Morgunblaðið - 05.02.2002, Side 38
UMRÆÐAN
38 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÁFRAM streymir
umræðan um rekstrar-
form heilbrigðisþjón-
ustunnar. Að vanda
skiptast menn í svartar
og hvítar fylkingar. En
athyglisvert er að
margir helstu baráttu-
menn fyrir einka-
rekstri í þjónustunni
hafa starfað eða starfa
á launum frá ríki og bæ
en sinna samt störfum
eftir því sem best er vit-
að af góðri getu og sam-
viskusemi eins og þorri
launafólks gerir að
læknum meðtöldum. Í
skýrslu tveggja hag-
fræðinga er Sighvatur Björgvinsson,
þáverandi ráðherra, bauð til Íslands
1993 að ósk embættismanna kom
fram að „útgjöld Íslendinga væru
4,2% neðan við meðaltal heilbrigðis-
útgjalda OECD-ríkja reiknað í kaup-
máttargildum (Purchasing Power
Parity), en þá er miðað við aldurs-
dreifingu og tekjur íbúa og greiðslu-
hlutfall hins opinbera til heilbrigðis-
og félagsmála, sem OECD reiknar
með við samanburð á útgjöldum til
heilbrigðismála milli þjóða. Tekið var
tillit til þessara þátta og þá aðallega
rauntekna og aldursdreifingar. Hafa
ber þó í huga að Íslend-
ingar flokka ýmsa
þætti félags- og hjúkr-
unarþjónustu ásamt
greiðslum til atvinnu-
leysistrygginga undir
heilbrigðismál, sem
aðrar þjóðir flokka
undir félagsmál. Ísland
er því í raun lægri í röð-
inni. Öllum að óvörum
var þessari skýrslu
ekki dreift á Íslandi og
ekki var hún kynnt. Má
vera að ástæðan sé sú
að niðurstöður skýrsl-
unnar komu nokkuð
flatt upp á suma pólitík-
usa. Árið 1998 fékk
landlæknisembættið upplýsingar frá
OECD sem hér eru nefndar.
Þessar niðurstöður staðfesta skýrt
og greinilega að kostnaður er mestur
þar sem kerfið er rekið með frjálsum
tryggingum, en viðbótarkostnaður
leggst aðallega á herðar sjúklinga.
Verra er þó að jafnréttið sem er
eitt aðalinntak mannréttinda hverfur
sbr. Bandaríkin þar sem 40 milljónir
manna fá mun lakari þjónustu en
aðrir vegna þess að efnahagurinn
leyfir ekki þátttöku í tryggingum.
Skýringa er að leita til þess að hlut-
hafar sem reka frjáls tryggingafélög
krefjast eðlilega arðs. Arðurinn
skapast af upphæð iðgjalda og gróða-
vonin ræður ferðinni. Reynslan af
rekstri frjálsra tryggingafélaga er að
láglaunafólk, öryrkjar og margt aldr-
að fólk hafa fæst efni á slíkum iðn-
gjöldum, nema að tryggingafélagið
sé ekki rekið á gróðagrunni (non-
profit) eins og t.d. Kaiser-stofnunin í
Bandaríkjum. Eigendur frjálsra
tryggingafélaga virðast huga síður
að þjóðarhag og samtryggingu sem
stjórnendur almannatrygginga
verða að gera. Þegar dregið er úr
samfélagstryggingum hverfur jafn-
réttið.
Víða á Vesturlöndum hafa verið
gerðir verktakasamningar við einka-
aðila varðandi rekstur á sjúkrastofn-
unum, m.a. hjúkrunardeildum og
ýmsum verkefnum sem ekki lúta
beint að lækningum, nema þá minni-
háttar göngudeildaraðgerðum. Sjálf-
sagt er nokkur framtíð í því en kostn-
aðurinn eykst. Umræðan um
einkarekstur hefur eflt mjög kostn-
aðargreiningu sem er af hinu góða.
Brýnt er að hið opinbera búi það vel
að almannatryggingum að unnt sé að
keppa á markaði um bestu starfs-
kraftana. Þaðan koma frumlegheitin
og nýsköpunin í fræðunum. Fram
kemur í skýrslunni að þjóðir sem
semja við lækna og verktaka eftir af-
köstum þeirra báru hærri útgjöld en
þjóðir er greiða læknum aðallega
föst laun (Ísland er í þessum hópi).
