Morgunblaðið - 05.02.2002, Síða 49

Morgunblaðið - 05.02.2002, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 49 ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu Byggingafélag Gylfa og Gunnars er með eftirtalið húsnæði til leigu: Hlíðasmári: Í nýju og fallegu húsnæði, hentar vel fyrir skrifstofu, verslun eða þjónustu. Stærðir frá 150—600 fm. Síðumúli: Í nýju og glæsilegu húsnæði, stærð ca 300 + fm. Borgartún: Skrifstofuherbergi, stærð ca 25 fm. Grandavegur: Í húsnæði fyrir eldri borgara. Hentar vel fyrir nudd eða heilsugæslu, stærð 103 fm. Dugguvogur: Til leigu eða sölu 913 fm hús- næði sem er innréttað til matvælavinnslu. Ýmsir möguleikar. Uppl. gefur Gunnar í síma 693 7310.   lager-, þjónustu- og skrifstofuhúsnæði Stærðir: 100 fm—1.000 fm á góðum stöðum í borginni Verð á fm frá kr. 675. Einnig eru til leigu góð skrifstofu- herbergi í miðborginni með afnot af kaffiaðstöðu og fleiru. Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll, traust fasteignafélag sem sérhæfir sig í útleigu á atvinnuhúsnæði, sími 892 0160, fax 562 3585. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Fundarboð Boðað er til kynningarfundar um deili- skipulag Valla, á nýju byggingasvæði sunnan Ástjarnar. Um er að ræða bæði íbúðahverfi og þjónustusvæði. Fundurinn verður haldinn í fundarsal Hafnarborgar,Strandgötu 34, fimmtu- daginn 7. febrúar 2002 klukkan 20:00. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Yfirvélstjóra og 1. vélstjóra vantar á togara sem fer á rækjuveiðar við Grænland. Vélarstærð 1.300 kw. Upplýsingar í símum 430 3500 og 896 0065. Ritari Við leitum að ritara til starfa hjá innflutnings- fyrirtæki í Reykjavík. Verður að hafa góða þekk- ingu á tölvum, s.s. Word, Excel og Navision Financials ásamt reynslu af almennum skrif- stofustörfum. Nákvæmni og skipulag mjög mikilvægt í þessu starfi. Vinnutími er frá kl. 8.30—17.00 mán.—fim. og frá kl. 8.30—14.00 á föstudögum. Áhugasamir sendið inn umsókn fyrir 14. febrú- ar til auglýsingad. Morgunblaðsins merkta: „11949 — Ritari“. Staða kennara í íslensku máli og bókmenntum við Manitóbaháskóla í Kanada Dómnefnd um stöðu kennara í íslensku máli og bókmenntum við Manitóbaháskóla óskar eftir umsóknum og tilnefningum. Staðan er kennslu- og rannsóknastaða prófessors eða dósents og verður ráðið til tveggja eða þriggja ára, frá og með 1. júlí 2002, eða stuttu síðar. Umsækjendur um stöðuna skulu hafa dokt- orsgráðu eða jafngildi hennar í rannsóknar- vinnu. Umsóknum skal fylgja listi yfir útgefin verk og staðfesting á kennsluhæfni. Laun og ráðingarkjör verða miðuð við hæfni og reynslu. Umsækjendur skulu vera sérhæfðir, annað hvort í íslenskum miðaldabókmenntum eða í vestur-íslenskum bókmenntum. Hluti af skyld- um kennarans er að vera tengiliður milli há- skólans og vestur-íslenska samfélagsins. Kenn- aranum er ekki ætlað að kenna áfanga í nútíma íslensku, en sérhæfing í forníslensku, goða- fræði eða Íslendingasögunum er æskileg. Íslenskuskorin býður upp á áfanga í íslensku nútímamáli, íslenskum og vestur-íslenskum nútímabókmenntum, forníslensku og íslensk- um miðaldabókmenntum, auk áfanga í goða- fræði og Íslendingasögunum í enskri þýðingu. Skorin hefur á að skipa fjölmörgum sjóðum til styrkjaveitinga, rannsókna, útgáfu og ferða- laga og hefur aðstöðu til að bjóða gestafyrirles- urum og fræðimönnum í heimsókn. Bókasafn Manitóbaháskóla hefur á að skipa næststærsta safni íslenskra bóka í Norður- Ameríku, þar á meðal besta safni vestur- íslenskra bóka og tímarita, svo og besta safni íslenskra nútímabókmennta og tímarita utan Íslands. Íslenska bókasafnið er til húsa í nýjum, sérstökum lestrarsal með góðri lestraraðstöðu og aðstöðu til ráðstefnuhalds og sýninga. Manitóbaháskóli hvetur alla hæfa einstaklinga, konur og karla, til þess að sækja um stöðuna, þar á meðal fólk úr minnihlutahópum, svo sem frumbyggja Norður-Ameríku og fatlaðra. Hins vegar mun kanadískum ríkisborgurum og föst- um íbúum vera veittur forgangur. Umsóknum og tilnefningum skulu fylgja grein- argóðar upplýsingar um námsferil og störf, svo og bréf, sem lýsir í grófum dráttum hæfi- leikum umsækjanda eða þess sem tilnefndur er, og skulu þær sendar til dr. Robert