Morgunblaðið - 05.02.2002, Side 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
MEÐ nýju ári og hækkandi sól er
tímabært að þakka vísnavinum Morg-
unblaðsins fyrir góð orð og hvatningu
til okkar Djúpbænda, mín og Aðal-
steins á Strandseljum, vegna fáeinna
fátæklegra tækifærisvísna sem hér
hafa birst og við berum ábyrgð á.
Sérstaklega erum við lukkulegir
vegna viðbragða þess sómakæra
heiðursklerks, séra Brynjólfs í Staf-
holti í Borgarfirði.
Þrátt fyrir að við séum bæði „stirð-
kvæðir“ og greinilega haldnir
„skammdegisþunglyndi“ á mjög háu
stigi finnst guðsmanninum full þörf á
að vernda „sína minnstu bræður“,
sem í þessu tilviki eru forsætisráð-
herra og hirð hans, fyrir einelti og níði
okkar Aðalsteins. Mitt sjálfsálit sem
vísnasmiðs jókst stórum við þennan
ritdóm. Meira af svo góðu, séra
Brynjólfur!
Eftir kristindómsfræðslu sem ég
naut, ungur drengur hjá Baldri í
Vatnsfirði, situr eftir það grundvall-
aratriði að „enginn kunni tveim herr-
um að þjóna“ en svoleiðis smámunir
vefjast greinilega ekki fyrir Stafholts-
klerki.
Skurðgoð ljótt sér frómur fann
sem frekt í þanka trónar.
Drottni því – og Davíð, hann
dyggilega þjónar.
Undanfarið hef ég verið að lesa
seinna bindi hinnar stórgóðu ævisögu
Steins Steinars, skráða af Gylfa Grön-
dal, en Steinn er einmitt fæddur hér í
Skjaldfannardal 13. október 1908.
Fer því að styttast í aldarafmæli
skáldsins og vonandi minnisvarða-
gerð hér því samfara. En hvað er eðli-
legra en að þeir sem hafa alist upp á
þessum slóðum og fást við kveðskap
hafi litast af Steini, sem sagði meðal
annars:
Í kulda og myrkri ég kvað og baðst ekki
vægðar,
og kvæðið var gjöf mín til lífsins, sem vera ber.
Ég veit hún er lítil og þó var hún aldrei til
þægðar
þeim, sem með völdin fóru á landi hér.
Væri Steinn enn á dögum efast ég
ekki um að hann væri stjórnarand-
stæðingur og fyrirliti presta sem
bukka sig og beygja og gjamma fyrir
valdstjórnina.
Eftir áramótin hefur ríkisstjórnin
verið að hamast við að efla kostnaðar-
vitund sjúkra og þeirra sem þurfa á
lyfjum að halda.
Ömurleg er okkar stjórn,
ei má leyna slíku.
Sjúka lætur færa fórn
fyrir hina ríku.
Utanríkisráðherra hefur einnig
verið á fullum dampi eftir áramótin
við að tala fyrir erlendri fjárfestingu
og að veita öðrum Evrópuþjóðum
hlutdeild í fullveldinu.
Við að selja mold og mið
má nú ekki slóra.
Ekki flækist fullveldið
fyrir honum Dóra.
Það væru svik við lesendur að geta
hér í engu 11. september sl. Þessi vísa
sem gæti nefnst „Tillaga að óendur-
kræfri hernaðaraðstoð“ fæddist síðla
í þeim mánuði.
Ef að þarf að steðja í stríð
að styðja Kanans óra,
best væri fyrir land og lýð
að losna við Björn og Dóra.
Öryrkjadómurinn og afleiðingar
hans bar hvað hæst innlendra mála á
liðnu ári og nýjársávarp forseta í
þeirrri orrahríð miðri fannst mér
þunnur þrettándi.
Ykkur þetta segi satt
sem að annað haldið.
Ekki er lengur borubratt
Bessastaðavaldið.
Og síðan er horft til Bessastaða að
lokinni undirritun öryrkjalaga ríkis-
stjórnarinnar.
Fátt er nú til fremdar hér,
fólks að hjarta þrengist vegur,
forsetinn því orðinn er
ósköp stimpilpúðalegur.
En við verðum að vera jákvæð og
horfa á björtu hliðarnar og ráðdeild-
arhvatningar í síðasta nýjársávarpi
forseta vors.
Ég hlustaði huga glöðum
og heillaður las í blöðum
og því finnst mér bara
að vel megi spara
viðhald á Bessastöðum.
INDRIÐI AÐALSTEINSSON,
Skjaldfönn v/Djúp.
Vísnabréf
að vestan
Frá Indriða Aðalsteinssyni:
ÉG ÞAKKA Ástu Möller ágæta
ábendingu um frumvarp sem liggur
nú fyrir Alþingi frá mér og Ástu
Ragnheiði Jóhannesdóttur um af-
nám gjalds á menn utan trúfélaga.
Frumvarpið hefur nú verið prentað
upp með breytingu sem tryggir að
tilgangur þess náist, nefnilega að
þeir sem ekki eru í trúfélagi þurfi
ekki að greiða sérstakt gjald – í
þartilgerðan sjóð uppi í Háskóla –
fyrir að vera ekki í trúfélagi. Þetta
gjald er jafnhátt sóknargjaldi fólks
í trúfélögum og er innheimt með
tekjuskatti. Lofsverður áhugi Ástu
Möller á frumvarpi okkar um af-
nám gjalds á menn utan trúfélaga
hefur hingað til beinst einkum að
lagatæknilegri hlið þess, bæði í
morgunspjalli á Rás tvö á föstudag
og í grein í Morgunblaðinu á laug-
ardag. Ég hlakka ofur mikið til að
heyra hvað Ásta Möller hefur að
segja um sjálft efni frumvarpsins
þegar það verður tekið til umræðu
á Alþingi.
MÖRÐUR ÁRNASON,
varaþingmaður í Reykjavík
fyrir Samfylkinguna.
Gott frumvarp
verður enn betra
Frá Merði Árnasyni: