Morgunblaðið - 05.02.2002, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 05.02.2002, Qupperneq 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 21 K O R T E R SAMKOMULAG hefur náðst á milli stjórnar Omega Farma og stjórnar Delta um sameiningu félaganna. Samkomulagið er með ítarlegum fyr- irvörum m.a. um niðurstöðu áreiðan- leikakönnunar, en stefnt er að und- irritun endanlegs kaupsamnings um miðjan mars næstkomandi. Róbert Wessman, forstjóri Delta, og Friðrik Steinn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Omega Farma, segja að markmiðið með sameining- unni sé að stuðla að auknum vexti í þróun og sölu á samheitalyfjum en ekki að fækka starfsfólki. Með sam- einingu félaganna náist einkum þrennt fram. Í fyrsta lagi nýtist fjár- festingar félaganna betur og þannig aukist framlegð. Í annan stað geti sameinað fyrirtæki komið fleiri lyfj- um á markað en ella. Í þriðja lagi geti sameinað fyrirtæki byggt upp enn öflugra sölunet erlendis en félögin tvö í samkeppni geta gert. Þeir segja að tækifærin í þróun, sölu og framleiðslu á samheitalyfjum séu mikil. Ferlið sé að verða flóknara en áður. Stærri fyrirtæki eigi auð- veldara með að takast á við flóknara ferli, sem þá bjóði upp á tækifæri fyrir þá sem kunni að takast á við þær reglur sem fara þurfi eftir. Þá sé það tvímælalaust þjóðhagslega hag- kvæmt að tvö fyrirtæki á íslenskum lyfjamarkaði sameinist í að leita út- rásar í útflutningi. Gert er ráð fyrir að eigendur Omega Farma fái 26% hlut í Delta sem greiðslu. Omega Farma verður rekið sem dótturfélag Delta. Friðrik S. Krist- jánsson, núverandi framkvæmda- stjóri Omega Farma, mun veita fyr- irtækinu áfram forstöðu ásamt því að taka við stöðu faglegs framkvæmda- stjóra í hinu sameinaða félagi og eiga sæti í framkvæmdastjórn. Róbert Wessman, forstjóri Delta, verður forstjóri hins sameinaða félags. Vöxtur ræðst af fjölda lyfja Um hálfur mánuður er síðan farið var að ræða um sameiningu Delta og Omega Farma að þessu sinni. Ró- bert segir að hugmyndin um samein- ingu félaganna sé þó töluvert eldri og sé orðin nokkura ára gömul. Ástæð- an fyrir því að samningaviðræður hafi ekki tekið lengri tíma að þessu sinni en raun beri vitni séu fyrri við- ræður félaganna. Þannig hafi tölu- verðum tíma til að mynda verið varið af hálfu beggja félaganna í þessi mál fyrir um einu ári. Friðrik segir að lengi hafi legið fyrir að mikil hagræðing væri af því að sameina félögin. Spurningin hafi einungis verið um hvaða leið yrði far- in að því marki. Hann segir að stefnt hafi verið að því að Omega Farma færi á markað á þessu ári og að það ferli hafi verið í undirbúningi. Með því að sameinast Delta hafi skapast leið til að koma hlutabréfum í Omega Farma á markað fyrir hluthafa fé- lagsins. Róbert segir að vöxtur félagsins ráðist af því hvað það kemur mörg- um lyfjum á markað. Velta Delta hafi tífaldast á þremur árum fyrir sam- einingu og vöxturinn hafi verið á grundvelli tiltölulega fárra lyfja. Þróunarstarf fyrirtækisins hafi verið að eflast að undanförnu með þróun- arverksmiðju í Borgartúni í Reykja- vík og með þróunarfyrirtæki á Möltu. Nú komi Omega Farma inn með þau þróunarverkefni sem fyr- irtækið hefur unnið að. Þeir Róbert og Friðrik segja að mikil áhersla verði lögð á að starfs- fólk beggja fyrirtækjanna njóti sín og nái vel saman. Þá verði áhersla lögð á að allir starfsmenn haldi vinnu sinni hjá hinu sameinaða fyrirtæki, enda megi gera ráð fyrir áframhald- andi framtíðarvexti. Ef einhver störf losni verði fundin önnur störf fyrir viðkomandi innan samsteypunnar. Þeir segja að sameiningin hafi verið kynnt fyrir starfsfólki beggja fyrir- tækjanna og að henni hafi verið mjög vel tekið. Væntingar um 1,7 milljarða í hagnað 2002 Fjöldi starfsmanna Delta hefur aukist úr um 100 í árslok 1998 í um 500 nú. Svo bætast við um 50 starfs- menn Omega Farma. Róbert segist sjá fram á áframhaldandi vöxt í framtíðinni vegna allra þeirra nýju lyfja sem áætlað sé að hefja sölu og framleiðslu á á ári hverju. Velta Delta á árinu 1998 var um 780 milljónir króna en áætlanir gerðu ráð fyrir að veltan á þessu ári yrði um 7,8 milljarðar. Velta Omega Farma á árinu 1998 var tæpar 300 milljónir og gerðu áætlanir ráð fyrir að á