Morgunblaðið - 05.02.2002, Side 37
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 37
Krinlunni 8-12, sími 562 6811
Skóhöllin, Bæjarhrauni 16, Hf., sími 555 4420.
SÍÐUSTU DAGAR
ÚTSÖLUNNAR
Enn meiri verðlækkun!
30-70%
afsláttur
Allir kuldaskór með 50% afslætti
Dömu-, herra- og barnaskór
Í Morgunblaðinu 29.
janúar sl. skrifar Krist-
ján Ragnarsson, for-
maður Landssam-
bands íslenskra
útvegsmanna (LÍÚ),
grein sem hann nefnir:
„Skilningsskortur leið-
arahöfundar.“ Það er
ekkert óeðlilegt við það
að leiðarahöfundur
stærsta blaðs landsins
og aðrir séu hissa á um-
snúningi LÍÚ varðandi
kvótaframsal. Þeir sem
hafa fylgst með mál-
flutningi LÍÚ vita ofur
vel að formaður þeirra
samtaka hefur ávallt
sagt að forsendan fyrir fiskveiðikerf-
inu og svokallaðri hagræðingu sé
frjálst framsal veiðiheimilda. Í grein
Kristjáns kemur fram að ég hafi tjáð
mig um að ég hafi hent í sjóinn
stórum hluta þess afla sem á bát
minn hefur aflast undanfarin ár.
Málfrelsi er enn utan kvóta þó að
sumir séu sviftir veiðileyfi fyrir að
nota þau mannréttindi.
Það sem Kristján gleymdi
Mér þykir það mjög miður að for-
maður LÍÚ skuli ekki hafa sett eft-
irfarandi í grein sína fyrst hann á
annað borð virðist hafa svo mikinn
áhuga á því sem ég sem formaður
Landssambands útgerða kvótalítilla
skipa (LÚKS), og sem einstaklingur,
bæði geri og segi.
Hann virðist bresta minni um að
sumarið 2000 tjáði ég mig opinber-
lega um reynslu mína af brottkasti,
bæði á eigin skipi og á
tveimur togurum í eigu
félagsmanna LÍÚ. For-
manninum er að sjálf-
sögðu velkomið að
koma heim til mín og fá
uppgefið hvaða skip er
um að ræða. Eftir það
ætti hann að taka lepp-
ina frá báðum augum
sínum og taka til við að
lemja einhverja aðra en
kvótalitla með staur-
fætinum.
Ég greindi frá veið-
um annars togarans í
Smugunni og brottkasti
á Íslandsmiðum áður en
haldið var í Smuguna með þorsk inn-
anborðs veiddan á Íslandsmiðum
sem síðan var skráður sem smugu-
fiskur. Einnig frá veiðum og brott-
kasti á úthafskarfa. „Sýktum“ karfa
var hent í stórum stíl í stað þess að
koma með hann að landi og selja á
markaði eða í bræðslu.
Á hinum togaranum var eingöngu
veitt á heimamiðum. Þar um borð
voru einn til tveir menn við færiband
að tína úr fisk sem ekki hentaði í
vinnslu í landi. Um borð í öðru skip-
inu voru, og eru enn, lensidælur með
hnífum til að dæla sjó af millidekki.
Hnífarnir eru samt ekki til þess ætl-
aðir að skera sjóinn. Þeir eru til að
tæta niður fisk og dælan sprautar
síðan hakksúpunni fyrir borð. For-
stjórar útgerða þessara tveggja
skipa voru (og eru) í stjórn Hafrann-
sóknarstofnunar og í stjórn LÍÚ.
Báðir vissu þeir af þessari umgengni.
Annar hreinlega bað um mikla flokk-
un á saltfiskafurðum skipsins. Þetta
var mín fyrsta og hingað til versta
reynsla af geggjuðu brottkasti á bol-
fiski. Engar geymslur voru fyrir ís-
fisk og lest skipsins notuð fyrir salt-
fisk. Fleiri tonnum af fiski var hent á
sólarhring.
