Morgunblaðið - 05.02.2002, Síða 6
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
KALLAÐ var eftir borgarstefnu
samfara byggðastefnu á ráðstefnu
Borgarfræðaseturs um stjórn-
skipuleg tengsl og samskipti ríkis,
borgar og sveitarfélaga í gær.
Þetta kom m.a. fram í erindi for-
stöðumanns Borgarfræðaseturs,
Stefáns Ólafssonar. Hann sagði að
Ísland væri eitt Norðurlandaþjóða
án formlegrar borgarstefnu. Davíð
Oddsson forsætisráðherra og Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri fluttu ávörp í upphafi ráð-
stefnunnar eftir að Páll Skúlason
háskólarektor hafði sett hana.
Borgarfræðasetur er sjálfstæð
rannsóknastofnun sem Háskóli Ís-
lands og Reykjavíkurborg standa
að. Stjórnarformaður setursins er
Jón Sigurðsson, bankastjóri NIB,
og var hann fundarstjóri.
Þörf á þrekmiklu þéttbýli
Davíð sagði m.a. í ávarpi sínu að
nú væri svo komið að þörf á þrek-
miklu þéttbýli væri ekki lengur í
mótsögn við almennan vilja til þess
að viðhalda byggð sem víðast á
landinu. Besta byggðastefnan væri
að treysta, efla og stækka þétt-
býliskjarnana sem víðast svo þeir
gætu tryggt þá viðspyrnu gagnvart
suðvesturhorninu sem það gerði nú
gagnvart erlendum borgum. Slík
þéttbýlismyndun, ásamt samein-
ingu sveitarfélaga og auknu sam-
starfi þeirra á milli, væri einnig for-
senda þess að flytja mætti meiri
ábyrgð og þar með meira vald til
sveitarfélaga. Fyrir því virtist ríkur
vilji. Síðan sagði Davíð:
„Skil á milli sveitarfélaga á höf-
uðborgarsvæðum hafa farið minnk-
andi á undanförnum árum og sam-
vinna þeirra á milli hefur vaxið og
er enda nauðsynleg og í sumum til-
vikum allt að því óhjákvæmileg.
Sameining allra þessara sveitarfé-
laga í eitt yrði þó óheillaspor að
mínu viti og þar með myndi það
sveitarfélag verða enn fjarlægara
íbúum sínum, eins og nýlegar kann-
anir hafa sýnt að gerst hefur í höf-
uðborginni sjálfri við vaxandi íbúa-
fjölda. Það er einnig hollt að láta
hina margsönnuðu eiginleika sam-
keppninnar sanna sig á sveitar-
stjórnarstiginu. Ef doði og kyrr-
staða grípur um sig í einu
sveitarfélagi um hríð, getur annað
sveitarfélag gefið tóninn og sýnt
hvað öflug og djörf stjórnun getur
skilað. Hitt má vera rétt að til
þrautavara þurfi að vera til kerfi
sem getur gripið inn í, ef sveit-
arfélög í mesta þéttbýlinu ná ekki
saman um hluti sem þau komast
ekki hjá að ákveða sameiginlega.
Þá getur verið lýðræðislegt að rík-
isvaldið komi inn í það mál með ein-
hverjum hætti og mætti í því sam-
bandi horfa til reglna um
skipulagsmál miðhálendisins, þar
sem mjög mörg sveitarfélög kalla
til áhrifa.“
Hagsmunir borgar og
landsbyggðar hinir sömu
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
sagði í upphafi síns ávarps að þræt-
ur um einstök verkefni og tekju-
stofna hefðu einkennt um of sam-
skipti ríkis, borgar og
sveitarfélaga. Miklu skipti að tré
skyggðu ekki á skóginn. Borgar-
stjóri sagði skiptingu höfuðborgar-
svæðisins í 8 misstór sveitarfélög
ekki vera skynsamlega. Hún sagði
það sína skoðun að óratíma tæki að
sameina öll sveitarfélög á svæðinu.
Skynsamlegra væri að vera með
nokkur 20-30 þúsund manna sveit-
arfélög sem myndu sjá um nær-
þjónustu við borgarana eins og fé-
lagsþjónustu, skólamál og
heilsugæslu. Þessi sveitarfélög
myndu svo sameinast í eina borgar-
eða svæðisstjórn sem færi með
sameiginleg verkefni eins og skipu-
lagsmál, sorphirðu, veitukerfi og
rekstur samgangna, hafna, menn-
ingarstofnana, íþróttamannvirkja,
slökkviliðs og jafnvel lögreglu.
„Með þessu móti mætti í senn
nýta hagkvæmni stærðarinnar og
kosti smæðarinnar en jafnframt
koma í veg fyrir hreppapólitík og
þarflausan tvíverknað,“ sagði Ingi-
björg og tók dæmi um sambærilega
samvinnu sveitarfélaga í kringum
Kaupmannahöfn og sumar borgir í
Kanada og Bandaríkjunum.