Allar eiga þjóðirnar við biðlistavanda
að stríða nema vel tryggðir hópar í
Bandaríkjunum og Sviss. Bretar búa
þar verst enda útgjöld lægst. Í
Bandaríkjunum komast margir ekki
á biðlista. Í löndum þar sem sam-
félagstryggingin vegur þyngst er
meira jafnræði meðal þeirra er finn-
ast á biðlistum en í einkarekstrar-
löndum. Lýðræðið stendur ekki und-
ir nafni nema jafnræði ríki.
Einkarekstrarmenn verða að leysa
þennan vanda áður en þeir breyta
kerfinu. Ég bendi stjórn og ráða-
mönnum vorum vinsamlegir á nýju
norsku leiðina þ.e. að auka útgjöld til
heilbrigðismála aðallega til að stytta
biðlista. Gamla niðurskurðarleiðin
dugði þegnum og fyrri stjórn illa og
talið er að langir biðlistar hafi haft
veruleg áhrif á síðustu kosningaúr-
slit sbr. leiðara í norskum dagblöð-
um.
Einkarekstur eða sam-
félagsrekstur í heilbrigð-
isþjónustu og jafnræði
Ólafur
Ólafsson
Heilbrigðismál
Umræðan um einka-
rekstur, segir Ólafur
Ólafsson, hefur eflt mjög
kostnaðargreiningu sem
er af hinu góða.
Höfundur er fyrrverandi landlæknir
og formaður Félags eldri borgara.
Algengustu mælikvarðarnir á kostnað vegna heilbrigðisþjónustunnar
er hlutfall af vergri landsframleiðslu og kostnaður í kaupmáttargildum
á íbúa.
Kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu 1996 sem hlutfall af vergri
landsframleiðslu í OECD löndum.
Lönd og rekstrarform greiðsla hins
opinbera
heildarkostn-
aður
Norðurlönd, aðallega almannatryggingar 6.1 7.8
V- Evrópulönd, almannatr. og einkatr. 6.9 8.3
Sviss/Bandaríkin, aðallega einkatryggingar 6.7 11.0
Kostnaður mældur í kaupmáttargildum á íbúa. (Purchasing power
parity) í OECD löndum 1996 mælt í dollurum á íbúa.
Norðurlönd, almannatr. 1400 1650
V-Evrópulönd, almannatr. og einkatr. 1676 2100
Sviss og Bandaríkin, aðallega einkatr. 1670 2900
Á Norðurlöndunum er Ísland á svipuðum slóðum og Svíþjóð og Finnlandi
Niðurstöður OECD frá árinu 1990 eru svipaðar.
Health Data
Skrifstofa OECD í París
til landlæknis 1998.
ÞAÐ er mál manna
að ný stjórnsýslulög
hafi verulega bætt
stjórnarhætti í landinu
og staða borgaranna
gagnvart ríkisvaldinu
styrkst að flestu leyti.
Þó eiga stjórnvöld á
stundum erfitt með að
feta sig eftir einstiginu
eins og sá málafjöldi
sannar sem liggur fyrir
hjá umboðsmanni al-
þingis. Öllu brösug-
legar hefur gengið að
framfylgja alþjóða-
reglum og samþykktum
sem við höfum undir-
gengist, m.a. með EES-
samningnum, og stjórnvöld hafa mátt
þola marga kárínuna af hálfu er-
lendra eftirlitsstofnana. Viðkvæðið
hérlendis gagnvart alþjóðasam-
þykktum og lögum hefur jafnan verið
það, að þetta og hitt ,,eigi ekki við á
Íslandi“ eða við séum svo fáir ,,að
ómögulegt sé að fylgja alþjóða-
reglum“. Það væri Íslendingum hollt
að leiða hugann að því að þrátt fyrir
skrifræðið er aðall EES-samningsins
og reyndar Evrópusambandsins að
þegnunum er tryggður málskotsrétt-
ur til óháðra eftirlitsaðila og dómstóla
telji þeir leikreglur og samninga
brotna.
Eftir því sem stjórnarhættir batna
á einu sviðinu, verða mistökin á öðr-
um sviðum enn átakanlegri. Þá kem-
ur stjórnvöldum í koll að hafa nánast
framselt vald sitt til hagsmunaaðila
og stofnana, t.a.m. í landbúnaði og
sjávarútvegi eins og lögfróðir menn
hafa bent á. Mesta klúðrið stafar þó
af því að hagsmunatengsl eru oftar en
ekki metin ofar öllu öðru og þegar
mistökin eiga sér stað hefst oft og tíð-
um ámátleg naflaskoðun stjórnvalda
á sjálfum sér.