Í ljósi þess sem ég veit og hef sjálf-
ur tekið þátt í á togurum er það veru-
lega þreytandi að liggja undir
hræsnisbullinu í grátklökkum for-
manni LÍÚ. Fullyrðingar um að
brottkast sé eingöngu stundað á
kvótalitlum eða kvótalausum skipum
getur eingöngu komið í fullri alvöru
frá manni sem aldrei hefur stigið fæti
á fiskiskip og byggir alla sína þekk-
ingu á veiðum á frásögnum annarra
landkrabba sem eru bræður hans í
hinni blindu trú á dýrð kvótakerfis-
ins. Þessir menn kjósa að líta fram
hjá því að í frægri brottkastskönnun
Gallup kemur mjög skýrt fram að á
frystitogurum er hent fiski í stórum
stíl án þess að þeir séu kvótalitlir eða
kvótalausir. Þetta geta allir kynnt
sér sem kunna að lesa.
Margur heldur mig sig
Formaðurinn kemur líka inn á
kjarasamninga. Að kvótalitlar út-
gerðir brjóti á sjómönnum eftir að
kaupverð aflamarks hefur verið
dregið frá. Kvótalaus skip eru nefni-
lega að leigja til sín en ekki að kaupa.
Þau eru í flestum tilfellum gerð út af
nýliðum í stétt útgerðarmanna. Þeir
borga í dag 156 krónur í auðlinda-
gjald fyrir hvert kíló þorsks sem þeir
draga úr sjó. Þetta gjald heitir því
fína nafni kvótaleiga. Og hverjir
skyldu nú hrifsa til sín þetta gjald,
Kristján Ragnarsson?
Í okkar félagsskap eru skipverjar
hvorki látnir borga olíu á skipin né
fæði. Þeir fá sína sanngjörnu hluti af
fiskafla. Auk þess er hrognum skipt
til manna. Þar eru 50% skipti og oft
jafnvel 100%. Lifrina fær áhöfnin í
sinn hlut 100%. Þar sem kúttmagar
og slóg er hirt eru 100% skipti. Því
var slegið hér upp í fjölmiðlum á dög-
unum að frystitogarar Samherja
komi nú með hausa í land. Þetta er
ekkert til að hrópa húrra fyrir í ljósi
þess að það hafa bátarnir alla tíð
gert. Einnig koma þeir með hryggi,
lifur, hrogn og jafnvel annan innmat.
Verksmiðjuskipin, sem kenna sig við
frystingu og formaður LÍÚ hefur
makalaust dálæti á, eru einfaldlega
mörg ár á eftir tímanum á þessu
sviði.
Nei, formanni LÍÚ og hans nýju
vinum væri hollast að líta í eigin
barm og taka til í eigin ranni (svo
notuð séu hans orð). Þeir ættu að ein-
beita sér að brýnni málum en að ráð-
ast á nýliða í útgerð á Íslandi. Heið-
arlega sjómenn sem reyna eftir
bestu getu að sjá sér og sínum far-
borða í dýrasta og óréttlátasta fisk-
veiðistjórnunarkerfi í heimi.
Brestur Kristján minni
eða brestur hann í grát?
Sigurður Grétar
Marinósson
Kvótatillögur
Málfrelsi er enn utan
kvóta, segir Sigurður
Grétar Marinósson, þó
að sumir séu sviptir
veiðileyfi fyrir að nota
þau mannréttindi.
Höfundur er formaður Lands-
sambands kvótalítilla skipa.
aður Svía. Tengslin eru þó mik-
ilvæg á öðrum sviðum. Hér má
nefna í fjármálageiranum, á há-
tækni og hugbúnaðarsviði og á
mennta- og heilbrigðissviði, svo
ekki sé talað um handboltann. Ís-
lendingar hafa á síðustu árum fjár-
fest í sænskum fyrirtækjum bæði í
framleiðslu og innan fjármálageir-
ans. Hins vegar er lítið um fjár-
festingar sænskra fyrirtækja á Ís-
landi.
Þegar við Íslendingar tölum um
alþjóðavæðingu er það ekki aðeins
útrás, þar sem við fjárfestum í er-
lendum fyrirtækjum, heldur verð-
ur þessi þróun að vera gagnkvæm
og að erlend fyrirtæki sjái sér hag
í að fjárfesta í íslensku atvinnulífi
að sama skapi. Til þess þurfa að-
stæður okkar að vera samkeppn-
isfærar við önnur lönd. Stórt skref
hefur verið stigið í skattamálum til
að gera þetta að veruleika. Betur
verður þó að hlúa að alþjóðavæddu
menntunarkerfi hér, því með er-
lendum fyrirtækjum kemur erlent
fólk, oft til tímabundinnar dvalar.
