Morgunblaðið - 25.01.2002, Page 39

Morgunblaðið - 25.01.2002, Page 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 39 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. ✝ Ari ArnaldsÞórðarson fædd- ist á Hallsteinsnesi í Gufudalssveit í Aust- ur-Barðastrandar- sýslu 23. mars 1916. Hann andaðist á Hjúkrunarheimilinu Grund 16. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þórður Jónsson, bóndi á Hjöllum og Hallsteinsnesi í Gufudalssveit og síð- ast í Hlíð í Reykhóla- sveit í Austur-Barða- strandarsýslu, f. 12. desember 1867, d. 8. júlí 1941, og Ingibjörg Pálmadóttir, f. 20. september 1883, d. 13. apríl 1966. Systkini Ara eru: Arnfinnur, f. 6. febrúar 1903, d. 10. maí 1986; Valgerður, f. 4. desember 1904, d. 20. mars 1987; Sigríður, f. 9. desember 1905, d. 8. maí 1996; Jón, f. 2. júní 1911, d. 24. september 1995; Gunnar Gísli, f. 10. apríl 1918; Halldóra, f. 15. janúar 1924; og Gísli, f. 27. febr- úar 1927. Ari var ókvæntur, en sambýliskona hans á síðari árum var Hulda Aradóttir. Hún lést fyrir fáum árum. Ari ólst upp í for- eldrahúsum og vann við hefðbundin sveitastörf uns hann fluttist á stríðsárun- um til Reykjavíkur og hóf nám í húsasmíði við Iðn- skólann. Sveinsprófi lauk hann þaðan árið 1948. Hann vann síðan óslitið við húsasmíðar um 40 ára skeið, meðan starfsþrek og heilsa entust. Síðustu æviárin dvaldist hann á Grund. Útför Ara fer fram frá Háteigs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ari, frændi minn, er nú allur. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Grund, þar sem hann bjó síðustu æviárin. Hag sínum kunni hann vel á Grund og lét vel af aðbúnaði og við- urgerningi öllum og var þakklátur starfsfólki þar. Hann var maður nægjusamur að eðlisfari, óhóf og tildur var honum fjarri skapi, mat aðra hluti meira. Væri hann spurður, hvort honum þætti ekki lítið her- bergið, sem hann var í, kvað hann nógu stórt, hefði þar allt, sem hann þyrfti á að halda, og kærði sig ekki um neitt óþarfa drasl í kringum sig. Ari var fæddur á Hallsteinsnesi í Þorskafirði. Þar vann hann sín upp- vaxtarár á búi foreldra sinna, Þórðar Jónssonar og Ingibjargar Pálma- dóttur, er voru þar í tvíbýli við annan ábúanda, Ólaf Þórarinsson og konu hans, Guðrúnu Jónsdóttur. Góð vin- átta tókst með sonum þeirra hjóna, Ólafi, síðar bónda á Hallsteinsnesi, og Þorbergi, bátasmið í Hafnarfirði, og Ara og systkinum hans. Löngum, eftir að Ari var fluttur af æskuheimili sínu, skrapp hann þang- að gjarnan á sumrin til að treysta bönd við sitt gamla umhverfi og rifja upp gamla daga. Hallsteinsnes var honum nokkurskonar vin í tilver- unni, enda fagurt um að litast í góðu veðri á hinni fornu landnámsjörð, þar sem sést út á Breiðafjörðinn, og Snæfellsjökull blasir við út við sjón- deildarhring. Skógur, mikill og forn- frægur, er í landi jarðarinnar og berjaland gott, en torsótt hefur verið að eltast við sauðfé og reiða heim hey eða varning, þar sem leiðin lá um mjóa troðninga gegnum hrísið. Öðru vísi var umhverfið og allt berangurs- legra í Hlíð, hinum megin fjarðar, en þangað fluttu Þórður og ingibjörg búferlum með sitt fólk árið 1932. Foreldrar mínir, Kristín Daníels- dóttir og Arnfinnur, elsti bróðir Ara, stóðu þar að búi ásamt þeim. Lítið man ég af Ara að segja frá fyrstu bernskuárum mínum, en hann hélt suður til Reykjavíkur til smíð- anáms í Iðnskólanum og lauk þaðan sveinsprófi 1948. Öðru hverju var hann þó í Hlíð, tíma og tíma, t.d. um sláttinn. Í Hlíð átti hann reiðskjóta sína, þá Jarp, Glæsi og Stjána bláa. Kom þá fyrir, að hann steig á hest- bak og skrapp á bæi sér til upplyft- ingar frá daglegu amstri. Er