Morgunblaðið - 08.02.2002, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 08.02.2002, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ mun á næstu dögum birta nið- urstöður úr viðamikilli úttekt á dagvistun barna í heimahúsum. Við gerð könnunarinnar voru allar dagmæður utan Reykjavíkur og fjöldi heimila í Reykjavík skv. úr- taki heimsóttar fyrirvaralaust og aðstæður kannaðar. Markmið út- tektarinnar var að kanna aðbúnað og fjölda barna hjá dagmæðrum, hvort leyfisveitingar og önnur skilyrði væru uppfyllt, hvort tryggingar barnanna væru í lagi o.fl. Í framhaldi af þessari úttekt er stefnt að því að gerðar verði breytingar á gildandi reglugerð um dagvistun barna í heimahúsum, m.a. varðandi eftirlit sem sveit- arfélögum er falið með starfsemi dagmæðra, skv. upplýsingum sem fengust í ráðuneytinu. Reglugerðin er frá árinu 1992. Mikil fjölgun barna undir tveggja ára aldri í daggæslu Börnum í daggæslu í heimahús- um hefur fjölgað verulega á sein- ustu árum. Á það sérstaklega við um börn sem eru á aldrinum eins og hálfs til tveggja ára. Árið 1996 voru 1.918 börn á einkaheimilum skv. tölum Hagstofunnar en þeim hafði fjölgað í 2.552 á landinu öllu árið 1999. Fjölgunin hefur fyrst og fremst verið í yngsta aldurshópn- um en börnum tveggja ára og yngri í daggæslu á einkaheimilum fjölgaði úr 1.654 árið 1996 í 2.323 árið 1999. Bragi Guðbrandsson, forstöðu- maður Barnaverndarstofu, telur nauðsynlegt að gerðar verði breyt- ingar á gildandi reglugerð um dag- gæslu barna í heimahúsum. ,,Fyrst og fremst vegna þess að börnin eru yfirleitt mun yngri en áður var,“ segir Bragi en hann tók þátt í smíði reglugerðarinnar á sínum tíma. ,,Þegar unnið var að gerð reglugerðarinnar fyrir tíu árum áttu börn yngri en þriggja ára yf- irleitt ekki möguleika á að komast inn á leikskóla. Aukið framboð á leikskólarýmum á síðustu árum hefur leitt til þess að flest börn sem náð hafa tveggja ára aldri fá nú rými. Ég held að meðalaldur [barna] hjá dagmæðrum hafi yngst um a.m.k. eitt ár ef ekki meira,“ segir Bragi. Þörf á skýrari ákvæðum um eftirlit sveitarfélaganna Ingibjörg Broddadóttir, deildar- stjóri í félagsmálaráðuneytinu, tekur undir að þörf sé á að breyta reglugerðinni um vistun barna í heimahúsum og segir það hafa verið tilefni þess að ráðuneytið lét ráðast í úttekt á ástandi dagvist- unar barna í heimahúsum. Ingi- björg segir að reglugerðin hafi þó að mörgu leyti staðist tímans tönn. ,,Þetta snýst kannski fyrst og fremst um að það þurfi að vera skýrari ákvæði um hvernig sveit- arfélögin eigi að haga eftirlitinu,“ segir hún. Ekki áhrif á slysatryggingu barns þótt dagmóðir hafi ekki leyfi Öllum dagmæðrum er skylt að kaupa slysatryggingu vegna barna sem þær hafa í daggæslu. Í um- ræðum að undanförnu um hvort algengt sé að dagmæður séu með fleiri börn í gæslu en leyfilegt er hafa m.a. vaknað spurningar um hvort börn í daggæslu sem ekki er leyfi fyrir njóta sömu trygginga- verndar og önnur börn. ,,Við höfum slysatryggingar í gildi fyrir dagmæður í ýmsum fé- lögum dagmæðra í Reykjavík og nokkrum nágrannasveitarfélögum. Einnig eru hjá okkur nokkrar dagmæður utan þessara félaga með slysatryggingar fyrir börn í gæslu. Um er að ræða almenna slysatryggingu þar sem greiddar eru