Morgunblaðið - 25.01.2002, Page 11

Morgunblaðið - 25.01.2002, Page 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 11 ÓSKAR Jónsson, for- ingi í Hjálpræðishern- um, lést á líknardeild Landspítalans miðviku- daginn 23. janúar sl. Hann fæddist í Reykja- vík 4. júní 1916 og varð því 85 ára gamall. Óskar gerðist ungur að árum foringi í Hjálp- ræðishernum. Hann gegndi ýmsum trúnað- arstörfum fyrir Hjálp- ræðisherinn á Siglu- firði, Ísafirði, Akureyri og Reykjavík. Hann var um árabil yfirforingi Hjálpræðishersins á Íslandi og Fær- eyjum. Óskar starfaði einnig sem Hjálpræðishersforingi í Noregi, Danmörku og Færeyjum. Þegar Óskar náði eftirlaunaaldri voru árin í þjónustu Hjálp- ræðishersins orðin 46. Starfi hans fyrir hreyfinguna var samt fjarri því lokið þrátt fyrir þessi tímamót, því allt þar til heilsu hans fór að hraka á síðastliðnu ári hefur hann, ásamt eftirlif- andi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Jónsdótt- ur, verið mjög áber- andi í starfi Hjálpræð- ishersins í Reykjavík og gegndi hann þar stöðu hermanna- leiðtoga. Óskar og Ingibjörg eignuðust saman 5 börn og eru 4 þeirra á lífi. Andlát ÓSKAR JÓNSSON ALÞJÓÐLEGUR gagnabanki um mænuskaða gæti orðið að veru- leika hér á landi innan skamms, gangi eftir þau áform sem íslensk stjórnvöld hafa uppi í nánu sam- ráði við Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunina (WHO), Evrópuráðið og jafnvel fleiri aðila, m.a. Land- spítala – háskólasjúkrahús. Hug- mynd um slíkan gagnabanka er af- rakstur málþings um mænuskaða sem WHO og íslensk stjórnvöld stóðu fyrir hér á landi í júní sl. að frumkvæði Auðar Guðjónsdóttur, hjúkrunarfræðings og móður Hrafnhildar Thoroddsen sem skaddaðist á mænu í bílslysi fyrir tæpum þrettán árum. Starfshópur, sem skipaður var vegna málþings- ins, er enn að og gagnabankinn er þar meginverkefnið. Framkvæmdastjóri WHO, Gro Harlem Brundtland, fyrrum for- sætisráðherra Noregs, hefur sýnt málinu mikinn áhuga eftir að Auð- ur sendi henni bréf á sínum tíma og hefur hún m.a. átt samskipti við Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra. Þá hefur Vigdís Finnboga- dóttir, fyrrverandi forseti Íslands, lagt málinu lið sem heiðursformað- ur starfshópsins og Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingismaður hefur einnig komið að málinu sem for- maður félags-, heilbrigðis- og fjöl- skyldunefndar Evrópuráðsins. Eru góðar líkur á að ráðið leggi gagna- bankanum til fjárframlag og til- laga þess efnis verður væntanlega lögð fram á vorþingi Evrópuráðs- ins. Framlag Auðar einstakt Þá hafa aðilar í Bandaríkjunum sýnt málinu áhuga og í því skyni var staddur hér á landi í vikunni dr. Laurance Johnston, bandarísk- ur lífefnafræðingur, sem unnið hefur talsvert fyrir stjórnvöld og einkaaðila að málefnum mænu- skaddaðra í Bandaríkjunum. Hann átti m.a. fund með heilbrigðisráð- herra, læknum og fleiri embætt- ismönnum en Johnston var meðal fyrirlesara á málþinginu í Reykja- vík í fyrra. Hann hefur lýst sig reiðubúinn til að stýra verkefninu hér á landi og koma gagnabank- anum af stað með hjálp íslenskra lækna og tölvusérfræðinga. Dr. Laurance Johnston sagði við Morgunblaðið að gagnabankinn gæti orðið spennandi upphaf að öðru og meira, jafnvel alþjóðlegri miðstöð um þennan alvarlega áverka og sjúkdóma tengdum hon- um. Hann sagði afar mikilvægt að safna á einn stað öllum þeim upp- lýsingum sem