Morgunblaðið - 05.02.2002, Síða 51

Morgunblaðið - 05.02.2002, Síða 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 51 RANNSÓKNARRÁÐ Íslands kynnti á fimmtudag fjögur verkefni sem það styrkir á þessu ári, en alls veitir rannsóknarráðið 129 styrki úr Vísindasjóði, en sá sjóður styrkir grunnrannsóknir, og 51 styrk úr Tæknisjóði, en sá sjóður styrkir hagnýtar rannsóknir. Af þeim 129 styrkjum sem veittir eru úr Vísinda- sjóði eru 37 vegna nýrra rannsókna en 92 vegna framhaldsrannsókna. Af þeim 51 styrk sem veittur eru úr Tæknisjóði eru 29 vegna nýrra verk- efna og 22 vegna framhaldsverk- efna. Alls um 165 millj. króna eru veittar úr Vísindasjóði, en alls um 171,8 millj. króna eru veittar úr Tæknisjóði. Eins og fyrr segir voru fjögur verkefni kynnt sérstaklega á blaða- mannafundi Rannsóknarráðs Ís- lands. Þau snúast um bólusetningu gegn gikt, tölvuvæðingu tannvið- gerða, arfgengi geðklofa og áhrif stóreldgosa. Tvö þau fyrrnefndu eru styrkt af Tæknisjóði en þau síðar- nefndu eru styrkt af Vísindasjóði. Liðbólgulíkan í rottum Verkefnisstjóri verkefnisins um bólusetningu gegn gikt er Jóna Freysdóttir hjá Lyfjaþróun hf. Í stuttri lýsingu á verkefninu segir m.a. að markmiðið með verkefninu sé að þróa aðferð til að mynda ónæmisþol gegn liðagikt með nef- slímhúðarbólusetningu í tilrauna- dýrum. „Í þeim tilgangi hefur verið sett upp liðbólgulíkan í rottum sem líkist liðagikt í mönnum. Myndað verður ónæmisþol í dýrunum með slímhúð- arbólusetningu þar sem beitt verður þolmyndandi aðferðum sem ekki hafa verið hagnýttar áður svo vitað sé og verða grundvöllur einkaleyf- isumsóknar. Myndun ónæmisþols og gagnsemi þess gegn liðagikt verður metið með mælingum á magn lið- bólgu í dýrunum og með því að mæla virkni fruma ónæmiskerfisins í rækt, t.d. með því að mæla frumu- fjölgun og boðefnamyndun.“ Verkefnisstjóri verkefnisins um tölvuvæðingu tannviðgerða er Geir Guðmundsson hjá Iðntæknistofnun Íslands. Í lýsingu á verkefninu segir m.a. að frá árinu 1999 hafi verið unn- ið markvisst að þróun á nýrri aðferð og tækjabúnaði til tannlækninga eft- ir hugmyndum Egils Jónssonar tannlæknis. „Aðferðin byggist á að fjöldafram- leiða staðlaðar hágæða keramík- tannfyllingar til viðgerða á tann- skemmdum í jöxlum. Aðferðin er allt að tífalt ódýrari en hefðbundin við- gerð með keramíkfyllingu auk ann- arra kosta. Vandamálið var hvernig ætti að bora nákvæmlega holu í tönn sem hefur fyrirfram skilgreint form. Á tæpum tveimur árum hefur verið þróuð ný hugmynd að tækjabúnaði sem leysir þetta vandmál. Tilrauna- frumgerð að búnaði hefur verið smíðuð og með henni hefur verið sannreynt að hugmyndin virkar.“ Síðan segir að verði þessi aðferð viðurkennd og samþykkt af tann- læknum eins og allt bendi til muni þessi nýjung hafa mikinn sparnað í för með sér fyrir heilbrigðiskerfi allra landa og bæta gæði núverandi tannviðgerða umtalsvert til hags- bóta fyrir almenning. Vitræn geta mæld Verkefnisstjóri verkefnisins um arfgengi geðklofa er Þórður Sig- mundsson geðlæknir. Í lýsingu á verkefninu segir m.a. að geðklofi er langvinnur geðrofssjúkdómur sem einkennist m.a. af truflun á vitrænni starfsemi, sérstaklega minni, athygli og stýrikerfum í heila. „Geðklofi er arfgengur sjúkdómur en trúlega er um flókið samspil margra gena og umhverfis að ræða. Rannsóknir á erfðafræði geðklofa undir stjórn Hannesar Péturssonar prófessors undanfarin ár í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu hafa með tengslagreiningu og setraða- greiningu fundið tengsl á milli geð- klofa og ákveðins gens. Neuregulin - 1 (NRG-1). Þetta gen er tjáð í taug- ungamótum og ákvarðar prótein sem hafa þýðingarmiklu hlutverki að gegna hvað varðar þroska og sér- hæfingu taugafruma. Rannsókn sú sem hér um ræðir mun athuga hvort vitræn geta sjúklinga með geðklofa og aðstandenda þeirra, mæld með taugasálfræðilegum prófum sem hafa ofangreinda arfgerð, er frá- brugðin sjúklingum annars vegar og heilbrigðum samanburðarhópi hins vegar sem hafa ekki ofangreinda arfgerð.