Morgunblaðið - 05.02.2002, Síða 40
FRÉTTIR
40 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
REYKJAVÍKURLISTINN sem er
kosningabandalag þriggja flokka
hefur sett fram málefnaáherslur sín-
ar fyrir borgarstjórnarkosningarnar
í vor. Þar kemur m.a. fram að borgin
eigi að standa fyrir framsæknu þró-
unar- og nýbreytnistarfi í grunn-
skólum og leikskólum, taka skuli
mið af fjölbreyttum þörfum íbúa og
starfsemi við skipulagsmál, að al-
menningssamgöngur verði aðgengi-
legur og eðlilegur ferðamáti og setja
skuli aðbúnað eldri borgara í for-
gang á kjörtímabilinu.
Þá segir í málefnaáherslunum að
hugað verði að leiðum til að auka
fjölbreytni í atvinnulífi, sýna þurfi
ráðdeild og aðhald í rekstri borg-
arinnar og miða við að skatttekjur
nægi fyrir rekstri, framkvæmdum
og afborgunum lána. Málefnaáhersl-
urnar eru birtar hér í heild:
„Framsóknarflokkurinn, Sam-
fylkinginn og Vinstrihreyfingin –
grænt framboð í Reykjavík hafa
gert með sér samkomulag um sam-
eiginlegt framboð til borgarstjórn-
arkosninga í Reykjavík næsta vor.
Framboðið heitir Reykjavíkurlisti
og er kosningabandalag áður-
nefndra flokka.
Markmið samstarfsins er að
tryggja að í Reykjavík dafni þrótt-
mikið samfélag þar sem jöfnuður og
velferð borgarbúa er í öndvegi og
virðing er borin fyrir náttúru og um-
hverfi. Unnið verður enn frekar að
því að styrkja stöðu Reykjavíkur
sem öflugrar og gróskumikillar
höfðuborgar allra landsmanna og
um leið sem alþjóðlegrar, vistvænn-
ar borgar sem byggist á íslenskum
grunni. Í skipulagi og þjónustu
borgarinnar verða lífsgæði þeirra
sem hér búa og starfa höfð í fyr-
irrúmi og þannig rennt styrkum
stoðum undir atvinnu- og menning-
arlíf sem stenst samjöfnuð við það
sem best gerist.
Reykjavíkurlistinn lítur á það sem
grundvallaratriði að tryggja jöfnuð,
velferð og samábyrgð borgarbúa.
Lögð verður áhersla á að virkja
borgarbúa til ábyrgrar þátttöku í
stefnumörkun um málefni borgar-
innar og halda áfram að opna leiðir
til þess að þeir geti haft bein áhrif á
ákvarðanatöku á sem flestum svið-
um.
Aðilar framboðsins hafa komist að
samkomulagi um eftirfarandi mál-
efnaáherslur. Hér er um megin-
áherslur að ræða sem útfæra þarf
nánar.
Menntun
Reykjavíkurborg á að reka góða
skóla fyrir öll börn og tryggja að í
skólastarfi í borginni sé börnum
ekki mismunað. Öll börn í Reykjavík
eiga að fá kennslu við sitt hæfi og
leggja skal áherslu á möguleika
borgarbúa til fjölbreyttrar almennr-
ar menntunar og fræðslu á ýmsum
sviðum. Sérstaka áherslu þarf að
leggja á sérfræðiþjónustu og sér-
kennslu bæði í leikskólum og grunn-
skólum. Styrkja þarf forvarnarstarf
m.a. með því að greina á frumstigi
þá nemendur sem vænta má að þurfi
sérstakan stuðning.
Reykjavíkurborg á að standa fyrir
framsæknu þróunar- og nýbreytn-
istarfi í grunnskólum og leikskólum
og hafa frumkvæði að því að skólar
borgarinnar stundi slíkt starf. Í
skólum borgarinnar á að rækta með
nemendum víðsýni og umburðar-
lyndi þannig að börn og ungmenni í
Reykjavík læri að um-
gangast hvert annað af
tillitssemi og virðingu
fyrir aðstæðum og upp-
runa hvers og eins.
