Morgunblaðið - 25.01.2002, Side 38
MINNINGAR
38 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sigurborg Jóns-dóttir fæddist í
Keflavík 7. desember
1948. Hún lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urnesja 16. janúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar eru Jón B.
Hannesson, f. í Kefla-
vík 3.4. 1920, og
Fanney Hjartardótt-
ir, f. á Vaðli á Barða-
strönd 18.2. 1919.
Systkini hennar eru
Bjarnfríður Jóna
Jónsdóttir, f. 7. des-
ember 1948, Karl
Taylor, f. 29.12. 1943, og Eðvarð
T. Jónsson, f. 29.12. 1943.
Sigurborg giftist 26. desember
1967 Ægi Sigurði Guðlaugssyni
lögreglumanni, f. 7.12. 1948. Þau
slitu samvistir. Foreldrar hans
eru Sigríður Þorbjörnsdóttir, f.
12.9. 1914, og Guðlaugur Sigurðs-
son, f. 4.3. 1917, d. 25.7. 1988.
Börn Sigurborgar
og Ægis eru: 1) Stef-
án Hannes Ægisson,
f. 18.7. 1967. Hann
er búsettur í Svíþjóð.
2) Jón Ægisson, f.
4.9. 1969. Sambýlis-
kona hans er Sús-
anna Valsdóttir, f.
4.11. 1973. Börn
þeirra eru Ástþór
Ingi, f. 28.12. 1991,
og Berglind, f. 7.4.
1998. Sigurborg ólst
upp í Keflavík og
lauk þar gagnfræða-
prófi 1965. Hún
dvaldi í Danmörku um skeið en
fluttist síðan heim aftur og starf-
aði sem húsmóðir í mörg ár. Und-
anfarin 18 ár starfaði hún sem
skrifstofumaður hjá Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja
Útför Sigurborgar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14..
Nú þegar Bogga systir er horfin á
brott til þess bjarta og merkilega
heims sem henni var gefið færi á að
sjá um það leyti sem hún veiktist fyrir
rúmlega hálfu ári lifir í hugum okkar
sem þekktum hana minning um
óvenjulega hlýju og manngæsku, ein-
stakt falsleysi og einlægni. Minnis-
stæðar eru þær mörgu stundir sem
við sátum saman yfir kaffibolla í stof-
unni hennar í Keflavík og ræddum
málefni þessa heims og annars. Hún
undraðist fegurð og margbreytileik
heimsins, ótrúlegar andstæður hans,
heimana sem við skynjum en sjáum
ekki og tilgang skaparans með öllu
þessu. Hún hafði mikinn áhuga á and-
legum málefnum án þess þó að viðra
skoðanir sínar á þeim og bar jafnan
við þekkingarskorti á þeim málum
sem margir telja sér lítt viðkomandi.
Með heilbrigðri skynsemi og einlægni
sinni tókst henni yfirleitt að skilja
hismið frá kjarnanum. Viðhorf henn-
ar einkenndust af virðingu fyrir lífinu,
samúð með þeim sem þjást, trausti á
forsjón Guðs og óbeit á yfirdreps-
skap. Afstaða hennar til trúmála var
einföld: sé maður þyrstur á hann að
leggja frá sér bækur sem útskýra
þorsta, fara að lindinni og fá sér að
drekka. Menn orna sér við eldinn, lít-
inn yl er að finna í fræðum um eðli
hans. Raunverulegt öryggi felst í því
að hlusta á rödd samviskunnar og
treysta henni. Spurningarnar sem
fyrst og fremst skiptu hana máli voru
þessar:
Hvers vegna ekki að heiðra for-
eldra sína?
elska börnin sín?
hjálpa meðbræðrum og systrum án
þess að hugsa um tíma og fyrir-
höfn?
annast maka sinn af hollustu?
vera trúr og sannur vinum sínum?
ljúka hverju verki af samviskusemi
og skyldurækni?
iðka þessar manndygðir án þess að
velta þeim mikið fyrir sér eða krefj-
ast þeirra af öðrum?