Ari hafði lokið smíðanámi sínu, settist hann alfarið að í Reykjavík, bjó í leiguhúsnæði fyrstu árin, og þegar móðir hans, Ingibjörg, og Val- gerður systir hans fluttu síðar, voru þær hjá honum. Síðar festi hann kaup á litlu timb- urhúsi á Grettisgötu 39, sem hann gerði verulegar endurbætur á, svo að eftir var tekið, m.a. birtist grein um húsið í helgarblaði Dags-Tímans á sínum tíma, þar sem farið var lof- samlegum orðum um, hve vel það hefði verið standsett. Ingibjörg, móðir hans, lést skömmu eftir að þau fluttu í húsið, en systkinin, Valgerður og hann, bjuggu þar nokkur ár, meðan hún lifði. Seinustu æviárin bjó hann þar ásamt sambýliskonu sinni, Huldu Aradóttur, en hún lést 1995. Fljót- lega eftir það seldi hann húseign sína á Grettisgötu og flutti á Hjúkrunar- heimilið Grund, þar sem hann hafði annast um viðhald á árum áður. Ari var tryggur vinur vina sinna, hrókur alls fagðanar, ef svo bar und- ir, en ella fáskiptinn og dulur. Hann var unnandi fagurra lista, átti plötu- safn með sígildri tónlist, bækur um myndlist og bókmenntaverk höf- unda, sem honum gast að, því að ekki hlutu allir höfundar náð fyrir augum hans eins og gengur. Að leiðarlokum vil ég þakka Ara, frænda mínum, margar ánægjulegar stundir, er við áttum saman. Guðmundur Arnfinnsson. ARI ÞÓRÐARSON ✝ Árný GuðlaugSigurðardóttir frá Kúskerpi fædd- ist í Hvammi í Lax- árdal í Austur- Húnavatnssýslu 15. október 1907. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Blönduóss 17. janúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Elísabet Jónsdóttir og Sig- urður Semingsson bændur í Hvammi í Laxárdal. Guðlaug var yngst tíu systk- ina sem voru: Ingvar, dó í bernsku, Kristján, Jón, Þorbjörg, Þorsteinn, María, Guðmundur, Sveinbjörg og Ingibjörg. Þau eru nú öll látin nema Ingibjörg sem dvelur á Heilbrigðisstofnun Blönduóss. Auk þess átti Guð- laug eina fóstursystur, Svein- björgu Ágústsdóttur, sem einnig er látin. Hinn 13. júlí 1935 giftist Guðlaug Garðari Stefánssyni frá Illugastöðum í Laxárdal, f. 17. september 1912, d. 14. mars 1999. Dætur þeirra eru fjórar, Æsgerður Elísabet, f. 27. júlí 1937, maki Júlíus Grétar Arn- órsson, Ingibjörg Árný, f. 10. maí 1944, maki Bjarni Björnsson, Þorbjörg Aðalheiður, f. 5. apríl 1950, maki Gísli Þór Pétursson, og Stefanía Anna, f. 31. janúar 1953, maki Þormar Krist- jánsson. Barnabörn Guðlaugar eru tíu og barnabarnabörn sjö. Guðlaug hóf búskap með manni sínum á Illugastöðum en árið 1939 fluttu þau hjón að Kú- skerpi í Engihlíðarhreppi og bjuggu þar í fimmtíu ár. Árið 1989 fluttust þau hjón til Blöndu- óss og hélt Guðlaug þar ein áfram heimili eftir lát manns síns. Útför Árnýjar Guðlaugar fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður að Höskuldsstöð- um. Nú er hún amma komin til afa og við vitum að hann tekur vel á móti henni. Við systkinin nutum þeirra forréttinda að búa í nánu samneyti við móðurforeldra okkar megnið af æsku okkar. Fyrst þegar við vorum í sveitinni hjá þeim á Kúskerpi og síðan eftir að þau brugðu búi, á Æg- isbrautinni á Blönduósi. Ömmu féll aldrei verk úr hendi og jafnvel undir það síðasta voru prjónarnir ekki langt undan. Vett- lingarnir og leistarnir sem við höf- um notað og slitið skipta tugum og hafði hún jafnvel verið að birgja okkur upp á síðustu misserum, sem lýsir henni vel. Amma naut snemma óttabland- innar virðingar okkar systkinanna, hún bjó yfir þeim sérstaka hæfi- leika að vita alltaf ef eitthvert okk- ar hafði gert eitthvað af sér. Sér- staklega var hún næm á það ef við stálust til að leika okkur í bæjar- læknum við Kúskerpi sem var bannað af mörgum ástæðum. Varla hafði