Morgunblaðið - 13.01.2002, Side 22

Morgunblaðið - 13.01.2002, Side 22
22 SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ EINS langt og ég man hef-ur saga franskra sjó-manna verið mér hug-stæð og lítt látið mig ífriði. Eftir því sem ég hef orðið eldri hef ég hugleitt meira hlutskipti það sem þessum mönnum var búið hér norður í hafi. Í margar aldir höfðu franskir sjó- menn komið hingað í svörtu skammdegi og kulda. Þeir lögðu af stað í febrúar ár hvert og voru um það bil hálft ár í burtu frá heima- högum og höfðu ekkert samband við land þar til þeir komu að landi á Íslandi til þess að taka vatn, þá oft komið fram í maí. Skipin voru allt í kringum landið en flest fyrir austan og þarf engan að undra þótt Fáskrúðsfjörður yrði með tímanum þeirra aðalbækistöð svo lognkyrr og grösugur og lend- ingarskilyrði hin ákjósanlegustu. Það eru ekki til margar skráðar heimildir um samskipti Frakkanna og infæddra en þau voru talin góð. Það var ekki fyrr en á ofanverðri nítjándu öld að byggðakjarni fór að myndast á Búðum við Fáskrúðs- fjörð. Voru það nokkur smákot út frá stórbýlinu Búðum. Um aldamót fjölgaði fólkinu ört í þessu litla sjávarplássi sem lifði á landsins gæðum með nokkrar kindur, kýr og það sem sjórinn gaf. Faðir minn, Einar Sigurðsson sagði mér að ekki hefði verið neinn tungumálavandi og víst er að marg- ir voru orðnir nokkuð góðir í svo- kallaðri Fáskrúðsfjarðar-frönsku. Þar hefði verið fremstur Jón Finn- bogason skipstjóri og hefði hann orðið sjálfskipaður ,,inspektör“. Afi minn, Sigurður Einarsson, átti oft leið um borð í skúturnar þar sem hann var bæði hagur á tré og járn. Faðir minn sagðist oft hafa verið með honum og fundið sárt til hvað þeir voru klæðalitlir dreng- irnir sem margir voru ekki hærri í loftinu en hann sjálfur. Hann lét þess einnig getið að allt hefði verið hreint og strokið í káet- unum. Rýmið hefði verið fremur lít- ið og oft þurftu tveir að deila sömu koju. Þegar faðir minn, þá orðinn aldr- aður maður, rifjaði upp þessi sam- skipti blikuðu tár í augum hans. Taldi hann, að Íslendingar gætu lært margt af Frökkum. Það voru fyrst og fremst frásagnir föður míns sem urðu þess valdandi að ég fékk brennandi áhuga á Íslandssjó- mönnunum frönsku og veru þeirra á Fáskrúðsfirði. Frönsku sjómennirnir komu sér upp aðstöðu á Fáskrúðsfirði eins og flestir vita og ætla ég ekki að tí- unda það hér. Enda er ég búin í langan tíma að hamra á því hvað það getur verið okkur dýrmæt saga sem má byggja í kringum því að mannanna verk eru þónokkur sem enn standa. Fólk er að vakna til meðvitundar um að við eigum að hlúa að þessum minjum í okkar eigin þágu. Unnið er að því að gera læknisbústaðinn upp og gegnir hann nú hlutverki ráðhúss, auk þess sem uppi eru áætlanir um að gera franska spít- alann að minjasafni. Þetta gæti orð- ið gífurleg lyftistöng fyrir byggð- arlagið ef rétt er að málum staðið. Minnisvarðinn í kirkjugarðinum Ég verð að láta þess getið, er hér er komið sögu, að þegar franskt herskip kom, að mig minnir árið 1954, var franski kirkjugarðurinn á Krossum lagfærður, sléttað yfir öll leiði en í miðjum garðinum var steyptur minnisvarði sem á eru festar plötur með nöfnum allra þeirra 49 manna sem þar eru grafnir og yfir nöfnunum er Krists- mynd. Faðir minn var beðinn um að sjá um verkið. Hann smíðaði einnig þrjá kassa sem í var sett Frönsku fiskimennirnir Franskir sjómenn sóttu lengi vel á fiskimiðin úti fyrir ströndum Íslands. Þótt skipin dreifðust milli landshluta leituðu engu að síður flest þeirra á miðin fyrir austan. Fáskrúðsfjörður var um tíma ein helsta bækistöð Frakkanna og rifjar Guðrún Einarsdóttir hér upp þátt þeirra í byggingu bæjarins. Hugleiðingar frá Fáskrúðsfirði Franskar skútur á Fáskrúðsfirði um 1908. Templarahúsið Templarahúsið á sér langa sögu en stúkan Afturelding byggði það. Þar héldu Frakkar veglegan dans- leik og buðu öllum stúlkum bæjarins. Piltunum líkaði það ekki alls kostar vel og kom til ryskinga svo dansleikurinn varð endasleppur og er það víst í eina skiptið sem kom til handalögmála með þeim frönsku og innfæddum. Þetta gamla samkomuhús var farið að láta á sjá og til stóð að rífa það og fjar- lægja vegna slysahættu. En þar gengu börn út og inn og höfðu borist kvartanir til þáverandi eigenda um að gera eitthvað í málinu en húsið var orðið byrði á þeim svo því var vísað til sveitarstjórnar. Þegar fréttist að fjarlægja ætti húsið tóku nokkrir einstaklingar sig til og báðu um húsið til eignar og eru nú komnir á góðan rekspöl með að lagfæra það. Þetta er kostnaðarsamt og því er hagstætt að reka þarna starfsemi á aðalferðamannatímanum. Það getur verið til hagsbóta fyrir frekari uppbygg- ingu franskrar menningar á Fáskrúðsfirði. Síðastliðin tvö sumur hefur verið sýning á munum og mynd- um, sem tengjast franska tímanum. Góð aðsókn hefur verið að þessum sýningum. En grunnurinn var lagður þegar Sögufélag Fáskrúðsfjarðar hélt veglega ljósmyndasýningu í Grunnskólanum árið 1986. Stór hluti sýningarinnar var myndir teknar af Frökkum um aldamótin 1900. Síðan hefur áhugi fólks far- ið vaxandi og margir hafa áttað sig á hvílíkur fjársjóður er í þessari sögu. Franski spítalinn er til vinstri á myndinni og læknisbústaðurinn til hægri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.