“ Að lokum má geta þess að Guðrún Larsen fræðimaður er verkefnis- stjóri verkefnisins um áhrif eldgosa en heiti verkefnisins er: Framvinda þeytigoss, eiginleikar gjósku og um- hverfisáhrif. Í lýsingu á verkefninu segir m.a að langtímamarkmið rann- sókna á Eldgjárgosinu á 10. öld, sem er stærsta gos á Íslandi á sögulegum tíma, sé að fá sem nákvæmastar upplýsingar um goshegðun, fram- vindu, magn og gerð gosefna, lengd gossins, breytingar á efnasamsetn- ingu kvikunnar og umhverfisáhrif gossins hér á landi sem og erlendis. „Í þessum áfanga er meginmark- mið að fá heildarmynd af þeytigos- þætti Eldgjárgossins og kanna breytingar á efnasamsetningu kvik- unnar. Þriðjungur gossprungunnar lá undir jökli og þar var þeytigos ríkjandi, en blandgos annars staðar. Útbreiðsla gjósku úr einstökum gos- hrinum verður kortlögð og rakin til upptakastaðar á gossprungunni. Magn og kornagerð gjóskunnar gef- ur vísbendingar um hvernig virkni var á hverjum stað á hverjum tíma. Með efnagreiningum á gjósku úr einstökum hrinum má síðan full- kanna breytingar á efnasamsetn- ingu kvikunnar langs eftir gos- sprungunni og sem fall af tíma.“ Síðan segir að mikilvægi þess að auka þekkingu á öllum þáttum stór- gosa eins og Eldgjárgoss sé óum- deilt. „Gos af þessari stærð eru for- dæmislaus í nútímasamfélagi á jörðinni. Sá hluti Eldgjárgossins sem var þeytigos er stórgos, stærsta sprungugos í jökli á sögulegum tíma. Nákvæmari þekking á framvindu er forsenda þess að geta metið um- hverfisáhrif slíks goss til fullnustu og einnig áhrif svipaðs goss á nú- tímasamfélög. Nægir þar að nefna áhrif á flugsamgöngur yfir N-Atl- antshafið.“ Rannsóknarráð Íslands kynnir fjögur verkefni sem hljóta sérstaka styrki 180 verkefni styrkt í ár Við kynningu verkefna á vegum Rannsóknarráðs Íslands. F.v. Hafliði Pétur Gíslason, formaður Rannsóknarráðs, Vilhjálmur Lúðvíksson fram- kvæmdastjóri, Þórður Sigmundsson geðlæknir, Guðrún Larsen jarðfræðingur, Egill Jónsson tannlæknir og Jóna Freysdóttir ónæmisfræðingur. FERÐAFÉLAG Íslands hefur sett nýja vefsíðu inn á Netið, www.fi.is. Heimasíða félagsins er með breyttu útliti og bættum upplýsingum. Þar er meðal annars að finna yfirlit yfir helgarferðir og sumarleyfisferðir fé- lagsins, minnislista bakpokamanns- ins, lista yfir skála félagsins og deilda þess og upplýsingar um þjón- ustu sem þar er veitt. Þá eru leið- arlýsingar, staðarlýsingar, ferða- áætlanir deilda og sitt hvað fleira. Einnig er spurningaleikur F.Í., sem felst í því að þátttakendur senda inn svör við spurningum, er lúta að íslenskri náttúru og sögu. Ný spurn- ing er sett á síðuna á hverjum mánu- degi og dregið úr réttum svörum vikulega. Sigurvegari fær dagsferð með félaginu. Á heimasíðu F.