Hagsmunatengslin birtast stund-
um á grátbroslegan hátt eins og þeg-
ar forsætisráðherra skammar Baug
fyrir hátt verð og fyrir svörum verður
hans eigin starfsmaður, formaður
einkavæðingarnefndar. Sá hefur nú
sagt af sér og er sannarlega maður að
meiri fyrir vikið því slíkt heyrir til al-
gerra undantekninga.
Sem dæmi um mis-
tökin í stjórnvalds-
ákvörðunum má taka
farsann sem leikinn
hefur verið í flugmál-
um. Trúnaðarlæknir,
stjórnskipaður í sam-
ræmi við alþjóðareglur,
sem Íslendingar hafa
skuldbundið sig til að
halda, neitaði að veita
flugstjóra nokkrum
leyfi til að fljúga en
flugstjórinn leitaði rétt-
ar síns sem ekki þarf
svo sem að amast við.
Framhaldið þekkja
flestir, trúnaðarlæknin-
um hefur nánast verið ýtt úr starfi og
,,nefnd“ skipuð til að kanna embætt-
isfærslu hans. Allur farsinn hefur
vakið athygli alþjóðlegra flugeftirlits-
saðila og íslensk stjórnsýsla kemst í
erlendar fréttir. Ráðherranum er
greinilega ekki eins farið og forverum
hans, íslenskum lögmönnum á 17. öld,
sem höfðu þyngri áhyggjur af því en
öllu öðru, að þeir yrði að spotti og at-
hlægi í öðrum löndum þegar hægt
gekk í fátæktinni að aflífa sakamenn
með deigum höggvopnum!
Þegar formfestu vantar og stjórn-
völd hafa framselt vald sitt, bregður
landsmönnum auðvitað ekki við þau
,,stórtíðindi“, að útvegsmenn og sjó-
menn komast að ,,sameiginlegri nið-
urstöðu“ um það hvernig ,,laga“ eigi
umdeilt kvótakerfi. Eigendum mið-
anna, þjóðinni sjálfri, koma þessar
samþykktir þeirra ekkert við. Hand-
hafar sameignarinnar eru búnir að
leysa þetta mál. Og hvað segir sjáv-
arútvegsráðherrann? Jú, stórtíðindi
og ætlar bara heim og leggjast yfir
þessar snjöllu lausnir. Þetta er svona
svipað og hluti prófessora við háskól-
ann og stúdentar segðu menntamála-
ráðherranum hvað hann á fremur en
ætti að gera í málefnum skólans.
Annars minnir þetta millispil í kvóta-
málum helst á spennumyndir, þar
sem tvö gengi ætla að taka sama
bankann og ákveða að sameinast í
því, annar hópurinn kemur niður um
þakið en hinn upp úr kjallaranum.
Þegar saman fara hagsmunir
framkvæmdavaldsins og útvalinna
skoðanabræðra verður skorturinn á
skýrum fyrirmælum og leikreglum
enn þá átakanlegri eins og birtist
landsmönnum í meðferðinni á eign
þeirra, Símanum. Landsímanum
gamla er breytt í hlutafélag (!) í eigu
ríkisins, og ákveðið að selja það þeim
sem kaupa vilja (reyndar útlending-
um umfram Íslendinga!) sem líklega
er ekkert við að athuga ef það færir
ríkissjóði búbót og áframhaldandi
tekjur í formi skatta og leyfa. En
hvað gerist? Sölunni er frestað, því á
sama tíma var verið að selja sam-
keppnisaðilann, Íslandssíma, og
óheppilegt þótti að selja eign lands-
manna meðan einkaaðilar þurftu að
selja sínar! Og til að bæta gráu ofan á
svart, að ekki sé minnst á ábyrgð:
Ríkiseinkahlutafélagið keypti stóran
hlut í erlendu fjarskiptafyrirtæki og
lét einhverja spekúlanta úti í heimi
hafa út úr sér á fimmta hundrað millj-
ónir. Dollararnir og spekúlantarnir
eru nú gufaðir upp, jafnvel óvíst um
heimilisfang þeirra. Sem sé: ,,Alt búi“
eins og smábörnin segja. Um líkt leyti
er forstjórinn rekinn, en dregur upp
eftirlaunasamning sem kostar skatt-
greiðendur tugi milljóna. Áfram situr
stjórnarformaðurinn og ráðherrann
eins og ekkert hafi í skorist. Og til að
kóróna skömmina lýsir yfir einn vitr-
ingurinn í stjórn ríkisfyrirtækisins,
að draga megi frá tapinu skattfrá-
drátt ríkisins vegna hlutabréfakaupa!