fyrr verið rótað í botni lækjar- ins en einhver fullorðinn kom með þau skilaboð frá ömmu að nú sæt- um við í súpunni. Seinna varð manni ljóst að lækurinn sá rann einnig úr krananum í eldhúsinu hennar ömmu. Árið 1989 tóku þau afi þá ákvörð- un að flytja úr sveitinni niður á Blönduós og festu kaup á húsi við bakka Blöndu. Eftir það urðu þau enn fastari punktur í tilverunni. Alltaf var hægt að ganga að ömmu vísri og spjalla við hana um menn og málefni eða bara vera hjá henni. Oftast skellti hún upp veisluborði hlöðnu kræsingum þótt maður væri bara að kaupa mjólk fyrir hana. Sú setning sem hún hefur sennilega oftast sagt við okkur er einmitt „þið borðið aldrei neitt hjá mér“ sem þó var nú öðru nær. Hún fylgdist alltaf mjög vel með lífshlaupi okkar systkinanna, sér- staklega menntun okkar og störf- um. Hafði hún mjög einlægan áhuga á því og þrátt fyrir háan ald- ur átti hún auðvelt með að setja sig inn í þau málefni, sem og málefni líðandi stundar. Var mjög iðin við að hvetja okkur á alla lund og inn- ræta okkur það að fyrst og fremst ætti maður að vera góð manneskja. Amma er sterkasta kona sem við höfum kynnst. Eftir að afi dó bjó hún ein og það var henni mikils virði að geta verið á eigin heimili komin á þennan aldur. Það var síð- an í sumar að hún greindist með krabbamein og varð svo af þeim sökum að leggjast inn á sjúkrahús undir það síðasta. En jafnvel þá fylgdist hún enn með okkur og gaf okkur veganesti út í lífið. Hafdís Gerður, Lilja Björg, Erla Guðrún, Guðmundur Garðar. Elsku Lauga mín. Að lokum kom hvíldin þínum lúna líkama. Enda æviárin orðin mörg eða 94. Síðustu árin hafa ábyggi- lega verið þér erfið, eins sjálfstæð- ur og sjálfbjarga persónuleiki og þú ætíð varst. Að hafa ekki getað nú allra síðustu árin verið sjálfbjarga og þurfa á aðstoð og hjálp annarra að halda. En allt fram til hins síð- asta, meðan þú dvaldir enn á heimili þínu á Ægisbrautinni, var alltaf jafnánægjulegt að koma til þín. Það þýddi aldrei að segjast aðeins vilja fá molasopa hjá þér. Slíkt kom alls ekki til greina af þinni hálfu; þú hafðir þitt fram og brátt var borðið hlaðið meðlæti. Meðal margs þar á meðal eru ógleymanlegar pönnu- kökurnar þínar. Þær eru orðlagðar og í minnum hafðar því þær voru svo góðar. Ég hef margs að minnast frá því ég 9 ára gömul kom til sumardvalar til ykkar Garðars föðurbróður míns í Kúskerpi og átti þar ánægjulega sumardvöl næstu þrjú árin hjá ykk- ur og dætrunum. Þú barst ekkert utan á þér blítt viðmót en þú varst mér svo hlý og góð þegar ég krakk- inn kvaldist af heimþrá fyrstu dag- ana að mig minnir öll sumrin. Þá sastu hjá mér á rúmstokknum á kvöldin og reyndir að sefa grátinn og hjálpa mér að sofna. Margar á ég ánægjulegar minn- ingarnar frá þessum sumrum, bæði við leik og störf. Tvö atvik eru mér afar minnisstæð en hafa trúlega ekki verið mér svo ánægjuleg rétt á meðan þau gerðust. Garðar bless- aður frændi minn hefur trúlega ætl- að að kenna þessu Reykjavíkur- barni að borða hvað sem var. Og eitt sinn var hann að gæða sér á súrum hval og setti bita fyrir mig á disk og sagði mér að borða. Ég maldaði í móinn, því mér bauð við hvalnum. En einhver hlýðni hefur verið til í mér, því ég reyndi að gera eins og mér var sagt. Margreyndi, kúgaðist í þrígang en að lokum fór bitinn þangað sem til var ætlast. Frændi var stríðinn og hafði lúmskt gaman af en gerði ekki aðrar til- raunir til að koma einhverju því of- an í mig sem ég ekki vildi. Hitt at- vikið sneri að þér, Lauga mín. Þú varst sem oftar að skúra eldhús- gólfið og við Þorbjörg dóttir þín vorum eitthvað að þvælast yfir það blautt á meðan. Þú bannaðir okkur