Morgunblaðið - 13.01.2002, Side 39

Morgunblaðið - 13.01.2002, Side 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 39 um ýmsar fjáröflunarleiðir til fram- kvæmda við uppbyggingu Hrafnistu, m.a. um happdrætti og að hafa bíla sem vinninga. Þar með var lagður grunnur að Happdrætti DAS sem nokkrum mánuðum síðar fékk laga- lega stoð, á ótrúlega skömmum tíma. Sjómenn og forystumenn þeirra með miklum samtakamætti og góðum skilningi ríkisstjórnar fundu hina knýjandi þörf dvalarheimilis fyrir aldraða sjómenn. Happdrætti DAS er enn burðarás nýframkvæmda sem hefur komið fjölmörgum öðrum en sjómönnum á efri árum til góða. Auðunn var einn af stofnendum skipstjóra- og stýrimannafélagsins Gróttu og var fulltrúi félagsins í Sjómannadagsráði frá 1943 til 1956. Auðunn naut þess vel að eyða síðustu æviárum sínum á Hrafnistu í Hafn- arfirði, þar sem afl hans hugmynda sýndi sig í verki. Við hittumst oft þar suðurfrá, hann var ávallt léttur í lund, umræðan oftar en ekki um fortíðina og hvernig sjómannasamtökin mættu lengra fram stíga á sviði öldrunar- mála þeim til hagsbóta og sjómanna- stéttinni til sóma hér eftir sem hingað til. Auðunn var sæmdur heiðursmerki Sjómannadagsins 1998. Fyrir hönd stjórnar Sjómanna- dagsráðs Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar færi ég þakkir fyrir góða sam- fylgd Auðuns Hermannssonar með sjómannasamtökunum og starfhans í þeirra þágu og að málefnum aldraðra. Guðmundur Hallvarðsson, form. Sjómannadagsráðs. Fallinn er í valinn Auðunn Her- mannsson, fyrrv. forstj. Happdrættis DAS, 91 árs að aldri. Hann kvaddi þennan heim mánudaginn 7. janúar s.l. saddur lífdaga. Auðuni kynntist ég aðeins fyrir tíu árum er ég tók við starfi forstjóra Happdrættis DAS. Auðunn hafði miklar taugar til happdrættisins enda átti hann stóran þátt í því að koma því á laggirnar árið 1954. Sú saga er að mörgu leyti merkileg því þar var grunnur lagður að framtíðaruppbyggingu dvalar- heimila aldraðra á vegum Sjómanna- dagsráðsins í Reykjavík og Hafnar- firði. Jafnframt fór stór hluti hagnaðar Happdrættis DAS til upp- byggingar dvalarheimila um land allt í heil 25 ár. Það var Henry Hálfdán- arson formaður Sjómannadagsráðs sem fékk Auðun til starfa og fékk Auðunn það í veganesti að reka happ- drættið svo til á eigin ábyrgð. Þótti mönnum þarna mikil áhætta tekin. Svo vel tókst til að enn í dag, tæpri hálfri öld síðar, er Happdrætti DAS enn lífæð uppbyggingar dvalarheim- ila á vegum Sjómannadagsráðs. Auð- unn starfaði sem forstjóri frá byrjun þar til hann var beðinn að taka við rekstri Laugarásbíós árið 1962 sem þá hafði starfað í eitt ár. Og enn var Auðunn beðinn að taka við ábyrgðar- starfi á vegum Sjómannadagsráðs er hann var ráðinn forstjóri Hrafnistu í Reykjavík árið 1966. Sagði hann starfi sínu lausu 1972 og gerðist fasteigna- sali og starfaði við það í mörg ár. Auðunn var sæmdur heiðursmerki Sjómannadagsins árið 1998 fyrir óeig- ingjarnt starf í þágu samtakanna. Auðunn var ávallt mikið snyrtimenni og vel til hafður í klæðaburði og eins og segir í einum texta um hann: „Auð- unn var jafnan manna best til fara og hefði fyrrum verið kallaður sundur- gerðarmaður í klæðaburði.