Skilgreina þarf þörf
fyrir dagvistarúrræði í borginni og
setja fram áætlanir um hvernig því
markmiði verði náð að öllum börn-
um standi til boða fagleg dagvistun.
Átaki við einsetningu grunnskóla
lýkur í haust. Mikilvægt verkefni
framundan er að samræma skóladag
grunnskólanema vinnudegi foreldra
og tryggja að skóladagurinn skiptist
í eðlilegar einingar þar sem nem-
endur stundi almennt nám, útivist
og íþróttir, listnám og tómstunda-
starf innan grunnskólans eða í
tengslum við hann. Tryggja verður
að þjónusta í tengslum við grunn-
skólann búi við sambærilegar að-
stæður og skólastarfið sjálft og séð
skal til þess að öll börn á skóla-
skyldualdri eigi kost á heitri máltíð í
hádeginu.
Leggja skal áherslu á fullorðins-
fræðslu, endurmenntun og símennt-
un. Sérstaka áherslu skal leggja á
íslenskukennslu innflytjenda jafn-
framt því sem þeir hljóti tilsögn og
stuðning við að aðlagast íslensku
samfélagi. Einnig á að stuðla að því
að þeir geti haldið uppi tengslum við
menningarlegan bakgrunn sinn.
Fjölskylda
Reykjavíkurborg á að leggja rækt
við velferð og vellíðan fólksins í
borginni og leggja sitt af mörkum til
þess að mismunandi fjölskyldugerð-
ir geti blómstrað á eigin forsendum.
Leggja þarf sérstaka rækt við að
tryggja hagsmuni bæði yngstu og
elstu borgarbúanna. Traust og heil-
brigt fjölskyldulíf er meðal mikil-
vægustu hornsteina sérhvers sam-
félags. Sérstaka athygli þarf t.d. að
sýna annars vegar málefnum ungra,
einstæðra foreldra sem eru að ala
upp ung börn og afla sér menntunar
og hins vegar elstu kynslóð borg-
arbúa. Öflugt skólastarf og framboð
á íþrótta- og tómstundastarfi, al-
menn fræðsla, fjölbreytt lista- og
menningarlíf eru allt veigamiklar
stoðir í þeirri fjölskyldustefnu sem
borgin á að fylgja til að tryggja lífs-
gæði borgarbúa.
Samræma þarf félaglegan stuðn-
ing, skóla- og meðferðarúrræði fyrir
þau ungmenni sem lenda utangarðs
t.d. vegna vímuefnaneyslu og/eða
erfiðra heimilisaðstæðna.
Skipulagsmál
Við skipulag borgarinnar skal
stefnt að því að Reykjavík styrki
hlutverk sitt sem öflug og grósku-
mikil höfuðborg landsmanna og
jafnframt sem alþjóðleg vistvæn
borg á íslenskum grunni. Taka skal
mið af fjölbreyttum þörfum íbúanna
og margs konar starfsemi sem fram
fer í borginni svo tryggð verði sátt
íbúa og atvinnustarfsemi.
Mikilvægt er að tryggja öllum
borgarbúum fjölbreytta möguleika á
útivist með því að halda áfram að
leggja göngustíga, fjölga
skipulögðum almenn-
ingsgörðum, litlum
íþróttavöllum og almenn-
um útivistarsvæðum. Þá
er einnig mikilvægt að
gera bæði samgönguleiðir borgar-
innar og útivistarsvæði aðgengileg
fyrir alla gangandi vegfarendur,
hjólreiðafólk, og þá sem þurfa að
nota hjólastóla. Vernda á óspillta
náttúru í landi borgarinnar eins og
kostur er og má í því sambandi sér-
staklega benda á mikilvægi þess að
vernda þær fjörur sem enn eru lítt
snortnar, eyjar sem tilheyra borg-
inni og önnur græn svæði innan
borgarlandins. Tryggja skal stöðu
miðborgar Reykjavíkur sem mið-
stöðvar menningar og mannlífs.