Fleiri eru dæmin. Landbúnaðar-
ráðherrann (og reyndar forverar
hans) hefur selt ríkisjarðir fyrir smá-
peninga (eftirminnilegasta dæmið
sáu landmenn í áramótaskaupi sjón-
varpsins). Þegar fréttamenn ganga á
ráðherrann og heimta svör, verður til
flétta sem er alveg gráupplögð í
næsta áramótaskaup, þegar ráð-
herrann segir: ,,Augnablik, ég þarf að
tala við pabba (þ.e. forsætisráð-
herrann) og hann talar við Tarsan
(þ.e. ríkisendurskoðun) en hann ræð-
ur sko yfir honum.“ Niðurstaðan? Jú,
ráðherrann birtir lista yfir sölu á
nokkrum jörðum, meira að segja á
heimaneti ráðuneytisins, sem skiptir
auðvitað sköpum, og hampar ,,heil-
brigðisvottorði“ frá stofnun, sem lýt-
ur hans eigin samráðherra. Framúr-
skandi stjórnarhættir, finnst ykkur
ekki, lesendur góðir!
Þegar ráðamenn þjóðarinnar geta
ekki fylgt einföldum lagabókstaf og
virt almennar leikreglur, er sífellt
minni von til þess en ella að landmenn
haldi í heiðri lög, sem kjörnir fulltrú-
ar þeirra samþykkja. Ofangreind
dæmi, örfá af mörgum um slæma
stjórnarhætti, verða ekki til þess að
auka virðingu fyrir stjórnmálamönn-
um. Verðið þið ekki stundum þreyttir
á því að vera Íslendingar, lesendur
góðir?
Fjallið tók jóðsótt,
fæddist lítil mús
Árni
Hermannsson
Stjórnarhættir
Dollararnir og spek-
úlantarnir eru nú guf-
aðir upp, segir Árni
Hermannsson, jafnvel
óvíst um heimilisfang
þeirra.
Höfundur kennir við VÍ.
HEYRNARDAUF
börn skilja ekkert í
sjónvarpinu. Á sjón-
varpsskjánum sprikla
teiknaðar fígúrur eða
dúkkur í óskiljanlegum
leik þar sem allt gerist
án nokkurrar sýnilegr-
ar ástæðu. Eða þá að
fullorðið fólk geiflar sig
langtímum saman
framan í tuskudúkkur
sem hrista sig á móti og
síðan gerist ekki neitt.
Efnið verður álíka
merkingarbært og
táknmálsfréttir eru
venjulegu fólki.
Þetta er of dýrt og
fyrir of fáa er sögð vera ástæðan þeg-
ar innt er eftir skýringum þess að
enginn texti fylgi myndunum. Allt of
dýrt að setja texta við efni sem þegar
hefur verið þýtt og talsett af atvinnu-
leikurum. Jafnvel sjónvarpi allra
landsmanna sýnist of dýrt að sjón-
varpa til allra lands-
manna.
Hvert er hlutverk og
ábyrgð opinberra fjöl-
miðla í máltöku og mál-
þroska ungmenna,
heyrandi og heyrnar-
daufra? Ferli sem reyn-
ist heyrandi börnum
töluverð áreynsla en
heyrnardaufum börn-
um erfiðasta verkefni
barns- og unglingsár-
anna, ef ekki lífsins alls.
Er þá nóg að ríkisút-
varpið hafi sinn sér-
staka málfarsráðunaut
sem skal tryggja að
heyrandi fólk fái aðhald
í málnotkun? Er allt of dýrt að prenta
líka á skjáinn, textann sem hann hef-
ur þegar yfirfarið? Allt of dýrt og fyr-
ir allt of fáa.
Einhver gæti fengið þá skrítnu
flugu í höfuðið að um misrétti væri að
ræða. Eða er kannski verið að vernda
heyrnardauf börn gegn óhollu sjón-
varpsglápi, einu af þrálátari vanda-
málum okkar nútíma velferðarsam-
félags. Að hér njóti heyrnardauf börn
þess að þau eru fá og heyrnardauf, en
ekki fjölmennur og hávær hags-
munahópur. Er ekki heyrnardaufum
börnum fyrir bestu að komið sé í veg
fyrir óholla og umfram allt dýra
tímasóun þeirra framan við sjónvarp-
ið, eða mega lítil börn líka lesa?
Lítil börn mega líka lesa
Hjörtur H.
Jónsson
Heyrnardaufir
Jafnvel sjónvarpi allra
landsmanna sýnist of
dýrt, segir Hjörtur H.
Jónsson, að sjónvarpa
til allra landsmanna.
Höfundur er formaður Foreldra- og
styrktarfélags heyrnardaufra.