“ Jafn- framt er honum lýst sem listilegum sögumanni og maður hugkvæmur og ráðsnjall. Auðunn er sá síðasti sem kveður af þeim frumkvöðlum sem lögðu grunn- inn að uppbyggingu dvalarheimila aldraðra sem þúsundir Íslendinga hafa notið góðs af. Það framtak og sú hugdirfska sem til þurfti ætti að vera mönnum hvatning til áframhaldandi verka. Happdrætti DAS stendur í þakkarskuld við Auðun Hermannsson og mun hans ávallt minnst fyrir djörf- ung og þor. Ég sendi fjölskyldu hans mínar innilegustu samúðarkveðjur og kveðjur frá Happdrætti DAS. Hvíl í friði. Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri Happdrættis DAS.  Fleiri minningargreinar um Auð- un Hermannsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.                                                !       "               !  " # $ %  &' ($ )  !  #  %  %  $ *! *!' %)  %  +!  %  ' ' *! # $ %) %(, %#$ ✝ Harald Faabergfæddist í Bergen í Noregi 8. janúar 1921. Hann lést á líkn- ardeild Landspítalans 8. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Harald, skipamiðlari í Bergen og síðar í Reykjavík, og Edith Faaberg. Harald átti einn albróður, Johan Faaberg, búsettur í Noregi, og hálfsystur samfeðra, Östu Marie Faaberg, búsett í Reykjavík. Eiginkona Haralds var Guðrún Guðmundsdóttir, f. 26.8. 1921, d. 23.4. 1973. Foreldrar hennar voru Guðmundur Þórðar- son frá Hól og Ingibjörg Ásta Filip- usdóttir. Börn Haralds eru 1) Ingi- björg Ásta Faaberg, kennari, f. 1949, kennari, maki Guðmundur Benediktsson læknir. Börn þeirra eru: a) Guðrún læknir í Árósum, f. 1970, maki Þorsteinn Þorsteinsson hagfræðinemi. Dótt- ir þeirra er Ingibjörg Ásta, f. 1999. b) Kol- beinn, nemi í H.Í., f. 1975, sambýliskona María Gestsdóttir há- skólanemi. c) Harald- ur Hrafn, nemi á Bif- röst, f. 1980. 2) Áslaug Faaberg sjúkraliði, f. 1952, maki Ásgeir Jónsson læknir. Sonur Ás- laugar er Sveinn Bjarnar Faaberg, f. 1986. Harald ólst upp í umsjá föður síns bæði í Noregi og á Íslandi. Hann lauk prófi frá V.Í. og var á stríðsárunum liðsmaður norska hersins. Starfaði síðan við skrif- stofustörf hér í Reykjavík þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Útför Haralds fer fram frá Foss- vogskapellu á morgun, mánudag- inn 14. janúar, og hefst athöfnin klukkan 15. Harald Faaberg lést 8. janúar síð- astliðinn á 81. afmælisdegi sínum. Enginn ræður sínum upphafs- og næturstað, og deiglan sem mótar manninn og líf hans er oftlega marg- brotin og ófyrirsjáanleg. Þannig var að mörgu leyti lífshlaup Haralds. Harald var fæddur í Noregi af norsku foreldri en ólst upp jöfnum höndum hér á Íslandi og í Noregi. Engum duldist þó hið norska berg sem Harald var brotinn af. Ná- kvæmni, skipulag og trúmennska var honum eðlislæg. Til Íslands sór sig hins vegar stoltið og þráin til að standa á eigin fótum. Harald lauk prófi frá Verslunar- skólanum í Reykjavík og hélt utan til Englands til frekara náms um tví- tugt. Þegar Heimsstyrjöldin síðari skall á og Þjóðverjar hernámu Nor- eg 1940, þurfti Harald að sjálfsögðu ekki að hugsa sig tvisvar um og gekk í norska herinn. Harald var stoltur af þátttöku sinni í frelsisbaráttu Nor- egs og Evrópu á þeim tíma, og skil- aði hlutverki sínu þar með dæmi- gerðri hreysti, sóma og þolgæði. Fjölskylda hans var og er einnig stolt af honum, því þessi ákvörðun hans á sínum tíma var, eins og oftar á lífsleiðinni, tekin í andstöðu