Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 37 áhætturekstur með fjármuni bæjarbúa. Lögum samkvæmt á að fara fram um- fjöllun um skipulags- mál og önnur mál bæjarfélagsins í nefndum og viðeig- andi stofnunum þess og kynna þau fyrir bæjarbúum á eðlileg- an hátt þannig að þeir geti brugðist við eins og hverjum hent- ar. Þetta er lögvarið ferli. Þetta ferli hundsar meirihluti bæjarstjórnar Hafn- arfjarðar. Allar yfirlýsingar bæjar- stjóra héðan í frá um að í deili- skipulagi verði tekið tillit til athugasemda o.s.frv. munu verða ótrúverðugar, þetta er allt saman ákveðið og ekki meira um það að segja. Áskrift að útsvari Hafnfirðinga! Sömu vinnubrögð og gilda um skipulagsmál í Hafnarfirði eru við- höfð í skólamálum bæjarins. Meiri- hluti bæjarstjórnar telur meira um vert að einkavæða skólahúsnæði bæjarins og kennslu en að hugsa um hag bæjarbúa. Hvert skólahús- næðið af öðru er nú byggt af einka- aðilum, sem er í sjálfu sér hið rétta, en það sem ekki er rétt; verður áfram í eigu einkaaðila eftir að bærinn hefur borgað milljarða í leigukostnað án nokkurrar eignar- myndunar. Að leigutíma loknum þarf að byrja að borga leigu aftur af sama húsnæði. Það er eðlilegt að bæjarfélag leigi húsnæði til margra nota. En þó ekki skólahúsnæði þar sem það er sérhannað til að þjóna ákveðnum tilgangi og í hverju skólahverfi er aðeins einn skóli og því ekki um neina samkeppni eða val að ræða á þeim leigumarkaði. Þess vegna er algjör firra að fjármagna uppbygg- ingu skólahúsnæðis á umræddan hátt auk þess sem það er dýrara. Hvers vegna skyldu nágrannasveit- arfélögin ekki hafa kosið þessa leið? Það er verið að fresta vanda- málum dagsins í dag til komandi HROKI og ólýðræð- isleg vinnubrögð nú- verandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar urðu öllum ljós við yfirlýsingu bæjar- stjóra um að reisa ætti 1.800 manna byggð á norðurbakka Hafnar- fjarðarhafnar af hluta- félaginu Norðurbakka ehf. Þetta var sam- þykkt á aukafundi bæj- arstjórnar 18. desem- ber sl. eftir mála- myndanefndarstörf. Að hlutafélaginu standa lóðarhafar, þ.e. Hafnarfjarðarbær, J & K og Þyrping hf. Enginn veit neitt um þessa nýju byggð eða væntanlegar fjárhagsskuldbindingar bæjar- félagsins. Engin umræða hefur far- ið fram í skipulagsnefnd um bryggjuhverfið og engin samræm- ing er við aðra fyrirhugaða upp- byggingu í Hafnarfirði s.s. á Völl- um (sunnan Ásvalla) eða við fyrirhugaða byggingu nokkurra fimm hæða blokka við Lækjargötu gegnt Tjarnarbraut á RAFHA-lóð- inni. Eru það Þyrping hf., J&K og Magnús sem fara með skipulags- mál í Hafnarfirði? Svo virðist vera, sbr. grein Sig- urður P. Sigmundssonar í Mbl. 4. janúar sl., að Framsóknarflokkur- inn eða sumir forystumenn innan hans hafi ekkert vitað um þennan gjörning. Að mér læðist sá grunur að helstu embættismenn bæjarins hafi ekki heldur verið hafðir með í ráðum. Í greininni kemur líka fram að bærinn ber allan kostnað af aukaframkvæmdum við hugsanlegt bryggjuhverfi svo sem við landfyll- ingar sem skoða verður sérstaklega m.t.t. til umhverfisáhrifa ásamt breytingu á höfninni. Lögvarinn réttur brotinn Norðurbakkinn þykir álitlegur sem framhald af miðbænum með blandaða byggð og nálægðina við sjóinn og höfnina sem aðdráttarafl. Undirritaður er hlynntur uppbygg- ingu á svæðinu en telur að útfæra þurfi hana nánar með tilliti til fjölda íbúa, skóla, samgangna, út- lits, atvinnustarfsemi og annarrar uppbyggingar í Hafnarfirði. Jafn- vel má halda samkeppni um nýt- ingu svæðisins þegar ákveðnar skipulagslegar forsendur liggja fyrir sem það gerir ekki nú. En bæjarstjóri Hafnarfjarðar ákvað forsendurnar fyrir hlutafélagið Norðurbakka fyrst, án tillits til þarfa Hafnarfjarðarbæjar, og virð- ist bærinn þar með kominn í kynslóða til að svala