Morgunblaðið - 05.02.2002, Síða 29

Morgunblaðið - 05.02.2002, Síða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 29 ÞAÐ eru ávallt tíðindi, er ungur tónlistarmaður, hafandi lokið námi, haslar sér völl á tónleikapallinum og leggur undir dóm hlustenda hvað hann kann og hversu megi ætla, að hann muni geta áorkað í framtíðinni. Hrólfur Sæmundsson lauk námi í Bandaríkunum á sl. ári og gerði upp námsferli sitt með tónleikum í Saln- um sl. sunnudagskvöld og það var Richard Simm, er lék með honum á píanóið. Efnisskráin var fjölbreytt og spannaði hin ýmsu svið listtímans, allt frá barokk, klassík og rómantík, til nútímatónlistar. Tónleikarnir hóf- ust á aríunni Ächzen und erbärmlich Weinen, úr kantötu nr. 13, eftir J.S. Bach sem Hrólfur söng af töluverðu öryggi en hvað stíl snertir, af of mik- illi tilfinningasemi og jafnvel á róm- antískan máta. Hrólfur leggur mikla áherslu á leikræna túlkun, sem vel á heima innan ramma óperunnar en á síður við á tónleikapalli, þar sem um- gerð leikverksins er fjarri. Að því leiti var nafnalista-aría Lepo- rellos, úr óperunni Don Giovanni, eftir Mozart, óþægilega of- gerð, svo mjög, að jafnvel slík leiktúlkun væri yfirdrifin fyrir óperuuppfærslu. Lagaflokkurinn Of Love and Death, eftir Jón Þórarinsson, var sérlega vel sunginn, einkum miðlagið When I am dead. Í þessu verki stillti Hrólfur túlkun sina í hóf og lét tónlistina og kvæði Kristínar Rosetti njóta sín. Fimm íslensk sönglög voru næst á efnisskránni, Unglingurinn í skógin- um, eftir Jórunni Viðar, Gamalt ljóð, eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Spila- fífl, eftir undirritaðan, Lauffall, eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Heimir, eftir Sigvalda Kaldalóns, sem Hrólf- ur söng mjög vel, sérstaklega hið ágæta lag, Lauffall, eftir Hjálmar. Eftir hlé voru á efnisskránni „Ljóðakornin“, eftir Atla Heimi Sveinsson. það er með svona gam- ansöngva, að varlega þarf að fara með það leikræna, sem hvort sem er, er dregið fram í þessum frábæru gamansöngv- um. þrátt fyrir nokkuð yfirdrifna túlkun á því fyndna í textunum, voru þessi lög að mörgu leyti vel flutt. Það brá nokk- uð til „betri tíðar“ í flutningi Hrólfs í söngv- unum, op. 25, þeim sem Grieg samdi við ljóð eft- ir Ibsen. Hrólfi hættir nokkuð til að ofgera í raddbeitingu og þá verður söngur hans svo- lítið „flekkóttur“, sér- staklega á hásviðinu og í veikum söng. þrátt fyrir þetta var söngur hans í En Svane, Med en Vandlilje og Borte, mjög fallega mótaður. Tvö síðustu söngverkin voru allt of yfirdrifin í leik, sem dró í raun at- hyglina frá söngnum, en þessi söng- verk voru aría Ramirosar, úr óper- unni Spánskar stundir, eftir Ravel og aría Figarosar, úr Rakaranum frá Sevilla, eftir Rossini. Hrólfur er efnilegur söngvari, hef- ur unnið vel efni tónleikanna og söng af öryggi. Fyrir utan að draga at- hyglina frá söngnum, með of miklum handa- og líkamshreyfingum, á hann enn eftir að vinna meira með rödd- ina, enda er söngnáminu ekki lokið, þótt skólanámið sé að baki. það sem gaf bestu fyrirheitin var flutningur Hrólfs á lagaflokki Jóns Þórarins- sonar og lögunum eftir Grieg og frá þeim á hann gott leiði framundan. Richard Simm er, það sem vel var vitað, frábær píanóleikari og var leikur hans í upphafsaríunni, eftir J.S. Bach, lagaflokki Jóns Þórarins- sonar, Ljóðakornum Alta Heimis, lögum Griegs, aríunum eftir Ravel og Rossini, einstaklega glæsilega út- færður, svo að hvergi féll skuggí á, hvað snerti yfirvegaðan og tæran leik og hárnákvæmni í samspili við söngvarann. Eins og fyrr segir, er