Morgunblaðið - 13.01.2002, Síða 53

Morgunblaðið - 13.01.2002, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 53 DAGBÓK BRIDSSKÓLINN Námskeið á vorönn Byrjendur: Hefst þriðdaginn 22. janúar. Framhald: Hefst fimmtudaginn 24. janúar. Byrjendanámskeið: Það geta allir lært að spila brids, en það tekur svolítinn tíma að ná tökum á grundvallarreglum Standard-sagnkerfisins. Á byrjendanámskeiði Bridsskólans er ekki gert ráð fyrir neinni kunnáttu og ekki er nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga. Það er fólk á öllum aldri og af báðum kynjum sem sækir skólann. Láttu slag standa! Tíu þriðjudagskvld frá kl. 20-23. Framhaldsnámskeið: Standard-sagnkerfið verður skoðað í smáatriðum, en auk þess verður mikil áhersla lögð á varnarsam- starfið og spilamennsku sagnhafa. Bókin Nútíma brids eftir Guðmund Pál Arnarson verður lögð til grundvallar. Kjörið fyrir þá sem vilja tileinka sér nútímalegar aðferðir og taka stórstígum framförum. Ekki er nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga. Tíu fimmtudagskvöld frá kl. 20-23. Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 virka daga. Bæði námskeiðin eru haldin í félagsheimili Sjálfsbjargar í Hátúni 12 í Reykjavík. Hef opnað tannlæknastofu á Laugavegi 18a 4h, Tímapantanir alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 551 7011. INGIBJÖRG S. BENEDIKTSDÓTTIR, tannlæknir.  UM síðustu helgi fór fram mikil bridshátíð í Borgar- nesi, bæði sveitakeppni og tvímenningur. Sveit Páls Valdimarssonar vann sveitakeppnina, en með hon- um spiluðu Eiríkur Jónsson, Þröstur Ingimarsson og Þórður Björnsson. Spilaðar voru 8 umferðir af 8 spila leikjum og raðað eftir Mon- rad-kerfi. Ísak Örn Sigurðs- son og Ómar Olgeirsson unnu tvímenninginn, en spil- aðar voru tvær umferðir af 24 spilum. Þeir Ísak og Óm- ar náðu góðri forystu í fyrri umferðinni og héldu sjó í þeirri síðari. Þar kom þetta spil upp: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ G9 ♥ ÁDG102 ♦ 8653 ♣D4 Vestur Austur ♠ Á8543 ♠ KD72 ♥ 653 ♥ K97 ♦ 4 ♦ 972 ♣ÁG63 ♣K109 Suður ♠ 106 ♥ 84 ♦ ÁKDG10 ♣8752 Vestur Norður Austur Suður -- Pass Pass 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 2 tígull Pass 3 tíglar Pass Pass Pass Ísak og Ómar voru með spil NS. Ómar passaði í upp- hafi og Ísak vakti létt í þriðju hendi á einum tígli. Vestri leist ekki á að koma inn á spaðasögn á hættunni með þetta lélegan lit og fyrir vikið „stálu“ NS samningn- um í þremur tíglum. Þrír tíglar ættu að óbreyttu að fara einn niður, en vörnin missteig sig og spilaði þrisvar spaða í upp- hafi. Ísak trompaði heima og henti laufi úr borði. Tók svo tvisvar tromp og spilaði hjarta á drottningu og kóng austurs. En nú var einn laufslagur varnarinnar far- inn fyrir lítið. NS fengu nán- ast topp fyrir +110, en það hefði líka gefið góða skor að fara einn niður, því það má vinna fjóra spaða í AV. Ísak og Ómar eru mjög heitir þessa dagana, en þeir unnu annan riðilinn í jóla- móti Bridgefélags Hafnar- fjarðar, sem fram fór milli jóla og nýárs. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þið eruð glöggskyggn og eigið ekki í vandræðum með að koma fyrir ykkur orði hvernig sem á stendur. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Stundum er eina ráðið að halda að sér höndum og bíða færis. Látið ekki óþolinmæði hafa yfirhöndina heldur bíðið róleg uns tækifærið gefst. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er notalegt að eiga stund með nánum vini og gott að geta deilt áhyggjunum með einhverjum sem maður treystir. Hláturinn lengir líf- ið. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er í mörg horn að líta í vinnunni og ykkur finnst þið ekki hafa tíma til annars. Það er rangt því þið þurfið svo mjög að dreifa huganum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ef þið leggið spilin á borðið þurfið þið ekki að óttast and- stöðu heldur munu sam- starfsmenn ykkar sjá kosti ráðagerða ykkar og láta sannfærast. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þið eruð með ýmsar vanga- veltur í sambandi við ákveðna samstarfsmenn. Gefið þeim tækifæri og þá mun koma í ljós hvorum megin þeir standa. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það eru nokkur mál sem þið þurfið að að íhuga vandlega og þegar niðurstöður eru fengnar verðið þið að láta til skarar skríða tafarlaust. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er kominn tími til þess að þið setjð hugsanir ykkar nið- ur á blað og veitið öðrum hlut- deild í þeim sannindum sem þið teljið ykkur hafa fundið. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þið fáið hverja hugmyndina annarri betri en getið ekki gert upp á milli þeirra. Legg- ið þær í dóm trausts vinar og látið svo verkin tala. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þið eruð eins og milli steins og sleggju í ákveðnu máli. Reynið að ná heildarsýn til þess að þið getið vegið og metið aðstæður svo vit sé í. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ykkur finnst að ykkur sótt úr öllum áttum. Leitið ráða til þess að verja ykkur og sinnið aðeins því sem hugir ykkar standa til. Þolinmæði er dyggð. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þið hafið ráð undir rifi hverju og getið komið ýmsu í verk ef þið leggið ykkur fram um að leita samstarfsaðila. Stað- reyndirnar tala sínu máli. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ykkur finnst einhvern veginn allt rekast hvað á annars horn. Gefið ykkur tíma til að greiða úr flækjunni og þá leysast allir hlutir auðveld- lega. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ATVINNA mbl.is LJÓÐABROT ALLRA FLAGÐA ÞULA Líttu upp, leikbróðir, og láttu fólk þegja, meðan eg nefni níutigi trölla. Öll skuluð þér standa sem við stjaka bundin, unz eg hef út kveðið allra flagða þulu. Fyrst situr Ysja og Arinnefja, Flegða, Flauma og Flotsokka, Skrukka, Skinnbrók og Skitinkjafta, Buppa, Blátanna og Belgiygla. – – – Hrærist heimar, hristist steinar, vötn við leysist, villist dísir. Öll ódæmi æri þursa. Helveg troði heimskar tröllkonur. 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6 5. e3 Rbd7 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4 b5 8. Bd3 b4 9. Re4 Be7 10. Rxf6+ Rxf6 11. e4 Bb7 12. Be3 O-O 13. e5 Rd5 14. Bd2 Db6 15. De2 c5 16. dxc5 Dxc5 17. h4 Rb6 18. Hc1 Dd5 19. Hc7 Bd8 Það er ekki bara á Íslandi sem einvígi milli valin- kunnra stórmeistara fer fram. Fyrir skömmu lauk einvígi Ivans Sokolovs (2658) og skærustu stjörnu Spánverja, Fransisco Pons Vallejo (2630). Í stöðunni hafði Bosníumaðurinn grimmi hvítt gegn ungstirninu. 20. Rg5! Dxg2 21. Bxh7+ Kh8 22. Dh5 Dxh1+ 23. Ke2 Bxg5 24. Be4+ Bh6 25. Bxh1 Bxh1 26. Bxh6 Rd5 27. Hc4 Hfc8 28. Bg5+ Kg8 29. Dg4 Hxc4 30. Dxc4 a5 31. f3 a4 32. Kf2 a3 33. b3 Ha7 34. Dc1 Hc7 35. Dxh1 f6 36. exf6 gxf6 37. Bh6 Hc2+ 38. Kg3 Rc3 39. h5 Hxa2 40. Kh4 Re2 og svartur gafst upp. Vasklega teflt hjá hvít- um enda vantar sjaldan fjör- ið í skákir Ivans. Einvíginu lauk með bræðrabyltu, 4 vinningum gegn 4. Síðasta seinvígisskák Hannesar Hlífars Stefánssonar og Nigels Shorts fer fram í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur. Tafl- ið hefst kl. 13.00 og eru allir skákáhugamenn hvattir til að mæta og styðja við bakið á sínum manni! SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Árnað heilla 50 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 14. janúar, er fimmtug Guðrún Kristín Magnús- dóttir, Vesturbergi 8, Reykjavík. Hún er að heim- an á afmælisdaginn. Ljósmynd/Bragi Þór BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. ágúst sl. í Bessa- staðakirkju af sr. Friðriki J. Hjartar Hekla Guðmunds- dóttir og Ómar Hilmarsson. Ljósmyndastofa Erlings BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. nóvember sl. í Kópavogskirkju af sr. Braga Skúlasyni Jóhanna Bóel Magnúsdóttir og Guðjón Bergmann. Ljósmynd/Sissa BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. sept- ember sl. í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfs- syni Silja Rún Gunnlaugsdóttir og Friðrik Sturluson. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót. Fólk getur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569- 1329, eða sent á netfangið ritstj@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.