pólitískum metnaði einstaklinga. Skuldir bæjarsjóðs Hafnarfjarð- ar hafa farið úr 4,8 milljörðum 1998 í tæpa 9 milljarða 2001. Aðeins um einn fjórði þeirrar aukningar er vegna skólanna. Leigan er ekki skuldfærð en hana þarf samt að borga að fullu, án eignamyndunar, og fyrirtæki úti í bæ eru komin í áskrift að útsvari Hafnfirðinga um ókomin ár! Einkavæðingu skólahúsnæðis og kennslu hefur verið komið á þrátt fyrir andstöðu mikils hluta bæjar- búa. Hér er um eitt stærsta hags- munamál bæjarins að ræða og því með öllu ólíðandi að meirihlutinn skuli ekki reyna að ná einhverri lendingu sem allir geta sætt sig við. Nei góðir Hafnfirðingar, þetta eru einræðisleg og skaðleg vinnubrögð í anda þeirra lærimeistara sem var lýst betur en nokkru sinni í nýliðnu áramótaskaupi. Kjósum annan farveg Framangreind vinnubrögð eru ekki uppbyggileg fyrir Hafnar- fjörð. Við verðum að tryggja lýð- ræðislega þátttöku í stjórnun bæj- arins, jafnt þátttöku almennings sem fyrirtækja og félagasamtaka. Núverandi meirihluta sjálfstæðis- manna og framsóknarmanna í Hafnarfirði virðist því miður skorta allan samfélagslegan þroska. Að lokum vil ég vitna í orð Sig- urðar Skúlasonar í Sögu Hafnar- fjarðar frá 1933: „Inni í bænum hefir hraunið að mestu verið brotið niður og jafnað í sambandi við gatnagerð og húsbyggingar, enda er illmögulegt að nytfæra sér bygg- ingarlóðir þar, nema þetta sé gert. Hins vegar skerðir þetta jarðrask fegurð og sérkennileik bæjarstæð- isins.“ Höfum það hugfast að það eru oftast fleiri en ein hlið á hverju máli. Trausti Baldursson Höfundur situr í skipulags- og umferðarnefnd Hafnarfjarðar. Sveitarstjórnarmál Vinnubrögð í skipulags- og skólamálum í Hafn- arfirði, segir Trausti Baldursson, eru ólýð- ræðisleg og skaðleg. Skipulagsmál Hafnarfjarðar NÝNEMAR í læknisfræði við Há- skóla Íslands hafa undanfarin ár þreytt samkeppnispróf (numerus clausus) í lok haustmisseris. Prófað hefur verið úr þeim námskeiðum sem kennd hafa verið á haustmisseri, þ.e.a.s. eðlisfræði, efnafræði, sálarfræði og inngangi að líffæra- og lífeðlis- fræði. Ákveðin ein- kunnaviðmið hafa ekki ráðið því hverjir fá tækifæri til að halda áfram námi á vormiss- eri þar sem fjöldatak- markanir í læknadeild miðast við tiltekinn fjölda þeirra sem best- um árangri ná hverju sinni í samkeppnispróf- unum. Á vormisseri nú fengu 42 nemendur að halda áfram, þar af einn vegna villu í fyrirgjöf sem í ljós kom við prófasýningu. Ófullnægjandi undirbúningur Hingað til hafa nemendur þegar á fyrsta ári framhaldsskóla getað tek- ið mið af þeim náms- og prófkröfum sem gerðar eru í læknadeild þar sem upplýsingar hafa legið fyrir. Um- ræða um breytingar á núverandi fyrirkomulagi hefur hins vegar átt sér stað í mörg ár vegna vaxandi óánægju með samkeppnisprófin. Þannig hefur læknadeild haft ráð- rúm til þess að undirbúa breytingu í tæka tíð, svo að breytingin kæmi ekki nemendum í opna skjöldu. Með reglum háskólans frá nóvem- ber sl. er athyglisvert að sjá hvernig læknadeild hyggst standa að breyt- ingunum. Í stað þess að leggja fyrir samkeppnispróf úr námsefni sem hingað til hefur verið talið æskilegt fyrir áframhaldandi læknanám verð- ur inntökuprófið byggt á ósamstæðu safni byrjunaráfanga af öllum bók- námsbrautum framhaldsskólanna þrátt fyrir að enginn nemandi á landinu hafi þá samsetningu náms að baki. Auk þess verður „almenn þekking“ nemenda prófuð. Gildir sá hluti prófsins 30% af heild. „Almenn þekking“ í skilningi reglnanna er: „þekking á málefnum líðandi stund- ar, s.s. á sviði mannlegra þátta, sögu og menningar hvers konar, fé- lagsfræði og heilbrigðisumræðu“. Í þessu sambandi má benda á að greindarpróf eru t.d. próf á sviði mannlegra þátta, en ekki verður ráðið af reglunum hvort ætlunin er að