Hrólfur efni- legur söngvari og hefur margt til að leggja með sér en á enn þá eftir að fullmóta raddtækni sína, sem eðli- legt er, hafandi nýlokið námi og nú að hefja sinn starfsferil, sem vel má sjá, að lofað sé góðu um framhaldið. Leikræn túlkun og látbragð er nokk- uð sem mun fágast og mótast og er þá betra að hafa þar of mikið að gefa í túlkun en of lítið. Það er þó söng- urinn, mótun raddarinnar og túlkun- in í gegnum hljóm hennar, sem ávallt er það sem mestu máli skiptir í söng og á því sviði á Hrólfur gott efni til að vinna úr í tímans rás. Efnilegur söngvari TÓNLIST Salurinn Hrólfur Sæmundsson og Richerd Simm fluttu söngverk eftir íslensk og erlend tónskáld. Sunnudagurinn 3. febrúar, 2002. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Hrólfur Sæmundsson NÚ stendur yfir sýning á ljós- myndum eftir Ragnar Axelsson ljósmyndara í sýningarglugga myndvinnslu Loftmynda ehf. að Skólavörðustíg 20. Um er að ræða níu ljósmyndir úr verkefni Ragnars, „Hverfandi lífsstíll“ sem samanstendur af ljósmyndum frá Grænlandi, Fær- eyjum og Íslandi. Myndirnar eru vitnisburður um lífsstíl sem á undir högg að sækja í nútímasamfélagi og end- urspeglar sérstæðar persónur í stórbrotnu landslagi. Meðal annars hefur verkefnið fengið sérstaka viðurkenningu Oscar Barnack Foundation, en sjálfur hefur Ragnar unnið til fjölda viðurkenninga fyrir verk sín sem ljósmyndari á umliðnum árum. Loftmyndir hafa unnið að mörgum helstu ljósmyndasýn- ingum landsins, sl. tvö ár, ásamt vinnu fyrir helstu auglýs- ingastofur og fyrirtæki landsins. Sýningin stendur til 1. apríl og er opin á afgreiðslutíma versl- unarinnar kl. 9–17 mánudaga til föstudaga. „Hverfandi lífsstíll“ í glugga Loftmynda Ein ljósmynda Ragnars Axelssonar hjá Loftmyndum ehf. Fólk  Páll Valsson, sem um margra ára skeið hefur verið ritstjóri hjá Máli og menningu, tekur nú við útgáfustjórn Máls og menning- ar. Halldór Guð- mundsson sem verið hefur út- gáfustjóri forlags- ins frá 1984, gegnir áfram stöðu fram- kvæmdastjóra bókadeildar Eddu, en til henn- ar heyra forlögin Mál og menning, Vaka-Helgafell, Forlagið, Almenna bókafélagið og Iceland Review; Hall- dór er jafnframt forstjóri Eddu. Páll Valsson er fæddur 1960, íslensku- fræðingur að mennt, hefur kennt við framhaldsskóla og verið stundakenn- ari við HÍ, auk þess sem hann var um nokkurra ára skeið lektor við háskól- ann í Uppsölum. Hann er höfundur ævisögu Jónasar Hallgrímssonar. Jafnframt hefur Margrét Jóns- dóttir tekið við starfi framkvæmda- stjóra fjármála- og rekstrarsviðs Eddu – miðlunar og útgáfu hf. Páll Valsson FYRIR þremur árum kom út fyrri útgáfa þessa verks. Þar voru rakin hernaðarumsvif Breta og Bandaríkjamanna á Suðurlandi í Heimssyrjöldinni síðari. Sérstak- lega var fjallað um veru hersins í Kaldaðarnesi, þar sem aðalflug- völlur hersins var á Íslandi. Sá, sem hér heldur um penna, ritaði umsögn um bókina, þegar hún kom út og lauk lofsorði á gagngera og vandaða umfjöllun höfundar. Ég hygg fátítt, að bækur fræði- legs eðlis séu endurútgefnar svo fljótt sem hér er gert. Vera má að fyrri útgáfan hafi verið prentuð í litlu upplagi og/eða selst vel. Ekki veit ég það. Hitt sé ég við sam- anburð á útgáfunum tveimur, að talsverðar breytingar hafa verið gerðar. Að- albreytingarnar skýr- ast við lestur lokakafla bókarinnar. Sumarið 1999 komu tíu flugmenn úr Hud- sonflugsveitinni til Ís- lands í boði Arngríms Jóhannssonar eiganda Atlanta flugfélagsins. Við það tækifæri var afhjúpað minnismerki um flugsveitina og flugmennirnir rifjuðu upp endurminningar sínar og skoðuðu