Almenningssamgöngur
Reykjavíkurborg reki traust al-
menningssamgöngukerfi ein sér eða
í samvinnu við önnur sveitarfélög.
Almeningssamgöngur þurfa að
verða þægilegur, hagkvæmur, að-
gengilegur og eðlilegur ferðamáti í
borginni þannig að þær séu raun-
verulegur valkostur við einkabíla.
Leggja skal áherslu á aðgerðir til að
auka umferðaröryggi. Kanna skal
ýmsa valkosti í skipulagi almenn-
ingssamgangna s.s forgang þeirra í
umferðinni, sporvagna, lestarsam-
göngur o. fl.
Umhverfismál
Reykjavík á að verða vistvænasta
höfuðborg norðursins. Leggja ber
mikla áherslu á umhverfismál og
hafa að leiðarljósi það viðhorf að þau
séu samtvinnuð öllum öðrum mála-
flokkum. Þess vegna er mikilvægt
að þáttur umhverfisins sé hverju
sinni metinn og afstaða m.a. tekin út
frá umhverfismarkmiðum. Til þess
að borgarbúar temji sér slík viðhorf
og beiti þeim er nauðsynlegt að auka
umhverfisfræðslu og gera hana að
föstum lið í skólastarfi, í starfs-
mannafræðslu og almennings-
fræðslu. Þá er einnig mikilvægt að
íbúar borgarinnar fái tækifæri til
þess að hafa áhrif á framgang mála-
flokksins með beinni þátttöku, t. d.
með umhverfisþingum í íbúðar-
hverfunum.
Fylgja skal eftir framkvæmda-
áætlun Reykjavíkurborgar í um-
hverfismálum á nýrri öld, Staðar-
dagskrá 21. Leggja ber sérstaka
áherslu á að draga úr losun gróð-
urhúsalofttegunda. Fylgja þarf eftir
markmiðum sjálfbærrar þróunar
þannig að lífsgæði borgarbúa aukist
án þess að möguleikar komandi kyn-
slóða skerðist.
Umferðarmáti borgarbúa hefur
mikil áhrif á umhverfismál í borg-
inni og því er mikilvægt verkefni
framundan við að styrkja almenn-
ingssamgöngur. Þannig má draga
verulega úr mengun í Reykjavíkur-
borg. Auka þarf eftirlit með mengun
og leita leiða til að tryggja öryggi
borgarbúa vegna þungaflutninga
um samgönguæðar borgarinnar.
Fyrir utan aðgerðir til að bæta
samgöngur og draga úr mengun
þarf að leggja áherslu á markvissar
aðgerðir til að auðvelda almenningi
frekari sorpflokkun. Skoða þarf alla
möguleika varðandi hagræna hvata í
umhverfismálum.
Það er sjálfsagt og eðlilegt að
Reykjavík taki þátt í hreyfingu
sveitarfélaga hér á landi og erlendis
og lýsi því yfir að borgin sé friðlýst
fyrir kjarnorkuvopnum, samanber
Abolition 2000 og beiti sér af krafti
og í þágu friðar.
Menning – listir –
tómstundir – íþróttir
Reykjavíkurborg á að setja sér
metnaðarfull markmið sem lifandi
menningarborg. Reynslan af menn-
ingarborgarverkefnum verði nýtt til
að renna styrkari stoðum undir það
fjölbreytta menningarstarf sem fer
fram í borginni. Efnt verði til skap-
andi umræðu og samstarfs bæði við
áhugafólk um menningarstarfsemi
og þá sem bera hina faglegu og list-
rænu ábyrgð. Þannig verði mótuð
metnaðarfull menningarstefna þar
sem hinir fjölbreyttu menningar-
straumar sem bærast meðal borg-
arbúa fái notið sín.
