Morgunblaðið - 05.02.2002, Side 14

Morgunblaðið - 05.02.2002, Side 14
LANDIÐ 14 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ný þjónustumiðstöð Til sölu á góðum stað nýleg þjónustumiðstöð með skyndibitastað, íssölu, sælgætissölu og stóra myndbandaleigu. Öll tæki og innrétt- ingar af dýrustu og bestu gerð. Endurskoðaður ársreikningur frá því 2001 liggur fyrir og sýnir góðan hagnað. Frábær staðsetning, tvær bílalúgur, upphitað plan og bestu tæki sem fáanleg eru á markaðnum. Stöðugt vaxandi velta. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.         DRANGSNESINGAR fóru ekki var- hluta af veðrinu sem gekk yfir land- ið um helgina. Mikið óveður gekk yf- ir frá föstudagskvöldi og fram eftir laugardegi að fór að draga úr veðr- inu. Samfara miklum veðurham var loftþrýstingur lágur og sjávarhæð því mjög mikil. Bar brimið töluvert af grjóti upp á veginn í gegnum þorpið en hann liggur með sjónum. Ekki urðu þó teljandi skemmdir á veginum en ryðja þurfti burt grjóti og sjávarkrapa svo fært yrði bílum. Í fjörunni við veginn gegnum Drangsnes voru heitir pottar sem mikið voru sóttir af heimafólki og gestum. Um hádegisbil á laugardag urðu menn varir við að brimið var að taka heitu pottana og annar var farinn. Tókst að bjarga öðrum og meðan menn voru að ná honum upp kom stærðar fylla og tók með sér trépall og grindverk sem þarna var og bar á haf út. Pottinn hefur sennilega rekið yfir fjörð en af öðru sést einungis brak í fjörunni og eins nokkrar spýtur á veginum sem brimið hefur skolað á land. Brimið tók heitu pottana Drangsnes FRYSTITOGARINN Málmey SK-1 fékk á sig straumhnút á föstudags- kvöld og slösuðust tveir skipverja þegar þeir köstuðust 7–8 metra utan í vegg þar sem þeir unnu að frágangi í svonefndu frystihúsi í skipinu. Skipið var statt um 60 sjómílur vestur af Bjargtöngum þegar hnút- urinn reið yfir. Guðmundur Kjalar Jónsson, skip- stjóri segir straumhnútinn hafa skollið á skipinu á „margra tuga kíló- metra hraða.“ Hnúturinn kom bak- borðsmegin og varð af mikill hvellur, líkastur sprengingu. Telur Guð- mundur að skipið hafi hallast 60–70° á stjórnborða en það rétti sig strax aftur við. Þrír gluggar opnuðust þeg- ar festingar gáfu sig og flæddi sjór inn á íbúðargang. Þá hreif sjórinn með sér tvo gúmmíbjörgunarbáta og toghlera sem hafði verið vandlega festur niður með keðjum. Einhverjir skipverja köstuðust úr kojum og út í vegg. Einum varð sérstaklega brugðið þegar sjórinn small á andliti hans og taldi hann sig ekki eiga von á góðu. Annar skipverjanna sem slasaðist hlaut sár á fæti en hinn meiddist nokkuð á baki og öxl auk þess sem skurður opnaðist á framhandlegg. Saumaði stýrimaðurinn 12 spor í handlegg hans og þótti ekki mikið enda eru slíkar aðgerðir býsna al- gengar um borð í úthafsveiðiskipum að sögn Guðmundar. Hann segir skipið aldrei hafa verið í hættu en að sjálfsögðu getur slíkur hnútur reynst skipverjum skeinu- hættur. Málmey lagðist að bryggju í Hafn- arfirði á laugardagskvöld en ætlunin hafði verið að koma þangað í gær. Straumhnútur skall á Málmey og tveir skipverjar slösuðust Hallaði 60–70 gráður en rétti sig fljótt af Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir FÁRVIÐRI geisaði á sunnanverðu Snæfellssnesi frá síðari hluta föstu- dags og fram á aðfaranótt sunnudags. Mestur var veðurhamurinn í vestan- verðri Staðarsveit þar sem vind- hraðamælir á Garðaholtinu fór í 63 metra á sekúndu áður en hann fauk hreinlega í burtu. Mikill veðurhamur var einnig í Breiðuvík þar sem klæðn- ing flettist á fjórum stöðum af veg- inum. Klæðningin flettist bæði af frá norðri til suðurs og suðri til norðurs, þótt vindur væri norðanstæður. Mikl- ar skemmdir urðu á vegstikum og á kafla í Breiðuvík tókust 18 þeirra á loft og hurfu út í vindinn. Björn Jóns- son, rekstrarstjóri Vegagerðinnar í Ólafsvík, telur að skipta þurfi um veg- stikur á löngum kafla en þær eru bæði vind- og grjótbarðar. Bílar sem fóru þarna um lentu líka í sviptivindum en vindstrengirnir sem komu niður fjallshlíðarnar virtust fara yfir veginn, venda alveg og svipt- ast til baka. Fólk veðurteppt og þorrablóti frestað Til stóð að halda þorrablót á Lýsu- hóli á laugardeginum og var unnið að undirbúningi þess í félagsheimilinu á föstudeginum. Margir urðu þar veð- urtepptir, sem var kannski eins gott því aðfaranótt laugardags brotnuðu rúður í gangi Lýsuhólsskóla sem er sambyggður félagsheimilinu. Tókst innlyksa fólkinu að bjarga verðmæt- um eins og píanói, tölvubúnaði og bókasafnsbókum undan snjó sem fyllti strax ganginn. Einnig tókst því að negla