dánarbætur, örorkubætur og bætur vegna sjúkrakostnaðar,“ segir Arnór Hjartarson, deildar- stjóri hjá Sjóvá-Almennum trygg- ingum. Aðspurður hvernig fari með tryggingavernd barna ef dag- móðir er með óleyfilegan fjölda barna í gæslu segir hann að ef dagmóðir hafi fleiri börn en leyfi er fyrir hafi það ekki áhrif á rétt- indi barnanna úr slysatrygging- unni. Skv. upplýsingum sem fengust hjá Vátryggingafélagi Íslands, VÍS, kaupa dagmæður slysatrygg- ingu fyrir börnin auk ábyrgðar- tryggingar ef til skaðabótaskyldu kemur. Innifalið í slysatryggingunni eru dánarbætur sem samsvara útfar- arkostnaði og örorkubætur. Bóta- upphæðirnar taka mið af slysa- tryggingu skólabarna sem sveit- arfélög kaupa. Félagsmálaráðuneytið gerði úttekt á ástandi daggæslu barna í heimahúsum Könnuðu aðbúnað og tryggingar barna Sjö árekstrar í Kópavogi ÖKUMENN sem áttu leið um Kópa- voginn í gær virðast ekki hafa varað sig á hálkunni að sögn lögreglu. Tilkynnt var um sjö árekstra í bænum frá morgni og fram á miðjan dag sem telst óvenju mikið. Ekki urðu slys á fólki en talsvert eignatjón. Ökumaður missti stjórn á bíl sín- um á Reykjanesbraut á móts við Ás- velli í Hafnarfirði síðdegis í gær og hafnaði bíllinn á ljósastaur. Beita þurfti klippum til að ná manninum úr bílnum. Var hann fluttur á slysadeild, en hann var tal- inn lærbrotinn. Ók á kyrr- stæðan vörubíl FARÞEGI fólksbíls slasaðist nokk- uð þegar bílnum var ekið á kyrr- stæðan vörubíl í Þorlákshöfn um hádegisbil í gær. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var vörubíllinn illa staðsettur með tilliti til annarrar umferðar. Höfðu fiskikör fallið af vörubílnum og var verið að eiga við farminn þegar áreksturinn varð. Farþeginn var fluttur á Heilbrigðisstofnunina á Selfossi og þaðan á slysadeild í Fossvogi. Síðdegis urðu tveir árekstrar á Selfossi en þar urðu ekki slys á fólki. UNDANFARNA daga hefur staðið yfir talning ökutækja á ákveðnum tíma á ákveðnum gatnamótum í Reykjavík á vegum borgarinnar. Björg Helgadóttir, landfræð- ingur hjá verkfræðistofu um- hverfis- og tæknisviðs Reykjavík- urborgar, segir að reglulega fari fram svona talning í þeim tilgangi að fylla í eyður í gagnabanka, en upplýsingarnar komi að gagni við margt, meðal annars vegna hugs- anlegra eða fyrirhugaðra gatna- framkvæmda, endurskipulagn- ingar á umferðarljósum og svo framvegis. Að þessu sinni hefur talning farið fram á Bústaðabrú, á gatnamótum Bústaðavegar og Suðurhlíðar og Bústaðavegar og Litluhlíðar, á Hringbraut, m.a. við hringtorgið á Hringbraut við Þjóðminjasafnið, við Hofsvallagötu og Framnesveg. Talning fer alltaf fram frá kl. sjö til tíu á morgnana og síðan frá kl. hálf- fjögur til hálfsjö síðdegis. Reikni- líkan er síðan notað til að reikna út umferðina á sólarhring. Nemendur við land- og jarð- fræðiskor Háskóla Íslands annast talninguna sem verktakar, en á hverju hausti eru auk þess settir teljarar í lykkjur víða um borgina, en lykkjurnar eru tengdar við ákveðinn búnað sem síðan er lesið af vikulega. Björg Helgadóttir seg- ir að til viðbótar þurfi að telja á öðrum stöðum til að fylla upp í gagnabankann og það sé það sem nú sé verið að gera. Morgunblaðið/Árni Sæberg Óðinn Valdimarsson og Árni Gunnarsson telja bifreiðar á