Þetta fólk vill geta flutt sig á milli
atvinnusvæða án þess að menntun
barna þeirra fari úr skorðum. Þeir
Íslendingar sem búið hafa í út-
löndum geta dæmt um þetta. Öll
þau verslunarráð sem hér starfa
styðja þessa þróun á frekari sam-
skiptum manna bæði í viðskiptum
og á menningarsviði. Sænsk-ís-
lenska verslunarráðið heldur fund
um horfur í flugmálum hinn 13.
febrúar nk. þar sem sagt verður
frá samstarfi flugfélaga í farþega-
flugi en það er Svíinn Lars Lind-
gren sem kynnir þetta málefni.
Höfundur er framkvæmdastjóri
TVG-Zimsen og formaður Sænsk-
íslenska verslunarráðsins.
stretch-
gallabuxur
Kringlunni, sími 588 1680
v/Nesveg, Seltjarnarnesi,
sími 561 1680.
iðunn
tískuverslun
3 skálmalengdir
STEFNT er að upp-
byggingu hálendisvega
sagði samgönguráð-
herra í ríkisútvarpinu
þriðjud. 29. jan sl. Hann
sagði ástæðuna vera að
ferðamenn þyrftu að
komast að náttúruperl-
um og nefndi í því sam-
bandi Kjalveg, Sprengi-
sandsleið, veg að
Dettifossi, Fjallabaks-
leið nyrðri og etv. fl.
sem ég heyrði ekki.
Nei takk !
Uppbygging hálend-
isvega er ekki í þágu
náttúrunnar og ekki
það sem sannir unnendur hennar
vilja. Við viljum viðhalda helstu veg-
slóðum og merkja þá vel. Við viljum
vernda, bæta og njóta ósnortinnar
náttúru eins og hún er, en alls ekki af
„hraðbrautum“ um hálendið. Þá er
náttúrunni voðinn vís. Í mínum huga
gætu slík mannvirki og allt það sem af
þeim leiðir nálgast það að skyndi-
gróðaöfl og Landsvirkjun, sem engu
eira, hafi tekið völdin.
Ég hef enga samúð með þeim sem
vilja aka á fleygiferð í stífri umferð
eftir uppbyggðum vegum um hálend-
ið. Þeir geta allt eins farið í bílaleik á
tölvuskjá eða skoðað landslagið
heima hjá sér af myndbandi.
Ég minni hins vegar á að við eigum
margt ógert í vegamálum innan
sveita og til að tengja byggðir. Stuðl-
um því heldur að alvöru byggðastefnu
m.a. með góðum samgöngum á lág-
lendi og þjónustustöðv-
um innan byggða í jaðri
hálendis, en alls ekki
með malbiki og stórum
mannvirkjum í óbyggð-
um. Byggjum landið af
skynsemi og gerum
fólki kleift að búa með
reisn þar sem lífvænlegt
er og fólk vill búa í sátt
við landið. Fækkum
frekar en fjölgum snjó-
þungum og erfiðum
vegaköflum um heiðar,
t.d. með jarðgöngum, og
beinum fjármunum
gegn slysagildrum á
fjölförnum vegum í
byggð. Þar er af nógu að taka fyrir
takmarkað almannafé.
Auðvitað eigum við ekki að berjast
gegn því sem til framfara horfir fyrir
íslenska þjóð þótt einhver röskun
verði, en gleymum því aldrei að auður
þjóðarinnar felst m.a. í óspilltum
svæðum sem hafa að geyma stórkost-
leg náttúruundur sem okkur ber
skylda til að vernda, ekki aðeins til að
njóta fyrir okkur sem hér búum núna,
heldur allan heiminn um ókomna tíð.
Förum því varlega í mannvirkjagerð
á hálendinu. Hér er engin neyð á ferð-
inni sem afsakar eyðileggingu sem
verður aldrei aftur tekin. Stöndum
vörð um náttúru Íslands.
Hálendisvegir
Snorri Sigurjónsson
Höfundur er lögreglufulltrúi.
Náttúruvernd
Auður þjóðarinnar felst
m.a. í óspilltum svæð-
um, segir Snorri Sig-
urjónsson, sem hafa að
geyma stórkostleg nátt-
úruundur sem okkur
ber skylda til að vernda.