Morgunblaðið - 05.02.2002, Page 27

Morgunblaðið - 05.02.2002, Page 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 27 „STOPPLEIKHÓPURINN er 5 ára á þessu ári og okkur langaði til að brjóta upp okkar fyrra vinnulag. Við höfum sett upp níu sýningar sem flestar hafa verið fræðslusýn- ingar fyrir börn og unglinga. Leik- sýningar um eiturlyf, tóbaksvarnir, umferðarmál, kynfræðslu og ýmis- legt fleira en núna langaði okkur til að leita í þjóðararfinn; finna okkur efni í þjóðsögunum,“ segja þau Eggert Kaaber og Katrín Þorkels- dóttir sem stofnuðu leikhópinn og hafa tekið þátt í nær öllum sýn- ingum hans. Auk þeirra tekur Pálmi Sigurhjartarson tónlistarmaður virkan þátt í sýningunni og leik- stjóri er Jón Stefán Kristjánsson. „Við báðum Þorvald að huga að þjóðsagnaarfinum og afraksturinn er enn betri en við þorðum að vona; í verkinu er hinn forni tími þjóð- sagnanna, saga þjóðarinnar, og nú- tíminn tengdur saman á bráð- skemmtilegan hátt, þar sem rímur og þulur eru notaðar á skemmtilega nútímalegan hátt.“ Byrjun sýningarinnar er óvænt þar sem tveir unglingar, Barði og Rúna, koma í salinn ásamt áhorf- endum og álpast upp á svið einsog fyrir tilviljun. Þar situr Tónskratt- inn með hljómborð og hljómtæki og þau byrja að rappa og reyna að fá hann til að skemmta sér með öllum ráðum. Loks dettur þeim í hug að setja geisladisk í spilarann sem er á sviðinu og þá er fjandinn laus í bók- staflegri merkingu. Þeim er svipt tvær aldir aftur í tímann og kynnast þar formóður Rúnu og ástmanni hennar sem gekk undir nafninu Glæpa-Barði. Þeirra saga er átak- anleg og hættuleg og Barði og Sigga mega taka á öllu sínu til að komast aftur til nútímans reynsl- unni ríkari. Á sýningunni sem undirritaður fylgdist með í síðustu viku var hóp- ur kennara og skólastjórnenda einn- ig viðstaddur. Það var augljóst af viðbrögðum þeirra að þeir töldu verkið eiga fullt erindi við unglinga. Sumir töldu verkið tengjast á skemmtilegan hátt við námsefni í Lífsleikni þar sem Barði og Sigga verða að læra að treysta eigin sann- færingu og trúa á manneskjuna í sjálfum sér til að sleppa heil í gegn- um þessa reynslu. „Einhver benti á að þetta væri táknrænt fyrir þær hættur sem unglingum stafar af eit- urlyfjum. Okkur hafði aldrei dottið það í hug og hugmyndin er góð.“ Aðrir úr hópi kennaranna sáu möguleika á að tengja efni verksins við námsefni í íslensku og sögu. „Það er okkur mikið gleðiefni að skólafólkið skuli sjá þessa mögu- leika með sýningunni enda er henni ætlað að ferðast um grunnskólana á næstu mánuðum,“ segir Jón Stefán leikstjóri. „Sýningin er sett upp með styrk frá menningarmálanefnd Reykja- víkurborgar og fleiri aðilum og kunnum við þeim öllum bestu þakk- ir fyrir,“ segir Eggert að lokum. Fortíðin í nútímanum Morgunblaðið/Þorkell Katrín Þorkelsdóttir og Eggert Kaaber í sýningu Stoppleikhópsins. „Það var barn í dalnum“ er heiti á nýju leikriti eftir Þorvald Þor- steinsson sem Stopp- leikhópurinn frumsýnir í dag. Hávar Sigurjóns- son fylgdist með forsýn- ingu en þetta er far- andsýning ætluð nemendum efra stigs grunnskóla, 7.–10. bekkjar. havar@mbl.is ÍSLENSKI dansflokkurinn frumsýndi tvö dansverk sl. laug- ardagskvöld. Ísraelinn Itzik Galili reið á vaðið með dansverk sitt Með augum Nönu. Galili á stuttan feril að baki sem danshöfundur en hefur þegar getið sér gott orð í dansheiminum. Dansstíll hans einkennist af hraða, krafti og fyndni. Dansverkið Thro- ugh Nana’s eyes eða séð með aug- um Nönu gæti helst átt sér stað um nótt á götuhorni í Brooklyn eða á Broadway New York-borgar. Þar sem næturhrafnar leita sér lífsfyllingar, hundur hleypur um geltandi og vændiskona reynir að selja sig. Rauði þráður verksins er tónlist Tom Waits, tónlistarmanns sem vart þarf að kynna. Dans- ararnir túlka orð söngvarans frá einu lagi til annars í dansi og leik. Í „Temptation“ tæla dansararnir feiminn strákling til sín í hópdansi og gleðikonan reynir hvað hún get- ur til að örva viðskiptin. Stuttu síðar syngur hún ólétt með texta Tom Waits; Charlie I’m pregnant. Nana birtist á sviðinu í „Waltzing Matthilda“ dansandi í stirðum kroppnum í mótvægi við unga stælta dansarana. Í lok verksins stilla dansararnir sér upp í sófa í einskonar fjölskyldumyndatöku hverfis vinanna. Þeir sem kunna að meta tónlist Tom Waits ættu ekki að verða fyr- ir vonbrigðum með þetta verk. Dansinn fléttast vel inn í tónlistina og skondnar hugmyndir höfundar skjóta upp kollinum