Bústaðavegi í gær. Álag á nokkrum gatnamótum kannað Íslandsbanki og Lands- banki lækka verðskrár Bregðast við kalli ASÍ STJÓRNENDUR Íslandsbanka og Landsbanka hafa tekið ákvörð- un um að lækka verðskrá og þá skuldbinda bankarnir sig til þess að verðbreytingin haldi út þetta ár. Í tilkynningum bankannna segir að þannig vilji þeir leggja sitt af mörkum til að verðlagsákvæði kjarasamninga verði innan viðmið- unarmarka. Báðir bankarnir lækka lántöku- gjald skuldabréfa, tilkynningar- og greiðslugjald skuldabréfalána, ár- gjald debetkorta og tékkhefta eða í kringum 15%. Lækkun gjalda vegna skuldabréfa gildir fyrir við- skiptavini sem nýta sér greiðslu- þjónustu bankanna og láta skuld- færa afborganir af reikningi í bankanum. HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Höfðahrepp á Skagaströnd til að borga starfsmanni vinnuskóla bæj- arins 9,3 milljónir auk vaxta vegna áverka sem hann hlaut í slysi í starfi og leiddu til tímabundins at- vinnutjóns, varanlegrar örorku og varanlegs miska. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Höfðahrepp af kröfu mannsins í fyrra, en hann krafðist 18,9 milljóna í bætur. Slysið átti þann aðdraganda að unglingar í vinnuskóla voru að ljúka störfum og gerðu sér af því tilefni dagamun, meðal annars með því að skvetta vatni hver á annan og á full- orðna, sem höfðu starfað með þeim um sumarið. Þar sem maðurinn lá á bakinu undir sláttuvél og reyndi að losa aðskotahlut úr vélinni komu að- vífandi tveir piltar, sem höfðu verið í vinnuskólanum, og var hvor þeirra með stóra fötu með köldu vatni, sem þeir skvettu yfir hann. Við þessu brást maðurinn með því að leitast við að koma sér undan sláttuvélinni. Við það rak hann hægri öxlina harkalega upp undir öxul vélarinnar og hlaut við höggið áverka sem leiddu til tímabundins atvinnutjóns, varanlegrar örorku og varanlegs miska, sem hann krafði hreppinn um bætur fyrir ásamt bót- um fyrir þjáningar. Hæstiréttur taldi viðbrögð mannsins í alla staði eðlileg og að þeir, sem voru valdir að ófarnaði hans, hefðu jafnframt mátt sjá þau fyrir. Í ljósi framburðar vitna var lagt til grundvallar að tilteknir yf- irmenn við vinnuskólann hefðu sjálfir verið beinir þátttakendur í aðgerðinni gagnvart manninum. Þeir hafi þannig borið sök á slysi hans. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Lögmaður áfrýjanda, starfs- manns vinnuskólans, var Steingrím- ur Þormóðsson hrl. og lögmaður stefnda, Höfðahrepps, Hákon Árna- son hrl. Fékk 9,3 milljónir í bætur vegna slyss í kjölfar ærsla ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ BHM fær fulltrúa í hugverka- nefnd BANDALAG háskólamanna, BHM, mun fá fulltrúa í nefnd iðnaðar- og viðskiptaráðherra um mótun löggjaf- ar um hugverkaréttindi. Þetta var ákveðið á fundi talsmanna BHM með Valgerði Sverrisdóttur ráðherra í gær en bandalagið hafði komið mót- mælum á framfæri opinberlega við það að fá ekki sæti í umræddri nefnd. Taldi BHM það ótækt að ekki væri í nefndinni fulltrúi sem gætti hags- muna fólks þar sem hugverk og upp- finningar væru daglegur þáttur í starfi þess. Stjórn BHM mun skipa fulltrúa í nefndina á allra næstu dög- um, að því er fram kemur á vefsíðu bandalagsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.