til væru um mænu- skaða víða í heiminum. Koma þyrfti á samstarfi sérfræðinga sem stuðst hafa við mismunandi kenn- ingar og aðferðir. Johnston sagði megintilganginn að gera líf þeirra bærilegra sem skaddast hafa á mænu og lamast af völdum slysa eða stríðsátaka. Margir af þeim væru ungir að ár- um og ættu langt líf framundan. Hann sagði frumkvæði Auðar Guð- jónsdóttur vera gríðarlega mikils virði og í raun einstakt. Hún hefði með áræðni sinni og áhuga ýtt snjóbolta af stað sem stækkaði stöðugt og vekti um leið áhuga á Íslandi í þessu samhengi. Í nýlegu bréfi til Evrópuráðsins, þar sem dr. Johnston kynnti hug- myndina frekar, kemur fram að stofnkostnaður gagnabanka fyrsta árið gæti verið rúmar 15 milljónir króna. Fyrir liggur að WHO mun ekki fjármagna verkefnið en sem fyrr segir gæti framlag komið frá Evrópuráðinu og jafnvel fleirum. Helsta verkefni dr. Johnston þessa dagana er einmitt að útvega pen- ingana sem til þarf. Talið er að um 11 milljónir manna lifi með mænuskaða í heim- inum í dag. Á Íslandi eru þeir um 80 og í Bandaríkjunum um 225 þúsund talsins. Gagnabankinn yrði til að byrja með á Netinu og gerð- ur almenningi aðgengilegur jafnt sem vísindamönnum með upplýs- ingum um nýjustu rannsóknir og lækningaaðferðir og kostur gefinn t.d. á spjallrás fyrir vísindamenn. Kostirnir við að hafa slíkan gagna- banka á Íslandi eru þeir taldir helstir að upplýsingatækni sé í há- vegum höfð og Ísland njóti góð- vilja í alþjóðlegu samhengi sem hlutlaust land. Stefán Yngvason, sviðsstjóri endurhæfingar á Landspítalanum Grensási, á sæti í starfshópnum. Í samtali við Morgunblaðið sagði hann gagnabankann hafa gríðar- lega þýðingu fyrir mænuskaðaða einstaklinga og aðstandendur þeirra, ekki síst í vanþróuðum ríkjum. Einnig væri mikilvægt að eiga samráð við WHO um verk- efnið og það gæti vakið athygli vís- indaheimsins enn frekar á Íslandi. „Þá er ekki síður mikilvægt að fá að taka þátt í upplýsingaöflun sem gagnast öllum heiminum. Það er heiður fyrir Ísland að fá að taka þátt í slíku samstarfsverkefni með Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Ef niðurstaðan verður sú að Land- spítalinn taki virkan þátt í verk- efninu þá er það lyftistöng fyrir vísindastarf á spítalanum og al- þjóðleg tengsl hans,“ sagði Stefán. Alþjóðlegur gagna- banki um mænuskaða í bígerð hér á landi Samstarf fyrirhugað milli WHO, íslenskra stjórnvalda, Evrópuráðsins og fleiri aðila ÍSLAND er eiginlega eins og til- raunastofa,“ segir Niels Johan Juhl- Nielsen sem er staddur hér á landi ásamt þrjátíu öðrum Dönum sem eru hér til að kynna sér hvernig Neyð- arlína, lögregla, slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar á Íslandi hafa not- fært sér fjarskiptakerfið Tetra en Ís- lendingar hafa verið framarlega í flokki þeirra sem nota kerfið. „Við erum hér til að kynna okkur hvað okkar íslensku vinir hafa gert svo við gerum ekki sömu mistökin,“ segir hann en bætir við að auðvitað hljóti menn að gera einhver mistök þegar þeir taka nýja tækni í notkun. Juhl-Nielsen er deildarstjóri hjá slökkviliðinu í Kaupmannahöfn og vinnur fyrir almannavarnir borgar- innar. Hans starf er m.a. að sjá fyrir nýjar hættur sem steðja að Kaup- mannahöfn og nágrenni. „Það verður einhver að hugsa um hvað gæti hugs- anlega gerst,“ segir hann. Hættulegir tölvuþrjótar Aðspurður hverjar eru helstu nýju ógnirnar sem steðja að íbúum Evr- ópu