Borgarstjóri sagði jafnframt að
byggðastefnu væri beint gegn
byggð á suðvesturhorninu. Það yrði
að lærast að hagsmunir borgar og
landsbyggðar væru ekki andstæðir.
Líta ætti á styrk borgarsvæðisins
fremur en að sjá ofsjónum yfir því.
Byggðastefna kallaði á borgar-
stefnu. Sú byggðastefna sem ekki
legði landið allt undir gæti ekki náð
árangri. Að hennar mati vantaði
stefnumörkun á vettvangi ríkisins
um hvert hlutverk höfuðborgarinn-
ar ætti að vera í efnahagsþróun 21.
aldarinnar.
„Traust samvinna og stefnu-
mörkun, sem miða að því að auka
lífsgæði, er það sem við köllum eft-
ir. Í því felst margt. Með það að
leiðarljósi getum við bætt ýmsar
brotalamir í þjónustu sem rekja má
til samskipta milli sveitarfélaga
annars vegar og hins vegar milli
þeirra og ríkisins. Grá svæði eru
milli ríkis og sveitarfélaga og verk-
efni og þjónusta við íbúa sem koma
mætti fyrir með hagkvæmari
hætti,“ sagði Ingibjörg og nefndi í
þessu sambandi þjónustu við aldr-
aða sem sameinast mætti betur um
milli stjórnsýslustiganna. Hún
sagði það farsælast að hafa landa-
mærin sem minnst en samvinnuna
yfir landamærin sem mesta.
Hreppapólitík væri líklega allra
pólitíka verst.
Ný skipan með
40–50 sveitarfélögum
Meðal frummælenda á ráðstefn-
unni var Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son, formaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga. Hann fór yfir stöðu
sveitarfélaganna og samskipti
þeirra við ríkisvaldið. Hann sagði
m.a. að í samanburði við Norður-
lönd væri umfang stjórnsýslu sveit-
arfélaganna mun minna hér. Ís-
lensk sveitarfélög hefðu
ráðstöfunarvald á 35% af opinber-
um umsvifum en sambærileg hlut-
föll væru 79% í Danmörku, 69% í
Svíþjóð og 61% í Noregi.
Vilhjálmur sagði að á síðasta ára-
tug hefði sveitarfélögum hér á landi
fækkað um 82 og við næstu kosn-
ingar myndi þeim fækka um 12 til
viðbótar. Sveitarfélögin eru nú 111
talsins. Hann sagði jafnframt að sú
skoðun ætti vaxandi fylgi meðal
sveitarstjórnarmanna að atkvæða-
greiðsla um sameiningu væri ekki
skilvirk aðferð. Sú hugmynd hefði
verið reifuð að reikna upp nýja
sveitarfélagaskipan með um 40-50
sveitarfélög í landinu, sem væri
hæfilegur fjöldi sveitarfélaga.
„Ýmsum kann að þykja þessi að-
ferð ólýðræðisleg en þetta er gert
þegar kjördæmamörk eru ákveðin
og fjöldi þingmanna í hverju kjör-
dæmi. Aðferðafræði við sameiningu
sveitarfélaga verður örugglega eitt
helsta umfjöllunarefni á landsþingi
sambandsins, sem haldið verður í
lok september á þessu ári,“ sagði
Vilhjálmur.
Hann sagði ennfremur að með
auknum verkefnum sveitarfélaga
og nákvæmum fyrirmælum um
framkvæmd þeirra væri verið að
draga úr möguleikum þeirra til að
brydda upp á nýjungum. Það væri
umhugsunarvert. Allt of langt væri
gengið í því að takmarka ákvarð-
anavald sveitarfélaganna í lögum
og reglugerðum.
Vilhjálmur sagði brýna nauðsyn
bera til að ríki og sveitarfélög ykju
samráð sín í milli í efnahags-,
kjara- og byggðamálum og mótuðu
með sér skýrar samskiptareglur.
Saman bæru þessir aðilar mikla
ábyrgð á mótun þjóðlífsins á næstu
árum.
Ráðstefna Borgarfræðaseturs um stjórnskipuleg tengsl og samskipti ríkis, borgar og sveitarfélaga
Kallað eftir
borgarstefnu
samfara
byggðastefnu
Forsætisráðherra telur að sameining allra sveitar-
félaganna á höfuðborgarsvæðinu væri óheillaspor.
Borgarstjóri vill sjá meiri borgarstefnu í
stefnumörkun stjórnvalda, byggðastefnu væri
stefnt gegn byggð á suðvesturhorninu.
Morgunblaðið/Sverrir
Davíð Oddsson forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri fluttu ávarp á ráðstefnu Borg-
arfræðaseturs í Háskólanum í gær og sitja hér við hlið Páls Skúlasonar háskólarektors, sem setti ráðstefnuna,
og Stefáns Ólafssonar, sem veitir Borgarfræðasetri forstöðu og var meðal frummælenda.
METRÓ-flugvél Flugfélags Íslands
bilaði í aðflugi til Hafnar í Hornafirði
sl. laugardag. Stendur hún nú á flug-
vellinum og bíður viðgerðar. Þar er
fyrir önnur Metró-vél félagsins sem
skemmdist eftir lendingu í desem-
ber.
