Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu Toyota Landcruiser VX 100, nýskráður 22.01.2001, ekinn 15,000, bensín, sjálfskipt- ur, leðurinnrétting, tölvustýrð fjöðrun. Ásett verð 5.990.000. Nánari upplýsingar hjá Bíla- þingi. Opnunartímar: Mánud. - föstud. kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16. Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is SAMSTARFSYFIRLÝSING og málefnasamningur flokkanna þriggja sem standa að Reykjavíkurlistanum var samþykktur formlega á fundum sem haldnir voru á vettvangi flokk- anna sl. laugardag. Jafnframt var ákveðin tilhögun við val frambjóð- enda á fundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík annars vegar og á fundi sameiginlegs kjördæmisþings fram- sóknarmanna í báðum Reykjavíkur- kjördæmunum hins vegar. Vinstrihreyfingin – grænt framboð frestaði ákvörðun um hvernig staðið verður að uppröðun á framboðslista til framhaldsaðalfundar sem verður væntanlega haldinn síðar í þessari viku. ,,Það var kominn einhver hand- boltafiðringur í fólk,“ sagði Sigríður Stefánsdóttir, formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs í Reykjavík, um ástæður þess að ákvörðun um þetta var frestað. Samfylkingin ákvað að velja þrjá efstu menn Samfylkingarinnar á Reykjavíkurlistann með bindandi prófkjöri stuðningsmanna, það er í 3., 4. og 9. sæti framboðslistans, sem koma í hlut Samfylkingarinnar. Kjör- fundur hefst miðvikudaginn 13. febr- úar kl. 16 og lýkur honum 17. febrúar kl. 17. Kosið verður alla virka daga frá kl. 16–19 en frá 10–17 laugardag og sunnudag. Prófkjörið er opið félögum allra Samfylkingarfélaganna í Reykjavík og þeim stuðningsmönn- um Reykjavíkurlistans sem lýsa yfir stuðningi við Samfylkinguna. Fram- boðsfrestur rennur út laugardaginn 9. febrúar kl. 17. Ekki hafa enn komið fram formleg framboð en gengið er út frá að borg- arfulltrúarnir Steinunn V. Óskars- dóttir, Helgi Hjörvar og Hrannar B. Arnarsson muni öll gefa kost á sér, skv. heimildum blaðsins. Þá mun Stefán J. Stefánsson, formaður kjör- dæmafélags Samfylkingarinnar í Reykjavík, íhuga framboð. Framsóknarmenn með bindandi könnun um fjögur efstu sætin Samþykkt var á fundi framsóknar- manna á laugardaginn að ganga til samstarfs við flokkana sem sameinast um Reykjavíkurlistann og jafnframt hefur verið ákveðið að viðhafa skoð- anakönnun meðal aðalmanna í kjör- dæmissamböndunum sem verður bindandi fyrir fjögur efstu sætin. Þetta val mun fara fram 23. febr. nk. en frestur til að tilkynna þátttöku rennur út 14. febrúar, skv. upplýsing- um sem fengust á skrifstofu Fram- sóknarflokksins í gær. Á fundinum á laugardag tilkynnti Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn, að hún gæfi ekki kost á sér í komandi kosningum. Á fundin- um lýstu Alfreð Þorsteinsson borg- arfulltrúi og varaborgarfulltrúarnir Óskar Bergsson og Guðrún Jónsdótt- ir því yfir að þau myndu taka þátt í skoðanakönnuninni. Samkomulagið miðast við að R-listinn verði í meirihluta Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu er í samstarfsyfirlýs- ingunni gengið frá skiptingu 15 efstu sæta á milli flokkanna og skiptingu embætta. Í samstarfsyfirlýsingu flokkanna segir að formennska í borgarstjórnarflokki listans muni skiptast milli flokkanna þriggja þann- ig að