Reykjavíkurborg stuðli að því að
ýmsir áhuga- og tómstundahópar fái
starfað af krafti.
Sérstök rækt skal lögð við að
styrkja íþróttastarfsemi, einkum al-
menningsíþróttir og íþróttaiðkun
barna og unglinga. Þá skal haldið
áfram uppbyggingu á aðstöðu fyrir
keppendur í hinum ýmsu íþrótta-
greinum.
Félagsmál
Aðbúnað eldri borgara þarf að
setja í forgang á kjörtímabilinu og
auka aðstoð við þann hóp sem á því
þarf að halda. Bæta þarf heimilis-
aðstoð, aðstöðu í þjónustumiðstöðv-
um og allan aðgang að þjónustu hins
opinbera. Kynna þarf eldra fólki rétt
sinn og þau úrræði sem eru í boði.
Sérstaklega þarf að skoða samræmi
í framboði á heilsugæslu, heima-
hjúkrun, heimilishjálp og annarri
aðstoð sem veitt er af opinberum að-
ilum í því skyni að skapa sem best
öryggisnet.
Það er markmið framboðsins að
stuðla að auknum jöfnuði í lífskjör-
um borgarbúa, koma í veg fyrir fá-
tækt og sjá til þess að ytri aðstæður
hindri ekki að þeir geti lifað með
reisn. Aðstoð við einstaklinga og
fjölskyldur miðist við að hjálpa þeim
til sjálfshjálpar. Borgin á að reka
öfluga félagsþjónustu sem hefur það
að leiðarljósi að vera virkur, sýni-
legur og sjálfsagður stuðningur við
alla íbúa sem hennar þurfa með.
Stuðlað verði að frekara samstarfi
þeirra sem að vímuvarnarmálum
vinna á vegum sveitarfélaga, ríkis og
félagasamtaka.
Húsnæðismál
Húsnæðismál eiga að vera for-
gangsverkefni á næsta kjörtímabili.
Bregðast þarf við aukinni þörf fyrir
íbúðarhúsnæði í höfuðborginni með
samþættu átaki í skipu-
lagsmálum og samstarfi
við ríki, önnur sveitar-
félög og félagasamtök.
Borgin beiti sér fyrir því
að bæta möguleika lág-
tekjufólks til að eignast eigið hús-
næði og stuðli auk þess að auknu
framboði á leiguhúsnæði og fé-
lagslegu húsnæði. Mikilvægt er að
Reykjavíkurborg hafi frumkvæði að
því að leysa húsnæðisþörf þess hóps
sem leitar eftir leiguhúsnæði í borg-
inni með eigin framtaki og í sam-
vinnu við ofangreinda aðila.
Jafnréttismál
Stuðla skal að jöfnuði og jafnræði
meðal borgarbúa. Brýnt er að vinna
stöðugt að sem jafnastri stöðu karla
og kvenna í atvinnu- og launamálum
borgarinnar. Jafnréttismál þurfa
stöðugt að vera í endurskoðun og
þróun. Því þarf að skoða mögulega
útvíkkun jafnréttishugtaksins meðal
annars með tilliti til kynja, aldurs-
hópa, kynhneigðar, kynþátta og fötl-
unar.
Reykjavíkurborg beiti sér fyrir
því í samvinnu við ríkisvaldið að
koma í veg fyrir áframhaldandi
rekstur nektarstaða og þau óæski-
legu áhrif sem slíkri starfsemi
fylgir.
Fjölmenningarsamfélag
Í Reykjavík á að dafna heilbrigt
og fjölbreytt samfélag fólks af mis-
munandi uppruna. Það kallar á sam-
þættingu þjónustu til handa nýjum
íbúum. Þar má nefna aukna fræðslu
til íbúa borgarinnar um ólíka menn-
ingu og siði. Nauðsynlegt er að í
grunnskólum borgarinnar verði
haldið úti öflugri kennslu um mis-
munandi menningarheima. Þetta
verði gert með því að veita nem-
endum innsýn í menningu, tungumál
og trúarbrögð ólíkra samfélaga.