það. Þorbjörg var vel uppalin og hlýddi strax en ekki ég prakkarinn og þú danglaðir til mín með kúst- inum. Ég hélt að sjálfsögðu að þér hefði ekki fundist ég neitt fyrir- myndarbarn en mörgum árum síðar heyrði ég eftir þér haft, að ég hefði verið skemmtilegasti krakki sem þú hefðir kynnst. Mikið þótti mér vænt um að heyra það. Árin hafa liðið og alltaf var gott að koma til ykkar hjónanna. Þið voruð bæði höfðingjar heim að sækja og einnig var allt rausnarlegt sem frá ykkur kom við hin ýmsu tækifæri. Þú hafðir alltaf og fram til hins síðasta áhuga á fólkinu sem þú tengdist eða þekktir. Spurðir margs um það og fylgdist vel með því. Það var gaman að tala við þig og alltaf var grunnt á léttleikanum og kímninni hjá þér. Og svo hrist- irðu hausinn. Á meðan þú hafðir starfskrafta varstu vinnuþjarkur; orðlögð og virt í minni fjölskyldu fyrir dugnað. Þú þurftir alltaf að vera að og hlífðir þér hvergi. Enda bar líkami þinn þess merki fyrir áratugum og seinna bættust við krankleiki og áföll sem þú náðir þér aldrei af. En ekki var neinn bilbug á þér að finna þrátt fyrir það. Þú hélst elju þinni áfram og hafðir þér til stuðnings göngugrind og dætur þínar. Gerða, Inga, Þorbjörg og Stef- anía, aðdáunarvert og ykkur til sóma hefur verið að fylgjast með því hvernig þið systurnar og fjöl- skyldur ykkar – þrátt fyrir að vera allar að Stefaníu undanskilinni bú- settar fjarri foreldrum ykkar – lituð til með öldruðum foreldrum ykkar. Og sér í lagi hvað þið dvölduð lang- tímum saman með mömmu ykkar nú síðustu árin hennar og virtuð í öllu vilja hennar og ákvarðanir um hvar og hvernig hún vildi hafa ævi- kvöldið sitt. Með ykkar aðstoð gat hún verið þar sem hún vildi vera – á sínu heimili – þar til ekki varð und- an komist sökum sjúkleika. Þér var það gefið, Lauga mín, að halda reisn og óskertri hugsun þrátt fyrir þinn háa aldur, en að lokum varð líkaminn undan að láta vegna meinsemdar, sem náð hafði tökum á þér fyrir nokkrum miss- erum. Elsku Lauga. Ég kveð þig með virðingu og þakklæti fyrir allt það góða sem ætíð sneri að mér í gegn- um árin. Þú hefur alla tíð verið afar kær foreldrum mínum; þeim Hösk- uldi mági þínum og Valnýju, konu hans. Þau kveðja þig í virðingu og með kærri þökk fyrir vináttu og tengdir við þig. Í huga þeirra ríkir heiðríkja yfir langri samleið ykkar. Blessuð veri minning þín. Sigrún Höskuldsdóttir. Ömmu minnumst við fyrst úr sveitinni, þ.e.a.s. Kúskerpi og eig- um við þaðan margar góðar minn- ingar. Amma bakaði mikið og var ávallt mikið um kræsingar er gesti bar að garði. Sérstaklega var gaman að sjá hana gera flatkökur með logsuðu- tækinu og ekki var nú verra að smakka á þeim á eftir. Eins var gaman að fara út í fjós með ömmu og fylgjast með því þegar hún mjólkaði Búkollu í fötu svona á gamla mátann eins og henni var einni lagið. Svo fór hún með mjólk- ina inn í eldhús og setti smá af henni í skilvinduna til þess að fá smá rjóma, það var mikið sport að fá að aðstoða við þá vinnu. Amma var alltaf með einhverja handavinnu við höndina og það eru mörg listaverkin eftir hana sem prýða heimili erfingja og vina auk þess að halda höndum og fótum hlýjum, stórum sem smáum. Amma fyllti hug okkar og hjörtu sem og maga, því alltaf var passað uppá að maður fengi nóg að borða. Stundirnar með ömmu eru ógleym- anlegar og munu þær minningar lifa í hjörtum okkar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því. Þú laus er úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margt að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Jóhanna og Ívar. ÁRNÝ GUÐLAUG SIGURÐARDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.