fyrir brotnar rúður og verja aðrar með dýnum svo síður væri hætta á að þær brotnuðu undan stórum grjóthnullungum sem vindur- inn þeytti léttilega um. Í skutbíl sem stóð norðan við skól- ann brotnaði afturrúða. Í veðurhamn- um var ekki viðlit að færa hann í skjól og fylltist hann af snjó. Veggplötur fuku af öllum vesturgafli skólans svo og girðing sem var umhverfis sund- laugina. Sagðist Guðmundur Sigur- monsson skólastjóri ekki muna eftir öðrum eins veðurham í þau 30 ár sem hann væri búinn að vera skólastjóri Lýsuhólsskóla. Öll áform um þorrablót fuku út í veður og vind og var því frestað um tvær vikur vegna veðurs. Rafmagns- og símaleysi Allt rafmagn fór af svæðinu milli klukkan tvö og þrjú aðfaranótt laug- ardags. Bæir í austanverðri Staðar- sveit fengu aftur rafmagn fyrri hluta laugardags, en almennt komst raf- magn ekki á fyrr en milli klukkan þrjú og fjögur á laugardeginum. Þrír bæir sem tengdir eru gamalli loftlínu fengu hins vegar ekki rafmagn fyrr en á sunnudagsmorgni því viðgerðarmenn urðu frá að hverfa í veðurofsanum. Í rafmagnsleysinu fór allt síma- samband af Lýsuhólsskóla en þar er símstöð sem ekki virkar í rafmagns- leysi. Jafnframt urðu GSM-símar óvirkir því ekki koma varasendar inn á endurvarpsstöðvum þeirra fari raf- magnið. Höfðu menn á orði að það væri slæmt því margir nota einmitt GSM-síma sem nokkurs konar neyð- arsíma. Víða tjón í veðurofsanum Klæðning flettist víða af veginum í Staðarsveit og á mörgum bæjum varð eitthvert tjón. Auk þeirra skemmda sem urðu á Lýsuhólsskóla. Um 30 hross sluppu ómeidd þegar hesthús við bæinn Lýsuhól stórskemmdist á laugardagsmorgun. Að sögn Agnars Gestssonar, bónda á Lýsuhóli gerði mikinn hvell upp úr miðnætti og stór- skemmdist þá annar gafl hússins. Tókst að negla fyrir en um morgun- inn gerði enn harðari hviðu og tók þá af stóran hluta af þakinu. Á veðurathugunarstöðinni á Blá- feldi fauk hurð af vélargeymslu og ¼ hluti af fjárhúsþaki sviptist burtu með sperrum og langböndum. Girðing við húsið brotnaði og flestir gluggar í húsinu eru marðir eða með smágöt eftir grjóthríð sem buldi á þeim og eitthvað af rúðum brotnaði í útihús- um. Í Hlíðarholti eyðilögðust gömul fjárhús og hlaða en þar tók því sem næst allt þakið af. Í Böðvarsholti eins og víða annars staðar flettist utan af heyrúllum, en þær fuku einnig í veð- urhamnum og lentu sumar í skurðum. Á Hraunsmúla fuku fimm þakplöt- ur af refahúsi, hlaðinn veggur úr hraungrjóti tættist í sundur og öll hlið fuku út í buskann í því ofsaveðri sem þar geisaði. Morgunblaðið/RAX Hrossin 30 sem voru inni í hesthúsinu á Lýsuhóli sluppu öll ómeidd þegar húsið stórskemmdist á laugardags- morgun. Guðmundur Kristjánsson sést hér standa á því sem eftir er af þakinu. Í baksýn er Lýsuhyrna. Fárviðri og talsvert eignatjón á Snæfellsnesi Hellnar RAFMAGN fór af nær allri Strandasýslu í norðanroki og snjókomu sem gekk yfir aðfara- nótt laugardags. Var rafmagns- og hitalaust rúmlega einn og hálfan sólarhring á nokkrum stöðum svo sem í Bitrufirði, Kollafirði og víðar. Starfsmenn Orkubús Vest- fjarða á Hólmavík stóðu í ströngu alla helgina við að lag- færa bilanir og hreinsa ísingu og sjávarseltu af spennivirkj- um. Í Árneshreppi var ekki kom- ið á rafmagn nema hluta byggðar seint á sunnudags- kvöld. Á Hólmavík var rafmagns- laust öðru hverju á laugardag- inn en þó var þorrablóti ekki frestað þar þrátt fyrir að mat- urinn kæmi í seinna lagi og hljómsveitin sem spila átti kæmist ekki frá Ísafirði en hæfileikaríkir heimamenn spiluðu þess í stað fyrir dansi. Skv. upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða var búist við því að rafmagn kæmist á bæina Munaðarnes og Kross- nes í gærkvöldi og á farsíma- stöð norður af Felli í gærkvöldi. Það þykir ekki tíðindum sæta að vegurinn milli Drangnsness og Bjarnarfjarðar lokist á vetr- um vegna snjóa en hins vegar ber þannig við eftir þetta norð- austan skot sem gekk yfir síð- ustu daga að jú vegurinn lok- aðist, ekki vegna snjóa heldur húshluta sem fokið höfðu á hann. Gamall fjárhúsbraggi á eyði- býlinu Framnesi í Bjarnarfirði hafði tekist á loft, að öllum lík- indum í heilu lagi, í óveðrinu og splundrast yfir veginum. Brak úr bragganum er beggja vegna vegarins og eins á honum svo hann varð ófær. Íbúðarhúsið virðist hafa sloppið við skemmdir þegar bragginn fauk. Þrátt fyrir þetta áhlaup sem gerði um helgina er sáralítill snjór á vegi milli Drangsness og Bjarnarfjarðar og hefur svo verið í allan vetur. Raf- magns- leysi og kuldi Strandir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.