Samfylkingin tilnefni formann fyrsta og fjórða ár kjörtímabilsins, Framsóknarflokkurinn annað árið og Vinstri hreyfingin – grænt framboð það þriðja. Flokkarnir þrír munu hver eiga sinn fulltrúa í borgarráði. Borgarstjóri verður formaður borg- arráðs og varaformennska mun skiptast milli flokkanna þriggja þann- ig að Framsóknarflokkurinn mun eiga varaformann fyrsta árið, VG annað og fjórða árið og Samfylkingin það þriðja. Þá skipa flokkarnir tvo menn hver í kosningastjórn sem skal í samvinnu og samráði við borgarstjóra vinna að og taka ákvörðun um hvað eina sem lýtur að kosningabaráttunni. Hefur hún sér til ráðgjafar kosningaráð, skipað 12 efstu mönnum listans. Samfylking með prófkjör og Framsókn skoðanakönnun VG frestaði ákvörðun um framboðstilhögun  Málefnaáherslur/40 RÚMLEGA þrítug hollensk kona var í gær dæmd í tveggja mánaða óskil- orðsbundið fangelsi fyrir að smygla tæplega 30 g af kókaíni inn í landið. Fíkniefnið hafði hún falið innvortis. Hjördís Hákonardóttir, héraðs- dómari hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, tók sérstakt tillit til bágra aðstæðna konunnar í hennar heimalandi og það sem vitað er um fortíð hennar þegar hún ákvað refsingu. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði konuna síðdegis á sunnudag og vart leið sólarhringur þar til dóm- ur féll. Egill Stephenssen, saksóknari lögreglustjórans í Reykjavík, segir að lögregla reyni eftir mætti að hraða málsmeðferð. Sérstaklega eigi það við þegar útlendingar eigi í hlut enda hafi fæstir í önnur hús að venda en fang- elsi. Áfrýji konan ekki dómnum mun hún þegar hefja afplánun. Lögregla telur víst að konan hafi verið svokall- að burðardýr fíkniefna. Handtekin og dæmd á sólarhring MAÐURINN sem lést í umferðar- slysinu á Gemlufallsheiði á föstudag hét Sófus Oddur Guðmundsson. Sófus Oddur var 44 ára gamall, fæddur hinn 10. september 1957, til heimilis á Hlíðargötu 40, Þingeyri. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn á aldrinum 6–19 ára. Skv. upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði bendir allt til þess að snörp vindhviða hafi feykt lítilli sendibif- reið, sem Sófus ók, út af veginum úr Önundarfirði og upp á Gemlufalls- heiði. Hafnaði bílinn nokkra tugi metra frá, fyrir neðan veginn. Talið er að Sófus hafi látist samstundis. Lést í um- ferðarslysi UNG kona mjaðmagrindarbrotnaði í hörðum árekstri tveggja bifreiða á gatnamótum Miklubrautar og Háa- leitisbrautar rétt fyrir klukkan 13 í gær. Hin slasaða mun hafa kastast að hálfu leyti út um hliðarrúðu bif- reiðar sem hún var farþegi í. Að lokinni rannsókn á slysadeild var hún lögð inn á spítala og er líðan hennar góð að sögn læknis á slysa- deild. Ökumenn bifreiðanna tveggja slösuðust lítilsháttar en verulegar skemmdir urðu á ökutækjunum og voru þær fluttar á brott burt með kranabifreið. Slasaðist í hörðum árekstri VEITINGAHÚSIÐ Ítalía við Laugaveg 11 stórskemmdist í eldi í fyrrinótt, en engan sakaði í eldsvoð- anum. Tveir menn voru hins vegar handteknir fyrir að trufla störf lög- reglu og slökkviliðs og íhugar lög- reglan að taka hart á slíkum afskipt- um í ljósi ítrekaðra tilvika af því tagi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi slökkvibifreiðir frá öllum slökkvistöðvum klukkan 1:23 og fóru alls um 30 slökkviliðsmenn í útkallið. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var mikill eldur í veitingahúsinu og voru tveir reykkafarar sendir inn í húsið. Í ljós kom að eldur var einkum í kringum pitsuofn. Tókst slökkviliði að ná tökum á eldinum klukkan 1:55, eða um 20 mínútum eftir útkall, og hindra að eldurinn breiddist út um húsið, sem er þriggja hæða. Fólk er skráð með búsetu í húsinu, en fljót- lega var gengið úr skugga um að eng- inn væri innandyra. Að loknum slökkvistörfum var höfð vakt við hús- ið til klukkan 6 í gærmorgun. Miklar skemmdir urðu af eldi, reyk og sóti í veitingasal hússins og í eldhúsinu. Síðustu starfsmenn munu hafa yf- irgefið veitingastaðinn um miðnætti, eða hálfri annarri klukkustund áður en tilkynnt var um eldinn. Að sögn stöðvarstjóra slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð, Gunnars Jónssonar, sem stjórnaði aðgerðum á vettvangi, hafði eldur greinilega kraumað góða stund áður en slökkviliðið kom á staðinn. Hlýddu ekki fyrir- mælum lögreglu Laugaveginum var lokað á meðan unnið var að slökkvistarfi en grípa þurfti til frekari aðgerða til að tryggja vettvanginn fyrir gangandi vegfarendum, sem sumir hverjir trufluðu slökkvistörf. Tveir menn voru handteknir fyrir slagsmál á vettvangi og hlýddu ekki tilmælum lögreglu um að hætta. Voru þeir því færðir á lögreglustöð en leyft að fara skömmu síðar. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að þetta tilvik hafi ekki verið eins alvarlegt og þegar fjórir voru handteknir fyrir að trufla slökkvistarf á Laugavegi 15 20. jan- úar sl. Hann segir það þó gilda jafnt um slökkvilið og lögreglu, þegar sinna þurfi útköllum í miðbænum í mannmergð, að vinnufriði sé iðulega spillt vegna afskipta fólks. Nú um helgina hafi t.d. litlu mátt muna að tveir menn slösuðu lögreglumenn við skyldustörf er þeir voru að handtaka menn vegna slagsmála fyrir utan veitingastað í miðbænum. „Við erum orðnir ansi þreyttir á þessu og fólk má búast við fjársekt- um fyrir að trufla lögreglu eða sjúkralið við skyldustörf. Það verður tekið fast á þessu og við ætlum ekki að líða þetta lengur,“ sagði Geir Jón við Morgunblaðið. Trufluðu slökkviliðsmenn við slökkvistörf á Ítalíu Miklar skemmdir urðu í sal og eldhúsi Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan leiðir á brott mann sem fór ekki að fyrirmælum hennar við veitingastaðinn Ítalíu. HARALDUR Örn Ólafsson fjall- göngumaður komst á tind Aconcag- ua, hæsta fjalls S-Ameríku, á laug- ardagskvöld og hefur nú klifið sex af sjö tindum í sjötindaleiðangr- inum. Haraldur lagði af stað úr búð- um sem kallast „Hreiður kondórs- ins“ í 5.400 metra um fimmleytið á laugardagsmorgun að staðartíma og komst á tindinn um kvöldið. „Veður var gott framan af degi og útsýni hreint út sagt stórkost- legt, en nú þegar ég stend á tind- inum umlykur þoka fjallið,“ sagði Haraldur Örn við bakvarðasveit sína á laugardagskvöld. Aconcagua er sjötta fjallið sem Haraldur klífur í sjötindaleiðangri sínum og á hann sjöunda og jafn- framt erfiðasta fjallið eftir, Everest. Haraldur mun koma tl Íslands til að undirbúa Everest-leiðangurinn og stefnir á að komast á fjallið í maí. Ljósmynd/Ólafur Örn Haraldsson Komst á tind Aconcagua
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.