Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 19 Blómin í bænum sími 462 2900 ° í göngugötunni Bóndadagurinn er í dag Á ekki bóndinn skilið að fá falleg og góð blóm? KARLAKÓR Keflavíkur heldur tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju í kvöld klukkan 20.30. Á efnisskrá tónleikanna eru Vínarlög, óperu- tónlist og einsöngslög og er slegið á létta strengi. Einsöngvarar með kórnum eru þau Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran og Steinn Erlingsson baríton. Ingi- björg hefur haldið fjölda einsöngs- tónleika og sungið með sinfóníu- hljómsveitum á Íslandi, í Svíþjóð, Danmörku og Wales. Steinn hefur verið einn af máttarstólpum kórs- ins og sungið lengi sem einsöngvari með honum. Stjórnandi Karlakórs Keflavíkur er Smári Ólason og und- irleikari á píanó er Ester Ólafs- dóttir. Tónleikar kórsins verða endurteknir í Hásölum, safnaðar- heimili Hafnarfjarðarkirkju, næst- komandi sunnudag kl. 16.30. Slegið á létta strengi Njarðvík VERKALÝÐSFÉLÖG á Suður- nesjum hafa sent sveitarstjórn- um á svæðinu bréf með áskorun um að afturkalla nú þegar allar hækkanir og leggja þannig sitt af mörkum til að verja stöð- ugleikann í landinu. Er þetta liður í verðaðhaldi verkalýðs- félaganna í landinu. Í bréfi Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur og ná- grennis til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og hrepps- nefnda Gerðahrepps og Vatns- leysustrandarhrepps, en það er efnislega samhljóða bréfum sem Verslunarmannafélag Suður- nesja og Iðnsveinafélag Suður- nesja hafa sent þessum og öðr- um sveitarstjórnum á þeirra starfssvæði, er vakin athygli á mikilvægi þess að það takist að verja markmið samkomulags að- ila vinnumarkaðarins um frest- un á endurskoðun launaliðar kjarasamninga. „Hér með er skorað á Reykjanesbæ, eins og önnur sveitarfélög, að afturkalla nú þegar allar hækkanir og leggja þannig sitt af mörkum til að verja stöðugleikann og lífs- kjörin í landinu. Ábyrgð þeirra sem ekki verða við þessari áskorun og halda hækkunum sínum til streitu er mikil, nái forsendur samkomulags aðila vinnumarkaðarins ekki fram að ganga,“ segir í bréfi félaganna til Reykjanesbæjar. Von á heim- sókn frá ASÍ Bréf VSFK og Verslunar- mannafélagsins voru lögð fram í bæjarráði Reykjanesbæjar í gær. Bæjarráðsmenn tóku fram af þessu tilefni að þeir væntu heimsóknar fulltrúa ASÍ. Reykjanesbær hækkar gjald- skrár sínar einu sinni á ári, um áramót. Að þessu sinni voru all- ar gjaldskrár, meðal annars leikskólagjöld, hækkaðar um 5%. Allar hækkanir verði afturkallaðar Suðurnes HLUTHAFAR í Hitaveitu Suður- nesja samþykktu í gær með yfirgnæf- andi meirihluta sameiningu við Bæj- arveitur Vestmannaeyja. Fulltrúar Sandgerðisbæjar og Vatnsleysu- strandarhrepps sátu hjá. Ekki náðist samstaða um að fækka stjórnar- mönnum, í tengslum við samruna fyr- irtækjanna. Til þess að samningar um samein- ingu Bæjarveitna Vestmannaeyja við Hitaveituna næðu fram að ganga þurftu hluthafar með tvo þriðju hluta atkvæða á bak við sig að samþykkja breytingar á samþykktum félagsins. Tillaga um að auka hlutafé félagsins um 511 milljónir, úr 6.800 milljónum í 7.311 milljónir, til að afhenda Vest- mannaeyjabæ sem greiðslu fyrir eignir og rekstur Bæjarveitnanna var samþykkt með 91,2% atkvæða. Hlut- hafar með 8,8% atkvæða á bak við sig sátu hjá. Það eru fulltrúar Vatns- leysustrandarhrepps og Sandgerðis- bæjar en þeir höfðu lýst yfir andstöðu við sameiningu á þessum forsendum í stjórn fyrirtækisins. Sigurbjörg Eiríksdóttir, varafor- seti bæjarstjórnar Sandgerðis, og Þóra Bragadóttir, oddviti Vatnsleysu- strandarhrepps, skýrðu á fundinum hjásetu sína. Sigurbjörg sagði frá bókun sem meirihluti bæjarstjórnar Sandgerðis hafði samþykkt. Þar er það dregið í efa að markmið um að efla Hitaveitu Suðurnesja náist fram með þessum kaupum, miðað við for- sendur sem lagðar hafa verið til grundvallar. Bæjarstjórnin geti ekki verið fullviss um réttmæti kaupanna, án traustari og/eða frekari rökstuðn- ings. Fulltrúar minnihluta Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks sátu hjá við þessa afgreiðslu í bæjarstjórn Sandgerðis. Tólf manna stjórn Hluthafafundur Hitaveitunnar samþykkti fleiri breytingar á sam- þykktum, meðal annars vegna sam- runans. Þannig var það sett í lög fé- lagsins að það hefði útibú í Vestmannaeyjum og að fjölgað verði í stjórn þannig að Vestmannaeyjabær fái tólfta stjórnarmanninn. Ekki náð- ist samstaða um þá tillögu stjórnar að fækka stjórnarmönnum úr ellefu í sjö og að hluthafar gætu nýtt sér að fullu atkvæðisrétt sinn við stjórnarkjör. Í gildi er hluthafasamkomulag sem gerir ráð fyrir að þessi breyting verði á aðalfundi 2003 en þangað til ættu allir hluthafar, ellefu talsins, fulltrúa í stjórn. Til þess að breytingin næði fram að ganga þurftu allir að vera sammála en fram kom að fulltrúar Sandgerðis, Vatnsleysustrandar- hrepps og ef til vill fleiri vildu halda í núverandi fyrirkomulag og var því ákveðið að fjölga um einn mann í stjórninni. Verða því tólf stjórnar- menn fram að aðalfundi 2003. Eins og fram hefur komið eignast Vestmannaeyjabær 7% í Hitaveitu Suðurnesja, þegar kaupin verða af- staðin. Að sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra Hitaveitunnar, felur sam- þykkt hlutafafundarins í sér heimild fyrir stjórn félagsins að ganga frá málinu og reiknar hann með stjórn- arfundi eftir helgi. Einhvern tíma taki síðan að ganga frá formatriðum. Sam- einingin gildir þó frá nýliðnum ára- mótum. Hitaveitan verður með hluta af skrifstofuhaldi sínu í Vestmannaeyj- um. Þá er gert ráð fyrir að almennir raforkutaxtar í Vestmannaeyjum lækki um 15%, eigi síðar en 1. mars næstkomandi. Samruni samþykktur með 91,2% atkvæða Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Vogamenn og Sandgerðingar stinga saman nefjum. Jóhanna Reynis- dóttir, Jón Norðfjörð, Jón Gunnarsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson. Reykjanes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.