Í. eru einnig myndir, segir í fréttatilkynn- ingu. Ný vefsíða Ferða- félagsins www.fi.is FYRIRHUGAÐ er að halda 5 kvölda fræðslunámsskeið fyrir hjón og sambýlisfólk. Að námskeiðinu stendur Kolbrún Ragnarsdóttir, fjölskyldufræðingur og iðjuþjálfi í samvinnu við Námsflokka Hafnar- fjarðar. Hvert kvöld verður þrískipt: fyr- irlestur, verkefni og umræður. M.a. verður fjallað um uppvaxtarfjöl- skyldu, sjálfsmynd og sjálfsstyrk- ingu, samskipti, þroskaátök og hjónabandið. Kolbrún hefur áralanga reynslu sem hjóna- og fjölskylduráðgjafi, bæði hérlendis og erlendis, og starfar núna hjá Fjölskylduþjónust- unni Skipholti 50c, Reykjavík. Skráning og nánari upplýsingar á vefsíðu www.namsflokkar.hafnarf- jordur.is, og í síma Námsflokka Hafnarfjarðar, segir í fréttatilkynn- ingu. Fræðslu- námskeið fyrir hjón FÉLAGSDEILD Vinstri grænna í Kópavogi heldur vinnufundi öll þriðjudagskvöld kl. 20 í Álfhóli, Hamraborg 11, Kópavogi. Á fundinum er fjallað um bæjar- málefni, félagsmál, umhverfismál, skólamál og aðra málaflokka sem brenna á Kópavogsbúum. Allir sem áhuga hafa á að starfa með Vinstri grænum í bæjar- og landsmálum eru velkomnir, segir í fréttatilkynningu. Vinnufundir hjá VG í Kópavogi MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing: „Varðandi fréttaflutning í tilefni kæru Eftirmenntunarnefndar raf- eindavirkja og framkvæmdastjórn- ar Rafiðnaðarskólans á hendur Jóni Árna Rúnarssyni, fyrrum skólastjóra Rafiðnarskólans, er rétt að eftirfarandi komi fram. Að skólakerfi rafiðnaðarins standa launþegar og atvinnurek- endur í rafiðnaði þ.e.a.s. Rafiðn- aðarsamband Íslands og Samtök atvinnurekenda í raf– og tölvuiðn- aði. Hvor tveggja samtökin standa að baki þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til. Jóni Árna var sagt upp störfum eftir að í ljós kom fjármálaóreiða hjá þeim stofnunum í skólakerfinu sem voru undir hans stjórn. Við skoðun kom jafnframt í ljós að hann hafði látið greiða sér laun umfram samninga. Ekki er kært vegna þess en lögmanni falið að innheimta þá skuld. Grunur er uppi um fjárdrátt Jóns Árna úr sjóðum Eftirmennt- unar rafeindavirkja. Það mál hefur verið kært til lögreglu. Að þeirri kæru standa Eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja með stuðningi fram- kvæmdastjórnar Rafiðnaðarskól- ans. Framhald þess máls er í höndum lögmanns og lögreglu. Undirritaðir forystumenn laun- þegar og atvinnurekenda í rafiðn- aði lýsa fullum stuðningi við þær aðgerðir sem gripið hefur verið til.“ Undir yfirlýsinguna rita: Ómar Hannesson, formaður START Birgir Benediktsson, formaður FRT Haukur Ágústsson, ritari RSÍ Oddur Sigurðsson, formaður Félags rafeindavirkja Haraldur H. Jónsson, formaður Félags íslenskra rafvirkja. Yfirlýsing vegna mál- efna Rafiðnaðarskólans ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ HVAÐA áhrif hafa hinar miklu breytingar sem orðið hafa á þró- un heimsmála í kjölfar hryðju- verkanna í Bandaríkjunum sl. haust á þróun öryggis- og utan- ríkismála Íslands, er þemað á sameiginlegu málþingi Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs miðvikudaginn 6. febrúar nk., sem hefst klukkan 17.15 í Skála á Hótel Sögu. Heimsmyndin hefur gjör- breyst á undanförnum mánuðum og áhrif hryðjuverkanna í New York og Washington snert allar þjóðir veraldar. Heimsbyggðin hefur sameinast í að stemma stigu við óheftu frelsi alls kyns hryðjuverkasamtaka til hryðju- verkastarfsemi vítt og breitt um heiminn. Það er því afar áhuga- vert að heyra hvað íslenskir þingmenn hafa að segja um þessi mál eins og þau snúa að Íslend- ingum, segir í fréttatilkynningu. Framsögumenn verða þing- mennirnir: Hjálmar Árnason úr þingflokki Framsóknarflokksins, Tómas Ingi Olrich úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins, Ögmundur Jónasson úr þingflokki Vinstri grænna og Össur Skarphéðins- son úr þingflokki Samfylkingar- innar Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um stjórnmálaþróun Evrópu og ESB, sem í vaxandi mæli hefur áhrif á daglegt líf allra Evrópubúa, utan og innan ESB, segir í fréttatilkynningu. Þingmenn ræða breytta heimsmynd og öryggismál

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.