Þessi viðhorf gáfu Boggu þrek til
að takast á við erfiðan sjúkdóm án
þess að kvarta eða mæla æðruorð og
gefa sér jafnvel tíma til að liðsinna
öðrum sem áttu í erfiðleikum og
fundu svölun í sjaldgæfum sálarstyrk
hennar. Allt þetta ber hún ef að líkum
lætur með sér inn í „merkilega land-
ið“ sem hana dreymdi svo oft eftir að
hún veiktist. Guð blessi minningu
þína, systir kær.
Eðvarð.
Systir mín, Sigurborg Jónsdóttir,
er látin, langt um aldur fram. Eftir
hetjulega baráttu við veikindi sín beið
hún lægri hlut og kvaddi okkur og
þennan veraldlega heim að kvöldi 16.
janúar sl.
Hún var tekin frá okkur í blóma lífs
síns, það er sárt til þess að vita að hún
fái ekki að taka þátt í lífi barna sinna
og barnabarna, sem henni þótti svo
undur vænt um. Hlátur hennar er
þagnaður og samtöl okkar um lífið og
tilgang þess verða ekki fleiri.
Bogga var góð kona og ákveðin,
hún kom fram við aðra eins og hún
vildi láta koma fram við sig. Þegar ég
hugsa til baka sé ég að hún gerði sér
grein fyrir því að hún myndi tapa
þessari baráttu, þó hún segði einatt
og stöðugt: „Þetta hlýtur að rjátlast
af mér.“ Hún bjó okkur undir það að
hún myndi fljótlega kveðja og ræddi
um dauðann af hreinskilni. Hún sagð-
ist ekki vera hrædd við að deyja, það
væri frekar svolítið spennandi að sjá
hvað væri hinum megin, því hún var
viss um að það væri líf eftir þetta líf.
Við sem eftir lifum erum þakklát fyrir
þann tíma sem okkur var gefinn með
henni, þakklát fyrir að hafa fengið að
ganga við hlið hennar þann ævitíma
sem henni var skammtaður.
Blessuð sé minning systur minnar.
Karl Taylor.
Bogga frænka hefur nú kvatt okk-
ar heim. Við vonum að henni líði betur
þar sem hún er núna, laus við veik-
indin og sársaukann.
Ég finn hve sárt ég sakna,
hve sorgin hjartað sker.
Af sætum svefni að vakna,
en sjá þig ekki hér;
því svipur þinn á sveimi
í svefni birtist mér.
Í drauma dularheimi
ég dvaldi í nótt hjá þér.
(Káinn.)
Það tekur svolítinn tíma að venjast
því að Bogga sé farin. Að átta sig á því
að hún á ekki eftir að koma til ömmu
og afa þegar við erum þar í heimsókn,
líkt og hún var vön að gera. Þetta
kemur allt með tímanum.
Við viljum kveðja Boggu frænku
með þessu broti úr ljóði eftir Jónas
Hallgrímsson:
Vertu nú sæl! Þótt sjónum mínum falin
sértu, ég alla daga minnist þín;
Vertu nú sæl! Því dagur fyllir dalinn,
dunandi fossinn kallar þig til sín;
hann breiðir fram af bergi hvítan skrúða,
bústaður þinn er svölum drifinn úða.
Vertu nú sæl Bogga, við sjáumst
aftur seinna.
Kveðja.
Hulda og Eygló.
Það var snemma sl. vor að Bogga,
eins og hún var ávallt kölluð, kom til
mín og sagði að hún yrði að fara í að-
gerð á sjúkrahúsi í Reykjavík sem
tæki stuttan tíma. Samkvæmt upp-
lýsingum læknis yrði hún á sjúkra-
húsi í tvo daga og síðan heima í
nokkra daga og kæmi síðan til vinnu
eftir um eina viku.
Hún kvaddi okkur bjartsýn og
sagðist hlakka til að koma til baka og
vera þá laus við þau óþægindi, sem
hún hafði haft um tíma.
En reyndin varð önnur.