þessu ári yrði veltan um 3 millj- aðar. Samanlögð velta félaganna fyrir árið 2001 er áætluð um 6,5 milljarðar króna og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld (EBITDA framlegð) um 1,8 milljarðar. Áætlanir hins sameinaða félags fyrir árið 2002 gera ráð fyrir um 10,5 milljörðum króna í veltu og rúmlega þriggja milljarða EBITDA framlegð. Hagnaður eftir skatta fyrir árið 2002 er áætlaður um 1,7 milljarðar króna. Gert er ráð fyr- ir að yfir 90% tekna samstæðunnar komi erlendis frá. Liður í uppbyggingu alþjóðlegs félags Róbert segir að félagið muni styrkja stöðu sína enn frekar í þróun og sölu á samheitalyfjum innanlands og erlendis. Eftir sameininguna sé stefnt að því að ljúka við þróun á 10- 12 nýjum samheitalyfjum á ári í framtíðinni. Gert sé ráð fyrir að Delta muni markaðssetja erlendis um 23 ný samheitalyf fram að árs- lokum 2005 eftir sameiningu. Þeir Róbert og Friðrik segja að sameining félaganna sé liður í upp- byggingu Delta sem alþjóðlegs fé- lags og öflugs þekkingarfyrirtækis. Bæði fyrirtækin búi yfir mikilli þekk- ingu og reynslu í þróun á samheita- lyfjum og hafi yfir að ráða mjög hæfu starfsfólki. Eftir sameiningu sé Delta komið í hóp öflugustu félaga á Verðbréfaþingi Íslands. Hið sameinaða félag Delta og Omega Farma mun bera nafnið Delta hf. Helstu eigendur hins sam- einaða félags Delta hf. verða Omega Farma með 26%, Brúskur með rúm 16%, bankar og hlutafjársjóðir með um 15%, starfsmenn Delta um 10% og aðrir um 32%. Helstu eigendur Omega Farma eru Birkir Árnason, stjórnarmaður, Friðrik Steinn Kristjánsson fram- kvæmdastjóri, Jón Á. Ágústsson, stjórnarmaður, Jón Halldórsson, hæstaréttarlögmaður, og Stanley Pálsson, stjórnarformaður. Félagið var stofnað árið 1990 og hefur markaðssett ný samheitalyf á Íslandi. Búnaðarbanki Íslands veitir ráð- gjöf við sameininguna og hefur um- sjón með fjármögnun. Ekki er gert ráð fyrir útgáfu nýs hlutafjár í Delta vegna kaupanna. Delta kaupir eigin hlutabréf Greint var frá því í flöggun frá Delta á Verðbréfaþingi Íslands í gær að félagið hefði þann dag keypt eigin hlutabréf að nafnverði 43.511.307 krónur af Búnaðarbanka Íslands, framvirkt, á genginu 50. Kaupverðið var því tæpir 2,2 milljarðar króna. Eignarhlutur Delta í félaginu eftir kaupin er 55.511.796 krónur að nafn- verði, eða 25,45%. Í flöggun frá Bún- aðarbankanum kom fram að eignar- hlutur bankans eftir söluna sé 17.293.593 krónur að nafnverði, eða 7,93%. Gengi Delta hf. á Verðbréfaþingi Íslands hækkaði í gær um 19,9% og var lokagengið 58,50. Heildarvið- skiptin námu tæpum 2,6 milljörðum króna í 72 viðskiptum. Gengi Delta hækkar um 19,9% eftir tilkynningu um sameiningu við Omega Farma Morgunblaðið/Þorkell Friðrik Steinn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Omega Farma ehf., og Róbert Wessman, forstjóri Delta hf. Áætluð árs- velta rúmir 10 milljarðar VERÐ hlutabréfa í Arcadia hækkaði aftur í gær en bréfin lækkuðu á föstudag í kjölfar frétta af slitum á yfirtökuviðræðum félagsins við Baug. Hækkunin í gær nam 6,22% og var lokagengi 273 pens en þetta er nokkur hækkun umfram lækkunina á föstudag. Breskir verðbréfamiðlarar mæla flestir enn með því að hluthafar í Arcadia haldi hlutum sínum í fé- laginu, a.m.k. þar til ljóst verður hvað gerist á næstu vikum. Baugur hefur lýst því yfir að fjár- mögnun yfirtöku á Arcadia muni ljúka á næstunni og þannig gefið í skyn að enn standi til að bjóða í fé- lagið. Enn má sjá af breskum fjölmiðlum efasemdir um að fjármögnunin takist enda hafi Baugur farið fram á frestun hvað eftir annað. The Observer sagði Stuart Rose hafa gert rétt í að segja Baugsmönnum að hypja sig með sitt van- hugsaða og illa unna hugsanlega tilboð. Blaðið bendir hins vegar á að Baugur eigi þarna enn fimmtungshlut og muni sá hlutur óhjákvæmilega varpa skugga á félagið, gera það veikara fyrir og þrýsta niður hlutabréfaverðinu. Í Lex-dálki Financial Times um helgina er tekið undir þetta sjónarmið. Þar segir að vandamálið sé að Baugur eigi áfram 20% hlut og ætli að halda hon- um. Þar til örlög þess eignarhlutar verði ráðin geti óvissan þar um hamlað því að verð á Arcadia nái jafnvægi. Verð bréfa í Arcadia hækkar á ný
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.