segir hann ljóst að möguleikinn á stórfelldum hryðjuverkum valdi mönnum áhyggjum og það muni varla breytast á næstu árum. Þá mætti ekki vanmeta hættuna sem stafar af svonefndum tölvuþrjótum en þeir gætu unnið mikið tjón á mik- ilvægum tölvukerfum og orkuveitum. Að mati Juhl-Nielsen hefur sú hætta sem af tölvuþrjótum stafar ekki náð hámarki. Gegn slíkum ógnum dugar á hinn bóginn lítið að beita hermönn- um eða slökkviliði en forvarnir eru þeim mun mikilvægari. Í starfi sínu hefur Juhl-Nielsen tekið þátt í mörgum alþjóðlegum stórslysaæfingum og hann segir að í slíkum tilfellum sé afar mikilvægt að búa yfir góðu fjarskiptakerfi. Reynsl- an sýni að þegar stórslys verða þá valdi slæm fjarskipti oft talsverðum vandræðum. „Það er bráðnauðsyn- legt að lögregla, slökkvilið, björgun- arsveitir og bæjaryfirvöld vinni sam- an, en það getur oft reynst erfitt,“ segir Juhl-Nielsen. Hann hefur mikið álit á Tetra-kerfinu og segir það besta fjarskiptakerfi sem völ er á. Neyðarlína, lögregla, slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar hafa tekið kerf- ið í notkun hér á landi og eins og stendur er það notað á suðvestur- horninu og austur í Rangárvalla- sýslu. Önnur lönd í Evrópu sem not- ast við kerfið eru m.a. Belgía og Finnland. Í fyrra ákváðu Danir að taka kerfið í notkun og eins og fyrr segir er Juhl- Nielsen hér á landi ásamt 30 öðrum Dönum til að kynna sér hvernig til hefur tekist hér á landi. Honum finnst sérlega athyglisvert hvernig hér hefur verið útbúin miðstöð í Skógarhlíð þar sem saman koma allir þeir sem koma að björgunaðgerðum. Ekki hægt að hlera Juhl-Nielsen segir Tetra-kerfið hafa ýmsa kosti umfram eldri fjar- skiptakerfi. Sérstaklega finnist lög- reglu gott að geta komið í veg fyrir að aðrir geti hlustað á samskipti lög- reglunnar. Þetta hafi gert lögreglu erfitt fyrir m.a. í Gautaborg sl. sumar þegar óeirðarseggir gengu berserks- gang í borginni þegar þar var haldinn fundur leiðtoga helstu iðnríkja heims. Óeirðaseggjunum tókst að hlera samskipti lögreglu og gátu þannig miðað aðgerðir sínar við það. „Þetta kerfi gerir okkur kleift að starfa saman á nýjan hátt og skil- greina hvernig samvinnu lögreglu, slökkviliðs og annarra skuli háttað. Verði til dæmis stórslys liggur ljóst fyrir hverjir eigi að vinna með hverj- um, hverjir eigi að fara á vettvang og svo framvegis,“ segir Juhl-Nielsen. Með Tetra-kerfinu fáist jafnframt yf- irsýn yfir allar björgunaraðgerðir, jafnvel á milli landamæra. Umfang slysa skipti engu máli. Kerfið gagnist eins þegar gömul kona dettur og meiðir sig eða ef flugvél hrapar í miðja borg. Hópur Dana skoðar Tetra-fjarskiptakerfið hér á landi „Ísland er eiginlega eins og tilraunastofa“ Morgunblaðið/Sverrir Niels J. Juhl-Nielsen, deildarstjóri hjá slökkviliðinu í Kaupmannahöfn. VATNIÐ sem að öllu jöfnu drýp- ur niður í Flúðakrók austan við Vík í Mýrdal hefur breytt um ham og myndar nú stæðileg grýlukerti sem slúta yfir höfðum þeirra sem þangað leggja leið sína. Klakalistaverkið stendur mannanna verkum síst að baki en víst er það hverfult og lifir varla lengur en til vors. Ekki er þó að sjá af veður- spánni að vatnið brjótist úr klakaböndunum í bráð. Enn eiga Mýrdælingar von á frera og frostið mun enn um sinn dingla í Flúðakróknum. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Hverfult klaka- listaverk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.