við ráð og skipanir annarra. Eftir að stríðinu lauk settist Har- ald að í Reykjavík, í Vesturbænum að sjálfsögðu, og starfaði við skipa- miðlun, hótelrekstur, hjá Eimskipa- félagi Íslands þar sem hann var m.a. skrifstofustjóri félagsins í Banda- ríkjunum um tíma, og síðast hjá ISAL, þar til hann lét af störfum fyr- ir áratug. Í öllum sínum störfum var Harald rómaður fyrir einstaka ná- kvæmni, trúmennsku og óþrjótandi þekkingu á öllu er laut að skipum og siglingum. Harald vildi hins vegar engum lúta, sem er allt annað en trú- mennska og var aldrei til samninga um það sem hann taldi réttlætismál eða grundvallaratriði. Harald kvæntist árið 1949 Guð- rúnu Guðmundssdóttur Faaberg, glæsilegri sómakonu og eignuðust þau tvær dætur, Ingibjörgu Ástu og Áslaugu. Harald kom upp sínu heim- ili og íbúð eins og viðtekið er, oft við fremur lítil efni og á „norska“ vísu; „fyrst áttu fyrir hlutunum og síðan eignastu þá“, sem kom nú mörgun sennilega fremur sérkennilega fyrir sjónir á tímum verðbólgu og gróða- sjónarmiða. Það sem fjölskylduna vantaði í efnum var bætt með vellíð- an þess sem á það sem hann á og eins óháður öðrum og unnt er. Guðrún lést langt fyrir aldur fram árið 1973 og einsemdin og hljóður harmur voru Harald stundum þung, en þungamiðjan í daglegu lífi var sú litla fjölskylda sem hann átti og unni framar öllu. Harld var maður sérlundaður, ná- kvæmur og að sumu leyti óbifanleg- ur, en án formfestu og algjörlega laus við yfirborðsmennsku. Góð greind og hæfileikar komu fram með þeirri hógværð sem honum var eig- inleg. Þau hafa verið forréttindi að sitja við sagnabanka hans, nema af honum, stússa í veiði og útiveru sem hann hafði yndi af og njóta skemmti- legheita og kímni hans. Aldrei varð okkur sundurorða á 30 ára viðkynn- ingu og tengslum, enda virti hann skoðanir og ákvarðanir annarra á sama hátt og hann ætlaðist til þess að sínar skoðanir og ákvarðanir væru virtar. Sá sem ekur seglum eft- ir eigin höfði má vitaskuld búast við mótbyr eða í besta falli tómlæti ann- arra, en ég hygg reyndar að Harald hafi kært sig kollóttan. Fegurð himinsins eða hringl þjóð- lífsins breytist ekki við fráfall ein- mana ekkils, því sporin sem hann markaði voru fyrst og fremst per- sónuleg, en í stærra samhengi eru það þó þeir einstaklingar sem af heiðarleika og festu hafa skilað sínu dagsverki sem eru hinir raunveru- legu hornsteinar þjóðfélagsins. Enginn ræður sínum næturstað eða stund. Harald lauk sinni vegferð þegar nóg var komið. Honum auðn- aðist að sjá sína kærustu ástvini um hátíðirnar langt leiddur af erfiðum sjúkdómi. Seiglan og óbifanleikinn höfðu eina ferðina enn skilað honum því sem hann vildi og hann gat stolt- ur og eins sáttur og hægt er, lagst til hinstu hvíldar. Góður drengur er genginn en góð minning lifir. Guðmundur Benediktsson. HARALD FAABERG                                       !!"  #$%  !&' !( )   !!"*                                                  !" #"   # $%  " " #"       $%  &' ()  " $%  *$ *+$ $#"  %!'$,-'#                                        !"##" $ $# %      &  &     '         (       !"  #   $%!"  & !  !!  %' (  $%!"  ) # ! !"  $%%  ' "!!   * "(!# ! !"      ' "!!    # ! !"   *  $%'  ' "!!  + + +*    ! " " , ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.