gam- alkunnar slóðir. Fyrir bókarhöfund var þessi heimsókn mikilsverð. Hann fékk þar allmiklar upplýs- ingar til viðbótar þeim, sem hann hafði fyrir, bæði í máli og mynd- um. Þetta þýddi það að höfund- urinn tók sig til og endursamdi hluta bókarinnar að verulegu leyti, en endurskoðaði hana jafnframt alla í leið- inni. Langflestar breytingarnar varða að sjálfsögðu verk- svið þessarar flug- sveitar – en hlutur hennar var stór – bæði afrek hennar sem heildar og vitn- eskju um einstaka flugsveitarmenn. Í allri bókinni er einnig að finna marg- víslegar aðrar lag- færingar og breyting- ar. Nýjum myndum er víða bætt við, orðalag lagfært, málsgreinar eða und- irkaflar færðir til, sumum bætt við, en öðrum sleppt, dagsetningar gerðar nákvæmari eftir nýrri upp- lýsingum, beinar tilvitnanir (t.d. í bréf eða skýrslur) inndregnar og með smærra letri, myndatextum breytt o.fl. Allt er þetta vitaskuld til bóta. Sýnir það, að vandvirkur og sómakær höfundur getur lengi bætt texta sinn, þó að góður hafi þótt fyrir. Við þessa endurskoðun hefur bókin lengst um 35 blaðsíður. En raunar er nýtt og breytt efni meira en sem því nemur. Bók Guðmundar Kristinssonar var í upphaflegri gerð prýðisrit, eins og fram hefur komið. Hún er nú að líkindum orðin eins góð og hún getur orðið, áreiðanlegt og traust sagnfræðirit um mikilvægt tímabil íslenskrar sögu. Á höfund- ur mikið lof skilið fyrir vandvirkni sína og nákvæmni. Hann fylgir bersýnilega forskrift Ara gamla hins fróða, að hafa ávallt það sem sannara reynist. Útlitslega er þessi nýja útgáfa með sama sniði og hin fyrri og er ekkert út á hana að setja. BÆKUR Sagnfræði 2. útgáfa eftir Guðmund Kristinsson. Ár- nesútgáfan, Selfossi, 2001, 352 bls. STYRJALDARÁRIN Á SUÐURLANDI Sigurjón Björnsson Guðmundur Kristinsson Sunnlensk hernaðarumsvif Ritlistar- námskeið hjá Endur- menntun TVEIMUR ritlistarnámskeiðum verður hleypt af stokkunum hjá Endurmenntun Háskóla Íslands á fimmtudag. Bjarni Ólafsson, ís- lenskufræðingur og menntaskóla- kennari, kennir á námskeiðinu Að skrifa vandaða íslensku – hvernig auka má færni við að rita gott, ís- lenskt mál. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja auka kunnáttu sína og færni við að rita gott, íslenskt mál. Úr neista í nýja bók – að vinna úr hugmynd að sögu og fá hana gefna út, nefnist síðara námskeiðið sem er í umsjá dr. Önnu Heiðu Pálsdóttur bókmenntafræðings. Námskeiðið er ætlað þeim sem gætu hugsað sér að skrifa bók, jafnt byrjendum sem öðrum sem eru vanari skrifum en hafa hug á að fara alla leið og freista þess að gefa út verk sín. Leiklistar- námskeið fyrir börn Í ÆVINTÝRALANDI Kringlunnar fer af stað leiklistarnámskeið á laugardag, fyrir börn á aldrinum 6–9 ára, og stendur yfir í fimm skipti. Yfirskrift námskeiðsins er „Listin að leika sér: leikir, spuni, hlátur og gaman.“ Leiðbeinendur verða Ásta Sighvats, leikkona í Borgarleikhúsinu, og Ólöf Anna Jó- hannsdóttir, menntaskólanemi. Námskeiðið endar með leiksýningu fyrir gesti Ævintýralands 9. mars. Skráning fer fram í Ævintýralandi Kringlunnar. Aríur og dúettar í Stykkishólmi KRISTÍN R. Sigurðardóttir sópran og Ildikó Varga mezzosópran halda tónleika í Stykkishólmskirkju, ásamt Clive Pollard píanóleikara, í kvöld, kl. 20. Á efnisskránni verða aríur og dúettar eftir Vivaldi, Händel, Gluck, Pergolesi og Che- rubini, en verk þeirra teljast til barrok, rókókó og klassíska tíma- bilsins. Þetta eru bæði veraldleg og trúarleg verk, sum mjög þekkt, en önnur hafa ekki heyrst fyrr í Stykkishólmskirkju. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.