hér og þar. Ólétt með gullfisk í maganum og vel heppnaður paradans í sófa þar sem ólíkir einstaklingar kljást við sömu hlutina í þéttum dansvafn- ingi var gott dæmi. Sófauppstillingin í lokin var ein- læg og einföld og gott mótvægi við hraðan dansinn sem á undan var genginn. Höfundur skuldbindur sig lögunum og texta þeirra sem gerði það að verkum að verkið varð á köflum fyrirsjáanlegt. Það varð að myndskreytingu við lögin, fallegri og vissulega vel heppnaðri myndskreytingu en á kostnað sjálfstæðis verksins. Í hnotskurn er verkið skemmtilegur dans með skondnum uppákomum við góða tónlist. Dansararnir voru í essinu sínu og er verkið vel innan get- umarka þeirra. Þeir voru kraft- miklir, leikandi léttir og fágaðir. Flokkurinn samanstendur nú af fimm kvendönsurum og fimm karl- dönsurum sem gáfu þeim fyrr- nefndu lítið eftir. Hópurinn á greinilega gott með að vinna saman og tókst að skila léttu og skemmtilegu dansverki. Richard Wherlock átti seinna verkið á dagskrá. Hann er íslensk- um dansunnendum góðkunnur en flokkurinn flutti verk hans Iða árið 1998. Dansstíll Wherlock einkennist einnig af hraða, snerpu og kímni. Á sviðinu eru stólar og múrsteinar og við enda sviðsins má sjá báru- járnsplötur. Ljósagrindur standa hliðarsviðs. Í verkinu er dansað við tónlist írsku þjóðlagasveitarinnar The Pogues og leggur tónlistin línurn- ar. Í verkinu ríkir kráarstemning. Iðandi tónlistin kallar fram klapp, stapp og hlátrasköll dansaranna. Þeir etja kappi hver við annan og hvetja á víxl. Takturinn er sleginn með múr- steinunum og stólunum og hvort tveggja fléttað inn í dansinn. Þetta er gleðiverk sem ætlað er að skemmta og sem slíkt stendur það undir væntingum. Dansgerðin er hröð og stílhrein og eins og í fyrra verki kvöldsins vel á valdi dans- aranna. Þeir nutu dansins af lífi og sál og voru kappsfullir að sýna hvað í þeim bjó. Gjá myndaðist milli áhorfenda og dansaranna. Í verkinu skiptast dansararnir á að skemmta hver öðrum og urðu áhorfendur afskiptir þegar fram í sótti. Að skaðlausu hefði mátt inn- vikla áhorfendur inn í verkið með einum eða öðrum hætti. Þessi ið- andi gleðibomba var kærkominn endir á vel lukkuðu danskvöldi Ís- lenska dansflokksins. Það sýndu áhorfendur óspart í sýningarlok. Morgunblaðið/Golli Dansgerðin er hröð og stílhrein, segir um verk Richards Wherlock. Á léttum nótum LISTDANS Borgarleikhúsið Íslenski dansflokkurinn Danshöfundur: Itzik Galili. Tónlist: Tom Waits. Sviðsmynd: Ascon de Nijs. Lýsing- arhönnun: Benno Veen, Elfar Bjarnason. Búningar: Natasja Lansen. Hljóð: Ólafur Thoroddsen. Dansarar og leikarar: Guð- mundur Helgason, Guðmundur Elías Knudsen, Hanna María Karlsdóttir, Hann- es Þorvaldsson, Hildur Óttarsdóttir, Hlín Diego Hjálmarsdóttir, Jesus De Vega, Katrín Ingvadóttir, Katrín Ágústa John- son, Lára Stefánsdóttir, Peter Anderson, Trey Gillen. Laugardagur 2. febrúar. MEÐ AUGUM NÖNU Lilja Ívarsdóttir Danshöfundur: Richard Wherlock. Tón- list: Írsk þjóðlagatónlist, The Pogues. Lýsingarhönnun: Elfar Bjarnason. Bún- ingar: Jane Hopper og ÍD. Hljóð: Ólafur Thoroddsen. Dansarar: Guðmundur Helgason, Guðmundur Elías Knudsen, Hildur Óttarsdóttir, Hlín Diego Hjálm- arsdóttir, Jesus De Vega, Katrín Ingva- dóttir, Katrín Ágústa Johnson, Lára Stef- ánsdóttir, Peter Anderson, Trey Gillen. ARFUR Börn og trú af sjónarhóli sál- arfræði, uppeld- isfræði og guð- fræði er eftir sr. Sigurð Pálsson. Í bókinni er við- fangsefnið skoðað frá ólík- um sjón- arhornum. Spurt er hvað uppeldi sé og rætt um tengsl mannskilnings og uppeldis. Þá er spurt hvers eðlis trúhneigðin sé og ræddar kenningar sálfræðinga um rætur guðsmyndarinnar og um trúar- þroska. Einnig veltir höfundur fyrir sér tengslum trúar og siðgæðis og kynnir kenningar um siðgæðisþroska og sið- gæðisuppeldi. Ennfremur er rætt allít- arlega um trúarlegt uppeldi og trú- fræðslu á heimilum og í kirkjum og hlutverk leikskóla og grunnskóla í trúarlegu uppeldi og fræðslu. Þá er sérstakur kafli um guðlaust uppeldi. Sigurður Pálsson hefur m.a. skrifað bækurnar Börn og sorg og Börn og bænir og samið námsefni í kristnum fræðum. Þá hefur hann verið stunda- kennari í trúaruppeldis- og kennslu- fræði og trúarlífssálarfræði við Kenn- araháskóla Íslands og guðfræðideild Háskólans. Sigurður er sóknarprestur við Hallgrímskirkju í Reykjavík. Útgefandi er Skálholtsútgáfan. Bókin er 159 bls. Verð: 2.680 kr. Trú

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.