinn himbrimi skuli taka heima á Elliðavatni, þrátt fyrir þetta fjölmenni allt í kring. Hann verpir inni á vatnsverndarsvæðinu og færir sig svo með ungana hálfstálpaða út á vatnið.“ Það leynir sér ekki að þótt Páll sé titlaður kvikmyndagerðarmaður í dag hefur hann ekki vikið langt frá sínu fyrra starfi – að kenna náttúru- fræði. Í Furufirði var gist í „indíánatjaldi“ og eins var gist í tjaldinu á Dröngum. Þaðan lá leiðin upp Meyjardal, yfir Drangajökul og niður í Skjaldfannadal. Þórður Halldórsson, bóndi á Laugalandi í Skjaldfannadal, var fararstjóri í leiðangrinum. Hann lagði kvikmyndatökumönnum mikið lið. gudni@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 21 Langtút í heim fyrir lítið! Opið í dag fyrir símapantanir frá kl. 14-16 FÁIÐ NÁNARI FERÐALÝSINGU Á SKRIFST. PÖNTUNARSÍMI: 56 20 400 Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Thailandsferðir Alveg ótrúlegar nýjar Heimsklúbbsins - Príma - r- n. m OK f. I, garð- hádeg- Thailands m um get- g skoðun UMMÆLI FARÞEGA: „Ég vissi ekki og lét mig ekki dreyma um að jafn- vönduð, fjölbreytt og skemmtileg ferð væri til á almennum markaði!“ Það er álit af þessu tagi, sem hefur skipað Heims- klúbbnum í heiðurssæti á ferðamarkaðnum, ekki aðeins á Íslandi heldur alþjóðlega með tilnefningu í samtök valinna ferða- skrifstofa heimsins undir einkennisorðunum „EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK.“ FERÐIN er algjör 5 stjörnu- ferð á verði hversdagsferðar og býður upplifun, þægindi og munað, sem fáir Íslending- ar þekkja enn, þótt þeir eyði mun hærri fjármunum í aðr- ar ferðir, sem skilja lítið eftir. Loksins aftur: Töfrar 1001 nætur í Austurlöndum: Singapore - Malasía - Bali -16 d. með íslenskum fararstjóra - brottf. 10. feb. Flug um London til Singapore, 2 d. í best skipu- lögðu borg heimsins, 4 d. í Kuala Lumpur, glæsi- legri, nýtískulegri, blómskreyttri höfuðborg Malasíu og í lokin töfraeyjan Bali með list sína, dansa og dulúð í framandi heimi- jarðnesk paradís. THAILANDFERÐIR OKKAR SELJAST UPP HVER AF ANNARRI! 9. og 30. jan. - uppselt. Fá sæti 6. og 20. mars. AUKAFERÐ 10. feb. 16 d. UNDRA THAILAND EÐA FRAMLENGD GOLF -FERÐ 3 v. Fararstj. Steindór Ólafsson. Ferð B: CAPE TOWN + BLÓMA- LEIÐIN FRÆGA OG VINSÆLA. 24. mars-2. apr. 10 d. Frábært verð á flugi og gistingu á frægu CAPE SUN HOTEL. CAPE HÉRAÐ - eitt feg- ursta land heims, CAPE TOWN ein fegursta og ómengaðasta borg heims. Ath. páskarnir eru snemma á næsta ári: Trúið okkur, sem þekkjum stað- ina - þú finnur varla betra veður né meiri fegurð náttúrunnar. TAKMARKAÐ SÆTAMAGN 30, FLEST SELDUST STRAX! ÓTRÚLEG KJÖR, EF STAÐFEST ER FYRIR 15. JAN. - STAÐFESTIÐ NÚNA! ÓTRÚLEGT EN SATT: Aðeins óveruleg hækkun verðs frá fyrra ári. Fararstjóri: Ingólfur. CAPE TOWN Hnattreisa Heimsklúbbsins er mesti viðburð- ur í ferðasögu Íslendinga til þessa dags, og er nú farin í 4. sinn með svipaðri tilhögun, en alls eru hnattreisur Heimsklúbbsins 7 frá upphafi. Undirtektir við ferðina eru með eindæmum góð- ar, og kemur þar til hið góða álit, sem Heims- klúbburinn nýtur fyrir vönduð vinnubrögð, frá- bært skipulag, og að mati þátttakenda einstaka leiðsögn Ingólfs Guðbrandssonar, sem enn mun stýra för. Viðkomustaðir eru Suður-Afríka, þar sem dvalist er og ferðast um í viku, Ástralía með dvöl í Sydney og ferðum þaðan, Nýja Sjáland með dvöl í Aukland og Rotorua á slóðum Maor- ía, Tahiti með dvöl í Papeete og ferðum til fleiri eyja, síðan flogið um Páskaey til Santiago de Chile. Loks er dvalist í menningarhöfuðborg S. Amer- íku, Buenos Aires, farið þaðan til Iguazu fossa, en síðasti áfangastaður er hin heillandi, lífsglaða Río de Janeiro. Í ferðalok er flogið heim um London. Ferðin stendur í 30 daga frá 3. nóv. 2002. Þrátt fyrir gengisfallið er verð hennar enn ótrú- lega hagstætt. Helmingur sæta er nú þegar pant- aður. Kynnið ykkur umsagnir þátttakenda í síð- ustu ferð, t.d. í tímaritinu ÚRVAL 1. tbl. 2001. Nú er aðeins örfáum sætum óráðstafað! Hnattreisa Heimsklúbbsins Heillandi náttúruparadís: Sólríkir sældar páskar í Suður-Afríku Ferð A: DURBAN-STRÖND + SAFARI á einhverjum mestu villidýraslóðum heimsins, skammt frá Durban. 23. mars-1. apríl. 10 d. á ótrúlegum kjörum, nær óbreytt verð frá f. ári. FÁ SÆTI. . CAPE SUN LUXUSHOTEL HÖLL GYLLTU HESTANNA 5* Valið besta nýtt hótel heimsims 1998 - sérstæðasta hótel Asíu. Draumkennd fegurð Bali 5* GRAND BALI BEACH við bestu strönd - SANUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.