leggja fyrir greindarpróf. Ráð- gert er að hafa inntökuprófin í júní 2002. Vandséð er hvernig Háskóli Ís- lands ætlar á örfáum mánuðum að uppfylla grundvallarskilyrði um prófagerð, þ.e. um áreiðanleika og réttmæti prófa. Áreiðanleika er unnt að prófa strax, en til þess að tryggja réttmæti inntökuprófanna þarf að forprófa þau. Án forprófunar er ekki vitað um forspárgildi prófanna og því ekki unnt að segja að þau séu réttmæt. Það er útilokað að það náist að uppfylla skilyrði um réttmæti próf- anna ef inntökuprófin verða lögð fyrir í vor. Það liggur einfaldlega ekkert fyrir um fylgni eða samband milli frammistöðu nemenda í inn- tökuprófunum annars vegar við frammistöðu nemenda í læknisfræði hins vegar enda tekur nokkur ár að þróa slík próf. Gildir það bæði um þann hluta prófsins sem byggist á námsefni framhalds- skólanna og þann hluta sem prófa á „almenna þekkingu“. Þar þarf ekki síður að forprófa hverja einustu spurn- ingu. Brotinn réttur á nemendum? Nemendur eiga ský- lausan rétt á því að fá vitneskju um svo af- drifaríkar breytingar sem inntökuprófin hafa í för með sér með tals- verðum fyrirvara, svo að þeir geti tekið mið af þeim snemma á náms- ferli sínum. Aðeins eru fimm mán- uðir þar til prófin verða lögð fyrir og enn er margt á huldu. Þetta er ekki boðlegt. Í læknadeild Háskóla Ís- lands hefur mikilvægi vísindalegra vinnubragða og faglegrar nálgunar verið brýnt fyrir læknanemum. Vinnubrögð læknadeildar vegna inn- tökuprófanna eru ekki trúverðug. Nemendum sem þreyttu samkeppn- isprófin í síðasta skipti nú í desem- ber var mikill óleikur gerður allt haustmisserið með óljósum og óná- kvæmum upplýsingum um fyrirhug- aðar breytingar. Þeim er gert að þreyta inntökupróf í byrjendaáföng- um framhaldsskóla eins og öðrum þó að þeir eigi eins misseris nám að baki í læknadeild. Margir þeirra náðu yfir 80% árangri í samkeppn- isprófunum en komust ekki áfram vegna fjöldatakmarkana. Með því að velja nemendur inn einhliða með prófum sem byggjast á byrjenda- áföngum og almennri þekkingu hlýt- ur læknadeild að ætla sér að breyta samsetningu læknanámsins. Ekki liggur fyrir hvernig. Það er því mörgum spurningum ósvarað. Fyrirhugaðar breytingar á inn- tökuprófum í læknisfræði byggjast hvorki á faglegum forsendum né fenginni reynslu. Af þeirri ástæðu mun læknadeild ekki gefa nýnemum kost á sjúkraprófi haustið 2002. Jafnræði stúdenta er með því að engu haft. Háskólayfirvöld þurfa að endurskoða þá ákvörðun að hafa inntökuprófin í vor án fullnægjandi undirbúnings. Ein leið væri að þróa inntökupróf samhliða samkeppnis- prófum. Á örfáum árum fengist þá mat á forspárgildi inntökuprófa með því að reikna tengsl á milli frammi- stöðu í þeim og frammistöðu í læknanámi. Nemendur og þjóðin öll á rétt á því að Háskóli Íslands sýni nemendum sínum sjálfsagða virð- ingu með faglegum vinnubrögðum og veiti þeim nauðsynlegar upplýs- ingar vegna afdrifaríkra ákvarðana varðandi námsval þeirra. Um inntökupróf í læknadeild Háskóla Íslands Sigurður Árnason Próf Vinnubrögð lækna- deildar vegna inntöku- prófanna eru, að mati Sigurðar Árnasonar, ekki trúverðug. Höfundur er nemi í læknisfræði á haustmisseri 2001. • Nýskr. 08/99 • Ekinn 9.600 km • Sjálfskiptur, spólvörn • 4 líknarbelgir, útvarp/CD • Aksturstölva • Rafdr. rúður/speglar/sæti • Hraðastillir með hraðatakmarkara • Leðurklæðning • Sóllúga • 16” álfelgur • Sumar-, vetrardekk o.fl. Ræsir hf., Skúlagötu 59, s. 540 5400 - Opið laugardaga 12-16 www.raesir.is Einstakt tækifæri! Til sýnis og sölu Mercedes-Benz CLK230 Kompressor Elegance KUNERT WELLNESS Sokkabuxur Hnésokkar Ökklasokkar iðunn tískuverslun 2. hæð, Kringlunni, sími: 588 1680 v/ Nesveg, Seltjarnarnesi, sími: 561 1680
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.