Við aðgerðina kom í ljós illkynjað
æxli sem ekki reyndist unnt að fjar-
lægja.
Hún kom samt ótrúlega hress til
baka og tók þessum tíðindum með
miklu jafnaðargeði eins og henni var
líkt. En því miður hélt meinsemdin
áfram að vaxa og smám saman dró úr
mótstöðukrafti hennar og andaðist
hún 16. janúar sl.
Á meðan heilsan leyfði kom hún í
heimsókn til okkar á skrifstofuna og
einstaka sinnum stoppaði hún um
stund og tók í verk, sem hún sá að var
óunnið.
Í sumar fór hún í heimsókn til son-
ar síns, sem búsettur er í Svíþjóð, en
sú heimsókn hafði verið ákveðin með
löngum fyrirvara. Með henni í för var
sonarsonur hennar og naut hún ferð-
arinnar vel þótt af henni væri farið að
draga.
Bogga hafði unnið á skrifstofu
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í
um 18 ár og var því flestum hlutum
kunnug. Hún var trú í sínu starfi,
samviskusöm og einstaklega þægileg
í allri umgengni. Það er mikil eftirsjá
að henni, ekki síst í kaffitímanum. Það
var oftar en ekki að hún tók í spil og
spurði spurninga eða upplýsti okkur
um ýmsa orðna og óorðna hluti. Þá
átti hún einnig til að ráða í drauma.
Þetta og hið létta skap hennar gat
breytt drungalegum morgni í bjartan
dag.
Bogga annaðist almenn skrifstofu-
og afgeiðslustörf ásamt því að annast
ræstingu skrifstofunnar og vann
hvort tveggja með miklum sóma.
Bogga gerði sér fulla grein fyrir að
hverju stefndi og hafði undirbúið sig
vel auk þess að taka ákvarðanir um
hvernig hún vildi að að kveðju sinni
yrði staðið.
Ég vil fyrir hönd allra starfsmanna
HSS þakka henni samfylgdina og góð
kynni í gegnum tíðina um leið og við
vottum sonum hennar og öðrum að-
standendum okkar dýpstu samúð.
Guð blessi minningu Sigurborgar
Jónsdóttur.
Jóhann Einvarðsson.
Bogga okkar er farin. Það er erfitt
að skilja þegar svona góð og traust
kona er tekin frá okkur í blóma lífsins.
Ég kynntist Boggu fyrir þrjátíu ár-
um. Það tókst strax traust og góð vin-
átta með okkur. Hún var mikil bar-
áttukona og sagði oft: Ef við
fylgjumst ekki vel með og berjumst
fyrir rétti okkar þá er vaðið yfir okk-
ur. Hún var víðlesin og ljóðelsk og gat
sett saman vísu þegar hún var þannig
stemmd. Mikið var ég henni þakklát
þegar hún kom með mér í heimsókn
til ömmu minnar sem var orðin há-
öldruð. Þá var spáð í bolla og reynt að
skyggnast inn í framtíðina. Það var
henni mikið hugðarefni. Hún var mik-
ið fyrir fjölskyldu sína, fylgdist vel
með sínum strákum og barnabörnum,
þótti verst að fá ekki að sjá barna-
börnin vaxa úr grasi. En hún gat líka
séð björtu hliðarnar, hvað hún var
lánsöm með drengina sína, hvað þeim
hefur farnast vel og eru duglegir að
bjarga sér. Ætíð var hún létt í lund og
aldrei sá ég hana í fýlu, en hún hafði
skoðanir á hlutunum og gat aldrei
sætt sig við að einhver væri að setja
sig á háan hest án þess að hafa efni á
því.
Boggu þótti gaman að sitja við tölv-
una og senda bréf, jafnt á íslensku
sem ensku, til vina sinna. Henni þótti
leitt að geta ekki farið til Ameríku til
að heimsækja vinkonu sína með syst-
ur sinni vegna veikinda.
Við hjónin vottum fjölskyldu
Boggu innilegustu samúð og geymum
minningarnar í hjarta okkar.