O'Kell, Dean, Faculty of Arts, 310 Fletcher Argue Building, University of Manitoba, Winnipeg, Canada, R3T 5V5. Umsóknarfrestur er til 15. mars 2002. Umsækjendur skulu einnig sjá til þess að þrjú meðmælabréf verði send sérstaklega beint á sama heimilisfang. Frekari upplýsingar um stöðuna, íslenskuskor- ina, háskólann eða Winnipegborg má fá frá dr. David Arnason, Acting Head, 204: 474-9551, eða frá heimasíðu deildarinnar: www.umanitoba.ca/arts/icelandic . R A Ð A U G L Ý S I N G A R TILKYNNINGAR Verkalýðsfélagið Hlíf Þeir félagsmenn Verkalýðsfélagsins Hlífar, sem áhuga hafa á að leigja orlofshús hjá félaginu yfir páskana, eru beðnir að hafa samband við skrifstofu félagsins fyrir kl. 16.00 föstudaginn 15. febrúar nk. Leigutími nær yfir dagana frá 27. mars til 3. apríl nk. Félagsmönnum standa til boða 2 hús í Ölfus- borgum, 2 hús í Húsafelli, 2 hús í Vaðnesi og íbúð á Akureyri. Skrifstofa Vlf. Hlífar á Reykjavíkurvegi 64 er opin alla virka daga frá 9.00—16.30. Símar 555 0307, 555 0944 og 555 0987. Stjórn Hlífar. Bessastaðahreppur Aðalskipulag Bessastaða- hrepps — breyting Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Bessa- staðahrepps 1993—2013 auglýsist hér með samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum. Austan við Breiðumýri er í tillögunni gert ráð fyrir breyttum mörkum svæðis fyrir þjónustu- stofnanir og tilkomu svæðis fyrir verslun og þjónustu. Vestan við Breiðumýri koma svæði fyrir íbúðarbyggð, svæði fyrir þjónustustofnan- ir og opin svæði til sérstakra nota í stað blandaðrar þjónustu- og íbúðarbyggðar. Um- hverfis Sviðholtsbæinn kemur þjóðminjavernd- arsvæði. Í tillögunni er einnig gert ráð fyrir breyttum stígatengslum og breyttu nýtingar- hlutfalli á íbúðarsvæðum. Skipulagsuppdráttur, sem sýnir aðalskipulags- breytinguna, verður til sýnis á skrifstofu Bessa- staðahrepps á Bjarnastöðum frá kl. 8.00-16.00 alla virka daga frá 6. febrúar til 22. mars 2002. Hverjum þeim, sem telur sig eiga hags- muna að gæta, er hér með gefinn frestur til að skila skriflegum athugasemdum til sveitar- stjóra Bessastaðahrepps til 22. mars 2002. Þeir, sem ekki gera athugasemdir við hina aug- lýstu tillögu innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Deiliskipulag við Breiðu- mýri og norðan Sviðholts Tillaga að deiliskipulagi við Breiðumýri og norðan Sviðholts í Bessastaðahreppi auglýsist hér með samkvæmt skipulagslögum nr. 73/ 1997 með síðari breytingum. Vesturmörk skipulagssvæðisins eru við Suðurnesveg, norð- urmörk liggja sunnan við hesthúsahverfi að Breiðumýri, vesturmörk eru um Breiðumýri og skólasvæði austan hennar og suðurmörk liggja um tún í landi Gerðakots og Sviðholts frá Breiðumýri og þaðan norðan Sviðholtsbæj- arins að Suðurnesvegi aftur. Samkvæmt skipulaginu er gert ráð fyrir að reisa við íbúðargötu út frá Suðurnesvegi, norð- an Sviðholts, 22 einbýlishús og tólf parhús, alls 34 íbúðir og við tvær íbúðargötur vestur úr Breiðumýri munu rísa samtals tólf níu íbúða fjölbýlishús og tólf raðhús, samtals 120 íbúðir. Milli íbúðargatnanna tveggja verður leiksvæði og lóð undir nýjan leikskóla. Við þjónustugötu austur úr Breiðumýri, sunnan lóðar leikskólans Krakkakots, mun rísa eitt hús fyrir verslun og þjónustu, auk þess sem gert er ráð fyrir við- byggingum við leikskólann Krakkakot. Skipulagsuppdráttur og greinargerð verða til sýnis á skrifstofu Bessastaðahrepps frá kl. 8.00—16.00 alla virka daga frá 6. febrúar til 22. mars 2002. Athugasemdum skal skilað skriflega til sveitarstjóra Bessastaðahrepps í síðasta lagi 22. mars 2002. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Deiliskipulag við Hvol Tillaga að deiliskipulagi þriggja íbúðarlóða vestan við íbúðarhúsið Hvol auglýsist hér með samkvæmt skipulagslögum nr. 73/1997 með síðari breytingum. Samkvæmt skipulaginu er gert ráð fyrir að reisa við íbúðargötu út frá Jörfavegi þrjú einbýlishús. Skipulagsuppdráttur og greinargerð verða til sýnis á skrifstofu Bessastaðahrepps frá kl. 8.00—16.00 alla virka daga frá 6. febrúar til 22. mars 2002. Athugasemdum skal skilað skriflega til sveitarstjóra Bessastaðahrepps í síðasta lagi 22. mars 2002. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.