Tryggja þarf að innflytjendur þekki
réttindi sín og skyldur og bæta þarf
möguleika eldra fólks í þessum hópi
til náms, bæði grunnnáms og tungu-
málanáms. Leita skal leiða til að
styrkja grunn innflytjenda í eigin
móðurmáli.
Atvinnu- og launamál
Atvinnulíf borgarinnar á að vera
blómlegt og sérstaklega verður hug-
að að leiðum til að auka fjölbreytni í
atvinnulífi bæði með nýsköpun svo
sem á sviði tækni- og þekkingariðn-
aðar og með því að styðja við hefð-
bundnar atvinnugreinar, ekki síst
lítil og meðalstór fyrirtæki.
Keppt skal að því að halda uppi
háu atvinnustigi í Reykjavík með því
m.a. að skapa fyrirtækjum og stofn-
unum í borginni góða aðstöðu til
rekstrar og nýsköpunar. Stuðla skal
að fjölbreytni í atvinnulífi m.a. með
samvinnu menntastofnana og fyrir-
tækja borgarinnar.
Reykjavíkurborg skal vera í far-
arbroddi í launaþróun og aðbúnaði á
vinnustöðum, m.a. með jafnrétti í
launamálum, menntun og bættu
vinnuumhverfi í samráði við stétt-
arfélög starfsmanna borgarinnar.
Leggja skal áherslu á að stytta
heildarvinnutíma, leggja sérstaka
áherslu á hækkun lægstu launa,
bæta aðstöðu fólks til að samræma
fjölskyldu- og atvinnulíf og auka
tækifæri starfsfólks til að hafa áhrif
á starfsumhverfi sitt.
Orku- og veitumál
Reykjavíkurborg skal veita íbúum
sínum heitt og kalt vatn og rafmagn
eftir þörfum á hagkvæmu verði.
Mikilvægt er að Reykjavíkurborg
hafi jafnan frumkvæði að því að til
staðar sé næg vistvæn orka til að
mæta þörfum atvinnulífs og almenn-
ings. Skilyrði er að þjónustufyrir-
tæki borgarinnar á þessu sviði sé í
eigu borgarbúa. Hins vegar kann að
vera nauðsyn að leita samstarfs við
nágrannasveitarfélög um rekstur og
eignarhald líkt og gert hefur verið.
Einkavæðing Orkuveitunnar er því
ekki á dagskrá.
Fjármál
Komandi kynslóðir eiga að taka
við traustu búi í borginni. Því þarf
að sýna ráðdeild og aðhald í rekstri
hennar. Á kjörtímabilinu
verður stefnt að því að
auka lífsgæði í Reykja-
vík, bæta þjónustu við
íbúa og fjárfesta í verk-
efnum sem eru til hags-
bóta fyrir borgarbúa. Velferðarþjón-
ustan verði kostuð af almennu
skattfé og þjónustugjöldum haldið í
lágmarki. Áfram skal við það miðað
að skatttekjur nægi fyrir rekstri,
framkvæmdum og afborgunum lána.
Endurskoða þarf fjárhagsleg sam-
skipti ríkis og sveitarfélaga þannig
að sveitarfélög geti staðið undir
kostnaði af þeim verkefnum sem
flutt eru frá ríki til þeirra og eins
undir kostnaði af nýjum verkefnum
sem löggjafinn og framkvæmda-
valdið fela sveitarfélögunum.“
Málefnaáherslur Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Vernduð verði
óspillt náttúra inn-
an borgarinnar
Börnum verði
ekki mismunað
í skólastarfi
Almennings-
samgöngur
verði styrktar