Morgunblaðið - 13.01.2002, Side 29

Morgunblaðið - 13.01.2002, Side 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 29 Lyfja: Lágmúla, sími: 533 2308 • Laugavegi, sími: 552 4045 Smáralind, sími: 530 5800 • Smáratorgi, sími: 564 5600 Kringlunni, sími: 568 1600 • Spönginni, sími: 577 3500 Garðatorgi, sími: 565 1321 • Setbergi, sími: 555 2306 útibú Grindavík Lyfja býður þjónustu við mælingar og ráðgjöf varðandi heilsu. Nú er hægt að fá mælingar á blóðfitu og blóðsykri í Lyfju Lágmúla, Laugavegi, Smáralind, Smáratorgi og Setbergi. Við mælingar eru notuð nákvæm tæki frá Cholestech í Bandaríkjunum. Einnig er hægt að fá mælingar á beinþéttni í Lyfju Smáralind, Lyfju Laugavegi og Lyfju Smáratorgi og í öllum verslunum Lyfju er hægt að fá mælingu á blóðþrýstingi. - fyrir heilsuna Boðið er upp á eftirfarandi mælingar: - blóðfita og sykur í blóði í einni og sömu mælingu í Lyfju Laugavegi, Smáratorgi, Smáralind, Lágmúla og Setbergi - beinþéttnimælingar í Lyfju Laugavegi, Smáratorgi og Smáralind. - blóðsykur í Lyfju Laugavegi, Smáratorgi, Smáralind, Lágmúla og Setbergi - blóðþrýstingur í öllum verslunum Lyfju Þér líður betur ef þú fylgist með heilsunni Beinþéttni- og kólesterólmælingar www.lyfja.is ÉG verð að segja sem svo margir aðrir að ég bjóst við miklu af þessari mynd. Ég meina vá! sjáiði alla gæjana sem leika í henni, auk þess að vera eftir Soderbergh sem hefur hlaðið niður góðum myndum og verðlaunum undanfarin ár. En nei. Þetta er alls ekki nógu góð mynd. Ocean (Clooney) losnar út úr fang- elsi og hans fyrsta verk er, einsog sönnum krimma sæmir, að finna saman menn í lið til að framkvæma glæpinn sem hann skipulagði á með- an hann sat inni. En það er hvorki meira né minna en að ræna þrjú spilavíti í Las Vegas. Bíðið nú við, eiga svona myndir ekki að vera spennandi? Þegar mér var farin að finnast bóla á kinn kær- astans og loftið í Háskólabíó áhuga- verðari en það sem var að gerast á tjaldinu varð ég að viðurkenna að þessi mynd var ekki í líkingu við það sem ég hafði vonast eftir. Ég var að vonast eftir spennu og meiri tilþrif- um en bara töffarastælum og skemmtilegum karakterum. Reynd- ar voru tveir leikarar sem fóru á kostum, þeir Elliot Gould og Carl Reiner sem voru langbestu týpurn- ar. Eitthvað voru töffararnir litlaus- ir, maður man varla eftir Brad Pitt (og þá er eitthvað að!) hvað þá Matt Damon (mér er svo sem sama), Andy Garcia var ekki nógu sterkur og Julia Roberts hefði mátt láta meira af sér gusta. George Clooney sýndi engin stórtilþrif en hann var rétti klassagæinn sem þurfti í þetta hlut- verk (sem Frank Sinatra lék í upp- runalegu myndinni frá 1960). Það er greinilega ekki nóg að hlaða niður stjörnum í myndina sína og hafa hann röff og útlitið töff til að hún virki. Mestur hluti myndarinnar fer í að hugsa út og útskýra hvernig glæpurinn á að vera framinn á með- an þessir ellefu menn eru kynntir til sögunnar. Og þar er hreinlega ekki nógu vel haldið utan um hlutina til að vekja áhuga manns, hvorki á glæpn- um né persónunum, hvað þá flétt- unni sem er allgötótt, blessunin. Það er ekki einsog Soderbergh kunni ekki að vera töff. Hann sýndi það nú efttirminnilega í kvikmynd- inni Out of Sight og ekki síður í The Limey, sem voru fínar myndir. En ég vonast samt til að eftir þetta „feil- spor“ Soderberghs fari hann aftur að segja sögur af sönnu fólki og sögur sem skipta máli. Það er til meira en nóg af þessum yfirborðslegu kvik- myndaleikstjórum. KVIKMYNDIR Sambíóin og Háskólabíó Leikstjóri: Steven Soderbergh. Handrit: Ted Griffin eftir eldra handriti. Kvik- myndataka: Steven Soderbergh (undir leyninafninu Peter Andrews). Aðal- hlutverk: George Clooney, Brad Pitt, Matt Damon, Andy Garcia, Julia Roberts og Elliot Gould. USA 116 mín. Warner Bros. 2001 OCEAN’S ELEVEN / ELLEFU MENN OCEANS  Yfirborðs- kenndir töffarar Hildur Loftsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.