Síðdegis á laugardag kom upp bil-
un í öðrum hreyfli Metró-vélar sem
var í aðflugi við Höfn. Kom vélin frá
Akureyri og átti að sæka sjúkling og
flytja til Reykjavíkur. Læknir var í
vélinni ásamt flugmönnunum. Þeir
drápu á hreyflinum og lentu vélinni á
öðrum hreyfli. Að sögn Jóns Karls
Ólafssonar, framkvæmdastjóra
Flugfélags Íslands, var rokhvasst á
Höfn og í lendingu sprakk á einum
hjólbarða vélarinnar.
Jón Karl sagði hreyfilbilunina það
alvarlega að ákveðið hefði verið að
taka hann af og senda í viðgerð. Á
meðan verður leigður annar hreyfill
og er von á honum til landsins á
morgun. Standa vonir framkvæmda-
stjórans til að vélin komist í gagnið
um næstu helgi.
Metró-vélin sem fyrir var á Höfn
skemmdist þegar vélin rann í snjó-
ruðning eftir lendingu þar í éljaveðri
í desember. Fóru skrúfublöð beggja
hreyfla í snjóruðninginn og voru þeir
báðir sendir utan til viðgerðar. Búist
er við að sú vél verði komin í gagnið
um miðjan mánuðinn.
Þriðja Metró-vél félagsins var
fengin til að ljúka sjúkrafluginu á
laugardag. Jón Karl segir áætlunar-
flug félagsins ekki eiga að raskast
vegna þessara bilana enda nokkuð
rúmur flugfloti til að sinna vetrar-
áætlun.
Tvær Metró-vél-
ar Flugfélagsins
bilaðar á Höfn
RÚMLEGA 8,6 milljónir flettinga
voru á Fréttavef mbl.is í janúar,
samkvæmt upplýsingum frá Virkri
vefmælingu. Þetta er í fyrsta sinn
sem meira en 8 milljónir flettinga
eru í einum mánuði. Frá því farið
var að telja heimsóknir á mbl.is í
apríl 2001 hefur aukningin verið
71,9% til 1. 2. 2002.
Heildarfjöldi flettinga hjá 92
vefjum, sem nota þjónustu hjá
Virkri vefmælingu, var 34.118.235 í
janúar. Þar af voru flettingar á
vefjum mbl.is 8.612.067 sem er
rúmlega 25% allra flettinga hjá
Virkri vefmælingu. Meðaltalsfjöldi
gesta á mbl.is á virkum dögum í
janúar var um 50 þúsund, en helm-
ingi færri um helgar. Meðaltals-
fjöldi innlita á dag var fyrir sama
tíma 82.472.
Gestafjöldi er fjöldi gesta sem
skoða vef mbl.is á dag, innlit segir
til um hversu oft hver gestur skoð-
ar vefina á dag og flettingar segja
til um hversu margar stakar síður
eru skoðaðar á vefjum mbl.is.
Yfir 8 milljónir
flettinga á
mbl.is í janúar
ÞRÍR bændur í Rangárvallasýslu,
Árborg og Vestur-Húnavatns-
sýslu hafa óskað eftir því við efna-
hagsbrotadeild ríkislögreglu-
stjóra, að fram fari opinber
rannsókn á samruna Borgarnes-
kjötvara ehf., Brákareyjar ehf.,
sláturhússins Þríhyrnings hf.
annars vegar og Kaupfélags Hér-
aðsbúa og Norðvesturbandalags-
ins hins vegar, í Kjötumboðið, áð-
ur Goða hf. Telja bændurnir að
ekki hafi verið farið eftir hluta-
félagalögum í samrunaferlinu. Að
mati þeirra greindu stjórnir um-
ræddra samrunafélaga rangt frá
efnahag félaganna með þeim af-
leiðingum að þeir urðu fyrir fjár-
hagstjóni. Telja þeir að samrun-
inn varði hugsanlega við 154. gr.
hlutafélagalaga.
Beiðni um rannsókn var send
ríkislögreglustjóra 30. janúar sl.
og er þess óskað m.a. að rannsak-
að verði hvort fylgt hafi verið 97.
gr. einkahlutafélagalaga, þar sem
kveðið er á um að bæði óháðir og
sérfróðir aðilar skuli gera skýrslu
um samrunaáætlun í hverju félagi
fyrir sig.
Spurt um gögn um samein-
ingu hjá Hlutafélagaskrá
Rannsóknarbeiðendur halda
því fram að sú skylda hafi verið
vanrækt og telja jafnframt óeðli-
legt að sami endurskoðandinn hafi
gert sameiginlega skýrslu fyrir öll
félögin.
Þá er krafist rannsóknar á því
hvers vegna ekki liggi fyrir gögn
hjá Hlutafélagaskrá um samein-
ingu Kaupfélags Héraðsbúa og
Norðvesturbandalagsins.
Krefjast opinberrar
rannsóknar á sam-
runa sláturhúsa