Jóna Hróbjartsdóttir.
Hetjan okkar hún Bogga kvaddi
þennan heim að kvöldi 16. jan s.l., þá
búin að berjast við veikindi sín frá
maímánuði af miklum dugnaði.
Er hún hóf störf á skrifstofu Heil-
brigðisstofnunar Suðurnesja fyrir 18
árum stóð hún á tímamótum í lífi sínu,
var að búa sér nýtt og fallegt heimili á
Hólabraut 13 ásamt sonum sínum
Stefáni og Jóni. Umhyggja hennar
fyrir velferð þeirra var mikil.
Á litlum vinnustað eins og okkar er
mikið mál að starfsandinn sé góður,
þar lagði Bogga sitt fram með léttu
skapi og góðum húmor. Hún var mikil
spákona. Margir kaffitímar fóru í að
leggja spilin. Hvort sem það var af
góðu innsæi í einkalíf okkar eða fram-
tíðarsýn hennar þá var hún ansi oft
sannspá.
Draumar voru líka hennar sér-
grein. Ef þeir voru lagðir fyrir hana
fékk viðkomandi ekki svar fyrr en bú-
ið var að leita úrlausnar í miklum
fræðiritum.
„Skáldið á skrifstofunni“ var oft
sagt er vantaði tækifærisvísu, jafnvel
heila revíu, fyrir árshátíð. Það var
ekki mikið mál fyrir Boggu að af-
greiða þannig smámál, en hlédræg
var hún um þennan hæfileika sinn og
bað um að ekki væri um þetta rætt.
Áhugamál hennar voru mörg. Hún
las mikið og gaman var að hlusta á
hana lýsa góðum bókum er hún var að
lesa, frásagnargáfan var sérstök, hún
fór vel með íslenska tungu, lét ekki
frá sér skrifað orð nema vera viss um
að rétt væri farið með það.
Bogga naut sín vel í hlutverki
ömmunnar. Það fór ekki fram hjá
okkur ef Ástþór og Berglind voru
væntanleg í heimsókn til hennar, slík
var tilhlökkun hennar.
Í veikindum Boggu kom best fram
hvað vinamörg hún var. Það eru
margir sem munu sakna hennar.
Undirrituð mun sakna allra símtala
okkar undanfarna mánuði, það var
aðdáunarvert hvað hún gat verið gef-
andi þrátt fyrir sín miklu veikindi.
Ég sendi ættingjum hennar inni-
legar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minningin um Sigur-
borgu Jónsdóttur.
Stella Olsen.
SIGURBORG
JÓNSDÓTTIR
Hinsta vegferðin er
farin. Vegurinn að baki í
mistri tímans. Ása
bróðurdóttir mín
kvaddi þennan heim
hinn fjórða janúar.
Hennar er sárt saknað. Í mínum aug-
um var hún ekki bara frænka heldur
einnig vinkona um langan aldur. Hún
fæddist þegar ég var átta ára og vita-
skuld voru það mikil tíðindi en það var
löngu seinna sem ég lærði að meta
hlýju hennar og glaðlyndi, óbilandi
baráttuþrekið og staðfestuna í heimi
sem henni var stundum mótdrægur.
Á erfiðum stundum sem þessum
eru minningarnar helsta huggunin. Í
þeim er hinn mannlegi fjársjóður
fólginn. Það var alltaf mikill sam-
gangur milli okkar alveg frá fyrstu
ÁSA G.
STEFÁNSDÓTTIR
✝ Ása Gíslína Stef-ánsdóttir fæddist
í Reykjavík 17. jan-
úar 1937. Hún lést í
Reykjavík 4. janúar
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Árbæjarkirkju
14. janúar.
dögum hennar en á full-
orðinsárunum þegar við
nálguðumst í þroska
myndaðist með okkur
sterk vinátta. Þær voru
ófáar stundirnar sem
við áttum saman, Jón B.
Guðmundsson, seinni
maður hennar, Ása, við
hjónin og börnin. Það
var m.a. fyrir þeirra til-
stilli sem við fluttum á
sínum tíma til Flateyrar
þótt dvölin þar yrði
skammvinn. Við reist-
um sumarbústaði hlið
við hlið og ótal ferðir fórum við sam-
an, sumar ógleymanlegar. Á meðan
börnin voru ung var það algengt að
við eyddum saman aðfangadags-
kvöldum og áramótum. Oft var glatt á
hjalla því að fáum var það jafnvel gef-
ið og Ásu að smita með hlátri og kát-
ínu. Það var eins og fylgdi henni ein-
hver birta.
Lífið er þó ekki alltaf dans á rósum
og stundum átti Ása erfiðar stundir.
Ung missti hún barn sem hún átti
með Walter, fyrri manni sínum, og
hygg ég að sá missir hafi alla tíð sett
mark sitt á hana. En Ása átti einnig
þann styrk að snúa mótlæti í sigur.
Það var gleðistund þegar við Ása
héldum saman yngstu börnum okkar,
Dísu og Halla, undir skírn. En fljót-
lega kom í ljós að Halli, sonur Ásu og
Jóns, átti við mikla fötlun að stríða.
Þá hófst löng og hörð baráttusaga
fyrir réttindum hans og vellíðan. Hún
lagði á sig ómælda vinnu við æfingar
hans, gekk manna á milli og jafnvel
fyrir ráðherra til að fá úrræði fyrir
hann og aðra félaga hans með svipaða
fötlun og í raun mótaðist líf hennar
mjög af þeirri baráttu. Í henni hafði
hún stuðning manns síns á meðan
hann lifði og tveggja yndislegra
dætra, þeirra Guðrúnar og Guðlaug-
ar.
Ef til vill var það þó mesta sorgin í
lífi hennar þegar hún missti heittelsk-
aðan eiginmann sinn fyrir nokkrum
árum. Jón hafði starfað m.a. við end-
urskoðun og verslunarrekstur og hún
við hlið hans. Við fráfall hans tók hún
við rekstrinum þar til hún seldi versl-
unina.
Við hjónin og fjölskyldan öll send-
um samúðarkveðjur til Halla, Guð-
rúnar og Guðlaugar og fjölskyldna
þeirra á þessari sorgarstundu. Við
vitum að sorg þeirra er djúp. Ef eitt-
hvað getur sefað slíka sorg er það
birta minninganna sem við varðveit-
um alla tíð.
Anna L. Stefánsdóttir.
Elsku Helga mín.
Núna ert þú horfin á vit
æðri máttar södd líf-
daga.
Ég kynntist þér fyrir ca 30 árum
þegar Dóra vinkona mín giftist einka-
syni þínum, Kalla. Ég var oft í boðum
með þér hjá þeim í Réttabakkanum
við fermingar, stúdentsútskriftir
o.s.frv. Mér er minnisstætt hve stolt
þú varst af þeim þremur prinsessum.
Stundum var mér boðið í sunnudags-
HELGA
ROCKSÉN
✝ Helga JónsdóttirRocksén fæddist
25. febrúar 1910 í
Reykjavík. Hún lést á
öldrunardeild Land-
spítalans við Hring-
braut fimmtudaginn
3. janúar síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Langholts-
kirkju 14. janúar.
mat með þér, síðast sl.
haust. Þú varst engin
venjuleg kona, þú varst
falleg kona. Þú varst
mjög málhress svo að
manni leiddist aldrei í
návist þinni. Þú hefur
alltaf tekið mér opnum
örmum og aldrei sagt
annað en hlý orð í minn
garð, fyrir það þakka
ég.
Það er mikill sjónar-
sviptir að ykkur, alda-
mótakynslóðinni. Ég á
bara pabba minn eftir
sem ég er mjög þakklát fyrir. Ég hef
þá trú að þú sért komin í faðm Gunn-
ars þíns og að ykkur líði vel saman.
Ég votta Kalla, Dóru og dætrum sam-
úð mína um leið og ég bið Guð og
englana að varðveita þig og þína.
Þín
Elín Stefánsdóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.